Tíminn - 15.05.1993, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Laugardagur 15. maí 1993
--------------------------------\
ÚTBOÐ
Norðurlandsvegur í Langadal
1993
Vegagerö ríkisins óskar eflir tilboðum I lagningu
2,0 km kafla á Noröurfandsvegi f Langadal.
Magn: 8.000 m3.
Verki skal lokiö 5. júlf 1993.
Útboösgögn veröa afhent hjá Vegagerö ríkisins
á Sauöárkróki og f Borgartúni 5, Reykjavfk (aö-
algjaldkera), frá og meö 17. þ.m.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrír kl. 14:00
þann l.júnf 1993.
Vegamálastjóri
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. borgarverkfræðingsins
f Reykjavík, óskar eftir tilboðum í 100.000 birkiplöntur til afhend-
ingar á næsta ári.
Útboðslýsing verður afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3
Reykjavík.
Varnarmálaráðherrann vill leggja niður hlerunarstöðvar Rússa, en þeir hafa heimild fyrri ríkisstjórnar og geta hier-
að alla síma. Eistneskur njósnari náði þessari mynd af hlerunartækjunum inni I njósnamiðstöðinni. (RC/Pressens Biid)
Vamarmálaráðherra Eistlands heitir á vestræn ríki um aðstoð í
varnarmálum. Telur Eystrasaltsríkjum ógnað af ofstækisfullum
stríðsherrum í austri:
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 2. júní 1993
kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800
ÚTBOÐ
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. byggingadeildar borg-
arverkfræðings, óskar eftir tilboðum í byggingu millibyggingar
við leikskólann að Suðurhólum — Hólaborg.
Um er að ræða að fjarlægja eldri millibyggingu og byggja aðra
stærri. Eldri millibyggingin er með steyptu þaki og timburveggj-
um og er um 14,2 m2. Nýja byggingin er öll úr timbri og er um
60,0 m2 og um 165,6 m\
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3
Reykjavík, frá hádegi þriöjudaginn 18. maí gegn 20.000 króna
skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 1. júnf 1993 kl.
11.00.
AVIKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. byggingadeildar borg-
arverkfræðings, óskar eftir tilboðum í viðhald á Skúlagötu 64-
80.
Helstu verkliðir eru endursteypa á svölum og endursteining á
suöurhliö, 2.100 m2.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3
Reykjavfk, frá og með þriðjudeginum 18. maí gegn 15.000
króna skilatryggingu.
Tllboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 8. júnf 1993 kl.
11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. byggingadeildar borg-
arverkfræðings, óskar eftir tilboðum í viðhald pfpulagna f tíu
skólum og dagvistarheimilum Reykjavíkurborgar.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3
Reykjavík gegn 5000 króna skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 9. júní 1993
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800
Lýðræðisþróun
í Rússlandi
forsenda þess
að við lifum
„Ég hef fengið upphringingu heim til mín um miðja nóttfrá leppi
rússneskra hermanna sem falbauð fjögur Stinger-flugskeyti, en
þeim höfðu þeir stolið. Okkur er á móti skapi að ala slíkan söfn-
uð, en við eigum ekki annarra kosta völ, því að flaugarnar voru
boðnar á vildarkjörum, og ef við kaupum þær ekki, eiga glæpa-
hringir í Eistlandi kost á að eignast þær. Með slík flugskeyti í
höndunum gætu þeir auðveldlega gert ríkisstjórn Eistlands ým-
iss konar tilboð, sem ekki er unnt að hafna.“
Varnarmálaráðherra Eistlands,
Hain Rebas, 50 ára, hefur orðið.
Hann er fæddur í Tallinborg árið
1943, meðan á hernámi nasista
stóð, en hefur búið nær alla ævi
sína f Svíþjóð. Þangað flúði fjöl-
skylda hans undan rússnesku inn-
rásarliði í lok ársins 1944.
Rebas er prófessor í norrænni
sagnfræði við háskólann í Kiel.
