Tíminn - 01.05.1993, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.05.1993, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 1. maí 1993 SAMKVÆMT SKÝRSLU frá þýska innanríkisráðuneytinu höfðu í lok síðasta árs um 1.830.000 einstakling- ar verið grunaðir í landinu um glæpi framda á því ári. Af þeim voru 550.583 „nichtdeutsche" („ekkiþjóðverjar", þ.e.a.s. útlendingar). Ætla má sem sé að hlutur útlendinganna í glæpum þar- lendis það ár hafi verið um 30%. Á því ári voru um 8% íbúa Þýskalands út- lendingar. Þetta er meðal upplýsinga frá innanríkisráðuneytinu og fleiri aðil- um sem nýlega birtust í grein í dag- blaðinu Welt am Sonntag. Með grunuðum er hér átt við einstak- linga sem lögreglan telur hafa framið glæpi og hefur afhent mál þeirra dómskerfinu. „Asylantar" í biöröö eftir landvistarleyfi í Berlfn; margir þeirra launa tiltölulega góöar viötökur verr en mátt heföi ætla. Hátt í þreföldun á átta árum Árið áður, 1991, komust sam- kvæmt umræddum heimildum um 1.600.000 manneskjur búandi f Þýskalandi á lista yfir þá sem grunaðir voru um að hafa framið glæpi það ár. Af þeim voru 415.737 „ekkiþjóðverjar" eða 25,9%. Grunaðir um glæpi voru sem sagt um 230.000 fleiri í fyrra en 1991. Hlutur Þjóðverja í þeirri aukningu er um 95.000, útlend- inganna um 135.000 — langt yfir helming. Ljóst er nú af skýrslum sem gerðar hafa verið opinberar að glæpatíðni útlendinga í Þýska- landi hefur lengi verið langt fyrir ofan glæpatíðni innfæddra. Að sögn Welt am Sonntag sýna skýrslur frá innanríkisráðuneyti og lögregiuyfirvöldum að 1984 komust 1.250.000 manns búsettir í Þýskalandi á skrá grunaðir um að hafa framið glæpi á því ári. Þar af voru „aðeins" um 208.000 út- lendingar eða 16,6%. Það er helm- ingi hærra en hlutfall útlendinga af íbúatölu landsins það ár og reikna má með að fyrir átta árum hafi sú tala verið eitthvað lægri. Þessar tölur segja þó ekki alla sögu um þessi mál. í umræddum skýrslum eru ekki taldir með glæpir framdir af erlendum her- mönnum, ferðamönnum og út- lendingum sem dveljast í landinu ólöglega. Tekið skal ennfremur fram að tölur þær sem hér er fjallað um eru fram að árinu 1990 og að því meðtöldu aðeins fyrir fyrrverandi Vestur-Þýskaland en eftir það frá Þýskalandi öllu. Á tímabilinu 1984-92, að báðum árum meðtöldum, hækkaði tala Þjóðverja grunaðra um glæpi — miðað við árlegar tölur yfir grun- aða — um tæplega 240.000; hlið- stæð tala fýrir útlendinga þarlend- is er hinsvegar rúmlega 340.000. Ekki vantar mjög mikið á að tala útlendinga grunaðra um glæpi í Þýskalandi hafi á þessu tímabili þrefaldast miðað við árlegar tölur yfir grunaða. Hliðstæð hækkun Eitt mesta áhyggju- efni al- mennings hjá Þjóðverjum á sama tíma var liðlega sjöttungur. Austantjaldsmönn- um að kenna? í þýskum blöðum er nokkuð al- gengt um þessar mundir að kenna hruni járntjaldsins um þessa hraðhækkandi útlendu glæpaöldu og sennilega er eitthvað til í því. Ýmislegt bendir þó til að hæpið sé í meira lagi að skella skuldinni mjög eindregið á fyrrverandi aust- antjaldsmenn. Má til dæmis benda í því sambandi á að frá 1984 til 1988 hækkaði glæpahlutdeild út- lendinga enn, samkvæmt skýrsl- um um grunaða, úr 16% í næstum 22% og 1989 — árið sem Múrinn féll, en ekki fyrr en um haustið — í 24,5%. Lögregluskýrslur sem birtar voru fyrir skömmu benda og til óhugnanlega mikillar glæpatíðni útlendinga annarra en fyrrverandi austantjaldsmanna, til dæmis innflytjenda frá vissum Afríkulöndum. 