Tíminn - 15.05.1993, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.05.1993, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 15. maí 1993 Tíniínn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tlminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoöamtstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar Birgir Guömundsson Stefán Ásgrfmsson Auglýsingastjóri: Steingrfmur Glslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavfk Sfml: 686300. Auglýslngasfmi: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verö f lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Heimilisböl Vandræðagangurinn vegna ráðherraskipta og hróker- inga í ríkisstjórninni er orðið enn eitt heimilisbölið í stjómarsamvinnunni. Það er vitað mál að breytingar verða í ráðherraliði Alþýðuflokksins, þar sem skipt verð- ur á ríkisstjómarstólum og feitum embættum og kemur þar alls staðar krati í krata stað, svo að þar verður bita munur en ekki fjár. En það er verra með Sjálfstæðisflokkinn og ráðherra- stóla hans. Formaður Alþýðuflokksins tilkynnir miklar breytingar í stjóminni og jafnframt að ráðuneytum verði skipt upp á nýtt milli flokkanna,' og talað er um það eins og frágengið mál að íhaldið fái utanríkismálin, en kratar aftur sjávarútveg eða fjármál eða hvorutveggja. Þegar Friðrik fjármálaráðherra og Þorsteinn sjávarút- vegsráðherra em spurðir hvort þeir ætli að rýma stóla sína, koma þeir af fjöllum. Þorsteinn segir málið aldrei híifa verið rætt í þingflokki sjálfstæðismanna í ríkisstjóm og ekki einu sinni manna á meðal í þingmannaliði flokksins. Það er engu líkara en að Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins, sé farinn að ráðskast með þing- flokk og ráðherralið Sjálfstæðisflokksins eins og hann sé herfang hans. Er ekki nema von að íhaldsráðherrarnir hristi höfuð sín og þykist ekkert hafa heyrt, þegar þeir em spurðir um hrossaprangið í ríkisstjórninni. En í slík- um viðskiptum er hrossið aldrei spurt álits, eins og al- kunna er. Davíð Oddsson kýs að taka á sig gervi álfs sem er nýstig- inn út úr hól, þegar hann er spurður um hvort ráðherra- skipti séu væntanleg. Hann slær úr og í og hefur aldrei um málið heyrt, eða kannski og að allt geti skeð. Þó er greinilegt að hann hefur aldrei rætt þessi mál við þá flokksmenn sína, sem sitja á þingi og í ríkisstjóm. Þeir fá fréttirnar frá formanni Alþýðuflokksins. Nú má einu gilda hverjir skipa ráðherrastóla í ríkis- stjóm íhalds og krata. Þar er ekki afreka að vænta af ein- um fremur en öðrum. Hitt er alvarlegra að ef sá trúnaðarbrestur, sem greini- lega er kominn upp í ráðherraliðinu og þar með stjómar- samstarfinu, er farinn að tefja fyrir lausn aðkallandi mála, að þá er það vandamál sem kemur þjóðinni allri við. Stjórnarslitum var forðað á síðustu stundu með því að fresta þingi fram á haust. Ágreiningsmálin eru óleyst og það sem verra er, fjöldi annarra úrlausnarefna, sem enga bið þola, em látin reka á reiðanum og enginn veit hve- nær hægt verður að leysa úr þeim. Kjaramál, sjávarútvegsstefna, búvörulög, atvinnumál og ný viðhorf í utanríkismálum eru allt málefni sem eining þarf að nást um, en eru öll söltuð og verður þjóðin að treysta á guð og lukkuna, því ekki verður betur séð en að ráðuneyti Davíðs Oddssonar hafí tekið upp stjórnleysis- stefnu. Fátt er betra til að framfylgja stjórnleysi en að senda þingið heim áður en það lýkur nauðsynlegustu málum, og hræra upp í ráðherraliðinu þannig að enginn viti hvaða málaflokki hann á að stjórna eða fái yfirleitt að sitja lengur í ríkisstjórninni. Til að auka enn á ruglinginn er sú aðferð áhrifarík að flokksforingjar og ráðherrar gefí út misvísandi yfírlýsingar. Ef til vill er rangt að álykta sem svo að þetta sé stjórn- leysi, öllu fremur að feigðarmerkin á ríkisstjóm Davíðs Oddssonar séu að koma í ljós. Að fella meirihlutann Birgir Guðmundsson skrifar f vikunni var frá því greint í fjöl- miðlum, m.a. í því stóra blaði Morgunblaðinu, að búið væri að samþykkja frá Alþingi