Tíminn - 10.07.1993, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.07.1993, Blaðsíða 7
Laugardagur 10. júlí 1993 Tfminn 7 fyrr, að takmarka eigi ríkisumsvifin sem allra mest og einkarekstur sé oftast heilladrýgri og hagstæðari en opinber rekstur. Ríkið verður þó að sjá borgurunum fyrir nauðsynlegri samfélagsþjónustu og við verðum að sjá um þá sem verst eru staddir í þjóðfélaginu. Það er einkum tvennt sem ég vil leggja áherslu á í þessu sambandi. Annars vegar verðum við að takmarka opinbera aðstoð sem mest við þá sem raunverulega þuría á henni að halda. Þeir sem betur eru settir verða að standa á eigin fótum. Hins vegar á ríkið að skapa skilyrði fyrir samkeppni í at- vinnulífinu til að tryggja sem lægst verð og mesta hagræðingu. Séu þau skilyrði fyrir hendi, koma kost- ir einkaframtaksins best í ljós. Hlutverk ríkisins er þvf mjög mikil- vægt á þeim sviðum sem ríkið á að láta að sér kveða. Þegar þú ræðir um hækkaða skatta á vissum sviðum má ekki gleyma því að aðrir skattar hafa lækkað eða fallið brott, einkum skattar á fyrirtæki. Það var gert til að efla atvinnurekstur við erfið skil- yrði og koma í veg fyrir vaxandi at- vinnuleysi. Aldrei fyrr hafa skattar verið lækkaðir í jafn miklum mæli á fyrirtækjum og á þessu ári. Við verðum að hafa hugfast, að í raun hafa skatttekjur ríkisins verið að lækka frá árinu 1991, fyrst og fremst vegna efnahagssamdráttar- ins. Til að skýra þetta get ég bent á, að skatttekjumar í ár hefðu orðið u.þ.b. 5 milljörðum króna meiri ef við hefðum búið við sama efna- hagsástand og var hér á landi á ár- inu 1991. Þessum samdrætti í tekj- um hefur ríkisstjómin mætt með miklum samdrætti í útgjöldum. Hitt er svo annað mál, að atvinnu- leysið kostar ríkissjóð ný útgjöld vegna vaxandi atvinnuleysisbóta og í tengslum við kjarasamninga var ákveðið að auka halla ríkissjóðs með sérstökum útgjöldum til at- vinnuskapandi aðgerða. Þetta eru tímabundnar aðgerðir. Það hefur því engan veginn orðið stefnubreyting hjá flokknum. Þvert á móti er stefnan í fúllu gildi. Hún er hins vegar ekki eins og óbreytan- leg trúarbrögð. Hana verður að laga að aðstæðum hverju sinni." Efnahagsbati lætur á sér standa — Hift langa samdráttarskeið í efnahag nágrannaríkja okkar er nú loksins talift á enda runnift. Hvafta áhrif hefur þetta á okkar efnahag, atvinnustigift hér og gerir þetta okkur kleift aft selja raforkuna til orkufreks iðnaðar? „Því miður virðist sú efnahagslega lægð, sem hrjáð hefur iðnríkin á undanfömum ámm, ætla að hverfa afar hægt. Batnandi efnahagur við- skiptalandanna ætti að styrkja út- flutningsgreinar okkar og bæta at- vinnuástand hér á landi. Mér sýnist þó að enn þurfum við að þreyja þorrann og góuna áður en við get- um nýtt orkulindir okkar í nýju samstarfi við erlenda aðila. Ég er hins vegar handviss um að sá tími kemur.“ — Hver er afstaða varaformanns Sjálfstæðisflokksins til nýrra ráð- herra Alþýðuflokksins og hver verða langtímaáhrif þessara breyt- inga á starfift í ríkisstjóminni og einhug í einstökum málaflokkum? „Mér líst mjög vel á nýja ráðherra Alþýðuflokksins og vænti góðs í samstarfi við þá. Reyndar hefur samstarfið verið mjög gott í þessari ríkisstjóm alla tíð. Frá mínum sjónarhóli séð má þó segja að fjár- lagagerðin sé það próf sem ég tek mest mark á. Fjárlagaundirbúning- urinn mun reyna mjög á alla ráð- herrana og reyndar stjómarliðið allt, enda eru aðstæður mjög erfið- ar og útgjaldaþarfimar víða. Stand- ist ríkisstjómin þetta próf, hygg ég að henni séu allir vegir færir út kjörtímabilið." Viðtal: Guðlaugur Tryggvi Karlsson Erfiðasta efnahagsástand síðan á kreppuárunum. Er bjartara framundan? Friðrik Sophusson fjármálaráðherra: GATT-viðræður og viðskiptahorfur — Hver er stafta íslendinga í al- þjóðaviftskiptum, ef EES- samn- ingarnir dragast enn á langinn og Uruguaylota GATT-viðræðnanna