Tíminn - 10.07.1993, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.07.1993, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 10. júlí 1993 VIÐ UPPHAF fjárlagagerð- ar reynir mikið á fjármála- ráðherrann. íslendingar standa enn frammi fyrir verulegum aflasamdrætti og þar með efnahagsörðugleikum áfram. Rekstrarhalli ríkissjóðs stefnir langt fram úr fjárlögum. Til að varpa ljósi á þessi mál er fjármála- ráðherra, Friðrik Sophusson, í helgarviðtali Tímans. Mikill og stöðugur fjárlagahalli, eins og tíðk- ast hefur á íslandi, telst vera verð- bólguhvetjandi. Spumingin er því: Getum við varist verðbólgunni til lengdar? „Eg tel að það séu aðrir efnahags- þættir, sem hafa miklu meiri áhrif á verðlagsbreytingar en ríkissjóðs- hallinn og nefni t.d. gengisstefnu og kjarasamninga í því sambandi. Hitt er svo annað mál, að ríkis- sjóðshalli er alltof mikill hjá okkur og það hefur óbein verðbólguáhrif, því að við verðum að brúa alltof breitt bil milli tekna og gjalda, ann- að hvort með innlendum lánum, sem hækka vexti og þar með fram- leiðslukostnað, eða með erlendum lánum, sem á þenslutímum geta að sjálfsögðu valdið verðbólgu. Sem betur fer rfldr hér nú orðið víðtæk- ur skilningur á því, að verðbólgu- draugurinn er vágestur sem ekki er ástæða til að vekja upp aftur. Og spamaður í ríkisrekstri er að sjálf- sögðu mikilvægur liður í því að við- halda efnahagslegum stöðugleika." Draga verður úr sam- neyslunni — Þú segir að lán ríkissjóðs á inn- lendum markaði til þess að mæta greiðsluhallanum hækki vexti. Það lamar þannig innlent atvinnulíf. Er hætta á heimatiibúinni kreppu hér á íslandi af þeim sökum? „Mikil lántaka ríkisins hlýtur að bitna á annarri starfsemi. Þess vegna er afar mikilvægt að dregið sé sem mest úr útgjöldum ríkisins. einkum samneyslu og tilfærslum. Á samdráttartímum er nauðsynlegt að skapa sem best skilyrði fyrir þá sem tilbúnir em að fjárfesta í nýrri atvinnustarfsemi. Við þurfum að leggja áherslu á verðmætasköpun og nýja útflutningsmöguleika. Lágt raungengi íslensku krónunnar og aðildin að EES styrkja samkeppnis- stöðu íslenskra fyrirtækja og opnar dymar fyrir nýjum tækifærum. Ef við rifum seglin í opinberum rekstri og nýtum ný atvinnutæki- færi getum við komist fyrr út úr efnahagslægðinni og aukið hag- sæld hér á landi.“ Erlendar skuldir hættulega miklar — Skuldir þjóðarinnar við útlönd eru gífurlegar. Erum við á sömu leið og Færeyjar? „Það er hárrétt að erlendar skuld- ir þjóðarinnar eru hættulega mikl- ar og því miður urðu þær að miklu leyti til þegar góðæri var mest hér á landi. Þá trúðu allir á að hagvöxtur væri náttúrulögmál. Það er kannski ekki furðulegt þegar til þess er hugsað, að frá stríðslokum hefur árlegur hagvöxtur verið yfir 4% að meðaltali. Nú hefur hins vegar ríkt stöðnun og samdráttur í hálfan ára- tug. Þetta er því erfiðasta efnahags- ástand, sem hér hefur verið frá því á 4. áratugnum. Sem betur fer erum við ekki á jafn hraðri leið og Færeyingar í erlendri skuldasöfnun. Við þurfum þó að fara að öllu með gát. Við eigum auðlindir í sjó, sem okkur tekst vonandi að byggja upp, og við höf- um reist orkuver, sem vafalítið munu reynast okkur búbót í fram- tíðinni. En það er líka eins gott að við spyrnum fastar við fæti en frændur okkar í Færeyjum gerðu. Við getum ekki eins og þeir bankað á dymar hjá Dönum og beðið um aðstoð þegar allt um þrýtur. Við verðum sjálfir, íslendingar, að leysa okkar vanda. Það gera ekki aðrir Við verðum enn að