ný stjóm- sýslulög. Mörgum fannst kominn tími til að þessi lög færu í gegn á þinginu, enda er þar tekið á ýmsu sem verið hefur í umræðunni og tengist opinberri embættisfærslu, bæði stjómmálamanna og ríkis- starfsmanna. í frétt Morgunblaðsins af laga- bálkinum segir m.a.: „í öðrum kafla eru taldar þær ástæður sem geta valdið vanhæfi starfsmanna og málsmeðferð þegar um vanhæfi er að ræða. Má þar Ld. nefna van- hæfi starfsmanns ef hann er aðili máls, skyldur eða mægður aðilum eða hann hefur áður tekið þátt í meðferð málsins á lægra stjóm- sýslustigi. í III. kafla er kveðið á um almenn- ar reglur sem byggjast á óskráðum grundvallarreglum stjórnsýslu- réttarins, svo sem jafnræðisregl- una (óheimilt að mismuna aðilum á grundvelli sjónarmiða byggðra á kynferði, kynþætti, stjómmála- skoðunum o.s.frv....)". í umræddri frétt kemur raunar líka fram að ísland er síðast Norð- urlandanna til þess að setja al- menn stjórnsýslulög, en hin nýju lög eiga að taka gildi um næstu áramót. Vitaskuld eru almenn stjómsýslulög grundvallaratriði í réttarríki og má búast við að þessi lög gagnist ekki einvörðungu starfsfólki stjómsýslunnar, heldur tryggja þau vonandi líka aukið samræmi og festu í þeim viðbrögð- um sem hinn aimenni borgari fær í samskiptum sínum við hið opin- bera. Siðvæðingin Augljóslega vekur setning þessara laga sérstaka athygli vegna þeirrar siðvæðingarumræðu, sem vaknað hefur á síðustu misserum þar sem athygli manna beinist í auknum mæli að embættisfærslu og vald- beitingu embættis- og stjómmála- manna. Því má segja að það sé kaldhæðni örlaganna að í því sama tölublaði Morgunblaðsins og greint er frá samþykkt stjórnsýslu- Iaganna og hvílík tímamót þau marka, er einmitt grein þar sem spurt er hvort „siðleysi sé íöglegt". Höfundur þeirrar greinar er Stefán Vagnsson, framkvæmdastjóri í Reykjavík, sem hugðist kaupa hina víðfrægu „Brimborgarlóð" að Bíldshöfða 1, þegar hún var aug- lýst til sölu af borginni á sínum tíma. í grein sinni rekur Stefán langa sögu um það hvemig stjórn- sýslan í Reykjavíkurborg kom í veg fýrir eðlilega sölu á umræddri lóð og hvemig fyrirhugað brask með lóðina tengdist fjölskyldu- og vina- böndum inn í borgarkerfið, bæði embættismönnum og kjömum fulltrúum. Alkunna er að borgaryf- irvöld treystu sér ekki til að ganga frá sölu á lóðinni til „sinna manna“, eftir það uppistand sem orðið var, og hættu við að selja í bili. Ekki gafst Stefáni þó tækifæri til að bjóða á ný í þessa lóð, því eins og kunnugt er fékk Brimborg hana sem lausnargjald fyrir að falla frá lögbanni á byggingu á MacDonalds hamborgarastað við Suðurlands- braut. Of oft hjá borginni Því miður er sú saga, sem Stefán Vagnsson rekur, ekki einsdæmi, því embættisfærslur hjá Reykja- víkurborg orka of oft tvímælis, vegna þess að þeir sem ákvarðanir taka eru með einhverjum hætti „aðili máls, skyldur eða mægður“ þeim sem hlut eiga að málinu. Ferskt dæmi um nákvæmlega þetta em kaupin á húsnæði á Lind- argötu fyrir dagheimili, en þar var seljandinn Hrafn Gunnlaugsson, tengdur nánum fjölskylduböndum tveimur aðilum sem tóku ákvarð- anir fyrir hönd borgarinnar í mál- inu. Hvorjgum þessara aðila virð- ist hafa dottið í hug að þeir væru vanhæfir af þeim sökum til að ráð- stafa almannafé. Síðan blása full- trúar meirihlutans á athugasemdir minnihlutafulltrúa í borgarstjóm- inni vegna vinnubragða af þessu tagi og hafa því miður um árabil komist upp með það. Þó að siðbótar sé eflaust þörf víða í stjómsýslunni og í stjómmálum raunar yfirleitt, þá er varla á neinn hallað, þó fullyrt sé að hvergi er siðbótin brýnni en í Reykjavík. Langvarandi yfirburðastaða Sjálf- stæðisflokksins í borginni hefur gert flokkinn ráðríkan, en um leið kæmlausan gagnvart því hvað telj- ast verður eðlileg lýðræðisleg málsmeðferð. Sjálfstæðisflokkur- inn telur sig „eiga“ borgina, eins og stundum er sagt, og því stjóm- ar hann henni eftir eigin duttlung- um. Þetta ráðríki og sú spilling sem fylgir aðhaldsleysinu hefur verið gagnrýnt af