Tíminn - 15.05.1993, Blaðsíða 2
2 Tfminn
Laugardagur 15. maf 1993
Lárus Ýmir Óskarsson kvikmyndagerðarmaður segir að yfirgangur Hrafns Gunnlaugssonar
hafi skaðað íslenska kvikmyndagerðarmenn:
Framvegis álitmr
vandræðagemlingar
Lárus Ýmir Óskarsson kvikmyndagerðarmaður segir aö frekju- og
yfirgangur Hrafns Gunnlaugsonar — með fulltingi yfirvalda
menntamála — gagnvart Norræna kvikmyndasjóðnum hafi þegar
skaðað fslenska kvikmyndagerðarmenn. Sjóðurínn hefur veríð
elnn mlkilvægasti styrktaraöili þeirra en nú hefur úthlutunarreglum
hans veríð breytt þannig aö þeir einir sem hafa fengið úthlutun úr
Kvikmyndasjóði fslands geta sótt um styrk.
Hann óttast að íslendingar verði
framvegis álitnir vandræðagemling-
ar af hálfu stjómarmanna Norræna
kvikmyndasjóðsins
„Það sem ég er hræddur um í þessu
máli er að þessi frekjugangur og
jarðýtuhugsanagangur í Hrafni
Gunnlaugssyni skrífist á fleiri en
hann," segir Lárus og á við alla ís-
lenska kvikmyndagerðarmenn.
„Þetta hlýtur að hafa mjög neikvæð
áhrif á stjóm Norræna kvikmynda-
sjóðsins í garð íslendinga," segir
Lárus og vitnar í opið bréf Bengts
Forslund, formanns Norræna kvik-
myndasjóðsins, til Hrafhs Gunn-
laugssonar.
Það eru einkum þessi orð Bengts
Forslund sem Lárusi finnst styðja
þetta sjónarmið: „Þessi þama mis-
beiting ráðherravalds féll ekki í góð-
an jarðveg...og þér bætast sennilega
ekki fleiri vinir úr stétt starfsfélaga
þinna leikstjóra á íslandi. Allir fengu
neifun — fimm kvikmyndir í fullri
lengd — eftir að þú fékkst þitt"
Lárus segir að það hafi augljóslega
neikvæð áhrif þegar hlutlausri dóm-
nefnd sé skipað fyrir verkum. „Það
hlýtur að hleypa illu blóði í fólk,"
bætir hann við.
Hann bendir á að hingað til hafi ís-
Ienskir kvikmyndagerðarmenn
fengið frábæra afgreiðslu af hálfu
norrænna styrktaraðila. „Þær raddir
hafa verið í minnihluta sem segja að
við faum ískyggilega mikið miðað
við framlag. Eg er hræddur um að
það verði ekki mikið lengur," segir
Láms.
Hann bendir á að Norræni kvik-
Sveinbjörn
tekur við
af Hrafni
Útvarpsráð réði í gær Sveinbjöm I.
Baldvinsson í starf dagskrárstjóra
innlendrar dagskrárdeildar Sjón-
varps. Fjórir fulltrúar í útvarpsráði
mæltu með Sveinbimi í stöðuna.
Tveir mæltu með Þórhildi Þor-
leifsdóttur og einn með Helga Pét-
urssyni. Fjórtán sóttu um stöð-
una.
Sveinbjöm I. Baldvinsson hefur
lokið meistaranámi í handrits- og
kvikmyndagerð. Hann starfaði áð-
ur sem blaðamaður á Morgunblað-
inu. Auk þess hefur hann gefið út
sögur og ljóð.
myndasjóðurinn hafi verið óhemju
mikilvægur fyrir íslenska kvik-
myndagerðarmenn. „Það sækja allir
í sjóðinn og það munar gríðarlega
miklu fyrir íslenska kvikmyndagerð-
armenn að fá fyrirgreiðslu sjóðsins,"
bætir Láms við.
Hann segir að áhrif ráðherrabréfs-
ins séu þegar komin í ljós. „Eftir að
það var sent var úthlutunarreglum
breytt. Áður mátti ekki veita styrk til
kvikmynda sem upptökur vom
hafnar á fyrir úthlutun. Nú er eng-
um veitt nema þeim sem hafa fengið
fyrirgreiðslu frá kvikmyndasjóði
síns lands. Það gat verið hver sem er
áður. Menn þurftu bara að hafa
ákveðna samstarfsaðila," segir Lár-
us.
Honum finnst margt í opinbemm
málflutningi Hrafns skjóta skökku
við. „Fyrir það fyrsta er ótrúlegt að
Hrafh skuli líta á viðbrögð forstjóra
sjóðsins í upphafi sem loforð," segir
Lárus. Þar vísar hann til þess þegar
Bengt Forslund, forstjóri sjóðsins,
las ágrip af handriti Hrafns. „Þá er
náttúmlega ekki einu sinni komin
umsókn. Hrafn er ekki einu sinni
búinn að biðja um peninga þegar
hann telur Bengt vera búinn að lofa
miklu,“ segir Láms.
