Tíminn - 01.05.1993, Blaðsíða 11
Laugardagur 1. maí 1993
Tíminn 11
andi samningaviðræðum hefur ver-
ið vísað til einstakra félaga og sam-
banda. Tilboð ríkisstjórnarinnar
náði of skammt. í öðrum veigamikl-
um atriðum verður stjórnin einnig
að ganga lengra. Það verður að
leggja fram marktækar aðgerðir til
að lækka vexti. Stöðugum hring-
landahætti með verðlag lyfja og
heilbrigðisþjónustu verður að
hætta.
Undanfarna mánuði hefur það
færst í vöxt að atvinnurekendur segi
upp launafólki og bjóði því síðan að
gerast undirverktakar og svipti það
um leið þeim kjörum og félagsleg-
um réttindum sem það áður hafði.
Verkalýðshreyfmgin fordæmir þessi
vinnubrögð.
Verkalýðshreyfmgin leggur höfuð-
áherslu á að ríkisstjórnin virði
samningsfrelsi launafólks. Það er
grundvöllur samtaka okkar. Við
munum aldrei sætta okkur við að á
því verði troðið.
Launafólk. Gerum 1. maí að raun-
verulegum baráttudegi, þar sem við
sameinumst um kröfuna:
FULLA ATVINNU FYRIR ALLA.
ATVINNA — VELFERÐ.
F.h. Fulltrúaráðs verkalýðsfélag-
anna í Reykjavík:
Grétar Hannesson
Þórunn Sveinbjömsdóttir
Björk Jónsdóttir
Vignir Eyþórsson
Hildur Kjartansdóttir
Sigurður Pálsson
Sigurður Bessason
F.h. Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja:
Guðmundur Þorkelsson
F.h. Iðnnemasambands íslands:
Þröstur Ólafsson
Yfirlýsing Alþjóðasamtaka frjálsra
verkalýðsfélaga
í ár er alþjóðlegur baráttudagur
verkalýðsins — 1. maí — haldinn í
skugga síharðnandi árása á verkalýðs-
félög og félagsmenn þeirra. Ársskýrsla
okkar um brot gegn réttindum launa-
fólks kemur út í dag. Hún sýnir að
barátta verkalýðshreyfingarinnar hef-
ur kostað 260 manns lífið á einu ári.
2.500 til viðbótar hafa verið fangelsað-
ir og 40.000 launamenn hafa misst
vinnuna vegna lögmætra aðgerða í
þágu hreyfingarinnar. Hundruð
verkalýðsleiðtoga og annarra félags-
manna hreyfingarinnar sitja í fangelsi
á baráttudegi verkafólks — 1. maí.
Fyrir hönd 113 milljóna launafólks
um allan heim votta Alþjóðasamtök
frjálsra verkalýðsfélaga virðingu sína
þeim félögum sem halda kyndli frels-
isins á lofti; þeim félögum sem hafa
helgað líf sitt baráttunni fyrir réttind-
um launafólks, félagslegu réttlæti,
lýðræði og friði.
Árásir á verkalýðsfélög og félaga
þeirra eru ekki aðeins ógnun við
verkalýðshreyfinguna. Þær vega að
sjálfum grundvelli lýðræðisins.
Milljónir manna — liðsmenn verka-
lýðshreyfingarinnar þar á meðal —
hafe háð langt og strangt stríð gegn
harðstjóm og einræðislegum stjóm-
arháttum víða um heim. Sá árangur,
sem náðst hefur, er þó stundum meiri
í orði en á borði.
Víða er rétturinn til að mynda frjáls
félagasamtök fótum troðinn. Félaga-
frelsið er þymir í augum stjómlyndra
valdhafa. Ef fólk býr ekki við rétt til að
bindast samtökum um hagsmuni
sína, er frjálsræði af öðm tagi lítils
virði.
Þeir, sem stjóma í krafti auðs og
valda, gera sér fulla grein fyrir þessu.
Því leggja þeir jafn mikla áherslu og
raun ber vitni á að ráðast gegn verka-
lýðshreyfingunni. í iðnríkjunum boða
þeir að markaðsöflin ein eigi að ráða.
