Tíminn - 01.05.1993, Blaðsíða 21
Laugardagur 1. maí 1993
Tíminn 21
Böðuð í eigin blóði
Jacqueline Kirkham fæddist í Par-
ís og hafði ætíð borið blendnar til-
finningar til Los Angeles eftir að
hún fluttist til Bandaríkjanna. Hún
var 43 ára gömul, hafði unun af sól-
böðum og útiverum en þreyttist
fljótt á menguðu lofti, ryki og há-
vaða næst stærstu borgar Ameríku.
Það sem henni þótti þó verst var
hin háa glæpatíðni sem Los Ange-
les er þekkt fyrir. Jackie hafði búið í
París, Austurlöndum og víðar, áður
en hún settist að í LA. en verst var
ástandið þar.
Til að halda sér í jafnvægi reyndi
hún að komast sem oftast út úr
borginni og hélt þá ýmist upp til
fjalla í kyrrláta náttúruskoðun eða
á ströndina.
Glæpur um há-
bjartan dag
Þriðjudaginn 28 maí, 1991 var
heitt í veðri og mengunarskýin
lágu yfir borginni. Um síðdegið
stökk Jackie inn í rauða Nissan
240SX sportbílinn sinn og stefndi í
átt að ströndinni. Áætlunarstaður-
inn var Malibu. Fyrst er keyrt yfir
Santa Monica fjöllin og þegar kom-
ið er til Malibu er enginn staður
betri til seglbrettaiðkana en Jackie
var mikill unnandi þeirrar íþróttar.
Þennan dag ákvað hún að fara á
Zuma ströndina sem er rólegra úti-
vistarsvæði en mörg í nágrenninu,
örlítið norðar en Malibu.
Jackie lagði bfinum í hálfauðum
bflastæðum strandarinnar og kom
sér fyrir á kyrrlátri ströndinni í
yndislegu veðri.
Næstu klukkustundimar lá hún
ótrufluð í hvítum sandinum til
skiptis á milli þess sem hún lét
öldufaldinn bera sig á brettinu.
Klukkan 4 lokaði hún bókinni sem
hún hafði gluggað í og gekk áleiðis
til almenningssalemisins þar sem
hún hugðist skipta um föt og halda
síðan heimleiðis.
Stuttu seinna gengu fúllorðin
hjón í átt að salerninu. Er þau nálg-
uðust, birtist skyndilega alblóðug
kona, sem skjögraði út og féll síðan
á sandinn fyrir framan þau.
Föt hennar voru rifin og sást varla
í andlitið fyrir blóði. T\im strand-
varðarins var skammt ffá þeim.
Hjónin höfðu samstundis samband
við hann og hann kom fekmtri sleg-
inn hlaupandi á vettvang. Er hann
kom að liggjandi konunni hélt hún
um síðuna og blóð gusaðist út á
milli fingra hennar.
Þegar sjúkrabfllinn kom var Jackie
enn á lífi. Þeir reyndu að stöðva
blóðrásina og báru hana varlega
upp í bflinn.
Fulltrúi lögregluforingja mætti
fljótlega á staðinn ásamt yfirmanni
sínum. Þeim bættist síðar liðsauki
og baðhúsið var girt af. Hin fymim
kyrrláta strönd fylltist af fólki, for-
vitnum óbreyttum borgurum,
rannsóknarmönnum og blaða-
mönnum og öðm fjölmiðlafólki
sem sáu glæpinn sem „stórfrétt“.
öldruðu hjónin voru yfirheyrð en
höfðu lítið að segja. „Hún bara
kastaðist út um dymar og hné nið-
ur,“ sagði konan og var mjög
brugðið.
Baðherbergið var ópersónuleg fer-
köntuð bygging steynsteypt með
sex klefúm. Ein af hurðunum hafði
verið brotin upp og við átökin hafði
dyrakarmurinn gefið sig. Rann-
sóknarmenn lögreglumenn fundu
brotna nögl, eymalokk úr vinstra
eyra fómarlambsins og blóðbletti á
veggnum gegnt klefunum.
