Tíminn - 15.05.1993, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.05.1993, Blaðsíða 7
Laugardagur 15. maí 1993 Tíminn 7 anna séu jafnframt fremstu varnir Vesturlanda. Bent hefur verið á að ekki sé einvörðungu haetta á her- hlaupi, heldur ef til vill stjórnlaus- um flótta margra milljóna Rússa, ef efnahagslegar eða pólitískar að- stæður versna. Þess vegna sé það ekki síst í þágu Vesturlanda að her- lið og landamæragæsla Eystrasalts- ríkjanna sé starfi sínu vaxin. „Við þörfnumst aðstoðar, bæði efnahagslegrar og hertæknilegrar. Við höfum leitað til þeirra landa, sem við teljum að standi okkur næst: Norðurlanda, öðrum fremur Svíþjóðar og Finnlands — en einn- ig til Þýskalands, Frakklands, Bret- lands og Bandaríkjanna. Vissulega njótum við nokkurrar aðstoðar á þessu sviði. Við höfum fengið ýmis flutnings- og samgöngutæki, bún- inga og námskeið, að ógleymdum hljóðfærum fyrir herlúðrasveit. En engin vopn.“ Norðmenn gáfu skíðaskó, sem notaðir eru sem gönguskór. Frakk- ar gáfu eyðimerkurbúninga út- lendingahersveitarinnar, Svíar óvopnaðan strandgæslubát. Síðast- liðið sumar bjó eistneski herinn einungis yfir 250 skotvopnum." Ásælist aldargömul vopn „Ég hef til dæmis boðist til að losa sænska herinn við ýmsar umfram- birgðir af herbúnaði, svo sem riffla frá því fyrir fyrri heimsstyrjöld, sem væru upplagðir til skotæfínga. Fyrir seinna stríð voru Eistlending- ar margfaldir heimsmeistarar í skotfimi. Sá hæfileiki er varla fyrir hendi lengur. Nú á að méla þessi vopn í Svíþjóð. Svíar gætu auðveldlega gefið af miklum umframbirgðum sínum al- búnað fyrir heilt fótgöngulið og þrjár eða fjórar herdeildarstöðvar, án þess að muna um það sjálfa. En sænsk stjórnvöld eru ekki til við- ræðu um slíkt.“ Á meðan Vesturlönd veigra sér við að hjálpa Eistlendingum að búa her sinn vopnum, neyðast þeir til að klípa af fátæklegum þjóðartekjum sínum til kaupa á dýrum hergögn- um. „Að sjálfsögðu vildum við heldur verja þessu fé til skóla, sjúkrastofn- ana og ellilífeyris — ef við bara þyrðum... Á meðan skáka alþjóðlegir her- mangarar og hreinræktaðir glæpa- flokkar í því skjóli." „Við fáum samt vopn mjög bráð- lega,“ segir Rebas, en vill ekki gefa upplýsingar um hvaðan þau berast. ^Allt of margir myndu vilja spilla því.“ Hann staðfestir að hafa rætt við stjómir ísraels, Kína, Suður- Afr- íku, Póllands og Ungverjalands. „Við setjum ekkert fyrir okkur í þessum efnum.“ Við skulum verja landið — Hvemig verða varairaar skipulagðar? Mun lítill eistneskur her nokkura tímann geta varið landið? „Við ætlum okkur að verja það. Vitaskuld vonumst við eftir aðstoð Vesturlanda, ekki aðeins í orði heldur einnig á borði. Við reiknum heldur ekki með allsherjarárás frá stórri grannþjóð. Ætlunin er að vígbúa fjögur her- fylki með alls 2000 hermönnum. Við munum útvega þeim létt og meðfærileg, en engu að síður öflug vopn og vígskeyti. Þeir eiga að vera reiðubúnir að ráðast á óvinina í fá- mennum hópum og hrista ærlega upp í þeim. Auk þess verða 2000 manna vopnuð gæslusveit á landa- mærunum og 6000 manns í heima- vamarliðinu, sem læra skæruhem- að. Við verðum að taka mið af því að þetta er lítið land.