Tíminn - 10.07.1993, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.07.1993, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 10. júlí 1993 FYRIR nokkrum dögum var í fréttum aö nýkjöriö þing Kambódíu hefði einróma lýst yffir stuðningi við nýmyndaða bráðabirgða- ríkisstjóm. Að þeirri stjóm standa tveir stjómmálaflokk- ar, sem samanlagt fengu yfir 80% greiddra atkvæða í þing- kosningum, sem fram fóm þaríendis ekki alls fyrir löngu, undir umsjón Samein- uöu þjóðanna. Fréttaskýrendur ýmsir vilja sjá í þessu tímamót í sögu þessa hijáða Suðaustur-As- íulands, sem er rúmlega 180.000 ferkílómetrar að stærð og hefur e.t.v. um átta milljónir íbúa. Segja þeir sumir að nú fyrst sé lokið tímabili sem hófst með því að Norodom Sihanouk fursta, afkomanda goðbor- inna konunga sem ráðið höfðu Kambódíu/Kmer um langan aldur, var steypt af stóli 1970. Þar meö dróst landið að fullu inn í Indókína- stríðið síðara og fór enn verr út úr því og afleiðingum þess en Víetnam. Gndurheimt völd Eftir áminnsta þingsamþykkt hefur Sihanouk meiri völd í landi sínu en nokkru sinni fyrr frá 1970. Kalla má þetta athyglisverðan árangur af hálfu þessa nú rúmlega sjötuga konung- manns, sem oftast hefur verið' ofarlega á baugi í umbrotasamri sögu Suðaust- ur-Asíu s.l. hálfa öld eða ríflega það, frá því að hann settist á hástól feðra sinna sem Kambódíukonungur tæpt tvítugur að aldri, árið 1941. Sihanouk hefur verið kallaður óút- reiknanlegur, bamalegur, broslegur, en jafnframt einn af kænni og út- haldsbetri stjómmálamönnum aldar- innar. Ekki verður betur séð en hann hafi jafnan haft glöggt auga fyrir veru- leikanum í heimsstjómmálum. Frá því að Kmerríki hinu mikla, fyrirrenn- ara Kambódíu, tók að hnigna á 13. öld hefur land hans jafnan verið í úlfa- kreppu milli tveggja ágengra granna, Tafiands og Víetnams. Á því ástandi varð hlé meðan Frakkar réðu Indó- kína, en ekki var fyrr farið að halla undan fæti fyrir þeim þar en ásælni tveggja nefndra granna Kambódíu á hendur henni hófst á ný. Sihanouk treysti Bandaríkjunum ekki til að vemda Kambódíu, grunaði að úthald þeirra í Indókína yrði endasleppt. Stefna hans var því að fá vemd Kína, aðalstórveldis Austur- og Suðaustur- Asíu um langan aldur, sem tryggingu gegn Táflandi og Víetnam. Jafnvægispólitík Enn sem fyrr virðist meginviðfangs- efni Sihanouks vera að koma í veg fyr- ir að land hans og þjóð hverfi endan- lega í ginið á Taflandi eða Víetnam — öðru eða báðum. En svo er að sjá að hann sé orðinn uppgefinn á því að reiða sig á Kína, enda eru Kínverjar bakhjarlar Rauðra kmera og a.m.k. öðrum þræði bandamenn Táflands í Kambódíumálum. Frá því að fúrstinn sneri heim í nóv. 1991 sem ríkisleið- togi með samþykki S.þ. hefur hann virst leggja áherslu á að tryggja sér vináttu Tiflands og Víetnams beggja, í von um að jafnvægi skapist á þá leið að hvort ríkið um sig verði Kambódíu trygging gegn ásælni hins. Sihanouk hefur átt á brattann að sækja með þá stefnu. Bandaríkin, Kína og Táíland hafa verið honum mótsnúin. Bandaríkjunum gekk í því líklega helst til hefndarhugur til Víet- nama, Kína hefúr ekki með öllu sleppt vemdarhendi sinni af Rauðu kmerun- um og Tafland vill vera eitt um hituna í Kambódíu. S.þ. hafa þarlendis 22.000 manna friðargæslulið og starf þeirra þar er orðið kostnaðarsamara en nokkur hliðstæð aðgerð heimssamtaka þess- ara hingað til. Sumir erlendir frétta- skýrendur, sem þar hafa verið á vakki, Sihanouk: goöborinn landsfaöir sem heldur uppi merki forfeðranna. Tímamót í valdataflinu um Kambódíu: Sihanouk með pálm- ann í höndunum eru þeirrar skoðunar að S.þ. hafi í Kambódíumálum í raun gengið er- inda Bandaríkjanna og Táflands og jafnvel Kína. Hið fjölmenna friðar- gæslulið alþjóðasamtakanna hefur auðsýnt einkar mikla stillingu í sam- skiptum við Rauða kmera, sem hafa fimmtung landsins — héruðin sem liggja að Taflandi — á sínu valdi. Rauðir kmerar hafa þó verið sjálfum sér samkvæmir í því að hafa að engu hverja og eina grein friðarsamkomu- lagsins milli aðila kambódfska borg- arastríðsins. Þeir hafa ekki afvopnast, ekki leyft Untac, gæsluliði S.