1990 hlutu 34% þeirra Ghanamanna sem sótt höfðu um landvist í Vestur-Þýska- landi, á þeim forsendum að þeir væru flóttamenn (Þjóðverjar kalla slíka gesti „Asylanta"), dóma fyrir glæpi og afbrot. Hliðstæð tala þar- Iendis það ár yfir Nígeríumenn var 39% og yfir Gambíumenn 76,8%. Innflutningur og dreifing á eitur- lyfjum virðist og eftir upplýsing- um í fjölmiðlum að dæma vera mikið til og kannski að mestu leyti í höndum þriðjaheims- manna. En ekki verður því neitað að glæpum í Þýskalandi hefur fjölgað hraðar en áður síðan járn- tjaldið hrundi. Frieder Birzele, innanrfkisráð- herra fylkisins Baden-Wurttemb- erg (jafnaðarmaður) er einn þeirra sem hefur fyrrverandi austan- tjaldsmenn mjög fyrir sökinni í þessu samhengi. Welt am Sonntag hefur eftir honum að sl. ár hafi 53,9% allra útlendinga sem féllu undir grun um þjófnað þar í fylki verið frá fyrrverandi Júgóslavíu, Rúmeníu og Póllandi. Að sögn yfirvalda í Brandenburg eru útlendingar þar fyrir ofan meðallag í stuldum, brotum á eit- ur- og fíkniefnalöggjöf og skil- ríkja- og skjalafalsi; 57,7% allra brota í síðastnefndu greininni sl. ár þar í fylki skrifaði lögreglan á þeirra reikning. Af útlendingum grunuðum þar um glæpi og afbrot það ár voru 37,4% Rúmenar og 33,5% Pólverjar. 70-80% lifa í ótta við glæpalýð Samkvæmt niðurstöðum skoð- anakönnunar, sem IPOS-Institut í Mannheim gerði nýlega fyrir þýska innanríkisráðuneytið, óttast 71% íbúa fyrrverandi Vestur- Þýskalands að þeir verði fyrir of- beldi af hálfu glæpalýðs. í fyrrver- andi Austur- Þýskalandi lifa 93% íbúa við þann ótta samkvæmt nið- urstöðum sömu könnunar. Stjórnmálamönnum virðist hafa brugðið nokkuð við umræddar glæpaskýrslur, líklega ekki síst af þrennu. í fyrsta lagi því að fjölgun grunaðra frá 1991 til 1992 var meiri en nokkru sinni fyrr sl. átta ár. í öðru lagi vegna þess að sú fjölgun var einkum af völdum út- lendinga. í þriðja lagi og senni- lega ekki síst vegna útkomunnar úr ofannefndri skoðanakönnun. Af henni og niðurstöðum úr öðrum skoðanakönnunum má marka að þetta sé eitt af mestu áhyggjuefn- um þýsks almennings um þessar mundir og að talsverðum líkind- um mesta áhyggjuefnið. Kristilegi demókratinn Rudolf Seiters, innanríkisráðherra Þýska- lands, sagði er fjölmiðlar leituðu hjá honum viðbragða við um- ræddum skýrslum um glæpi, út- lendinga og ótta í Þýskalandi að fólk „hefði ástæðu til að vera hrætt“ og að „berjast yrði gegn glæpum með meiri árangri en fram að þessu hefði verið gert“ til að fólk losnaði úr þeirri hættu sem það væri í af völdum glæpa- lýðs. Ráðherrann benti á að á síð- asta ári hefðu verið framdir í Þýskalandi 6,1 milljón glæpir og afbrot, um 9% fleiri en árið áður. „Framtíð okkar er komin undir árangri þeirra stofnana sem hafa það hlutverk að tryggja innra ör- yggi okkar," bætti hann við. Bannhelgi Umfjöllun fjölmiðla um þennan vanda hefur til þessa verið glopp- ótt og er enn vegna þess að í aug- um margra, ekki síst áhrifamanna í stjórnmálum og fjölmiðla, hvílir bannhelgi á því að minnast á hlut- deild útlendinga í glæpum. Jafn- aðarmaðurinn Gerhard Schröder, innanríkisráðherra Neðra- Sax- lands, hefur þannig bannað lög- reglu fylkisins að gefa upp þjóð- erni fólks sem grunað er um glæpi eða neinar upplýsingar um það er leitt gætu í ljós hverrar þjóðar það sé. Rannsóknarlögreglumaður í Brúnsvík skýrði einu blaðinu fyrir skömmu svo frá að Rúmenar þar, sem sótt hafa um landvistarleyfi á þeim forsendum að þeir séu pólit- ískir flóttamenn, séu grunaðir um að hafa nýverið tekið sér nánast einokun á því að brjóta upp stöðu- mæla. Áður hefðu þeir verið búnir að ná einokun á því að brjóta upp símasjálfsala þar í borg. En lög- reglumaður þessi bað blaðamann- inn sem við hann talaði þess lengstra orða að nefna sig ekki með nafni sem heimildarmann, trúlega af ótta við reiði yfirmanna sinna. Sem ástæðu fyrir þessu laumu- spili gefa þýsk stjórnvöld upp að þau óttist að upplýsingar um glæpi útlendinga leiði til aukins fjandskapar gegn útlendingum yf- irleitt, komist þær f hámæli. Eftir opinskárri umfjöllun þýskra blaða um þetta undanfarið að dæma

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.