Tíminn - 15.05.1993, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.05.1993, Blaðsíða 9
Laugardagur 15. maí 1993 Tíminn 21 Árið 1992 áttu sér stað atburðir að vetrar- lagi, sem orsökuðu mikinn óhug hjá íbú- um hins friðsæla smábæjar, Basking Ridge, og neyddu þá til að endurskoða til- veru sína. Basking Ridge hafði fram að þessu verið helsta athvarf þeirra sem enn trúðu á ameríska drauminn: húsin voru einbýlishús, eins og klippt út úr mynda- bókum, garðarnir stórir og íbúarnir flestir í mektarstöðum í þjóðfélaginu. Það var einmitt ein af virtustu fjölskyldum hins litla samfélags, sem eftirfarandi atburðir snúast um. Richard Heikkila og kona hans, Dawn, voru lifandi samnefnarar alls hins besta í Basket Ridge. Richard, aðeins 48 ára að aldri, var kominn í tölu frægustu og tekjuhæstu efna- fræðinga í heiminum. Hann öðlað- ist heimsfrægð fyrir rannsóknir sín- ar á Parkinson-sjúkdómnum og honum er þökkuð að stórum hluta lyfjameðferðin sem hægir á sjúk- dómnum, Eldeperyl-lyfið. Konan hans, Dawn, 46 ára, var við- skiptafræðingur að mennt og hafði unnið sér góðan orðstír á sviði verð- bréfaviðskipta. Til að fullkomna ímyndina eignuð- ust Heikkila-hjónin son, sem virtist í engu ætla að bregðast vonum for- eldra sinna: varð dúx f menntaskóla og stefndi á að fylgja í fótspor föður síns. Einnig áttu þau annan dreng, stjúpson að nafni Matthew, sem dvaldi heima um þær mundir sem voveiflegir atburðir gerðust hjá Heikkila-fjölskyldunni. Matthew var búinn að ljúka menntaskólanámi, en hafði ekki gert framtíðina upp við sig og vann ýmis störf á meðan hann hugsaði sinn gang. Enginn utan heimilisins vissi að stundum áttu sér stað átök og deilur innan veggja Heikkila- heimilisins, þar sem Matt- hew var ekki heill heilsu. Grunur kviknar 30. janúar 1991 fóru vinnufélagar Dawn að hafa á tilfinningunni að eitthvað væri að. Dawn hafði, í fyrsta skipti frá því að hún hóf störf hjá fyr- irtækinu sínu, hunsað áríðandi fund sem haldinn var í stjóm fyrirtækis- ins og án þess að boða forföll fyrir- fram. Þetta var einstætt tilfelli, þar sem samviskusemi hennar var róm- uð og því töldu samstarfsmenn hennar að eitthvað væri ekki eins og það ætti að vera. Loks hringdi vinnufélagi hennar í bflasímann hennar, en í stað þess að Dawn svar- aði, kom fóstursonurinn Matthew í símann. Hann sagði að foreldrar hans hefðu þurft að fara til Hanover í New Hampshire, þar sem bróðir hans hefði lent í bflslysi. Þeim sem hringdi var strax ljóst að ekki var allt sem sýndist. í fyrsta lagi mátti Matthew ekki snerta sportbfl móður sinnar, það vissu samstarfs- menn hennar, og í öðm lagi var það nánast óhugsandi að Richard og Dawn hefðu farið út úr bænum án þess að láta vita af sér. Vinkona hennar hjá fyrirtækinu ákvað að hringja í son hennar, sem var eins og áður segir við háskóla- nám í Hanover. Þegar hann kom í sí- mann og vissi ekkert hvað væri á seyði, staðfestist grunur starfsfólks- ins um að eitthvað mikið væri að. Tveir vinnufélagar Dawn keyrðu að Richard Heikkila, heimsfrægur iyfja- fræðingur, var skotinn úr launsátri ásamt konu sinni. húsinu þeirra, en komu að luktum dyrum. Á hurðinni var miði þar sem á stóð að hjónin hefðu brugðið sér til Hanover vegna neyðartilfellis. Ógnvænleg þögn lá yfir húsinu og ákveðið var að hafa samband við yf- irvöld. Klukkan 2.20 kom lögreglan á vett- vang og braust inn í húsið. Aðkoman var óhugnanleg. Á efri hæð hússins lá Dawn Heikkila, full- klædd, í blóði sínu. Það sem eftir var af höfði hennar var þakið storknuðu blóði og heilaslettum. Vonir stóðu til að maðurinn hennar, Richard, hefði sloppið við sömu örlög eftir að búið var að leita á aðalhæð hússins og efri hæðinni. En þegar leitað var í kjallaranum komu lögreglumenn- imir að líki hans, svipað útleiknu og konunnar hans. Þeim hafði báðum verið slátrað með afsagaðri hagla- byssu og skotið hafði verið á þau af stuttu færi. Leff hefst Moore, yfirmaður morðdeildarinn- ar, stjórnaði rannsókninni. Honum var tjáð af fagmönnum að u.