Tíminn - 10.07.1993, Blaðsíða 10

Tíminn - 10.07.1993, Blaðsíða 10
lOTÍminn Laugardagur 10. júlí 1993 Stefán og Jónas Kristjánsson rttstjóri þreyttu keppnl (flögurra kílómetra hlaupi ð landbúnaðarsýningu á Selfossl árið 1978 og haföl Stefán betur. Stefán Jasonarson frá Vorsabæ í Flóa býr sig undir gönguferð: Gengur hringinn í kringum landið 78 ára gamall Stefán Jasonarson frá Vorsabæ í Flóanum ætiar að ganga hringinn í kringum landið í tilefni af ári aldraðra, en hann er sjálfur orðinn 78 ára gamall. „Ég vona að gangan minni landsmenn á mikilvægi góðrar hreyf- ingar og heilsu, en tilefni göngunnar er líka það aö 29. maí sl. voru 50 ár liðin síðan konan mín, Guðfinna Guðmundsdóttir frá Túni í Hraun- gerðishreppi, og 6g gengum í það heilaga," segir Stefán. JÉg vona að gangan minni landsmenn á mikilvægi góðrar hreyfingar og heilsu, en tilefni göngunnar er líka það að 29. maí sl. voru 50 ár liðin síðan konan mín, Guðfinna Guðmundsdóttir frá Túni í Hraungerðishreppi, og ég gengum í það heilaga," segir Stefán. Hann segist hafa fengið hugmyndina að göngunni miklu þegar hann gekk Vorsa- bæjarhringinn svokallaða á nýársnótt, en hann er 10 km. Þá fann hann hvað hann er ennþá góður til heilsunnar. Síð- an hefur Stefán þjálfað sig jafnt og þétt fyrir hringferðina. „Ég legg af stað ffá Mjólkurbúi Flóa- manna miðvikudaginn 14. júlí. Gangan tekur 5 vikur og lýkur 19. ágúst við Laugardalshöllina í Reykjavík," segir Stefán. „Ég vona að fólk gangi með mér áleiðis eða að það komi á móti mér þeg- ar ég fer að nálgast einhvem bæinn og gangi þá með mér til byggða." Einn maður verður í för með Stefáni á bíl og verður gist í þjónustuíbúðum fyr- ir aldraða þar sem næturdvöl verður höfð. Stefán Jasonarson er tilbúlnn að leggja af stað I langa göngu, 78 ára gamall. Stefán hefur þreytt kapphlaup við margan manninn um dagana og meðai þeirra, sem hann hefúr stungið af, er Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV. „Ég skoraði á Jónas í víðavangshlaup í tilefni af landbúnaðarsýningunni 1978. Hann tók áskoruninni og við reyndum með okkur 4 km á Selfossíþróttavelli. Hann var góður keppandi, en svo fór að ég var fvið fljótari í mark en Jónas," seg- ir Stefán. „Þegar ég hitti hann aftur nokkru síðar, þakkaði hann mér fyrir að bjarga lífi sínu. Ég varð hissa, enda hafði ég lesið það í Svarthöfða í Vísi að ég hefði ætlað að kála honum með þessu uppátæki. En Jónas skýrði mér þá frá því að eftir kappið hefði hann skokkað á hverjum degi og allir kvillar væru nú horfhir úr kroppnum. Þar með sann- færðist ég enn frekar um að góð hreyf- ing væri lífsins elixír. Ekki sakar heldur að borða hollan mat og taka þorskalýsi á hverjum degi.“ Ungmennafélag íslands, íþróttir fyrir alla, Fimleikasamband íslands og elliárs- nefnd öldrunarráðs íslands standa á bak við Stefán f þessu átaki til að koma landsmönnum til að hreyfa sig. Stefán kemur við á fjölmörgum stöðum á landinu og verður meðal annars á Höfn í Homafirði 19. júlí, Egilsstöðum 24. júlí, Húsavík 28. júlí, Akureyri 29. júlí, Hólmavík 5. ágúst, ísafirði 6. ágúst, Stykkishólmi 12. ágúst og Akranesi 18. ágúst. -GKG. Gjaldþrota einstaklingum neitað um námslán