Hreyfing launafólks er njörvuð niður
með lagaklækjum og þannig reynt að
koma í veg fyrir að hún geti haft áhrif
á það fyrirkomulag á framleiðslu og
dreifingu vöm og þjónustu sem eitt
sinn var talið skynsamlegt, en er nú
orðið að trúaratriði. Markmiðið hefur
verið að einangra launafólk sem ein-
staklinga andspænis atvinnurekend-
um, sem hafa margfalt meiri völd og
áhrif. í þessu skyni er m.a. reynt að
draga úr mikilvægi kjarasamninga og
halda verkalýðshreyfingunni fjarri
eftiahagslegum áhrifum á öllum stig-
um. Það er fjarstæða að halda því fram
að þessi þróun hafi skilað okkur auk-
inni velmegun og skilvirkara þjóðfé-
lagi á síðustu áratugum. Þvert á móti
blasir það við að heilar atvinnugreinar
em að hrynja til gmnna og að at-
vinnuleysið er orðið ógnvekjandi.
Þrátt fyrir þetta er ekki annað að sjá
en að ríkisstjómir margra Mið- og
Austur-Evrópuríkja vilji ólmar feta
sömu slóð. Hér má með góðum vilja
kenna um fáfræði valdhafanna um það
hvemig standa má að vinnumarkaðs-
málum með skikkanlegum hætti. En
ef menn em ákveðnir í að halda þeirri
stefnu til streitu, er málið öllu alvar-
legra.
Það er hörmulegt að horfa upp á hví-
líka áherslu ríkisstjómir leggja á að
takmarka starfsemi lögmætra verka-
lýðsfélaga, og það í Iöndum sem sann-
arlega ættu að draga annan lærdóm af
eigin sögu.
IAfríku og Rómönsku Ameríku em
aðferðimar grimmilegri, en skilaboð
valdhafanna em hin sömu. Þeir full-
yrða að verkalýðsfélögin séu dragbítur
á þróun, þau eyðileggi samkeppnis-
hæfni fyrirtækja og þau leggi stein í
götu þeirra sem reyna að koma fátæk-
um ríkjum á beina braut hagsældar.
Skoðum þessar fullyrðingar í ljósi
þeirra grimmdarverka, sem skjalfest
em í ársskýrslu okkar um brot gegn
réttindum launafólks: barsmíðar,
pyndingar, aftökur á konum og körl-
um vegna þess eins að þau em félagar
í verkalýðsfélögum. Ef þetta er það
gjald, sem greiða verður fyrir ffamfar-
ir, þá em þær of dým verði keyptar. Ef
efnaleg velmegun þrífst ekki án svart-
hola og dauðasveita, má vel vera að fá-
tækt sé fysilegri kostur.
í raun og vem er þessu öfugt farið.
Víða um lönd em fötækt og kúgun
kunnuglegir ferðafélagar. Það eina,
sem kemur á óvart í þessum efnum, er
að til skuli vera fólk sem kemur slíkt á
óvart. Sú heimska og spilling, sem
einkennt hefur sögu einræðisherra
um allan heim, er bein afleiðing þess
að umboðslausir valdhafer hafa
hundsað vilja og kúgað þegna sína.
Oft er bent á stöðu þjóðfélags- og
eftiahagsmála í Asíu sem dæmi um
annað. Ráðamenn þar munu þó reka
sig á að alþýða manna væntir þess að
félagsleg ffamþróun verði samfara
efnahagsframfömm. Allar tilraunir til
að leggja hömlur á frelsi almennings
munu leiða til óstöðugleika og óvissu.
Baráttan fyrir réttindum þeim, sem
verkalýðshreyfingin stendur fyrir, er
um leið barátta fyrir ffamfömm og
lýðræði. Hún er þó ffáleitt einskorðuð
við pólitíska baráttu; það má aldrei
gleymast að ffumskylda okkar er að
standa vörð um hag félagsmanna
verkalýðshreyfingarinnar.
Niðurstaðan er að sé réttur verka-
fólks fótum troðinn, boðar það þjóðfé-
lagslegan óstöðugleika, fétækt og
ranglæti. í ríkjum þar sem frelsið er
að engu virt munu hörmungamar
halda áfram með þjáningum og dauða.
„,
VOLVO SYNING A
AKUREYRI
jrBlLASALAH
UM HELGINA!
Sýnum um helgina hina nýju framhjóladrifnu Volvo 850 GLE og
Volvo 460 GL á Akureyri. Komdu og reynsluaktu nýjum Volvo hjá
bílasölunni Bflaval, Glerárgötu 36. Athugaðu að Volvo er núna á
betra verði en nokkru sinni fyrr!
OPIÐ: Laugardag kl. 12-17
Sunnudag kl. 12-17
GLERARGÖTU 36 • SIMI21705
Söluaðili
ÞÓRSHAMAR HF
Umboðsaðili
BRIMBORG HF • FAXAFENI 8 • SlMI (91) 685870
FAXAFENI 8 • SIMI 91-685870