Tíminn - 10.07.1993, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Laugardagur 10. júlí 1993
Tíminn
MÁLSVARI FBJÁLSLYHDtS, SAMVINHU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Timinn hf.
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm.
Aðstoðamtstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar. Birgir Guðmundsson
Stefán Ásgrfmsson
Auglýsingastjóri: Steingrfmur Glslason
Skrtfstofur Lynghálsi 9.110 Reykjavlk Síml: 686300.
AuglýskigaBffnl: 680001. Kvöklsfmar. Askrift og dreifing 686300,
ritstjóm, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387.
Sebilng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf.
Mánaðaráskrift kr. 1200,- , verð I lausasölu kr. 110,-
Gmnnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Hvar er siðblindan?
Kvikmyndasjóður og Menningarsjóður útvarpsstöðva hafa
það hlutverk eitt að úthluta styrkjum til að búa til bíó og
sjónvarpsþætti. Að einn og sami maðurinn skuli sitja í
stjómum beggja sjóðanna, vera formaður annars þeirra og
jafnframt umsvifamikill kvikmyndaframleiðandi og leik-
stjóri telur Ríkisendurskoðun löglegt.
Það er líka löglegt að eiga fyrirtæki sem framleiðir kvik-
myndir og er rekið að umtalsverðu leyti með framlögum úr
sömu sjóðum og eigandinn stjómar. Og enginn lagabók-
stafur bannar það að sú mikla eiginhagsmunagæsla, sem
Hrafn Gunnlaugsson annast í skjóli sjóðanna sem hann
stjómar, sé einnig dagskrárstjóri sjónvarps ríkisins og fríun-
kvæmdastjóri í seinni tíð.
Heldur er ekki bannað að sjónvarpið kaupi allar myndir
FILM hf., né að menntamálaráðuneytið láti Námsgagna-
stofnun greiða fyrir eintök, hvort sem beðið er um þau eða
ekki, og laganna vegna getur menntamálaráðuneytið lagt
sig niður við að sníkja sérstaka styrkjafyrirgreiðslu úr nor-
rænum menningarsjóði til að afhenda hagsmunagæslu-
manninum einstaka.
Skýrslan, sem fjárlaganefnd Alþingis hefur nú til athugun-
ar, hvítþvær Hrafn Gunnlaugsson af öllum lagabrotum,
enda kemur hvergi í ljós að hann hafí misfarið með opinbert
fé eða neytt aðstöðu sinnar til að auðgast á ólöglegan hátt.
Spumingin er hve siðlegt allt þetta athæfi er; því velta
nefndarmenn nú fyrir sér og á eftir að koma til kasta Alþing-
is að fjalla um þá hlið málsins.
Hrafti Gunnlaugsson er ekki sekur um neitt, en er afskap-
lega duglegur að skapa sér aðstöðu til að hygla sjálfum sér
og er ónískur á opinbert fé, sem honum er trúað fyrir, til að
koma ár sinni fyrir borð.
Ef einhver er sekur í þessu máli, eru það þeir sem moka
fjármunum almennings til lítt skilgreindra verkefna og
skipa og kjósa síðan hagsmunaaðila til að sjá bæði um út-
hlutun og móttöku fjárins.
Það em tíu sjóðir sem kvikmyndagerðarmenn fá greitt úr
og haft er fyrir satt að þeir hafi fengið milljarð króna úr
þeim, síðari ár. Einhverjum sjóðanna deila íslendingar með
öðrum þjóðum og em mun stórtækari á að ná styrkjum úr
þeim en að leggja framlög til þeirra.
Túgum þúsunda hefur verið úthlutað úr Menningarsjóði
útvarpsstöðva til gerðar sjónvarpsþátta. Sá eini, sem sýndur
hefur verið í sjónvarpi, er margfræg framleiðsla Baldurs
Hermannssonar, „í hlekkjum hugarfarsins". Fyrir hann
vom greiddar tólf milljónir. Aðrir styrkþegar skulda þjóð-
inni framleiðsluna sem þeir slógu út á.
Fjárveitingavaldið skuldar einnig þjóðinni skýringar á því
hvemig það ráðstafar opinbem fé til kvikmyndagerðar og
hvemig staðið er að þeim peningaútlátum og hvaða eftirlit
er með hvernig þeim er varið.
í framhaldi af því mætti líka athuga nánar ótal marga aðra
sjóði og úthlutanir til menningarmála, sem margs konar
hagsmunaaðilar og klíkur fara með að vild.
Það að tala digurbarkalega um eflingu lista og að ekkert
megi til hennar spara af framlögum hins opinbera er menn-
ingunni ekki endilega til framdráttar. Og enn síður siðferð-
inu.
