Tíminn - 01.05.1993, Blaðsíða 16

Tíminn - 01.05.1993, Blaðsíða 16
16 Tfminn Laugardagur 1. maí 1993 Sendum viðskiptavinum okkar og öllu launafólki árnaðaróskir á hátíðardegi verkalýðsins WRE VFILL LANDSVIRKJUN Verkfræðistofan FJARHITUN Borgartúni 17 Bón og þvottastöðin Sigtúni 3 68 55 22 Landssamband íslenskra verslunarmanna Hverfisgötu 105 SMURSTÖÐ Stórahjalla 2 — Kópavogi Félag íslenskra hljómlistarmanna Rauöageröi 27 MJÓLKURBÚ FLÓAMANNA EIMSKIP VIÐ GREIÐUM ÞÉR LEIÐ VINNUEFTIRLiT RÍKISINS Admlnlstratlon of occupatlonal aafaty and haalth M PAGBÓK 1 Kvenfélag Óháöa safnaðarins heldur fund n.k. þriðjudag kl. 20.30 f Kirkjubæ. Gestir kvöldsins verða kvenfé- lagskonur úr Langholtssókn. Félag eldri borgara Sunnudag: Bridskeppni, tvfmenningur, kl. 13. Félagsvist kl. 14 í Risinu. Dansað í Goðheimum kl. 20. Mánudag: Opið hús kl. 13-17. Frjáls spilamennska. Félag bókagerðarmanna: Kvennaráöstefna Kvennaráðstefna á vegum Félags bóka- gerðarmanna verður haldin laugardag- inn 8. maí kl. 14-17 f húsi FBM, Hverfis- götu 21. Á ráðstefnunni verða málefni, sem kon- ur varða, s.s.: Staða kvenna innan FBM — Konur í tíð atvinnuleysis — ímynd kvenna á vinnumarkaði — Vinnan og bömin okkar. Gestir fúndarins verða Anna Jeppesen kennari og Ingibjörg Guðmundsdóttir uppeldisfraeðingur. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti. Ath. að ráðstefnan er aðeins ætluð kon- um. Þar sem pláss er takmarkað, verður að tilkynna þátttöku á skrifstofu félagsins fyrir 6. maí. Kjartan Guðjónsson sýnir í Fold Kjartan Guðjónsson sýnir teikningar og gvassmyndir í Gallerí Fold dagana 1.-16. maí. Kjartan er fæddur árið 1921. Hann stundaði myndlistamám við Art Insti- tute of Chicago og telst til Septemhóps- ins, sem ávallt hefúr vakið mikla athygli hér á landi. Kjartan kenndi við Mynd- lista- og handfðaskóla íslands f 25 ár. Hann hefur haldið einkasýningar og tek- ið þátt í fjölda samsýninga hérlendis og erlendis. Þá hefur hann myndskreytt fjölda bóka og blaða og teiknað frímerki. Opið er f Fold daglega 10-18, laugardag- inn 1. maí kl. 10-17 og sunnudaginn 2. maf kl. 13-17. Allar myndimar eru til sölu. Ráðstefna á Hvolsvelli: Græöum ísland Umhverfisnefnd Rótarý, Rotaryklúbbur Rangæinga og Landgræðsla ríkisins boða til ráðstefnu um landgræðslumál í dag, laugardaginn 1. maí, í félagsheimil- inu Hvoli á Hvolsvelli. Yfirskrift ráð- stefnunnar er „Grceðum ísland— Hvað get ég gert?“. Ráðstefnan hefst kl. 9.50. Meðal þeirra sem flytja munu ávörp og framsöguræð- ur eru Halldór Blöndal landbúnaðarráð- herra, Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri, Ómar Ragnarsson fréttamaður, Andrés Amalds gróðuvemdarfulltrúi, Hulda Valtýsdóttir blaðamaður, Jón R. Hjálmarsson skólastjóri og Höskuldur Jónsson, forseti Ferðafélags íslands. Ráðstefnustjóri verður Friðjón Guðröð- arson sýslumaður. Ráðstefnunni lýkur um kl. 17. Ráðstefhan er öllum opin. Bandalag kvenna í Reykjavík: Málþing á Hétel Loftleiöum Bandalag kvenna í Reykjavík gengst fyrir málþingi miðvikudaginn 5. maí n.k. að Höfða, Hótel Loftleiðum. Umræðuefni þingsins verður Atvinnusköpun kvenna. Sjöfn Sigurbjömsdóttir, formaður BKR, mun setja þingið og því næst flytur Markús öm Antonsson borgarstjóri ávarp. Stuttar framsögur munu hafa þær Erla Þórðardóttir, Hansfna Einars- dóttir, Lilja Mósesdóttir, Sigurbjörg Sig- urgeirsdóttir, Ingveldur Ingólfsdóttir, Margrét Pálmadóttir, Helga Thoroddsen og Margrét S. Bjömsdóttir. Fundarstjórar verða Ragna Bergmann og Þórunn Sveinbjömsdóttir. Léttur kvöldverður verður borinn fram. Að honum loknum verður umræða í hópum og niðurstöður úr henni því næst kynntar. Ráðstefnugjald er 1200 kr. Nýmæli í starfi Þjóðminjasafns íslands Þjóðminjasafn íslands vekur athygli á því að sýningartími á Þjóðminjasafninu við Suðurgötu hefúr verið lengdur um eina klukkustund hvem dag sem það er opið. Verður safnið framvegis opið til kl. 17, en ekki 16 eins og verið hefur. Þá hefur verið tekin upp sú nýbreytni að bjóða gestum að kaupa einn aðgöngu- miða á söfnin þrjú sem Þjóðminjasafn ís- lands rekun Þjóðminjasafnið við Suður- götu, Lækningaminjasafhið í Nesstofu á Seltjamamesi og Sjóminjasafn fslands í Hafnarfirði. Aðgangur að hverju safni er kr. 200 (ókeypis þó fyrir böm og ellilíf- eyrisþega), en nú er einnig hægt að kaupa einn miða á söfnin þrjú fyrir 300 kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.