Hann bætir við að það sé mjög al-
gengt að kvikmyndagerðarmenn fái
svipuð „loforð“ og Hrafn fékk í upp-
hafi. „Það þekkist hvergi á byggðu
bóli að menn líti á það sem endan-
legt loforð nema að viðkomandi sé
búinn að lesa fullbúið handrit. Það
er aldrei hægt að taka framleiðslu-
ákvörðun um nokkurn hlut án þess
að hafa handrit," segir Láms. -HÞ
Ljósmyndasýning
í Borgarhúsinu
Mykjudreifarar
BÆNDUR!
Eigum fyrirliggjandi hina vinsælu
KASTDREIFARA
Stærð ca. 2,5 rúmm.
Afgreiðum dreifara án hjóla
ef kaupendureiga hjól
sem þeirvilja nýta.
Vinsamlega leitið upplýsinga.
KAUPFÉLAG ÁRNESINGA
BIFREIÐASMIÐJUR
800 SELFOSS - SÍMI 98-22000
Ljósmyndasafn Reykjavíkurborgar
gengst fyrir sýningu þessa dagana í
svokölluðu Borgarhúsi við Vestur-
götu, en það er til húsa þar sem
verslunin Geysir var áður. Þama
eru sýndar ljósmyndir sem teknar
vom af fyrstu kröfugöngu sem far-
in var um götur Reykjavíkur þann
1. maí 1923.
Ljósmyndasýning þessi hefur verið
fjölsótt Gömlum Reykvíkingum
þykir gaman að koma og rifja upp
fýrri tíð og freista þess að þekkja
nöfn göngumanna í fyrstu kröfu-
göngunni eða áhorfenda sem stóðu
á stéttum og strætum og fylgdust
með ferð göngunnar. Margir hafa
þekkt sjálfan sig eða einhverja ætt-
ingja sína á myndunum. Þá hafa
sýningargestir haft gaman af því að
rifja upp hvernig Reykjavík leit út á
fyrri hluta þessarar aldar.
Konumar á myndinni minnast
margs frá fyrri dögum. Sumar þeirra
tóku þátt í göngunni, ekki til þess að
halda kröfuspjöldum á lofti heldur
voru þær þama fyrir forvitnissakir
eða í fylgd með foreldrum sínum.
Sýningunni lýkur 17. maí.
Kuldi og slydda á Héraði:
Ótrúleg
umskipti
„Ég hefði ekki getað trúað því
að upplifa í sömu vikunni svona
ótrúíeg umskipti í veðrinu en
svona er nú Island. Fyrst 20
stiga hiti og blíðuveður en síðan
kuldi og snjókoma. í svona veðri
þykir það gott ef maður selur
einn ís,“ sagði Þórður Ragnars-
son í söluskáia Kaupfélags Hér-
aðsbúa á Egilsstöðum.
í norðanáhlaupinu hefur snjóað
í fjöll fyrir norðan og austan og á
láglendi gránaði jörð. Umferð
venjulegra bíla um fjallvegi var
erfið sökum hálku. Sums staðar
hefur þurft að ryðja snjó. En vel-
flestir eru þegar búnir að taka
nagladekkin undan og komnir á
sumardekk.
Ekki er búist við því að þetta
hret hafi mikil áhrif á gróðurfar
né varp fugla nema ef vera skyldi
á viðkvæmar blómplöntur í
görðum.
í gær var m.a. ófært um Skóga-
og Mýrdalssand sökum sandfoks
og búist er við að norðanáttin
muni vara einhverja næstu daga.
-grh
Herjólfsdeilan:
Þráðurinn
tekinn upp
að nýju
Ríkissáttasemjari hefur ákveðið að
boða fulltrúa fimm stéttarfélaga
áhafnar Vestmannaeyjaferjunnar
Herjólfs og viðsemjendur tíl fúndar
klukkan 14 á mánudag.
Náist ekki samningar milli deiluað-
ila fer deilan til gerðardóms þann 1.
júní nk. og ber dómnum síðan skila
niðurstöðu fyrir 1. ágúsL
Guðlaugur Gíslason, framkvæmda-
stjóri Stýrimannafélags íslands, seg-
ir að deiluaðilar hafi ekkert talað
saman þann tíma sem liðinn er frá
því alþingi hjó á sjö vikna verkfall
stýrimanna á Herjólfi með lagasetn-
ingu. Hann segist alveg eins eiga
von á því að deilan fari fyrir gerðar-
dóm. -grit
Eigum ekki
ísgerðina
í framhaldi af frétt um ísgerð Mjólk-
ursamsölunnar í Tímanum í gær vill
Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður
taka fram að Þjóðskjalasafnið á ekki
húsnæði það sem ísgerðin er nú í.
Safnið á hins vegar húsnæði sem
hýsir vélabúnað sem framleiðir gufu
fýrir ísgerðina.
Nýtt fræðirit um ísland:
Frá fortíð
til nútíðar
í dag kemur út bókin Iceland from
Past to Present hjá Máli og menn-
ingu. Bókin er ætluð erlendum les-
endum og er í henni fjallað um sögu
íslands, menningu og núverandi
stöðu í samfélagi þjóða.
Bókin er eftir Esbjörn Rosenblad og
Rakel Sigurðardóttur Rosenblad.
Hún kom upphaflega út á sænsku
hjá Norsteds forlaginu í Stokkhólmi.
Hún hefúr nú verið þýdd á ensku og
endurskoðuð af Alan Crouzier.