“ Lítið land, sem í hálfa öld hefur orðið að lúta sovéskri stjórn og ber þess merki á flestum sviðum. Ekki er óalgengt að mæta sovéskum hermönnum á götu. Um það bil 7000 eru enn eftir í landinu, auk rúmlega 9000 yfirmanna úr hem- um, sem em á eftirlaunum og eist- Hain Rebas, umdeildur varnarmálaráðherra Eistlands. þjóða okkar." Rússneski herinn hefur að mikl- um hluta verið fluttur á brott, en hann hefur skilið eftir sig gríðar- mikinn búnað, sem ekkert eftirlit er haft með. í úthverfum Tállin er að finna 7500 tonn af sprengikúl- um fyrir stórskotalið, en þær eru fyrir hlaupvídd, sem ekki hentar eistneska hernum. Þá má nefna ómældar birgðir af baneitruðu eld- flaugaeldsneyti og 2000 tundurdufl á eynni Naissar norður af höfuð- borginni. „Rússarnir skildu við þetta í al- gerri óreiðu. í skógunum lágu vopn og skotfæri eins og hráviði. í þessu fólst ákveðin ögrun. Ég varð að heimila 164 rússneskum her- mönnum að koma til landsins og flytja sumt af þessum búnaði burt, en þá kviknaði heldur betur í and- stæðingum mínum á þinginu." Svæsnar deilur Óhætt er að útnefna Hain Rebas einhvern umdeildasta ráðherra rík- isstjórnarinnar. Hann á í stöðugum útistöðum við „gömlu skarfana", sem láta einskis ófreistað til að gagnrýna hann og „níða af mér skóinn". „Ég komst ekki sérlega hátt á vin- sældalistanum í síðustu skoðana- könnun." seöir hann oö hlær. En á hitt ber að líta, að þeir menn, sem koma best út, eru ekki virkir þátt- takendur í stjómmálunum. Það segir ýmislegt um þá, sem spurðir eru álits." Grimmasti andstæðingur Rebas á þinginu er sennilega gamall ofursti úr bandaríska hernum, sem heitir Toompuu, stríðskempa frá Víet- nam, sem hefur m.a. sakað Rebas um „þjófnað á almannafé“; hann hafi, að dómi ofurstans, ekki greitt fyrir morgunverðinn á hóteli ríkis- stjórnarinnar. Rebas svaraði fyrir sig í blöðunum og kvað ásakanir ofurstans lygar og klykkti út með að hann kynni ekki skil á öðru en að sprauta napalmi yfir varnarlaus þorp í Víetnam. Deilurnar geta orðið svæsnar í Eistlandi.... „Hann sækist eftir lýðhylli," segir Rebas um Toompuu. Rebas sækist samt sem áður eftir kunnáttumönnum í hermennsku frá Vesturlöndum. „Ég hef verið að reka þá yfirmenn sem voru í Rauða hernum,“ segir hann. „Yfirmaður eistneska hersins verður hins vegar ofursti frá Atl- antshafsbandalaginu að nafni Ein- seln, en hann er einnig af eistnesku bergi brotinn. Ég treysti því að hann skipuleggi nýtískulegar og umfram allt vestrænar hervarnir." neska stjórnin hefur leyft að vera um kyrrt. „Margir eru þó ekkert ýkja gamlir og eiga vopn heima hjá sér. Það má búast við að þeir séu hollir ráða- mönnum í Moskvu. Þar á ofan býr hér enn hópur úr GRU og KGB.“ Rebas segir að „nóg sé til af slíku“, hann hafi njósn um að stöðvarnar geti hlerað öll sím- og senditæki í landinu og raunar víðar. Eistneskir njósnarar hafa aflað upplýsinga um hlerunarstöðvar Rússa og ljósmyndað þær að innan. í skýrslu þeirra segir að mörg loft- net séu skammt frá aðalbygging- unni og „800 til 1000 metrum frá séu enn fleiri byggingar og skógur af loftnetum". Ríkisstjórn Edgars Savisaar, sem féll um mitt ár í fyrra, gaf Rússun- um heimild til að reka þessar stöðvar áfram með undirrituðum samningi. Þó er Savisaar meðal þeirra, sem ákafast gagnrýnir Hain Rebas á ríkisþinginu og ásakar hann um „Rússadekur". „Þetta er gríðarmikil stöð, sem getur hlerað allar sendingar í allt að 5000 kílómetra fjarlægð," segir Rebas. Hún nær alla leið til Sví- þjóðar. Og við getum ekkert að gert nema leitað leiða til að fá samn- ingnum hans Savisaars rift.