þ.b. 20 klukkustundir hefðu liðið frá morð- unum, sennilega hefðu þau verið myrt skömmu eftir að þau komu úr vinnunni daginn áður. í ljósi þess, sem á undan var gengið, var Matt- hew Heikkila grunaður um morðin. Það sem benti til þess, voru nokkur lykilatriði: a: Síðast hafði sést til hjónanna á skrifstofum þeirra daginn áður. b: Bæði vou fullklædd þegar morð- in áttu sér stað. c: Enginn hafði séð til Matthew Heikkila eftir þann tíma sem talið var að þau hefðu verið myrt, og ekk- ert hafði sést til Audibflsins sem vit- að var að Matthew hafði stolið. d: Matthew Heikkila hafði vísvitandi logið sögunni um bróður sinn í Hanover. Þá kom það í ljós við nánari eftir- grennslan, að Matthew hafði átt erf- itt andlega síðustu misserin. Eftir að hann útskrifaðist úr menntaskólan- um hafði hann verið tekinn við neyslu fíkniefna, hann hafði verið ákærður um þjófnað á skartgripum að virði 250 þúsunda íslenskra króna og auk þess var hann grunað- ur um að hafa stolið 60 þúsund doll- urum úr hóteli sem hann hafði starfað hjá. Vinur bróður hans sagði að Matt- hew annars vegar og hinn hluti fjöl- skyldunnar hins vegar, hefðu verið eins og svart og hvítt Hann hefði ekki átt neitt sameiginlegt með þeim. Moore fékk leyfi æðstu yfirvalda til að lýsa eftir Matthew. Ríkissaksókn- ari gaf, f Ijósi sönnunargagna, út morðákæru á hendur honum og FBI var kallað til aðstoðar við að hafa upp á hinum grunaða. Trilið var að Matthew hefði hugsanlega framið glæpina í einhvers konar afbrýði- semiskasti. Að sögn kunningja hans fannst honum hann vera afskiptur á heimilinu, þar sem hann var ekki af holdi og blóði foreldra sinna og því var öðrum skyldmennum hans hugsanlega hætta búin. Afmælisgjöfin Á sama tíma og leitin hófst, kom ung stúlka, kærasta Matthews, og gaf sig fram við lögregluna. Hún sagði að kvöldið áður hefði Matthew boðið sér út að borða í tilefni þess að hún átti afmæli. Þegar kvöldverðin- um Iauk hafði hann beðið hana að koma heim með sér, því þar biði hennar afmælisgjöf. Þegar hún steig inn í forstofuna hafði Matthew ráð- ist á hana, keflað hana og sagt henni að afmælisgjöfin væri sú að hún myndi deyja í kvöld. Hann hafði hins vegar hætt við að myrða hana, en neytt hana til að horfa á líkið af móður hans í staðinn. Hann neyddi hana til að dvelja, bundna og kefl- aða, rilia nóttina í húsi dauða og hryllings, og morguninn eftir sagði hann að þau myndu bæði fara til Karabíska hafsins með flugvél síðar um daginn. Hún vissi að ekkert myndi þýða að mótmæla honum, en sagði að fyrst þyrfti hún að fara heim til að ná í vegabréf. Hann leyfði henni það, en svo vel vildi til að móðir hennar var heima og í sam- einingu tókst þeim að fá Matthew til að skilja að hún vildi ekki koma með. Hann hafði því ekið á brott einsamall. Audi-bfll móður hans fannst skömmu eftir frásögn stúlkunnar á flugvellinum í Newark. „Alvarlega veikur“ Þegar sálfræðileg hlið Matthews var skoðuð kom í Ijós að hann hafði ítrekað hótað sjálfsmorði og einu sinni hafði hann hótað pabba sínum lífláti og gengið svo langt að taka haglabyssuna og skjóta nokkrum skotum í bflinn hans. Hann hafði verið í meðferð hjá geðlækni, en hún hafði engan árangur borið. Rót- Hinn friösæli smábær, Basking Ridge (ðrin bendir áhann). Amerfski draumurinn hefur sýnt á sér dekkri hliðar. in að vandamálinu virtist liggja í minnimáttarkennd sem Matthew hafði yfir því að vera gauksunginn í fjölskyldunni og afskiptaleysi for- eldra hans gagnvart honum átti ef- Iaust einhvern þátt í því að svo fór sem fór. Faðir hans hafði neitað að horfast í augu