Tíminn - 01.05.1993, Blaðsíða 13
Laugardagur 1. maf 1993
Tfminn 13
Nei, svo er alis ekki. Það eru tíu að-
ilar sem standa að henni. Þeir eru
Listvinaféiagið, Bamakór og Kór
Akureyrarkirkju, Leikfélag Akureyr-
ar, Minjasafnið á Akureyri, Þjóð-
minjasafnið, Kammerhljómsveit
Akureyrar, Tónlistarfélag Akureyrar
og Sinfóníuhljómsveit íslands. Það
er ánægjulegt að segja frá þvf að
Bamakór Akureyrarkirkju var stofn-
aður nú í haust og er því með í fyrsta
sinn.
Eins og þú sérð em viðburðir
kirkjulistaviku fyrst og fremst
komnir undir listamönnum og
áhugafólki frá Akureyri en við fáum
einnig góða gesti að eins og Sinfón-
íuhljómsveitina.
— Er kirkjulistavika einungis
haidin á Akureyri?
Nei, slík hátíð er haidin hér annað
hvert ár eins og ég sagði áður en
kirkjulistavika hefur verið haldin
víðar, Ld. svipuð hátíð í Hallgríms-
kirkju og a.m.k. ein sem haldin var
laugardaginn 8. maí um „Tónlist f
kirkjunni". Þangað koma sr. Krist-
ján Valur Ingólfsson, rektor Skál-
holtsskóla, Hörður Áskelsson, org-
anisti Hallgrímskirkju, og Þorkell
Sigurbjömsson tónskáld og flytja
erindi. Á eftir verða svo pallborðs-
umræður.
Það má líka vekja athygli á því að á
mánudaginn verður í Minjasafns-
kirkjunni fluttur aftansöngur eða
vesper sem er klassísk tíðagjörð.
Uppistöðuna í henni má rekja til
heilags Benedikts frá Núrsíu á 6.
öld. Listrænn stjómandi hátíðarinn-
ar, Bjöm Steinar Sólbergsson,
stjómar flutningi.
Á sviði myndlistar má nefna sýn-
ingu á kirkjumunum sem verður
hér í Safnaðarheimilinu en það er
Minjasafnið sem stendur að henni f
samvinnu við Þjóðminjasafnið.
Munimir em allir eftir Hallgrím
Jónsson og son hans Jón en þeir
voru afkastamiklir skreytingamenn
Guömundur Óli Gunnarsson stjórnar lokatónleikum kirkjulistavikunnar á
Akureyri.
sameiginlega af öllum kirkjum í
Reykjavík.
— Hveraig er dagskrá hátíðarinnar
byggð upp?
Það er eiginlega komið alls staðar
við í myndlist, leiklist og tónlisL Ég
held að það megi samt segja að það
sem sé sérstaklega áberandi núna sé
tónlist. Blásarakvintett Reykjavíkur
flytur nýtt verk eftir Jón Hlöðver Ás-
kelsson tónskáld á Akureyri og Sin-
fóníuhljómsveitin kemur nú í annað
sinn og heldur tónleika á morgun,
sunnudag, í Akureyrarkirkju. Flutt-
ur verður trompetkonsert eftir
Haydn, TVumpet Voluntary eftir
Clarke/Purcell og Sinfónía nr. 4 eftir
Mendelsohn. Einleikari verður Ei-
ríkur Öm Pálsson.
Svo má nefha málþing sem verður
kirkna á Norðurlandi á 18. öld. Sem
dæmi um muni á sýningunni má
nefna prédikunarstól úr Lögmanns-
hlíðarkirkju ofan Akureyrar sem Jón
gerði árið 1781 og altaristöflu úr
Grenjaðarstaðarkirkju sem hann
gerði árið 1766. Alls em 13 munir á
sýningunni.
— Hvað um leiklistina?
Leiklistin á hátíðinni er að sjálf-
sögðu í höndum Leikfélags Akureyr-
ar en á þriðjudag verður flutt dag-
skrá um Hallgrím Pétursson sem
Signý Pálsdóttir leikhússtjóri hefúr
sett saman og leikstýrir.
Tónlist fléttast mjög inn í dag-
skrána. Hana valdi Bjöm Steinar og
stjómar flutningi hennar. Jón Þor-
steinsson óperusöngvari syngur þar
einsöng.
Akureyrarkirkja. Til haegri sést inngangurinn í safnaöarheimiliö.
— Er ekki kostnaðarsamt að halda
viðamikla hátíð sem þessa?
Jú, það kostar vissulega mikla pen-
inga en við leggjum áherslu á að
stilla miðaverði í hóf svo að sem
flestir geti notið þess sem fram fer
og á suma viðburði er ókeypis að-
gangur.
Hátíðinni lýkur sunnudaginn 9.
maí með tónleikum Kammersveitar
Akureyrar og Kórs Akureyrarkirkju
þar sem flutt verða verk eftir Bizet
og verkin Requiem og Pelléas et
Mélisande eftir Gabriel Fauré. Það
verður sefandi franskur blær yfir
þessum tónleikum, þar sem ein-
söngvarar verða Margrét Bóasdóttir
sópran og Michael Jón Clarke bari-
tón, en stjórnandi tónleikanna verð-
ur Guðmundur Óli Gunnarsson.
Eins og sjá má af því sem ég nefndi
hér að ofan og af dagskránni í heild
sinni er hún afar vönduð og fjöl-
breytt og hægt að mæla með öllu
sem þar er. Ég vil bara hvetja fólk á
Akureyri og nágrenni og sem víðast
annars staðar til þess að kynna sér
dagskrána vel og fagna vori með því
að nýta sér einstæð tækifæri til þess
að njóta lista og helgihalds.
PERSÓNULEG FERMINGARGJÖF "
• Fram yfir fermingar
bjóðum við sérstakt verð.
• Áletrun og sendingar-
gjald innifalið.
• Stuttur afgreiðslufrestur.
Ath. Sama verð hjá okkur og
öllum þeim verslunum sem selja
vöru okkar hvarvetna á landinu.
isM
BORGARFIRÐI EYSTRA
SÍMI97 - 2 99 77
Bandalag starfsmanna
ríkis og bæja
sendir félagsmönnum sínum og
íslenskri alþýðu baráttukveðjur
á hátíðisdegi launafólks