“ Á ráðherranum er að skilja sem hægara sé að rjúfa strauminn til stöðvarinnar eða útvega sér tæki, sem trufli hlerunarbúnaðinn, held- ur en að komast að nýju samkomu- lagi við Rússa. Rússneska herinn burt Kremlverjar heyktust á að flytja alla hermenn sína til Rússlands, eins og um var samið, og bera fyrir sig að herinn verði að vernda mannréttindi rússneska minni- hlutans í Eistlandi. Gildir einu þótt hlutlausar sendinefndir frá m.a. Evrópuráðinu og Sameinuðu þjón- unum, sem hafa rannsakað hvort eitthvað sé til í ásökunum Rússa, hafni þessum röksemdum. Vissu- lega er Rússahatur í landinu, en ekki hefur verið sýnt fram á að mannréttindi Rússa séu skert. „Þó eru þetta einu rökin fyrir því að kalla ekki hermennina heim,“ segir varnarmálaráðherrann, ber- sýnilega þreyttur á þessu umræðu- efni. „Því verður að linna. En nú er ekkert rek á málinu." Eistneska utanríkisráðuneytið var heldur ekki að skafa af hlutunum í nýlegri yfirlýsingu: .Aðferð Rússa við að tefja brottflutning á her- sveitum frá Eystrasaltsríkjunum er tilraun til að seilast aftur til valda í þessum löndum. (...) Ríkisstjórn Eistlands hyggst ekki sætta sig við veru erlendra hersveita, sem ógna bæði Eistlandi og öryggi grann- Húsbréf Fyrsti útdráttur í 2. flokki húsbréfa 1992. Innlausnardagur 15. júlí 1993 5.000.000 kr. bréf 92210024 1.000.000 kr. bréf 92220081 92220118 92220261 92220323 92220532 92220631 92220663 92220693 92220708 92220792 92220827 92220875 92220919 92221027 92221099 92221127 92221150 92221184 92221195 92221354 92221372 92221389 92221390 92221529 92221538 92221541 92221634 92221697 92221708 92221711 92221722 92221760 92221803 92221834 92221981 92222005 92222021 92222152 92222174 92222183 92222215 92222328 92222385 92222484 92222623 92222651 92222659 92222693 92222777 92222815 92222869 92222921 92222976 92222983 100.000 kr. bréf 10.000 kr. bréf 92223095 92223108 92223168 92223247 92223268 92223356 92223365 92223399 92223400 92250131 92250893 92252552 92254294 92255623 92256646 92258327 92250232 92251027 92252645 92254346 92255777 92256672 92258343 92250345 92251185 92252647 92254453 92255815 92256714 92258370 92250346 92251264 92252663 92254460 92255860 92256858 92258506 92250375 92251269 92252671 92254521 92255897 92256951 92258633 92250386 92251289 92252714 92254671 92255898 92257470 92258638 92250392 92251347 92252763 92254709 92255914 92257610 92258803 92250541 92251735 92252786 92255091 92255978 92257720 92258865 92250558 92251837 92253047 92255115 92256082 92257813 92250616 92251887 92253381 92255146 92256219 92257834 92250803 92252137 92253471 92255178 92256292 92257896 92250807 92252140 92253729 92255242 92256299 92258017 92250891 92252174 92254212 92255303 92256362 92258199 92270043 92271495 92272570 92274285 92274857 92276168 92277579 92270127 92271535 92272755 92274294 92274859 92276184 92277640 92270162 92271553 92272761 92274332 92274941 92276219 92278212 92270187 92271660 92273083 92274358 92275103 92276426 92278238 92270220 92271821 92273320 92274447 92275224 92276503 92278266 92270229 92272078 92273652 92274449 92275545 92276521 92278323 92270350 92272205 92273687 92274524 92275558 92276560 92270388 92272269 92273728 92274597 92275605 92276564 92270448 92272371 92273923 92274675 92275635 92276933 92270530 92272386 92273932 92274705 92275694 92276964 92270611 92272452 92274041 92274747 92275976 92277286 92270666 92272483 92274053 92274781 92275988 92277470 92270760 92272500 92274115 92274788 92276018 92277494 92271353 92272529 92274214 92274813 92276033 92277495 Útdregin óinnleyst húsbréf bera hvorki vexti nó veröbætur frá innlausnardegi. Því er áriöandi fyrir eigendur þeirra aö innleysa þau nú þegar, og koma andviröi þeirra I aröbæra ávöxtun. Húsbréf eru innleyst I veödeild Landsbanka Islands, Suðurlandsbraut 24 I Reykjavík. dp HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ HÚSBRÉFADEILD SUÐURLANDSBRAUT 24 108 REYKJAVÍK SÍMI 91-696900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.