við vandamálið og reynt að gera sem minnst úr málun- um þegar meðferðaraðilar ræddu vandamál Matthews við hann. Sam- kvæmt skýrslu geðlæknis, sem Matthew hafði að eigin frumkvæði farið til í júlí 1990, var Matthew tal- inn „alvarlega veikur á geði, með of- sóknaræði og sjúklega höfnunar- kennd". Matthew vakti fyrst grunsemdir, þegar hann svaraði f bllasfma mömmu sinnar. Sögulegir blaöa- mannafundir Moore var þess fullviss að Matthew hefði gert alvöru úr fyrirætlunum sínum og því beindu rannsóknar- menn sjónum sínum einkanlega að sólareyjum í Karabíska hafinu. Einkanlega var leitað á Jamaica, þar sem Matthew hafði oft talað um þann stað við kunningja sfna áður en hann myrti foreldra sfna. Mánudaginn 4. febrúar 1991 fór leitarflokkur FBI til Negril á Jama- ica eftir ábendingu um að þar hefði sést til ferða Matthews. Hann fannst á litlu gistiheimili og gafst upp án nokkurs mótþróa. Eftir að Matthew var fangelsaður og beið réttarhaldanna í máli sínu, tók hann upp á því að halda sögu- lega blaðamannafundi. Þar kom í ljós hversu sjúkur hann var. í fyrstu sagði hann að hann hefði ætlað að hringja í mömmu sína og segja henni að búið væri að handtaka sig fyrir eitthvað sem hann hefði ekki gert, en þá hefði hann munað að mamma hans var dáin. Honum þótti það mjög miður og vissi ekki hvern- ig það hefði gerst. Reyndar fannst honum stundum sem hann myndi hvað gerst hefði, en hann vildi ekki trúa því að hann hefði ffamið slíkan glæp. Hann brast í grát hvað eftir annað fyrir framan fjölmiðlafólk og engum duldist að þetta var ekki hægt að setja á svið. Nokkrum dögum seinna skýrðist minni hans og þá hafði hann eftir- farandi sögu að segja: Hann hafði vegið báða foreldra sína úr launsátri. Mamma hans hafði fyrst komið heim og hann skaut hana á efri hæð- inni skömmu eftir að hún kom inn úr dyrunum. Hann beið eftir pabba sínum og þegar hann renndi upp að húsinu fór hann niður í kjallara og kallaði á hann þaðan og bað hann að aðstoða sig. Faðir hans hafði engan pata af örlögum konu sinnar og fór grunlaus niður í kjallarann þar sem við honum blasti afsagað hagla- byssuhlaup. „Pabbi, þetta er handa þér," hafði Matthew sagt áður en hann tók í gikkinn. Hann tók síðan veski beggja foreldra sinna og hafði lifað síðan á umtalsverðu reiðufé sem þau höfðu af tilviljun borið á sér. Áð- ur en Matthew yfirgaf húsið skildi hann eftir „hunda- og kattamat, svo heimilisdýrin yrðu ekki svöngl" og bauð síðan vinkonu sinni út að borða. Eftirmálar þess hafa áður komið fram. Reyndar hafði hann stungið upp á að hann og Ruth fremdu tvöfalt sjálfsmorð, en „einhverra hluta vegna vildi hún það ekki,“ sagði Matthew. „Það eina, sem ég sé eftir, er að hafa ekki drepið hana líka.“ Fordæmisgildi Það var ekki létt mál fyrir dómstóla að ákvarða refsinguna. Við geðrann- sókn kom það reyndar í Ijós að Matt- hew taldist sakhæfúr, en ekki var gott að meta þátt foreldra hans í því að hann framdi morðin. Orðstír Heikkila-fjölskyldunnar hafði verið öllum vandamálum mikilvægari og svo virtist sem foreldrar hans hefðu auðveldlega getað komið í veg fyrir þennan harmleik, ef þau hefðu sinnt veikindum sonar síns sem skyldi og ekki helgað allan tfma sinn frama- ferlinum, sem virtist skipta þau höf- uðmáli. Á hinn bóginn var glæpur- inn einn sá hroðalegasti í sögu Bandaríkjanna og þar sem blessun- arlega koma fá slflc fjölskyldusaka- mál til sögunnar, var talið að dóm- urinn hefði nokkurt fordæmisgildi fyrir þá fjölmörgu firrtu unglinga, sem missa skilninginn á réttu og röngu nú á síðustu tímum. Um hríð leit það svo út sem Matt- hew hlyti dauðarefsingu, en eftir að málið var komið í gegnum hinsta dómstig var niðurstaðan sú að Matt- hew var dæmdur til 30 ára fanga- vistar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.