Tíminn - 10.07.1993, Page 5

Tíminn - 10.07.1993, Page 5
Laugardagur 10. júlí 1993 Tíminn 5 Þrengt að menningu og lýðræði r Kristín Astgeirsdóttir þingkona Kvennalistans í Reykjavík skrifar Enn er ekki lagöur skattur á handskrifaðan texta og því safnar veitingakonan I miöborg Reykjavfkur ekki skuldum þótt hún skrifi matseöilinn úti á götu. Timamynd Árni Bjarna „Það er nú einu sinni svo komið, séra Þor- steinn minn, að það fólk sem átt hefur merki- legastan literas í norðurálfu heims síðan antiqui kýs nú heldur að ganga á kálfskinni og éta kálfskinn en lesa á kálfskinn gamalt letur“ (HalUíór Lazneu: íalandsldukkan) Ef íslenska þjóðin hyrfi skyndilega úr þjóða- hafinu rétt eins og dögg fyrir sólu, yrði henn- ar ekki minnst sem mikillar veiðiþjóðar. Fjöldi þjóða kann að veiða fisk rétt eins vel (eða illa) og við. Þjóðarinnar yrði ekki minnst sem frumkvöðuls í iðnaði, verslun eða við- skiptum. í þeim greinum eru margir okkur fremri. Hennar yrði heldur ekki minnst sem boðbera nýrra hugmynda, frumlegrar heim- speki eða þjóðfélagsbreytinga. Aðstæður hafa ekki verið þannig hér á landi að þær kveiktu margar nýjar hugsanir eða ryddu nýjar braut- ir. íslensku þjóðarinnar yrði fyrst og fremst minnst og saknað vegna þess að hún talar af- ar gamalt tungumál sem á rætur í fomri menningu Germana og þó einkum vegna þess að hér á landi voru skrifaðar bókmenntir sem ekki eiga sinn líka í veröldinni. Sérstaða ís- lendinga felst í því að eiga merkan arf í tungu, sögu og bókmenntum sem okkur ber að varð- veita og kynna veröldinni, vegna þess að hann segir sögur af því drama mannlífsins sem er algilt og kemur öllum við, alltaf og alls staðar. Sú spuming hlýtur að vakna hjá hverri þeirri kynslóð sem fer með mannaforráð í veiðistöðinni íslandi, hvemig og hvort hún standi vörð um arfinn, beri hann áfram og hvort hann sé nýttur svo sem vera ber í þágu menningarinnar og þjóðlífsins í heild. Þar hefur margt gott gerst. í framhaldsskólum landsins á sér stað mikil bókmenntakennsla þar sem fombókmenntir okkar skipa vegleg- an sess. Verið er að gefa bókmenntaarfinn út í aðgengilegri útgáfú fyrir almenning og hefur því framtaki verið vel tekið. Þá hefur Ríkisút- varpið staðið fyrir stöðugum lestri og um- ræðum um hin fomu fræði sem margir fylgj- ast með. Ég held reyndar að betur megi gera og að menning, saga og bókmenntir þjóðar- innar séu vannýtt auðlind, sem skapað getur okkur miklar tekjur ef rétt er á málum haldið. Sú sem hér heldur á penna flutti þingsálykt- unartillögu á síðasta þingi þess efnis að nefnd yrði skipuð til að setja fram hugmyndir um það hvemig nýta megi margnefndan menn- ingararf okkar og sögu í þágu ferðaþjónustu og var tillagan samþykkt. Störf munu tapast En ólíkt hafast menn að með vinstri hönd- inni og þeirri hægri. Alþingi samþykkti á ný- liðnu vori góðar og gegnar tillögur sem tengj- ast menningunni. Nokkmm mánuðum áður hafði þó meirihluti alþingismanna samþykkt að skattleggja bókmenninguna og þar með að gera að henni atlögu á erfiðum tímum. Hvaða afleiðingar mun skattlagning á bók- og blaða- menningu þjóðarinnar hafa og hvað þýðir hún fyrir þá fjölmiðla sem þegar berjast í bökkum? Þegar bókaskatturinn var til umræðu á Al- þingi sl. vetur, bað stjómarandstaðan Þjóð- hagsstofnun að meta áhrifin af honum á út- gáfustarfsemi og prentiðnaðinn. Niðurstaða Þjóðhagsstofnunar varð sú að reikna mætti með 10-11% samdrætti í bóka-, blaða- og tímaritaútgáfu, eða með öðrum orðum að tekjusamdráttur gæti orðið á bilinu 650-750 milljónir króna. Þar á ofan bætist að til að mæta þessum samdrætti verða fyrirtækin að segja upp fólki og var það mat Þjóðhagsstofn- unar að tapast gætu allt að 100 störf. Sú tala gæti hækkað ef útgefendur fara þá leið að flytja prentun og vinnslu úr landi og senda blöð