Tíminn - 15.05.1993, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Laugardagur 15. maí 1993
Sigmar Pétursson
frá Breiðdalsvík
Aðfaranótt 6. maí síðastliðinn
andaðist Sigmar Pétursson frá
Breiðdalsvík á gjörgæsludeild
Landspítalans í Reykjavík. Hann
var fæddur 5. mars 1928. Foreldr-
ar hans voru hjónin Pétur Einars-
son og Ingileif Sigurðardóttir, sem
bjuggu þá á Ormsstöðum í Skóg-
um í Vallahreppi.
Sigmar Pétursson fór í Bænda-
skólann á Hvanneyri þegar hann
var um tvítugt og útskrifaðist það-
an sem búfræðingur vorið 1950.
Það var góður undirbúningur
undir lífsstarfíð. Hvanneyrarskól-
inn hefur að mínu mati reynst
mörgum, sem þar hafa numið,
góður undirbúningur undir lífs-
starfið.
1951 kvæntist Sigmar Kristrúnu
Gunnlaugsdóttur frá Berufirði.
Vorið 1955 hófu þau hjónin bú-
skap að Hryggstekk í Skriðdals-
hreppi. Þau bjuggu þar til ársins
1959 að þau brugðu búi og fluttust
þá suður í Breiðdal. Á meðan þau
bjuggu á Hryggstekk lét Sigmar
ræsa fram stórt landsvæði, því
túnið var lítið og mikil þörf á að
stækka það.
Eftir að Sigmar og Kristrún
fluttu í Breiðdalshrepp sttíndaði
hann ýmsa vinnu, meðal annars
var hann verkamaður og einnig
vann hann á jarðýtu og fleiri störf.
Sigmar var félagslyndur og hlóð-
ust fljótlega á hann ýmis félags-
málastörf. Hann var mjög vel lið-
inn og þó að hann sæktist ekki eft-
ir trúnaðarstörfum, fundu menn
fljótt að hann var afar traustur og
hygginn maður. Hann var góðum
gáfum gæddur og þær nýttust
honum vel í þeim fjölmörgu trún-
aðarstörfum sem honum voru fal-
in.
Sumarið 1966 var hann kjörinn í
hreppsnefnd Breiðdalshrepps og
kosinn varaoddviti þar það kjör-
tímabil. Þá voru stærstu verkefni
hreppsins að kaupa land undir
Breiðdalsvíkurkauptún og byggja
brimvamargarð fyrir utan höfn-
ina, því hún mátti heita óvarin fyr-
ir sjógangi, svo stærri bátar þurftu
að fara á næstu hafnir ef veðurútlit
var slæmt.
Strax árið 1966 tókst hreppnum
að kaupa allstórt landsvæði af
nokkrum einstaklingum, sem
nægði þorpinu á Breiðdalsvík til
að fullnægja eftirspum um lóðir.
Þetta land mun að öllum líkindum
nægja í 50 ár eða lengur. Þá var
loks hægt að vinna skipulega að
uppbyggingu Breiðdalsvíkur.
Oddviti í Breiðdalshreppi þetta
umrædda kjörtímabil var Heimir
Þór Gíslason, skólastjóri í Staðar-
borgarskóla.
Sumarið 1970 vom ekki listak-
osningar til hreppsnefndar. Þá
hlutu bæði oddvitinn og varaodd-
vitinn yfirburða kosningu. Þetta
sýnir best hvað þeir höfðu rækt
störf sín vel fyrir hreppinn. Seinna
það sumar flutti Heimir Þór til
Hafnar í Hornafirði og tók við
skólastjóm þar.
Þá var Sigmar kjörinn oddviti
Breiðdalshrepps og gegndi hann
þeim störfum með ágætum í tvö
kjörtímabil.
Á þeim ámm vom miklar fram-
kvæmdir á Breiðdalsvík, sérstak-
lega í hafnarmálum. Byggður var
80-100 metra hafnargarður úr
stórgrýti fyrir hafriarmynnið, sem
gerbreytti allri aðstöðu til sjósókn-
ar frá Breiðdalsvík. Þá vom einnig
gerðar mjög miklar hafnarbætur,
sem auðveldaði mjög stærri bát-
um og togurum að athafna sig.
Ennfremur strandferðaskipunum
möguleika að fá afgreiðslu við
bryggju. Þetta hafði mjög mikla
þýðingu fyrir byggðarlagið. Þá var
samþykkt bygging myndarlegs
gmnnskóla á Breiðdalsvík. Einnig
var hafinn undirbúningur að var-
anlegri gatnagerð. Margt fleira
mætti nefna.