þ., neinn aðgang að héruðum á valdi sínu, drep- ið Víetnama búsetta í Kambódíu og m.a.s. myrt einhverja starfsmenn S.þ. En Rauðir kmerar eru ólíkt betur skipulagðir en tætingslegir stríðs- mannaflokkar Sómala og hafa þar að auki öfluga aðila á bak við sig að meira eða minna leyti. Bandarískir einkennis- búningar Talið er að auk hjálpargagna frá Kína njóti Rauðir kmerar stuðnings, beint og óbeint, frá Taflandsher og jafnvel Bandaríkjunum. Þeir hafa nýlega sést með bandarísk vopn, sem útilokað er að þeir hafi fengið fyrr en nýverið, og jafnvel í einkennisbúningum fram- leiddum í Bandaríkjunum. Þar að auki hafa Bandaríkin beitt sér talsvert í gegnum Untac. Svo er jafn- vel að heyra á sumum evrópskum fréttamönnum þar eystra að þeir telji að Bandaríkin hafi friðargæsluliðið nánast í vasanum. Eftir áströlskum stjómmálafræðingi er haft að Banda- ríidn hafi „rænt“ Untac. Forstjóri upp- lýsinga- og uppeldisdeildar Untac í landinu, Timothy Camey, er Banda- ríkjamaður, átti áður sæti í Þjóðarör- yggisráði Bandaríkjanna og er gamal- reyndur í málefnum Suðaustur-Asíu. Stofnun sú, er hann stýrir, hefúr haft einkar góða aðstöðu til áróðurs og kvað hafa notfært sér hana til þess að gera hlut svonefnds Sósíalistaflokks alþýðu sem verstan. Flokkur sá er stjómmálafylking þeirra, sem Víetna- Pol Pot, foringi Rauöra kmera (til hægri, myndin er frá 1979): „Drepum land- ráöamennina. “ mar settu til valda í Kambódíu eftir innrás sína í landið 1979. Með þeirri innrás var endi bundinn á stjómartíð Rauðra kmera, sem frá því að þeir tóku völd 1975 höfðu drepið landa sína í hundmðþúsunda- eða jafnvel milljónatali. Taflendingar hafa einnig komið ár sinni vel fyrir borð í Kambódíu frá því að Víetnamar, keppinautar þeirra, kvöddu her sinn þaðan og Untac tók við. Taflenskir fjármálamenn, kaup- sýslumenn og atvinnurekendur kváðu á þeim tíma hafa náð undir sig bönk- um landsins, flugsamgöngum, mat- vælaiðnaði og ferðaskrifstofum. Hun Sen og Ranariddh Áróður, sem Bandaríkin, Tafland og Rauðir kmerar stóðu að gegn innlend- um bandamönnum Víetnama, féll í allgóðan jarðveg, enda á tortryggnin í garð Víetnama sér djúpar rætur í Kambódíu og andúðin á ríkisstjóm þeirri, sem stýrði landinu í skjóli Víet- nams, var almenn. Forsætisráðherra í þeirri stjóm var lengi Hun Sen, nú leiðtogi Sósíalistaflokks alþýðu. í kosningunum á dögunum fékk sá flokkur að vísu 38% greiddra atkvæða (kannski helst af því að óttinn við Rauða kmera yfirgnæfir andúð margra á Víetnömum), en flokkur, sem þekktur er undir skammstöfun- inni Funcinpec, varð aðalsigurvegar- inn með 45%. Flokkur þessi er sagður hollur konungsætt landsins og fom- um menningararfi. Leiðtogi hans er Norodom Ranariddh, sonur Sihan- ouks. Bandaríkin og Táíland munu hafa tal- ið Ranariddh sinn mann og studdu hann að sögn í kosningabaráttunni, beint og óbeint, ekki síst í gegnum Untac. Þessir aðilar ætluðust til að Funcinpec myndaði stjóm einn eða a.m.k. án þátttöku Huns Sen. Sihano- uk tók hinsvegar þegar eftir kosning- amar að beita sér fyrir myndun sam- steypustjómar Funcinpec og Sósíal- istaflokks alþýðu. Bandaríkjastjóm flýtti sér að gefa til kynna, með orða- lagi sem tók af öll tvímæli, að hún vildi ekki hafa síðameftrda flokkinn í stjóm. Sihanouk beygði sig fyrir því ofurefli, eða svo var að sjá. Sagðist hann vera veikur og lét ekki sjá sig eða heyra opinberlega um hríð. Khieu Samphan, aðaltalsmaður Rauðra kmera út á við (vegna þess, að sagt er, að Vesturlandamönnum finnst hann geðfelldari persóna en Pol Pot), hvatti alþýðuna þegar að úrslitum kosninganna (sem Rauðir kmerar höfðu ekki tekið þátt í og ekki heldur leyft fólki á yfirráðasvæðum sínum að kjósa) kunnum til að ganga milli bols

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.