verftur aft engu? „Ég tel að íslendingar hafi öðrum þjóðum fremur gagn af frjálsum milliríkjaviðskiptum. Við emm matvælaframleiðendur fyrir iðnrík- in og það er mikilvægt fyrir okkur að þau hverfi frá niðurgreiðslum á matvælum sem keppa við fiskinn. Frjáls milliríkjaviðskipti duga okk- ur betur að mínu viti en aðild að „býrókratísku" viðskiptabandalagi. Við eigum gott hráefni og höfum alla möguleika til að búa til há- gæðavöm, sem gott verð ætti að fást fyrir. Ég vona því að Uruguay- Iotunni ljúki sem fyrst. Þær vonir hafa heldur styrkst eftir Tokyofund helstu iðnríkja heims, sem haldinn var í þessari viku. Á gmndvelli GATT-samninganna getum við þreifað fyrir okkur um tvíhliða frí- verslunarsamninga víðar en í Evr- ópu. Ljúki hins vegar Umguaylot- unni ekki, verðum við enn háðari Efnahagsbandaiaginu og þurfum fyrr eða síðar að gera upp við okkur hver staða okkar á að verða í sam- mnaferlinu í Evrópu.“ Drögumst við aftur úr? — Fyrir nokkrum árum vomm vift íslendingar næst tekjuhæsta þjóft veraldar. Hveraig getum við núna aukift tekjumar án verftbólgu og skuldasöfnunar? „Tekjur okkar markast af fram- leiðslu þjóðarbúsins og hún hefúr dregist saman. Ég lýsti því áðan hvemig möguleikar geta opnast ef við sköpum atvinnulífinu svigrúm til að athafna sig, nú þegar sam- keppnisstaða þess hefur batnað. Jafnframt þurfum við að efla mark- aðssókn og rannsóknir á sviðum, þar sem styrkleiki okkar og mögu- leikar em mestir. Við höfum átt við samskonar örðugleika að etja og aðrar þjóðir, þar sem atvinnuleysi hefur farið í 10-15%. Það er því mikilvægt að við forðumst mistök- in og læmm af reynslu þeirra. Aðal- atriðið nú er að við sníðum okkur stakk eftir vexti og tökum til í okk- ar ranni. Þar á ég við kerfislægu vandamálin hjá hinu opinbera og í atvinnulífinu. Við getum líka til- einkað okkur ráðdeild og sparsemi á meðan efnahagslægðin gengur yf- ir. Það hefur sumum öðmm þjóð- um tekist. Öll él birtir upp um síðir. Slík fyrirhyggja nú mun skila sér í hraðari hagvexti með betri tíð.“ ÚRVALSVÉLAR í HEYSKAPINN heyvinnuvélarnar hafa fyrír löngu áunnið sér traust íslenskra bænda P sláttuþyrlur Tegund PZ CM 135 sláttuþyrla, 1,35 m PZ CM 164 sláttuþyrla, 1,65 m PZ CM 165 sláttuþyrla, 1,65 m PZ CM 184 sláttuþyrla, 1,85 m PZ CM 186 sláttuþyrla, 1,85 m P FANEX heyþyrlur Tengdar á þrítengi, drifnar frá aflúttaki. PZ FANEX 400E heyþyrla, dragtengd, 4,0 m * PZ FANEX 400D heyþyrla, lyftutengd, 4,0 m PZ FANEX 500A heyþyrla, dragtengd, 5,0 m PZ FANEX 500D heyþyrla, lyftutengd, 5,0 m * PZ FANEX 641D heyþyrla, lyftutengd, 6,4 m * PZ FANEX 730A heyþyrla, dragtengd, 7,3 m * PZ FANEX 730D heyþyrla, lyftutengd, 7,3 m tromlumúgavélar Tengdar á þrítengi — Knúnar frá aflúttaki. KUHN 6f 5000 T heyþyrla, dragtengd, 5,4 m KUHN GF 5000 M heyþyrla, lyftutengd, 5,4 m KUHN GA402 N stjörnumúgavél, 2ja stjömu, 4,0 m KUHN GMD 55-diskasláttuvél, 2,0 m KUHN GMD 66-diskasláttuvél, 2,4 m DISKASLÁTTUVÉLAR ÁRATUGA REYNSLA Á ÍSLANDI 4 stærðir: Cm 144 -165 - 216 - 240 CIHMS MARKANT Heybindivélar og rúllubindivélar Raka bæði frá girðingum og skurðbökkum. PZ CZ 340 súperrakstrarvél, 3,3 m PZ CZ 450 súperrakstrarvél, 4,5 m ANDEX stjörnumúgavélar PZ ANDEX 331 stjörnumúgavél, 3,3 m PZ ANDEX 381 stjörnumúgavél, 3,8 m Massey-Ferguson Fastkjarna rúllubindivél m/sveigjanlegri baggastærð KVERNELAND UNDERHAUG SILAWRAP rúllupökkunarvélin með filmutengi hefur valdið byltingu í pökkun þurrheys og votheys. Á öllum vélunum er nú snúningsborðið opnara, svo ekki er hætta á að hey safnist fyrir. Hagstætt verð * 1» verneland SÍLAGRIP baggagreipin fer betur með baggana við lestun og hleðslu og hlífir umbúðunum. Hafið samband við sölumenn okkar, sem gefa allar nánari upplýsingar. Ingvar Helgason hf. vélasala Sævarhöföa 2, SÍMI 91-674000.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.