Sigmar var mjög vinsæll og
traustur maður. Állir vildu eiga
hann að vini og ráðgjafa.
Hann var einn af stofnendum
Sláturfélags Suðurfjarða, átti sæti
í stjóm þess allmörg fyrstu árin og
starfaði hjá því.
Hann átti stóran þátt í byggingu
sláturhússins á Breiðdalsvík, sem
hafin var 1976. Það tók til starfa
haustið 1978 og hefur verið slátr-
að í því í 15 haust.
Sigmar var góður hestamaður.
Hann átti sæti í stjórn Hesta-
mannafélagsins Geisla, sem stofn-
að var 1983, í allmörg ár.
Þá var hann einn af stofnendum
Hrossaræktarfélagsins Baugs og
var formaður þess frá stofnun þar
til í janúar 1993.
í fleiri félögum tók Sigmar þátt
og alltaf reyndist hann góður Iiðs-
maður. Þegar hann átti fimmtugs-
afmæli ákvað hreppsnefnd Breið-
dalshrepps að láta hreppinn gefa
honum vandaðan stól sem lítinn
þakklætisvott fyrir frábær störf
fyrir hreppinn þau þrjú kjörtíma-
bil sem hann hafði setið í hrepps-
nefnd.
Ég átti því láni að fagna að starfa
með Sigmari bæði í hreppsnefnd
og stjóm Sláturfélags Suðurfjarða.
Samstarf okkar var með ágætum,
enda var hann ákaflega duglegur
og ósérhlífinn. Hann var alltaf til-
búinn að ganga í hvaða verk sem
var. Þar skipti ekki máli hvort það
var skrifstofuvinna eða allskonar
erfiðisvinna.
Hann var mikið prúðmenni og
vandaður maður. Þó að hann væri
að öðm jöfnu alvörugefinn, var
gmnnt á gamanseminni og oft létt
yfir honum. Hann var sístarfandi
og kunni sér þá ekki alltaf hóf,
jafnvel þó að hann væri oft sárla-
sinn. Fljótlega eftir fimmtugt fór
hann að bila á heilsu og síðasta
áratuginn ágerðist heilsuleysið.
Hann varð að hætta vinnu í júní
1990 vegna heilsubilunar.
Þeir, sem þurfa að sinna eins fjöl-
breyttum störfum og hann, ekki
síst oddvitastörfum, verða oft
óvinsælir, því oft þarf að gera fleira
en gott þykir. En það verður ekki
sagt um Sigmar. Eg þekki engan,
sem kynntist Sigmari og störfum
hans, sem ber óvildarhug í brjósti
til hans, enda var hann mikill
mannkostamaður og vildi hvergi
vamm sitt vita og hvers manns
vanda leysa.
Ég er sannfærður um að vel hef-
ur verið tekið á móti honum, þeg-
ar hann kom í annan og betri
heim.
Ég votta Kristrúnu og öðrum
vandamönnum hans mína dýpstu
samúð og við hjónin biðjum þeim
öllum blessunar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Sigurður Lárusson
FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Slðumúla39 • 108Reykjavlk • Slmi 678500 • Fax 686270
Handavinnusýningar á vegum Félagsstarfs aldraöra I Reykjavlk
árið 1993 veröa sem hér segir:
Bólstaöarhliö 43, Seljahllð, Hvassaleiti 56-58, Hraunbæ 105 og
Hæöargaröi 31.
Dagana 15., 16. og 17. maí.
Sýningamar veröa opnarfrá kl. 14:00-17:00.
Samsýning I Tjamarsal Ráðhúss verður frá 22. mal til og með
27. maí.
Ferðaþjónusta bænda
Til sölu 20 nýir stólar meö yfirdekktri setu, 4 manna borö, fata-
standur, ca. 20 metrar af áklæöi allt I stfl, þvagrenna úr stáli ca.
120 cm á lengd.
Upplýsingar I síma 91-77666.
Bridge
UMSJÓN: BJÖRN ÞORLAKSSON
íslandsmótið í paratvímenningi 1993
Sverrir og Esther
sigurvegarar
Esther Jakobsdóttir og Sverrir Ármannsson urðu íslandsmeistarar um síð-
ustu helgi þegar mikill fjöldi spilara tók þátt í íslandsmótinu í paratvímenn-
ingi. Með sigrinum bætti Esther enn einni skrautfjöðurinni í safn sitt og
Sverrir vann móralskan sigur eftir ófarimar í íslandsmótinu í tvímenningi á
dögunum, þegar hann og félagi hans Matthías Þorvaldsson komust ekki í úr-
slit af einhveijum óskiljanlegum ástæðum.