stjórnarand- stöðuflokkunum, en sú gagnrýni virðist ekki hafa náð eyrum fólks — fyrr en nú. Efnahagsþrengingar og umræða um pólitíska siðvæð- ingu ásamt hmni ímyndar sjálf- stæðismanna í höfúðborginni hef- ur orðið til þess að raunhæfur möguleiki er á því að hann tapi þessu höfuðvígi sínu í kosningum að ári. Sameiginlegt framboð? Eðlilega hefur því komið upp sú umræða hvort ekki væri rétt í Ijósi veikrar stöðu Sjálfstæðisflokksins að núverandi stjórnarandstöðu- flokkar hefðu með sér samstarf um framboð í kosningunum. Þessi umræða hefur þó verið miklu minni en oft áður og hvergi nærri eins áköf. Rökin, sem færð hafa verið fyrir sameiginlegu framboði eða sam- starfi af einhverju tagi, hafa jafnan tekið mið af þeim fullyrðingum sjálfstæðismeirihlutans að stjóm- arandstaðan sé sundmð og klofin í marga flokka, sem ekki geti náð saman um stjóm borgarinnar. Þessi rök hins vegar hafa reynst haldlítil þegar til kastanna kemur, því reynslan af samfylkingarfram- boðum, eins og t.d. Nýjum vett- vangi í síðustu kosningum, hefur ekki verið eins góð og aðstandend- ur þeirra höfðu vonast til. Gildir þá einu þó að ekki hafi allir stjómar- andstöðuflokkamir verið þátttak- endur í þeim samfylkingum. í mörgum sveitarfélögum háttar þannig til að flokkspólitískar áherslur eiga ekki beinlínis við um þau málefni sem brýnust em. Sér- staklega getur reynst erfitt að skipta fólki upp eftir flokkspólitík í mjög fámennum sveitum þar sem málefni em tiltölulega sérhæfð. Hins vegar gildir það ekki um stærsta sveitarfélag landsins, því þar er fengist við mál sem ekki em svo ólík landsmálum í eðli sínu. Flokkspólitík ræður þess vegna ríkjum í borgarstjóm, og fólk skip- ar sér í flokka eftir stjómmála- flokkum. Segja má að Iífssýn og gildismat hinna ýmsu hópa kjós- enda finni sér farveg í stjómmála- flokkunum og þeir séu þannig birtingarmynd allra helstu sjónar- miða sem þarfnast útrásar í samfé- laginu. Það er því ekki tilviljun að fjölmargir telja sig hafa orðið vara við óánægju með samfylkingar margra flokka fyrir kosningar. Það er ekki síst vegna þess að búið er að fletja út eða taka burt þennan afmarkaða farveg sem fólk hefur haft og blanda honum saman við eitthvað annað sem viðkomandi em ekki endilega alls kostar sáttir við. Auðvitað er sá hópur stór, sem flakkar á milli flokka frá einum kosningum til þeirra næstu, en það er ekki síður stór hópur sem heldur sig í námunda við „sinn flokk". Það að vera alþýðuflokks- maður er eitt, en það að vera með Nýjum vettvangi er svo annað. Tengsl fólks við stjórnmálaflokka em trúlega mun sterkari en oft er haldið fram og einskorðast alls ekki við að menn séu félagar í ákveðnum flokkum. Fjöldi manns telur sig tilheyra ákveðnum flokki án þess að vera þar formlegir með- Iimir. Ef hins vegar flokkshemp- unni er kastað og samfylkingar- hattur settur upp, virðist reynslan benda eindregið til að þetta sér- staka samband glatist. Þess vegna er ástæða til að ætla að þróttmesta pólitíska baráttan náist fram ef „þúsund blómum er leyft að spretta". Viljayfirlýsing Þar með er ekki verið að segja að minnihlutaflokkamir geti ekki átt með sér eitthvert samstarf fyrir kosningamar. Eðli málsins sam- kvæmt, hlýtur slíkt samstarf þó að verða mjög takmarkað og hið raunveruíega samstarf hefst eftir kosningar. Einföld viljayfirlýsing núverandi stjórnarandstöðuflokka um meirihlutasamvinnu, fái þeir kjörfylgi til þess í kosningunum, væri t.d. nægjanleg samvinnu- skuldbinding. Þannig væm ekki fyrirfram bæld niður séreinkenni flokkanna og kjörfylgi þeirra réði mestu um styrk þeirra í samstarf- inu, ef af yrði. Ætli menn að binda enda á meirihlutavald sjálfstæðis- manna í Reykjavík er líklegast til árangurs að minnihlutaflokkamir gangi til kosninga á eigin forsend- um og fá úrskurð kjósenda. Slíkt er mun farsælla en að þeir gangi fram í óvissu um eigin styrk á fljót- smíðuðum samfylkingarstultum og eyði orku sinni í alls konar jafn- vægisæfingar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.