Tíminn - 10.07.1993, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.07.1993, Blaðsíða 9
Laugardagur 10. júlí 1993 Tíminn 9 Hun Sen: andstæðingar hans fengu fleirí atkvæði, en hann hefur herínn sín megin. og höfuðs á „landráðaliði Hun Sen- stjómarinnar". Menn Huns Sen skelfdust. Þeir höfðu ástæðu til að ætla að fleiri landsmönnum en Rauð- um kmerum væri meira en lítið í nöp við þá. Valdið í stjómmálum landsins höfðu þeir ekki lengur sér til hlífðar, svo að helsti skjöldur þeirra var nú kambódíski stjómarherinn, sem er um 150.000 manns, enn að mestu sá sami og á stjómartíð Huns Sen og honum enn hollur. Allt innan fjölskyldunnar Chakrapong prins, annar sonur Si- hanouks, sem er í flokki með Hun Sen (gömu! hefð er fyrir því í Kambódíu að konungsættin þar, jafnan íjölmenn, sé ekki öll í einni fylkingu í stjómmál- um, án þess að það þurfi að þýða djúp- stæðan ágreining innan hennar), lýsti því þá yfir að hann hefði tekið austur- hémð landsins undir sína stjóm og þar með undan yfirráðum stjómvalda í höfuðborginni Pnompenh. í fáeina daga vom flestir Kambódíumenn og Untac einnig á nálum um að borgara- stríðið væri að brjótast út á ný af fullri grimmd, á milli Kambódíuhers undir handleiðslu Huns Sen og Chakrap- ongs annarsvegar og Rauðra kmera hinsvegar, með Funcinpec, sem er herlaus, í vonlausri klemmu þar á milli. Þá reis Sihanouk upp af sjúkrabeði og var maður heill. Skundaði hann á hið nýkjöma þing og tilkynnti „hátt- virtri og heittelskaðri" þjóð sinni að hann hefði með fortölum fengið Funcinpec og Sósíalistaflokk alþýðu til að leggja öll ágreiningsefni sín á hilluna og mynda ríkisstjóm saman. Jafnframt mæltist hann til þess af þinginu að það kysi hann ríkisleiðtoga með „víðtæku umboði". Þingið sam- þykkti hvorttveggja, samsteypustjóm- ina og völdin til handa Sihanouk, mótatkvæðalaust. Almælt er að Sihanouk hafi komið þessu öllu í kring, meðan hann lá á sjúkrabeði og margir töldu hann úr leik í bráðina. Tveir nefndir synir hans, annar leiðtogi þess flokksins sem hefur mest fylgi og hinn háttsett- ur í flokknum sem hefur herinn á sínu bandi, munu hafa orðið honum að góðu liði við það. Chakrapong heim- sótti föður sinn daginn áður en hann framdi valdaránið í austurhéruðunum og aftur daginn eftir að hann aflýsti því. Eins og sakir standa virðist Sihanouk hafa haft betur en allir hans óvinir og andstæðingar. Untac, sem fyrir skemmstu hafði ygglt sig gagnvart til- lögunni um samsteypustjóm, tók þingsamþykktinni með feginsand- varpi. Hefði borgarastríðið brotist út af fullum ofsa á ný, hefði Untac að lík- indum orðið að hafa sig á brott úr landinu og allt hið kostnaðarsama starf S.þ. þar hefði þar með orðið til einskis. Það hefði orðið S.þ. gífurlegur álitshnekkir. Víetnam af svarta listanum Vera má og að Sihanouk þyki eins og sakir standa betra en ekki að Banda- ríkjastjóm virðist vera að skipta um stefnu að einhverju leyti í málefnum Suðaustur-Asíu. Frá Hvíta húsinu fréttist að Clinton forseti ætli að af- nema einangrun þá í fjár- og við- skiptamálum, sem Bandaríkin hafa haldið Víetnam í frá lokum Indókína- stríðsins síðara. Á bak við það munu standa áhrifamiklir aðilar í fjár- og viðskiptamálum í Bandaríkjunum. Ví- etnam er á leiðinni með að tengjast sumum hinna Suðaustur-Asíuríkj- anna allnáið með viðskiptum við þau og fjárfestingum þeirra í Vfetnam. Hlutar Austur- og Suðaustur-Asíu em nú það svæði heims þar sem uppgang- ur í efnahagsmálum