Það er tími til kominn að þau mál verði endurskoðuð frá
gmnni og er athugun á öllu hinu löglega athæfi Hrafns
Gunnlaugssonar ágætt upphaf á þeirri siðvæðingu, sem
fjárveitinga- og framkvæmdavald hlýtur að framkvæma á
sjálfu sér til að byrja með.
MHfMB
Á ferð um Norðurland vestra
Fjárlaganefnd Alþingis hefur haldið
þeirri venju um margra ára skeið að
heimsækja eitt kjördæmi landsins á
ári og ræða við heimamenn á heima-
velli þeirra. Einni slíkri ferð er nú
nýlokið og tók ég þátt í henni ásamt
öðrum nefndarmönnum. Að þessu
sinni var Norðurland vestra heim-
sótt, byrjað á Siglufirði og haldið
þaðan sem leið liggur um Skagafiörð
og Húnavatnssýslur.
Breytt verkaskípting
Sveitarstjómarmenn í þéttbýlis-
stöðum í kjördæminu og héraðs-
nefndir voru þeir aðilar sem nefndin
hitti á ferð sinni. Samskipti fjárlaga-
nefndar við sveitarstjómarmenn
hafa ætíð verið mikil vegna sam-
vinnu ríkis og sveitarfélaga um opin-
berar framkvæmdir og önnur mál
sem til falia. Þessi samskipti hafa þó
breyst mjög á undanfömum ámm
vegna breytinga á verkaskiptingu
ríkis og sveitarfélaga, en með síð-
ustu breytingu, sem varð árið 1989,
tóku sveitarfélögin að sér rekstur og
byggingu gmnnskóla og dagheimila
og íþróttamannvirkja á vegum skóla.
Þótt þessi breyting hafi orðið,
skortir sveitarstjómarmenn ekki
umræðuefni við fjárlaganefnd. Hafn-
argerð og rekstur og byggingar
sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva og
byggingar framhaldsskóla: allt em
þetta málaflokkar sem ríkið hefur
með höndum algjörlega, eins og f
heilbrígðisgeiranum, eða að hluta.
Þá em ónefnd vegamálin, sá mikil-
vægi málaflokkur sem ætíð er efst á
baugi.
Rætt hefur verið um enn meiri yfir-
töku verkefna sveitarfélaganna frá
ríki, en tæplega er þess að vænta að
stökkbreyting verði þar á, nema með
stækkun sveitarfélaga frá því sem nú
er.
Uppbygging liðinna
ára
Á ferðalagi um Norðurland vestra
leynir sér ekki öflug uppbygging lið-
inna ára. Ég er svo heppinn í þessu
tilfelli að hafa nokkum samanburð,
því ég er fæddur í þessu kjördæmi og
bjó þar fyrstu tuttugu ár ævi minnar.
Sú mynd, sem blasir við nú, er ólík
því sem ég hafði þá fyrir augum.
Þéttbýliskjamar svo sem Sauðár-
krókur, Blönduós og Hvammstangi
hafa byggst upp og eflst, aðrir em
líkari því sem var, þótt vissulega hafi
breytingar orðið. Saga Siglufjarðar
er sérstök vegna þeirra breytinga í
atvinnuháttum sem hvarf sfidarinn-
ar leiddi af sér. Sviptingamar sem
fylgdu því vom afar erfiðar fyrir
þennan stað, en þess sjást nú merki
að Siglufjörður sé að finna sér nýja
sjálfsmynd sem útgerðarstaður með
litríka og einstæða sögu að baki, sem
áhugavert er að varðveita og veita
fólki aðgang að. Athyglisvert var að
hlýða á ráðagerðir heimamanna þar
um sfldarminjasafn sem tæki til
þeirra hluta.
Jón Kristjánsson skrifar
Þjónustukjamar
Lykillinn að vexti Sauðárkróks,
Blönduóss og Hvammstanga síðustu
áratugi er sá að þessi byggðarlög
hafa orðið þjónustukjamar fyrir
sýslumar sem að þeim liggja. Það
hefur orðið bylting á landsbyggðinni
hvað þjónustu snertir, ekki síst í
heilbrigðismálum og þar með talið
öldmnarmálum. Aðgangur að þess-
ari þjónustu heima fyrir veitir mikla
atvinnu og er orðinn mjög stór þátt-
ur í atvinnulífi fjölmargra byggðar-
laga.
Sama er að segja um uppbyggingu
framhaldsskólanna. Myndin er að
breytast hvað þá varðar og stórir
framhaldsskólar í þéttbýli hafa orðið
til þess að hlutverk gömlu héraðs-
skólanna hefúr breyst og nú er víða
leitað að nýju hlutverki fyrir þá. Á
Reykjum í Hrútafirði em nú reknar
skólabúðir sem hafa gefið góða raun.
Sauðárkrókur nýtur fjölbrautaskól-
ans sem á eftir að hafa afar mikla
þýðingu fýrir það byggðarlag. Mikil
samstaða virðist vera á Norðurlandi
um þá stofnun og er það vel.