Jackie var flutt með hraða á nær-
liggjandi sjúkrahús og flutt á
bráðamóttökudeild.
Hún var mjög illa haldin vegna
stungusára og blóðleysis þeim sam-
fara.
Baðvörðurinn sagði að hann kann-
aðist ekki við hana og sömu sögu
sögðu aðreir sem vom spurðir á
ströndinni.
Jacqueline hafði átt
notalegt síðdegi á
ströndinni en dag-
urinn breyttist í
martröð þegar hún
skrapp á salernið til
að hafa fataskipti.
Þar biðu hennar
tveir örvæntingar-
fullir unglingar sem
ákváðu örlög henn-
ar fyrir það eitt að
þá vantaði bílfar.
Bakgrunnurínn
Lögreglan stóð ráðþrota þar sem
engar upplýsingar lágu fyrir um
nafn eða annað á fómarlambinu,
þegar kona kom með miða og sagð-
ist hafa séð bfl yfirgefa ströndina á
mikilli ferð á svipuðum tíma og
ráðist var á Jackie. Hún hafði náð
að skrifa niður skráningamúmer
biffeiðarinnar og sagði að hann
væri rauður að lit
Það kom fljótt í ljós í gegnum
tölvukerfi bifreiðalögreglunnar að
bfllinn tilheyrði Jacqueline Kirk-
ham, 43 Northridge, LA Þegar var
haldið til heimilis hennar og bank-
að upp á kom maður á fimmtugs-
aldri til dyra.
„Þekkir þú Jacqueline Kirkham,"
spurði lögreglan.
,dá, það er kærastan mín,“ svaraði
maðurinn áhyggjufullur.
Jackie vann hjá snyrtiuvömfyrir-
tæki. Hún hafði tekið sér frí eftir
hádegið til að fara á ströndina sagði
kærastinn.
„Hvers vegna emð þið að spyrja
mig um hana?“
„Það er eitthvað mikið að, eitthvað
mikið að,“ svaraði lögreglumaður-
inn.
Á meðan þessu fór fram hafði
Jackie fallið í dá. Um tíuleytið um
kvöldið lést hún af völdum sára
sinna, án þess að komast til meðvit-
undar. Dánarorsök var gífurlegt
blóðtap vegna fjölmargra stungus-
ára á líkama hennar.
Að þessi hræðilegi glæpur skyldi
framinn á opinberum vettvangi um
hábjartan dag kom mjög illa við
lögreglu og íbúa borgarinnar. Þrátt
fyrir glæpatíðnina höfðu menn tal-
ið sig óhulta yfir hábjartan daginn
ekki síst á kyrrlátum baðströndum,
Qarri ys og þys miðborgarinnar.
Síðar varð saga Jacqueline Kirk-
ham tákn á meðal íbúa um allt það
sem væri að í samfélagi nútímans.
Þegar vinnustaður Jackies var
heimsóttur kom í ljós að hún hafði
verið annað og meira en nafn á
launaskrá fyrirtækisins. Hún var
harðdugleg og áhugasöm, var vel
launuð í samræmi við það og hafði
ætíð vakið athygli, hvort sem var á
meðal kúnna eða samstarfsmanna
fyrir fágaða en hressilega ffarn-
komu og vandaðan klæðaburð.
Ekki vissi starfsfólkið til að hún
hefði átt nokkra óvini.
Sambýlismaðirinn hennar tjáði
lögreglunnni að hann hefði kynnst
henni fyrir fjórum árum í Ástralíu,
þar sem Jackie starfaði tímabundið.
Hann var rithöfundur og samband
þeirra hafði verið gott frá fyrstu
stundu. Hann skýrði lögregluunni
ffá að í Jackie hefði heilbrigð sál í
hraustum líkama þrifist, útivera og
íþróttir hefðu verið megináhuga-
málið og strandferðirnar nauðsyn-
legar á dögum sem þessum. Hún
hafði sagt honum að á ströndinni
liði henni eins og allt væri hægt og
þá kom á kaldhæðinn máta á dag-
inn að allt getur gerst á ströndinni.