og tfmarit í áskrift erlendis frá til að komast þannig ffamhjá virðisaukaskattinum. Árið 1990 töldust störf í bóka-, blaða- og tímaritaútgáfu 900 talsins og því má sjá að hér verður um mikið högg að ræða fyrir þess- ar greinar, fækki störfum um 100 eða meira. Við hljótum að spyrja hver verði hin endan- lega útkoma úr svona dæmi. Þar er á margt að líta. Fækkun um allt að 100 störf þýðir vaxandi atvinnuleysi í þeim greinum sem hér um ræðir. Það kallar á atvinnuleysisbætur úr rík- issjóði sem gróft reiknað nema um 50 millj- ónum króna á ári fyrir þennan 100 manna hóp. Þar við bætist tap á tekjuskatti og tap sem fylgja myndi gjaldþrotum ef af þeim yrði. Þá er auðvitað eftir það tap sem erfitt er að mæla og orsakast af vanlíðan og vandræðum þeirra sem missa vinnu sína. Verður yfirleitt nokkur ávinningur af skattinum fyrir ríkis- sjóð, hvað þá þjóðfélagið? Risamir lifa af Skatturinn mun verða til þess að fyrirtækin munu leita allra leiða til að hagræða og spara þannig að hækkun bóka og blaða verði sem minnst. Á undanfömum árum hefur verið samdráttur í bókaútgáfu í kjölfar versnandi efnahagsástands og kannski þess að það dreg- ur úr lestri. Allnokkrar bókaútgáfur hafa lagt upp laupana og nokkrar hanga á horriminni. Það má því búast við enn meiri samþjöppun með versnandi stöðu. Rithöfundar í Danmörku hafa mjög gagn- rýnt þá miklu samþjöppun sem þar hefur átt sér stað og felst í því að eitt risa- stórt útgáfufyrir- tæki (Gyldendal) gnæfir yfir bók- menntunum og hefur kjör rithöf- unda í hendi sinni. Danskir rithöfundar hafa reynt að brjótast undan þessu valdi með því að styðja við bak minni útgáfu- fyrirtækja, sem eiga þó erfitt uppdráttar. Það kann að verða ein afleiðingin af skattlagning- unni hér að örfá fyrirtæki ráði því hvaða bæk- ur verða gefnar út. Það getur orðið erfitt fyrir rithöfunda að fá bækur sínar útgefnar, ekki síst vegna þess að í vaxandi samdrætti þora menn síður að taka áhættu. Hvað um stór- virki eins og fomsögumar og sagnfræðileg verk sem seljast hægt og bítandi? Ætli menn þori að leggja út í slíkar útgáfur við það ótrygga ástand sem framundan er? Ríkis- stjómin ákvað að leggja niður Bókaútgáfú Menningarsjóðs sem hafði því hlutverki að gegna að gefa út ýmis þau verk sem seljast hægt en teljast til mikilla gersema í heimi bókanna. Reyndar hefur komið í ljós að rekst- ur þessa fósturbams Jónasar frá Hriflu var vægast sagt aumlegur síðustu árin og með sölunni vom Máli og menningu fengnir í hendur gullkálfar sem eflaust munu reynast þeirri bókaútgáfu drjúgar mjólkurkýr í hall- ærinu. Eftir stendur að útgáfa ýmiss konar fræðirita er í uppnámi og sjóður sá sem taka á við af Menningarsjóði er heldur ólíklegur til mikilla afreka með tekjum sínum af dans- skemmtunum, kvikmynda- og skuggamynda- sýningum. Sú fiölbreytta flóra sem einkennt hefur ís- lenskan bókamarkað kann brátt að heyra sög- unni til, en við verðum að vona að unnendur góðra bókmennta séu það margir að takast megi að halda hér uppi öflugum bókmennt- um og útgáfú. Hvað verður um lýðræðið? Lítum þá á blöð og tímarit. Ekki hef ég tölu yfir öll þau blöð og tímarit sem gefin eru út hér á landi en það má ljóst vera að einnig þar gætir samdráttar. Þjóðviljinn, hætti útgáfu með gríðarlegar skuldir á bakinu og það verð- ur að efla Tímann — eina stjómarandstöðu- dagblaðið í bili — eigi hann að standast áhlaup ríkisstjómarinnar. Ég get varla hugs- að þá hugsun til enda að Morgunblaðið og DV verði tvö eftir á dagblaðamarkaðnum því þrátt fyrir yfirlýst sjálfstæði og hlutleysi þeirra í frétta- flutningi skín ættemið iðulega í gegn. Einkum á það við um Morgunblaðið sem iðkar á stundum þá sov- ésku aðferð að fialla ekki um mál sem em við- kvæm fyrir ríkis- stjómina, sbr. Hrafnsmálið. Stóru dagblöðin, Morgunblaðið og