þreyjajeorr- ann og gouna fyrir okkur." — Nýstofnaður gjaldeyrismarkað- ur gæti komið í veg fyrir mögulegt gengisfals. Hveraig ætla stjórn- völd að umgangast hinn nýja markað? „Sú ríkisstjóm, sem nú situr, hef- ur gert breytingar á fjármagns- markaði, verðbréfamarkaði og gjaldeyrismarkaði. Tilgangurinn er að nýta þau tæki, sem reynst hafa vestrænum þjóðum drýgst til efna- hagsframfara. Forsenda fyrir því að það takist, er að leikreglur markað- arins séu virtar. Markaðurinn er harður húsbóndi og krefst þess að vandamálin séu ekki falin og geymd. Nýlega var gerður við Seðlabankann samningur, sem kemur í veg fyrir að yfirdráttar- skuld ríkissjóðs safnist upp í bank- anum. Þetta gerir þá kröfti til ríkis- sjóðs að hann leysi fjárþörf sína á opnum markaði þar sem vaxtastig- ið ræðst á hverjum tíma af fram- boði og eftirspum. Ég minni einnig á í þessu sam- bandi, að á síðustu mánuðum fyrr- verandi ríkisstjómar var yfirdráttur í Seðlabankanum yfir 9 milljarðar króna, m.a. vegna þess að ríkisverð- bréf voru innleyst í stómm stfl. Þá- verandi fjármálaráðherra skráði vexti þeirra langt undir markaðs- gengi í pólitísku áróðursskyni og til að fela undirliggjandi vanda. Nú- verandi ríkisstjóm veit að slíkur feluleikur getur aldrei gengið til lengdar. Við munum því umgang- ast markaðinn með öðmm hætti og gefa Seðlabanka meira svigrúm til að beita aðferðum sem annars stað- ar hafa reynst vel. Þessir nýju um- gengnishættir krefjast þess vitan- lega að tekist sé á við hin raunvem- legu vandamál fyrr en ella.“ Arðvænlegar og at- vinnuskapandi fram- kvæmdir? — Á ýmsu hefur gengið með verk- legar framkvæmdir á Islandi gegn- um tíðina. Hefur rfldsstjórnin ein- hverjar arðvænlegar framkvæmdir á prjónunum? Hvenær á t.d. að breikka brúna yfir Elliðaáraar og Reykjanesbrautina og ætlar rflds- stjómin eitthvað að koma til móts við tónlistarunnendur, sem stöð- ugt bíða eftir tónlistarhúsi? „Ríkisstjórnin hefur sett nokkra milljarða í opinberar framkvæmdir til að koma í veg fýrir aukið at- vinnuleysi. Við höfum fyrst og fremst reynt að velja þær fram- kvæmdir, sem líklegar em til að flýta fyrir hagvexti, og þar liggja samgöngur auðvitað vel við. Bættar samgöngur stækka atvinnu- og þjónustusvæði og flýta fyrir sam- einingu sveitarfélaga. Þær geta því sparað í opinbemm rekstri og ýtt undir hagræðingu í atvinnulífinu með sameiningu og samvinnu fyr- irtækja. Um röð framkvæmda vísa ég til ákvörðunar Alþingis. Þar þarf að taka tillit til margra sjónarmiða. Það er hins vegar ánægjuleg ný- breytni að sjá það gerast, að einka- aðilar geti hugsað sér að gera göng undir Hvalfjörð. Ég ætla síður en svo að gera lítið úr nauðsyn tónlist- arhúss og reyndar em ýmsar at- hyglisverðar hugmyndir um slíka byggingu í gangi. En mér sýnist að slíkt stórvirki verði vart unnið nema með samvinnu ríkis, Reykja- víkurborgar og annarra aðila, sem nýtt geta slíkt hús t.d. í tengslum við ferðamál. Á ég þar við ráð- stefnuhald o.fl.“ Skattagleði í stað ein- stakiingsframtaks? — Kjarninn í boðskap Sjálfstæðis- flokksins hefur lengi verið trú á einstaklingsframtakið, andúð á því að rfldð sé að vasast í aUt of miklu og fjármagni vitleysuna með skatt- píningu. í ljósi hárra bifreiða- skatta, nýrra virðisaukaskatta og hækkaðs tekjuskatts, — hefur orð- ið stefnubreyting hjá flokknum? „Kjaminn í stefnu Sjálfstæðis- flokksins hefur ekkert breyst. Við sjálfstæðismenn teljum nú sem

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.