Eins og áður segir var mótið vel
sótt og fullt hús í Sigtúninu, eða alls
62 pör. Spilaður var Barómeter, tvö
spil á milli para, alls 122 spil.
Fyrri hluta mótsins voru Dröfn
Guðmundsdóttir og Ásgeir Ásbjöms-
son lengst af á toppnum og voru þau
með ágæta forustu eftir fyrri keppn-
isdaginn. Esther og Sverrir voru þó
ekki langt undan og í innbyrðis setu,
snemma seinni keppnisdaginn,
fengu þau um 90% skor og náðu með
því fyrsta sætinu sem þau héldu
óslitið til mótsloka. Dröfn og Ásgeir
héldu öðru sætinu og Þorlákur Jóns-
son heimsmeistari skipaði þriðja
sætið ásamt konu sinni Jacqui
McGreal. Það kom á óvart að Hjördís
Eyþórsdóttir, íslandsmeistari í sömu
keppni frá í fyrra, ogÁsmundur Páls-
son náðu ekíd þeim árangri sem bú-
ast mátti við en þau hafa náð frábær-
um árangri í vetur, m.a. unnið Kaup-
hallarmótið auk þess að verða
Reykjavíkurmeistarar í sveitakeppni.
Mótið gekk hnökralaust fyrir sig
þrátt fyrir hinn mikla fjölda, enda
hafði stjóm BSÍ staðið í ströngu við
undirbúning mótsins eftir að ljóst
varð hversu margir keppendur
mættu til leiks. Keppnisstjóri var
hinn þaulreyndi Kristján Hauksson
og Sveinn R. Eiríksson var í fluggím-
um allt mótið og reiknaði stöðuna út
jafnóðum. Góð þátttaka var af lands-
byggðinni í mótinu eða um 20 pör og
er ljóst að þessi keppni er að verða
vinsælasta íslandsmótið. Þá vakti það
athygli umsjónarmanns bridgeþáttar
Tímans að prúðmennskan var í önd-
vegi höfð hjá spiiurum, pörin virtust
meðvitaðri um að bridge er fyrst og
síðast til að hafa gaman að því en það
gleymist oft í harðari keppnum.
Lokastaöa 10 efstu paranna:
1. Esther Jakobsdóttir-Sverrir Ámunnsson....813
2. Drðfti Cuðmundsdóttir-Ásgeir Ásbjömsson764
3. Jacqui Mcgreal-Þorlákur Jónsson______.709
4. Halla Bergþórsd-Vilhjálmur Sig._______619
5. Ljósbrá Baldursdóttir-Jakob Kristinsson_447
6. Gunnlaug Einarsdóttir-Hrólfur Hjaltason...418
7. Valgerður Kristjónsd.r-Bjöm Theodórsson 413
8. Soffía Guðmundsd.-Jón Ingi Bjömsson___395
9. Hjördls Eyþórsdóttir-Ásmundur Pálsson_382
10. Anna Ívarsdóttir-Gylfi Baldursson___377
Toppur í tíglum
Eins og vænta má náðu Esther og
Sverrir nokkmm toppum í keppn-
inni og verður hér einn þeirra ra-
kinn.
Spil 22. Austur gefur; AV á hættu:
Sverrir Hrafnh. Esther Jörund.
vestur norður austur suður
2^ pass
2A pass 2gr. Pass 4
3^ pass 3V pass
6^ allir pass
. NORÐUR
* Á86
* 97532
* T
* 7632
VESTUR AUSTUR
A 97 A KG52
V KDG64 V ÁT
♦ Á6542 ♦ KG83
♦ 5 * ÁKD
SUÐUR
* DT43
* 8
♦ D97
+ GT984
Tveggja tígla sögn Estherar var
multi sem lýsti eftir 2 grönd jafn-
skiptri hendi og 20-23 punktum.
Tveggja spaða sögn Sverris var já-
kvætt svar (tvö hjörtu = afmelding)
og með stökkinu í 6 tígla lýsti hann
tveggja lita hendi og Esther gerði vel
í að passa þann samning.
