Tíminn - 15.05.1993, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.05.1993, Blaðsíða 1
Laugardagur 15. maí 1993 90. tbl. 77. árg. VERÐí LAUSASÖLU KR. 110.- Aðeins dregur úr atvinnuleysinu Atvinnuástandið á landinu lagaðist aðeins í apríl boríð saman við mánuðinn á undan. Atvinnuleysi í apríl mældist 4,6% en það er þó 56% meira en í aprílmánuði í fyrra. Atvinnuleysi hefur minnkað um allt land nema á Suðumesjum þar sem það jókst um rúm 7%. Mest minnkaði atvinnuleysið á höfuðborgarsvæðinu eða um 20%. Síð- asta virka dag aprílmánaðar vom tæplega 6.200 manns á atvinnu- leysisskrá á landinu öllu en það er rúmlega 300 færrí en í lok mars- mánaðar. Halldór Blöndal samgönguráðherra afhjúpaði (vikunnl mínnisvarða um landpóstana á Stað í Hrútafirðl. Á Stað var um árabil stærsta póstmiðstöð f sveit á Islandi. Þangaö komu ekki færri en sex landpóstar f hverjum mánuði. Minnisvarðinn er gerður af Grfml Marinó Steindórssynl mynd- höggvara. Hann er 3,5 metra há stálsúla sem greinlst í þrjár burstir að ofan. Á súlunnl er lágmynd af manni sem teymir töskuhest <5 Varnarmálaráðherra verslar við glæpalýð Atvinnuástand á landinu batnar jafnan á vorin vegna árstíðabund- inna verkefna svo sem í byggingar- iðnaði, við vegagerð, við samgöngur og sumarstörf sveitarfélaga. Átaks- verkefni sveitarfélaganna em einnig talin hafa dregið úr atvinnuleysinu á þessu vori. Áberandi er að mun minna hefur dregið úr atvinnuleysi kvenna en karla. 5,4% kvenna á vinnumarkaði voru án vinnu í mars, en 5,2% í apr- fl. 5% karla voru án vinnu í mars, en 4,1% í aprfl. Verst er atvinnuástandið á Suður- nesjum eins svo oft áður. Yfir 10% kvenna á Suðumesjum vom án vinnu í aprfl og í heild var atvinnu- leysið þar 7,6%. Næstmest var at- vinnuleysið á Norðurlandi eystra eða 6,4%. í öðmm landshlutum var atvinnuleysið á bilinu 4,1-5,3% nema á Vestfjörðum þar sem at- vinnuleysið var 2,7%. -EÓ Vegna umróts og óvissu í rússnesk- um stjómmálum lenda vamarmál Eystrasaltsríkjanna óneitanlega í brennidepli. Ríkisstjómir landanna vilja eindregið útbúa og skipuleggja góðar hervamir um endurheimt sjálfstæði þeirra en telja sig víða mæta skilningsleysi á aðstöðu sinni. Tíminn birtir í dag viðtal sem Þór Jónsson fréttamaður tók við Hain Rebas, varnarmálaráðherra í Eist- landi, en hann neyðist til að semja við glæpamenn um kaup á vopnum fyrir nýstoftiaðan her landsins. Blaðsíöa 6-7 Formaður Samtaka fiskvinnslustöðva telur einsýnt að endursemja þurfi yfirlýs- ingu ríkisstjórnar frá miðjum apríl sl. og að línur í vaxtamálum hafi skerpst: Mánaðargömul yfir- lýsing dugar ekki Amar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, telur einsýnt að endursemja verði yfirlýsingu ríkisstjórnarínnar frá miðj- um apríl sl. og það dugi ekki að bjóða uppá mánaðargamla yfirlýs- ingu í þeim viðræðum sem framundan em í kjaramálum. Ríkis- sáttasemjarí hefur boðað aðila vinnumarkaðarins til fundar á mánudag. „Ég lít svo á það þurfi að koma til ný yfirlýsing frá ríkisstjóminni úr því ekkert varð úr kjarasamningum í tengslum við yfirlýsingu stjómvalda frá 15. apríl. Það þarf að einhverju leyti að endursemja þá fyrri held ég hljóti að vera. Menn geta ekki ein- faldlega tekið mánaðargamla yfirlýs- ingu og sagt að hún standi. Aftur á móti hefur ríkisstjórnin sagt að hún væri tilbúin til að ræða það sem var í yfirlýsingunni á nýjan leik,“ segir Amar Sigurmundsson formaður Samtaka fiskvinnslustöðva. Hann segir að á þeim tíma sem lið- inn sé frá því ríkisstjómin gaf út yf- irlýsingu sína um aðgerðir í efna- hagsmálum í tengslum við gerð langtímasamnings aðila vinnu- markaðarins til ársloka 1994, hafi komið fram miklu skarpari línur til dæmis í vaxtamálunum. Meðal ann- ars hefur forsætisráðherra bent réttilega á að raun- og nafnvextir séu alltof háir með tilliti til þess hvað verðbólgan sé lítil og því þurfi vextir að Iækka. Sömuleiðis ályktaði nýafstaðinn aðalfundur VSÍ að vaxtalækkun væri forsenda hagvaxt- ar. „Þannig að ég tel að vaxtamálin komi miklu sterkar upp í framhaldi kjarasamninga heldur en þau gerðu fýrir mánuði síðan. Þama hafa því bæst í hópinn öflugir stuðnings- menn sem með afgerandi hætti lýsa yfir stuðningi við vaxtalækkun. Þannig að bara þetta eitt og sér gef- ur auðvitað tilefni til þess að ætla að vextir lækki. Því tel ég að þessi frest- ur hafi a.m.k. skerpt þessar línur í vaxtamálunum og stuðningur með- al stjómvalda og þá ekki síst í röðum vinnuveitenda sé miklu almennari fyrir vaxtalækkun, en ekki bara hjóm eitt.“ Þá gagnrýnir formaður Samtaka fiskvinnslustöðva framgöngu ríkis- stjómar og úrræðaleysi í málefnum hagræðingarsjóðs. „Þama er dæmi um það þegar ver- ið er að blanda saman tveimur óskyldum hlutum. Annarsvegar að- gerðum sem átti að klára í ágúst í fyrra og hinsvegar þegar verið er að draga þetta á langinn í tengslum við gerð kjarasamninga — í maí árið eftir." -grh Höfum opnað Hótel Valhöll Mngvölhm Verið velkomin C Perlu Þingvalla og njótið þe<i<i be<ita í umhverfi, aðdtöðu og þjóniuitu. HÓTEL VALHÖLL ÞingvölLiun

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.