Hólar
Hólar skipa ávallt sérstakan sess í
hugum Norðlendinga, en það hafa
skipst á skin og skúrir í sögu þess
staðar fyrr á öldum og á seinni ár-
um. Síðasta áratug hefur verið upp-
bygging á Hólum sem leynir sér ekki
þegar þangað er komið. Dómkirkjan
er dýrgripur sem er til mikils sóma
eftir það viðhald og endurreisn, sem
átt hefur sér stað, og öflug uppbygg-
ing hefur verið á skólasetrinu. Nýtur
þar við öflugrar fomstu Jóns Bjama-
sonar skólastjóra, sem dró ekki af sér
þegar hann ræddi við nefndina fram-
tíð staðarins. Öflugt starf á þessum
stað er mikilvægt fyrir Skagafjörð,
Norðurland vestra og landið allt
Undirstaöan
Á Norðurlandi er atvinnulífið með
sama hætti og annars staðar á lands-
byggðinni. Sjávarútvegur og land-
búnaður skipa undirstöðuna og á
viðgangi þessara atvinnugreina
byggist ekki síst sú yfirbygging sem
hægt er að hafa. Auðvitað verst mað-
ur ekki þeirri hugsun, þegar ekið er
um þetta kjördæmi, hvemig þessi
byggðarlög þoli þær sviptingar sem
em f þessum atvinnugreinum. Ég er
þessari hugsun vanur að heiman frá
Áusturlandi, þar sem líkt er ástatt.
Það er svo á Norðurlandi vestra sem
annars staðar á landsbyggðinni, að
fólkið berst hetjulegri baráttu í að
skapa sér gmndvöll í nýjum at-
vinnugreinum. Ekki síst á það við í
ferðaþjónustunni, þar sem fiillhugar
reyna að sækja fram.
Það var afar skemmtilegt að hlýða á
hugmyndir, sem heimamenn á Hof-
sósi settu fram um ferðamálin, og
hvemig þeir tengja Drangey og hina
gömlu þorpsmynd staðarins ferða-
málum. Fleiri teikn mátti sjá um
sókn á þessu sviði víðar í kjördæm-
inu, en mikil hugarfarsbreyting hef-
ur átt sér stað í því að upphugsa af-
þreyingu fyrir ferðamenn.
Gallinn er hins vegar sá að ferða-
tímabilið er stutt og aðrar atvinnu-
greinar þurfa að bera uppi atvinnu,
þegar sumrinu sleppir.
Samvinna byggðar-
laga
Það er því lífsspursmál á Norður-
landi vestra, eins og annars staðar á
landsbyggðinni, að það takist að
halda sjó í landbúnaði og sjávarút-
vegi til þess að grunnurinn bili ekki
og lag sé fyrir aðrar atvinnugreinar.
Þama koma inn í myndina Hofsós,
Skagaströnd og Siglufjörður, sem
eru ekki í eins ríkum mæli þjón-
ustukjamar eins og aðrir þéttbýlis-
kjamar í kjördæminu. Góð sam-
vinna við nágrannabyggðarlög, eins
og virðist hafa tekist á Hofsósi, skipt-
ir afar miklu máli um framvinduna,
eins og nú er háttað málum.
Möguleikar í sjávar-
útvegi
Ég er svo bjartsýnn, þrátt fyrir allt,
að ég tel að miklir möguleikar séu f
sjávarútveginum. Það hlýtur að
koma sá tími að við náum tökum á
nýtingu á því hráefni, sem nú er
hent í stórum stfl, og við bindum
auðvitað enn vonir við það að auka
vinnslu sjávarafla í landinu. Enn
flytjum við gífúrlegt magn afúrða til
frekari vinnslu utanlands. Á því stóra
verkefni að auka fullvinnsluna bygg-
ist framtíð sjávarbyggðanna og sú yf-
irbygging í þjóðfélaginu og þjónusta
sem við viljum hafa á hverjum tíma.
Ekki er síður nauðsynlegt að land-
búnaðurinn sé ekki rústaður. Ef svo
fer, em það mjög alvarleg tíðindi fyr-
ir landið allL
Hin harða barátta
Allar þessar hugrenningar komu
upp á ferð um Norðurland vestra á
köldu sumrí. Þær eiga við alls staðar
á landinu. Fólkið berst harðri bar-
áttu við að skapa sér lífsskilyrði í
þeim miklu breytingum sem ganga
yfir. Byggðaröskun er þjóðinni allri
dýr og það er þörf á því á lands-
byggðinni að fýlgja eftir bættum
samgöngum með aukinni samvinnu
og samstöðu byggðarlaga um at-
vinnumál og þjónustustofnanir. Sú
samvinna er í miklum mæli fýrir
hendi, en hana mætti auka.