Útspilið hjá Jömndi Þórðarsyni í
suður var einspilið í hjarta. Esther
drap heima á ás, spilaði litlum tígli á
ásinn og tígli aftur úr borði. Þegar
Hrafnhildur Skúladóttir í norður
fylgdi ekki lit, sá hún að óumflýjan-
lega gæfi hún slag á tíguldrottning-
una. Hún drap fumlaust á kóng og
spilaði suðri inn á tígul. Ef suður
hefði spilað spaða frá drottningunni
hefði hann uppskorið ríkulega en
hann spilaði laufi og Esther lagði
niður og slapp við skrekkinn. Með
spaða út hefði spilið alltaf verið niður
en það er erfitt að finna það með
DTra og frá sjónarhóli suðurs gat allt
eins vantað laufásinn eins og spaða-
ásinn þegar suður var inni í seinna
skiptið. En sem sagt 6 tíglar staðnir á
hættunni gáfu 90% skor og er spilið
mun betri samningur en 6 grönd. 6
grönd vom víða spiluð en undan-
tekningarlítið alltaf niður þar sem
spaðaútspilið er eðlilegast
Vetrarmitchell lokið
Síðasta kvöldið í Vetrarmitchell BSÍ
lauk í gærkvöldi og tekur nú við
sumarbridge á föstudagskvöldum.
Bronsstigakeppni hefur verið í gangi
í vetur og er sá útnefndur Brons-
stigameistari Vetrarmitchell BSÍ sem
flest bronsstig hefur samtals. Fyrir
gærkvöldið höfðu 230 einstaklingar
skorað stig í vetur en Lilja Guðna-
dóttir og Elín Jónsdóttir vom sigur-
stranglegastar með 281 stig. í 3ja til
tíunda sæti em eftifarandi:
3.4. María Ásmundsdóttir 281
3.4. Steindór Ingimundarson 225
5. Sveinn Sigurgeirsson 213
6. Jón Stefánsson 209
7. Páll Bergsson 200
8. Þórður Sigfússon 195
9. Guðlaugur Sveinsson 187
10. Andrés Asgeirsson 172
Hressileg fórn
Eftirfarandi spil kom upp í Vetrar-
mitchell fyrir viku. Vestur gefur; NS
á hættu. Vestur tók upp þessi spil:
♦ - VÁ54 ♦ K87543 +DG85
Vestur ályktaði strax sem svo að
spilin væm heppileg fómarspil, bjóst
við hjarta- eða spaðasamlegu hjá NS
og þar sem hættu vom hagstæðar
ákvað hann að opna á tveimur grönd-
um sem lýstu 6-10 p. og hálitum eða
láglitum. Norður sagði 3 spaða, aust-
ur 4 lauf og suður 4 spaða.
Hvað myndi lesandinn gera í þessari
stöðu?
vestur norður austur suður
2gr. 3^ 4* 4*
?
Nú varð vestri hugsað til Aðalsteins
Jörgensen sem í Yokohama óð beint á
6. sagnstigið í fómarsamningi í svip-
aðri stöðu. Þar uppskám íslendingar
marga góða IMPa og vestur ákvað því
að vaða beint í 6 lauf þar sem 4 lauf
makkers vom að því er best var vitað
strögl og hann átti von á að NS ættu
jafnvel hálfslemmu í spaða eða
hjarta. Norður doblaði eftir stutta
umhugsun og vestur þóttist góður að
hafa fælt mótherjanna frá slem-
munni. En þar skjátlaðist honum
hrapallega en það kom þó ekki að sök
nema síður væri. Punktastyrkur
makkers reyndist nefnilega meiri en
varð fyrir séð auk þess sem samlegan
var eins og best varð á kosið.
Allt spilið:
ANORÐUR
Z ÁDGT97
J DT2
VESTUR AUSTUR
♦ - ♦ K63
VÁ54 V G9
♦ K87543 ♦ ÁD9
♦ DG85 * K9432
SUÐUR
♦ 8542
V K8763
♦ T6
♦ T6
Þegar suður spilaði út spaða hætti
makker, sem eftir 6 laufa sögnina
hafði fussað og sveiað, skyndilega að
þrástagast á því af hverju vestur segði
6 lauf, hvort 5 hefðu ekki nægL Hann
tók laufásinn og eftir því sem leið á
spilið giaðnaði yfir honum. Þegar tí-
gullinn lá, lagði hann niður. í ljós
kom að NS eiga ekkert geim í spilinu,
hvorki 4 spaða eða annað en hjarta-
útspilið hefði hins vegar banað ann-
ars skotheldri slemmu AV. „Fómin"
reyndist því engin fóm heldur gull-
toppur þegar upp var staðið.