Doktorsritgerð hans fjallaði um
verslunarleiðir um Eystrasalt.
Hann er auk þess höfuðsmaður í
merkjasendingarsveitum sænska
varnarliðsins.
Áður tók hann þátt í starfi eist-
neskra útlaga í Svíþjóð; í fyrra
gerðist hann æðsti yfirmaður varn-
armála í réttkjörinni ríkisstjórn
hins sjálfstæða Eistlands. Fjöl-
skylda hans býr þó enn í Gauta-
borg.
ísland ruddi brautina
„Stuðningur íslands við sjálfstæð-
isbaráttu okkar mun ekki gleym-
ast,“ segir Hain Rebas. „Ríkisstjórn
íslands ruddi brautina. Önnur vest-
ræn ríki fylgdu á eftir.“
Varnarmálaráðuneytið er í hrör-
legu húsi í gamla borgarhlutanum
í Tallin, skammt frá þeim stað þar
sem KGB hafði höfuðstöðvar sínar
áður.
„Ráðuneytið var endurreist í
fyrrasumar. Því er ætlað að mynda
nýjar hervarnir. Hugmyndin er að
vel menntaðir og stefnufastir her-
menn fæli hugsanlegt frávillt hern-
aðarfólk í Moskvu frá því að eggja
hryðjuverkahópa sína til árásar."
— Ykkur stafar auðvitað ógn af
Rússlandi...
„Þannig orða ég það aldrei." Rebas
svarar skyndilega og með þunga.
„Ógnin felst f ofstækisfullum
stríðsherrum, sem ættu það til að
hlaupa út undan sér, hvort sem þeir
eru rússneskir þjóðernissinnar eða
kommúnistar. Við höfum ekkert á
móti lýðræðislegu Rússlandi undir
stjórn Jeltsíns í þeirri mynd, sem
hann vill hafa á því. Við aðhyllumst
sjálfir vestrænar lýðræðisreglur og
markaðskerfi og stöndum í sífelldu
þrasi við gömlu afturhaldsskarfana.
Viðtal
Þór Jónsson,
Svíþjóð
En við höfum verið fullir kvíða
vegna þróunarinnar í Rússlandi og
lítum alvarlegum augum á ávinn-
inga öfgafullra hópa þar í landi.
Sovétfræðingar telja að andlýð-
ræðisleg öfl í Rússlandi losni fljót-
lega úr læðingi, ef Jeltsín tapar
völdum. Otto von Habsburg spáir
að í kjölfarið kæmi stríð milli fýlk-
inga Rússa og Múhameðstrúar-
manna í suðri og ný innrás í
Eystrasaltsríkin. Ógnin við lýðræð-
ið í þessum löndum er sannarlega
áþreifanleg.
Áhrifamenn á Vesturlöndum og í
Eystrasaltsríkjunum verða að taka
höndum saman við rússneska lýð-
ræðissinna og aðlaga Rússland að
evrópskum háttum. Að öðrum
kosti er úti um Eystrasaltsríkin."
Innrás að nóttu
Rebas færir frekari rök fyrir máli
sínu. Honum hefur tekist að verða
sér úti um nákvæma áætlun um
hvernig ráðist yrði á Tállin. Það eru
áform, sem sett voru á blað í
tengslum við valdaránstilraunina í
Sovétríkjunum sumarið 1991.
„Spetsnazsveitirnar, sem nú eru
staðsettar í Pskov, rúmum kíló-
metra utan landamæra Eistlands,
ráðast inn í höfuðborgina að nóttu
og myrða nokkra tugi eistneskra
stjórnmálamanna. Lífi einhvers
þeirra verður þyrmt, svo að unnt sé
að leiða hann fyrir sjónvarpsvélarn-
ar. Svo streymir innrásarliðið inn í
landið.“
Varnarmálaráðherrann leggur
áherslu á að varnir Eystrasaltsríkj-