Tíminn - 15.05.1993, Blaðsíða 10

Tíminn - 15.05.1993, Blaðsíða 10
22 Tíminn Laugardagur 15. maí 1993 S AMKVÆMT einni ágiskun er nú um millj- arður manns íslamstrú- ar, eða nálega fimmt- ungur mannkyns. Utbreiðsla þeirrar trúar er talin örari en nokkurrar annarrar, einna helst vegna hárrar fæðingatölu. ís- lam hefúr sem kunnugt er aUt frá upphafi sínu haft mest fylgi í Asíu og Afríku og frá síðmið- öldum haft fótfestu nokkra í Evrópu suðaustanverðri. Á síðari hluta þessarar aldar hafa komið til sögunnar fjöl- mennir íslamskir söfnuðir í heimshlutum, þar sem íslam var vart merkjanlegt áður. Það á við um Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku. Að sögn sýr- lensks fræðimanns, sérfróðs um íslam, eru nú um 12 millj- ónir múslíma í Vestur- Evrópu, langflestir þeirra innflytjendur frá íslamslöndum. Það er ná- lægt sameiginlegum íbúafjölda Noregs og Svíþjóðar. í Banda- ríkjunum er talið að þeir séu þrjár til fjórar milljónir, meiri- hlutinn innflytjendur frá íslam- slöndum, en um fjórðungur innfæddir Bandaríkjamenn, sem tekið hafa íslamstrú. Flestir þeirra eru blökkumenn. Haldi múslímum þarlendis áfram að fjölga jafn ört og nú er raunin, verða þeir einhvem- túna snemma á næstu öld orðnir fleiri í landinu en gyð- ingar, sem að sögn New York Times era þar um sex milljón- ir. Músllmar í Cedar Rapids í lowa, þar sem er elsta moska Bandaríkjanna. íslamskir þrælar? Tölumar um múslíma í Banda- ríkjunum eru að vísu ágiskana- kenndar nokkuð. Innflytjendur til Bandaríkjanna eru ekki skyldugir til að gefa upp hvaða trú þeir hafi og þar að auki er talið að í landinu séu allmargir ólöglegir innflytj- endur frá íslamslöndum. Fyrir aðeins um aldarfjórðungi var íslam í Bandaríkjunum vart teljandi, nema þá Svartir múslím- ar (Black Muslims) svokallaðir, sem einhver vafi var á hvort telja ætti til fslams eða ekki. Sumra mál er þó að saga íslams á því svæði, sem í rúmlega tvær aldir hefur heitið Bandaríkin, sé jafngömul byggð svartra manna þar. Fræði- menn um þrælaverslunina milli Afríku og Norður-Ameríku halda því sumir fram, að sumir Vestur- Afríkumanna þeirra, sem seldir voru í þrældóm vestur um haf, hafi verið múslímar, sem að vísu hafi fljótlega fallið frá trúnni í nýja landinu. Einhveijir bandarískir blökkumenn, þeirra á meðal rit- höfundurinn Alex Haley, hafa jafn- vel látið að því liggja að þorri svörtu þrælanna, sem fluttir voru til Norður-Ameríku, hafi verið múslímar. Flest er á huldu um hvað sé til í þessu. Sumir þræla þessara voru fluttir langt innan af meginlandi Afríku og ekki er ósennilegt að þar á meðal hafi ver- ið strjálingur af fólki, sem hægt hafi verið að telja til múslíma. En mikill meirihluta þræla þeirra afr- ískra, sem til Norður-Ameríku voru fluttir, voru úr strandhéruð- um Vestur-Afríku eða skammt innan úr landi. Á þeim svæðum var þá þorri manna heiðinn. Fyrsta moskan í Dakota Miðað við tiltækilegar heimildir virðist ekki hafa verið vitað um múslíma í Bandaríkjunum, svo Abdul Karim Hasan (t.h.), ímam músllma í South-Central Los Ange- les. Þar stendur til að byggja mosku með fjárstuðningi frá Saúdi-Arabíu. orð sé á gerandi, fyrr en á síðari hluta 19. aldar. Þá flutti til lands- ins einhver slæðingur af múslfm- um frá Austurlöndum nær, einna helst frá Líbanon og Sýrlandi. Fólk þaðan ættað byggði fyrstu mosku Bandaríkjanna í jafri ólíklegum stað og Ross, smábæ í Norður-Da- kota, árið 1929. Ástæðan til þess að íslam festi fyrst rætur í Banda- ríkjunum í dreifbýli inni á sléttun- um miklu, en ekki í stórborg við sjó, var að Sýrlendingar þessir og Líbanir voru farandsalar, sem leit- uðu út í dreifbýlið, þar eð þar var minni samkeppni við aðra versl- unaraðila en í þéttbýli. Stunduðu múslímamir í Ross viðskipti við bændurna í kring. Moska þessi var rifin fyrir nokkrum árum og elsta íslamsguðshús, sem enn stendur í Bandaríkjunum, er í Cedar Rapids í Iowa. Þangað voru einhverjir múslímar komnir um miðjan þriðja áratug yfirstandandi aldar og um tíu árum síðar breyttu þeir samkomukomuhúsi sínu í mosku. Það var ekki fyrr en á sjöunda ára- tugnum, sem skriður komst á bandarískt íslam. Þá fór að kveða þar að trúflokki, sem raunar hafði verið stofriaður þegar 1930 undir nafninu fslamsþjóð (Nation of Is- lam) og var í daglegu tali kallaður Svartir múslímar. Iþeim trúflokki voru eingöngu blökkumenn og gætti af hálfu hans opinskárrar andúðar og kynþáttahyggju gagn- vart hvítum mönnum. Héldu Svartir múslímar því fram að hvít- ir menn væru komnir af einskonar Frankensteinskrímslum sem bijálaður svartur vísindamaður hefði endur fyrir löngu ræktað á tilraunastofu sinni. Þekktur félagi í Nation of Islam var Malcolm Little, síðar Malcolm X. í píla- grímsför til Mekka, þar sem hann hitti hvíta menn m.a., snerist hann gegn kynþáttahyggju trú- flokksins. Höfðu og íslamskir guð- fræðingar í gamla heiminum lýst því yfir að hún væri ósamrýman- leg íslam. Urðu við þetta vinslit með Malcolm og trúbræðrum hans í Nation of Islam og voru þeir grunaðir um að hafa ráðið hann af dögum. (Hann var myrtur í Harl- em 1965.) Bókstafssinni fyrír rétti I Kaíró: uggur við hans líka eftir sprenginguna f World Trade Center.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.