DV, eiga miklu meiri möguleika á að mæta skattinum með hagræðingu og spamaði en landsmála- blöð, svo og Tíminn og Alþýðublaðið og því munu þeir stóm tnn styrkja stöðu sína. Hvað þýðir það fyrir lýðræðislega umræðu í land- inu? Að mínum dómi er pólitísk umræða hér á iandi að mörgu leyti fmmstæð og frétta- mennska engan veginn nógu góð. Menn kom- ast endalaust upp með að slá fram fullyrðing- um og fréttamenn leita ekki ffekari skýringa eða kafa ofan í mál. Fjölmiðlar hvort sem um er að ræða blöð, sjónvarp eða útvarp gegna alls ekki nógu vel þeirri skyldu sinni að veita stjórnvöldum aðhald, upplýsa mál og fylgja þeim eftir, en reyndar fá þeir skammir fyrir frá ráðamönnum þá sjaldan þeir reyna að standa í stykkinu, sbr. reiði Davíðs Oddssonar í garð ríkisútvarpsins vegna Hrafnsmálsins og fylgishmns Sjálfstæðisflokksins. Mér hefur iðulega fundist blaða- og fréttamenn mjög stjómarhollir, hvaða stjóm sem í hlut á og að þeir hafi nokkuð einkennilega sýn á það hlut- verk sitt að halda uppi lýðræðislegri umræðu og að vera það fiórða vald í samfélaginu sem hefur auga með framkvæmda-, löggjafar- og dómsvaldinu á gagnrýninn hátt. Fjölmiðlam- ir þola því alls ekki frekari samþjöppun og umræðan í landinu má ekki við slíku. Þótt ég hafi efasemdir um gæði þeirra út- varps- og sjónvarpsstöðva sem urðu til í kjöl- far afnáms einkaréttar Ríkisútvarpsins, er meira en vafasamt að sauma að frjálsum fiöl- miðlum með þeim hætti sem ríkisstjómin gerir með títt nefndri skattlagningu, enda langt í frá að þar sitji allir við sama borð. Hagfræði handahófsins Virðisaukaskattur á bækur, blöð, tímarit og Qölmiðla er á allan hátt hið versta mál og spuming hvort nokkuð réttlæti skattlagn- ingu af þessu tagi. Starfsmenn fiármálaráðu- neytisins í umboði ráðherra leita með logandi ljósi að einhverju til að skattleggja. Á meðan hefur ríkisstjómin dregið árum saman að koma á fiármagnstekjuskatti og svokallaður hátekjuskattur, sem samþykktur var fyrir síð- ustu jól upp á 5%, var svo aumingjalegur að það tekur því vart að nefna hann. Eru þá ónefndar fyrirbyggjandi aðgerðir í heilbrigð- ismálum sem gætu á skömmum tíma skilað miklum spamaði, skattsvik og svarti markað- urinn sem lítið sem ekkert er hreyft við, en þar er að finna milljarða skatttekjur fyrir rík- issjóð. Þetta er sérkennileg leit að skatttekj- um enda má ekki hreyfa við þeim sem betur standa. Þess í stað er ráðist á láglaunafólk, menninguna og atvinnugreinar sem þegar standa illa að vígi. Hvers konar hagfræði er þetta? Hverjum er verið að þjóna? Hvaða markmiðum á að ná? Þetta er hagfræði handahófsins, þar sem vinstri höndin veit ekki og vill ekki vita hvað sú hægri gerir. Það er ekki verið að þjóna neinum, nema ef vera kynni þeim sem völdin hafa nú þegar og kunna að hagnast á annarra dauða. Markmið- in eru augnabliksins og ekki hugsað til næsta dags, hvað þá afleiðinganna. Svo mikið er víst að með virðisaukaskattin- um á blöð og bækur er verið að skaða þann gmndvöll sem sérstaða þjóðarinnar byggist á. Sú spuming vaknar hvort það verði enn á ný hlutskipti komandi kynslóða að ganga á kálf- skinni í stað þess að lesa það sem eitt sinn var á það skráð. Ér ástæða til að óttast að sá fomi litteras, sem Ámi Magnússon gróf m.a. upp úr bólum gamalla kerlinga, verði ekki Iengur aðgengilegur og að aðrar bókmenntir og ný- sköpun búi við kyrking til frambúðar, vegna þess eins að ríkissjóður býr við (vonandi) tímabundnar þrengingar. Við eigum að hugsa til framtíðar og þeirrar ábyrgðar sem við ber- um bæði gagnvart sköpun fortíðar og fram- tíðar. Stjómvöld hafa ekki leyfi til að grípa til vanhugsaðra aðgerða sem kunna að valda varanlegum skaða á menningu íslensku þjóð- arinnar og þrengja að lýðræðinu í landinu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.