„Ógeöfelldir
náungar"
Lögreglan hafði ekki á mörgu að
byggja í upphafi rannsóknarinnar.
Þrjár konur frá Kansas sem voru í
heimsókn í Norður Hollywood
sögðu lögreglunni þó að þær hefðu
verið á Zuma ströndinni þennan
dag og tekið eftir tveim ungum,
„verulega ógeðfelldum náungum."
Þeir höfðu hengslast um svæðið og
atyrt þær m.a. og þeim hafði staðið
stuggur af návist þeirra. Þær lýstu
þeim sem dökkhærðum drengjum
á táningsaldri, stuttklipptum í
„baggíbuxum" og hvítum stutt-
erma bolum. Þeir voru illa til fara
og þeim virtist lfldegast að þeir
svæfú á ströndinni.
Lögreglan fékk um svipað leyti
Jacqueline Kirkham.
ábendingar í kjölfar gífúrlega
sterkrar íjölmiðladreifingar frá
fólki sem einnig hafði tekið eftir
þessum tveimur drengjum og lýs-
ingin passaði í meginatriðum. Eig-
andi pizzustaðar í nágrenninu
sagði að hann hefðu séð til þeirra
sama morgun og Jackie var drepin
og þá hefðu þeir skolfið eins og þeir
hefðu ekki fengið neitt að borða og
væru jafnvel með fráhvarfseinkenni
eftir áfengis- eða lyfjaneyslu. Er
hann gaf sig af vorkunnarsemi á tal
við þá hafði annar sagt að þeir
hefðu ekki borðað neitt í þrjá daga.
Hann hafði séð aumur á þeim og
gefið þeim rótarbjór og pizzusneið.
Maturinn hafði losað um málbein-
ið á drengjunum. Þeir sögðust vera
frá Arizona og hefðust við á nótt-
inni í almenningssalernum sem
stæðu opin yfir nóttina.
Bíllinn finnst
Eftir lýsingu veitingamannsins var
teiknuð mynd af unglingspiltunum
tveimur og þeir eftirlýstir. 5 júní
fann lögreglan bfl fómarlambsins.
Hann fannst í nágrenni Santa Fe og
hafði sýnilega verið keyrt út af
hraðbraut á mikilli ferð. Ökumaður
virtist hafa misst stjóm á bflnum
með þeim afleiðingum að hann
kastaðist á tré og valt síðan eina
veltu. Enginn var í bflnum þegar
hann fannst og engin vitni að slys-
inu.
Teikningarnar af drengjunum
voru samstundis birtar á því svæði
sem bflliin fannst og ekki leið á
löngu uns fyrsta ábendingin kom.
Maður hringdi og hóf símtalið við
lögregluna á þeim orðum að hann
héldi sig vita hverjir morðingjamir
væru. Á fundi hans og lögreglunnar
kom fljós að bflstjórinn hét Tony
Dominguez, 18 ára gamall. Hann
þekkti til fortíðar hans og vissi að
Tony ætti ekki einu sinni peninga
til að kaupa sér „taco“ þannig að
hann hefði fljótt ályktað að bfllinn
væri illa fenginn. Hann hafði hins
vegar ekkert ætlað að skipta sér af
málinu þangað til hann heyrði að
maðurinn á teikningunni sem svip-
aði mjög til Tonys, væri eftirlýstur
fyrir morð. „Bflþjófnaður er bara
þjófnaður, en morð er annar hand-
leggur," sagði heimildarmaðurinn
síðan. Hann sagði ennfremur að
Tony væri vandræðagripur en góð-
ur drengur innst inn við beinið.