ef innan við þrjú ár eru liðin frá gjaldþroti: Neitað um lán, neitað um nám? í reglunum, sem samþykktar voru um Lánasjóð íslenskra náms- manna á síðasta ári, er kveðið á um að þeir, sem orðið hafa gjaldþrota, eigi ekki rétt á iáni úr sjóðnum. „Við skoöum þó hveija umsókn fyrir sig og ef þrjú ár eru liðin firá gjaldþroti umsækjanda, er sjóðurinn tilbúinn að skoða þær ábyrgðir sem hann getur lagt fram,“ segir Gísli Fannberg, deildarstjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Lögreglan á Suðurlandi með umferðarátak og lítur á: Framúrakstur og hraðakstur Lögreglan á Suðurlandi stendur fyrir umferðarátaki dagana 14.-21. júlí nk. í samstarfi við Landhelgis- gæsluna og tryggingafélög- in. Verður athyglinni beint að ökuhraða og framúr- akstri. Reynt verður að ná til þeirra, sem aka of hratt mið- að við hámarkshraða, og ennfremur þeirra sem aka of hægt og stuðla þannig að óþarfa framúrakstri. Markmiðið er að jafna öku- hraðann á þjóðvegunum og að búa ökumenn undir þá auknu umferð sem fylgir verslunarmannahelginni. Á þessu tímabili verður flök- um bifreiða, sem skemmst hafa í umferðaróhöppum, komið fyrir nálægt alfaraleið- um til að minna fólk á afleið- ingar slysa. -GKG. Þar eð nýju lögin kveða á um að enginn fái lán fyrr en hann hefur sýnt fullnægjandi námsárangur eftir hverja önn, er ætlast til þess að lánþegar leiti til bankanna um peningalán til að framfleyta sér fram að útborgun láns. „Ef bankarnir sjá að sjóðurinn er tilbúinn að lána gjaldþrota einstaklingi, er mögulegt að þeir veiti fyrirgreiðslu líka. En það getur vissulega orðið erfitt fyrir umsækjandann að fá lán. Það kom upp eitt svona til- vik síðasta vetur og minnir mig að það hafi leyst farsællega,“ seg- ir Gísli. Ingibjörg Jónsdóttir, sem situr í stjóm sjóðsins fýrir Samband ís- lenskra námsmanna erlendis, segir að þama sé grátt svæði í lögunum. „Ef umsækjandi hefur trygg- Kraftakeppni útvarpsstöðvanna fer fram í dag í Tívoliinu í Hveragerði. Þar berjast fulltrúar útvarpsstöðva landsins um titilinn „kraftmesta útvarpsstöðin 1993“. ingu fyrir láninu, finnst mér ekki að það eigi að skipta máli hvort hann hefur verið gjald- þrota í eitt ár eða skemur," segir hún. „Við lánum út á lánsloforð frá LÍN, svo ég sé ekkert því til fyrir- stöðu að veita gjaldþrota ein- staklingi bankalán til að fram- fleyta sér út önnina. Ennþá hafa svona tilfelli ekki komið til okkar,“ segir Ama Birgisdóttir, starfsmaður í Bún- Keppt er í sjö mismunandi riðlum og hefst keppnin með kapphlaupi með kók frá Kömbum kl. 14:00, en lýkur með uppákomu frá hverri út- varpsstöð um kl. 18:00. aðarbankanum. Jón Gunnar Aðils, aðstoðar- markaðsstjóri í íslandsbanka, segir að almenna reglan sé sú að gjaldþrota einstaklingur fái ekki lán hjá bankanum og gildi þá einu hvort hann hafi lánsvilyrði frá LÍN eða ekki. „Hver einstak- lingur verður þó metinn fyrir sig og þær tryggingar sem hann hef- ur fyrir láninu,“ segir Jón Gunn- Bylgjan vann keppnina í fyrra og leggur sig örugglega hart fram í dag til að halda titlinum. -GKG. ar. -GKG. Kraftakeppni útvarpsstöðvanna í Tívolí: Ver Bylgjan titilinn?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.