er mestur. Með það í huga þykir ófáum bandarískum fyrirtækjum óþolandi að standa utan fjárfestinga í Víetnam. Með því að losna úr áminnstri einangrun er lík- legt að Víetnam eflist og öðlist þar með aukna möguleika á að spyma gegn Taílandi í Kambódíu, þar sem Ttiíland hefur síðustu árin haft betur í taflensk-víetnömsku valdastreitunni um smárfki þetta. Gæfan virðist eins og sakir standa brosa við Sihanouk og langhrjáðri þjóð hans með meira móti eftir því sem verið hefur í rúma tvo áratugi. En Kambódíu er enn ærinn vandi á hönd- um eigi að síður. Rauðir kmerar eru áfram undir vopnum í vesturhéruðun- um og þótt stuðningur Bandaríkjanna bregðist þeim, má vera að þeir fái áfram einhverja hjálp frá Kína og ekki síður frá Taflendingum, sem kunna að óttast um ítök sín í landinu, efnahags- leg og í stjómmálum, fyrir stjóm með þátttöku Huns Sen og með Víetnam- sinnaðan her að baki. Og fari Rauðir kmerar og Taflendingar halloka í tog- streitunni um Kambódíu, em tals- verðar líkur á að Víetnam eflist þar að áhrifum að sama skapi. Sihanouk mun áreiðanlega ekki veita af allri sinni kænsku og þolinmæði, ef sú stefna hans að tefla Víetnam fram gegn Táílandi og öfugt og hafa um leið vináttu beggja á að bera tilætlaðan ár- angur. En ætt hans á að baki langa reynslu af slíkri jafnvægispólitík gagn- vart þessum tveimur grönnum Kamb- ódíu. Innkaupastofnun Reykjavlkurborgar, f.h. Byggingadeildar borgarverk- fræðings, óskar eftir tilboðum I sjúkrakallkerfi I þjónustufbúöir aldraðra við Fumgerði 1. Verkið felst I uppsetningu kerfis og árlegu viðhaldi. Verklok em 30. október 1993. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frlkirkjuvegi 3, Reykjavlk, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 29. júlf 1993, kl. 14,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Til sölu Fiskveiðasjóður Islands auglýsir til sölu fasteignina Hafn- arbraut 1 í Njarðvík, ásamt tilheyrandi búnaði til meltu- framleiðslu (áður eign Valfóðurs hf.). Tilboð í eignina óskast send á skrifstofu sjóðsins fýrir 28. júlí n.k., merkt „Hafnarbraut 1“. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu sjóðsins, Suð- uriandsbraut 4, Reykjavík, í síma 679100 og hjá Valdimar Einarssyni í síma 33954 eða 985-23355. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Fiskveiðasjóður íslands. ÚTBOÐ Hvalsá 1993 Vegagerð rikisins óskar eftir tilboðum I lagningu 0,5 km kafla á Hólmavlkurvegi (61) viö Hvalsá i Steingrímsfirði. Helstu magntölur: Fyllingar og fiáafleygar 5.000 m3, neðra buröarlag 2.000 m3, rofvarnir 300 m3, stálplöturæsi, þvermál 3 m, lengd 22 m. Verkinu skal lokið 1. október 1993. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð rlkisins á Isafirði og i Borgartúni 5, Reykjavik (aöalgjald- kera), frá og með 12. þ.m. Skila skal tilboöum á sömu stööum fyrir kl. 14:00 þann 26. júli 1993. Vegamálastjóri ________________________________________/ íbúð óskast Skemmtileg 3ja herbergja íbúð óskast til leigu frá 1. ágúst nk. fyrir starfsmann á Tímanum, helst í Norðurmýri eða annars staðar á 105- svæðinu. Upplýsingar í síma 686300, innanhússími 46; á kvöldin í síma 23233. Veiðimenn, athugið! Stórir og sprækir laxa- og silungamaðkar til sölu. Upplýsingar í síma 91-673212 og 91-672822. ÖKUMENN Athugið að til þess að við komumst ferða okkar þurfum við að losna við bifreiðar af gangstéttum. Kærar þakkir. Blindir og sjónskertir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.