Hann vissi til að hann hafði nokkr-
um sinnum komist í kast við lögin
en þar var aðeins um smáglæpi að
ræða. Félaga hans þekkti hann eki
með nafni en sagði að þeir tveir
væru saman flestum stundum og
hefðu miður góð áhrif hvor á ann-
an.
Óvænt játning
Löggreglan fékk aðsetur Tonys og
viti menn þar sat hann ásamt félaga
sínum reykjandi jónu. Lögreglan
hafði ekki neinar beinar sannanir
til að byggja á og varla nóg til að
krefjast gæsluvarðhalds yfir félög-
unum en félagi Tonys, Bustos 16
ára gamall, viðurkenndi þegar að
hafa framið glæpinn ásamt Tony.
Þeir höfði farið til LA í leit að
tækifærum. Erfiðlega gekk að fá
vinnu og eftir nokkra daga voru
þeir aðframkomnir af næringar-
skorti og svefnleysi. Þá ákváðu þeir
að fara til Zuma Beach. Þar höfðu
þeir dvalist í þrjá sólarhringa áður
en hinn örlagaríki dagur rann upp.
Þá var þeim orðið Ijóst að engin
framtíð biði þeirra þar og ákváðu að
fara til Kaliforníu. Til þess þurftu
þeir bifreið þar sem þeir áttu engan
pening fyrir rútufargjaldi og nötur-
legt ástand þeirra var ekki hvetj-
andi fyrir þá sem taka puttalinga.
Þeir voru að ræða hvemig þeir
gætu stolið bfl til að komast til
Kalifomíu þegar Jacqueline Kirk-
ham renndi upp að bflastæðinu á
Zuma Beach. Samstundis var fóm-
arlambið ákveðið. Þeir eltu hana
inn á salemið þegar stundin rann
upp og ætluðu að yfirbuga hana og
stela veskinu hennar og bfllyklun-
um. En hún kom þeim á óvart með
kröftugri mótspymu. Bustos hafði
ætlað að hörfa frá þegar Tony dró
upp hníf sem hann hafði í slíðri og
stakk konuna f hægra nýrað. Hún
öskraði og féll í keng og þá dró
hann hnífinn út og stakk hana aft-
ur. Bustos sagði að áður en hann
hefði staðar numið hefði hann alla
vega verið búinn að veita henni 5
stungusár.
Eftir þetta hlupu þeir út og tóku
bílinn hennar traustataki. í u.þ.b.
100 km fjarlægð frá Zuma fóm þeir
í skartgripaverslun og reyndu að
skipta skartgripum fórnarlambsins
fyrir reiðufé. Þar var þeim vísað frá
vegna þess hve ungir þeir vom.
Þegar leið á gengu peningamir til
þurrðar og þegar Tony keyrði út af f
nágrenni við Santa Fe var lítið
bensín á bílnum og skotsilfur
þeirra uppurið. Þar höfðu þeir hafst
við nokkra stund er þeir vom hand-
teknir.
Dómurínn
Piltamir tveir vom báðir ákærðir
fyrir morð af 1. gráðu en enn hafði
ekkert morðvopn fundist Tony við-
urkenndi ekkert og sagðist vera
saklaus.
Það var ekki fyrr en mörgum vik-
um seinna sem hnífúrinn fannst
hjá félaga Tonys og það sem merki-
legra var að hann hafði ekki verið
þveginn frá því að morðið átti sér
stað og enn mátti greina fingraför
Tonys á skeftinu.
Þrátt fyrir samvinnu við lögregl-
una og og líkurnar á því að Bustos
hefði aldrei ætlað sér að ffarnja
morð, fékk hann lífstíðarfangelsi en
með þokkalegan möguleika á náð-
un eftir 15 ár.
Tony hins vegar var heppinn að
sleppa við dauðarefsinguna og ljóst
er að hann mun ekki finna sér fleiri
fómarlömb.
Tony Dominguez var 18 ára gamall þegar Bustos var fundinn meösekur fyrir moröiö
hann breytti sólríkri sandströnd í blóðugan vígvöll. á Jackie.