Tíminn - 10.07.1993, Blaðsíða 18

Tíminn - 10.07.1993, Blaðsíða 18
26 Tíminn Laugardagur 10. júlí 1993 Hjónaafmæli Frú Hugrún Guðjónsdóttir í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd er fimmtug í dag. Maður hennar, séra Jón Einarsson, prófastur í Saurbæ, verður sextugur næstkomandi fimmtudag hinn 15. júlí. Hjónin dveljast erlendis um þessar mundir eru óæskilegar á akbrautum, sérstaklega á álagstimum í umferðinni. I sveitum er umferð dráttar- véla hluti daglegra starfa og ber vegfarendum að taka tillit til þess. Engu að síður eiga bændur að takmarka slíkan ) akstur þegar umferð er mest, og sjá til þess að vélarnarséu í lögmætu ástandi, s.s. með glitmerki og ökuljós þegar ryk er á vegum, dimmviðri eða myrkur. ( H|UMFERÐAR „Olli“ — Feróahandbók bama Olíuverzlun íslands hefur í samvinnu við prentsmiðjuna Odda og íslenska Út- varpsfélagið gefið út ferðahandbókina „OLLl — Félagi á ferðalagi". Markmiðið með útgáfu bókarinnar er að stytta böm- um á öllum aldri stundir á ferðalagi og jafnframt hvetja fólk til að ganga vel um landið. Efni bókarinnar er unnið af Frétta- og fræðsluþjónustunni, en hönnun og prentun annaðist Oddi. f bókinni er blanda af skemmtilegu efni og upplýs- ingum, svo sem leikir, brandarar, úti- legusöngvar, skyndihjálp, neyðamúmer o.fl. Myndskreytingar annaðist Stefán Kiartansson. I bókinni em afsláttarmiðar gefnir út af OLÍS að verðmæti 1000 kr.: 750 kr. af Char Broil gasgrillum, 50 kr. af Party grillkolum og 200 kr. af Hard-Racer bamaöryggishjálmum. Bókin fæst á bensínstöðvum OLÍS og kostar hún 100 kr. Þjóóminjadagur á morgun Ákveðið hefur verið að dagurinn á morg- I un, sunnudagurinn 11. júlí, verði sér- stakur þjóðminjadagur. Er þetta í fyrsta I sinn hér á landi sem athygli almennings, ekki síst ferðafólks, er beint að söfnum og menningarminjum um Iand allt með þessum hætti. Víða f Evrópu eru þjóð- minjadagar eða dagar menningararf- leifðar orðnir árlegur viðburður. Ókeypis aðgangur verður að Þjóðminja- safhinu í Reykjavík, þar sem m.a. er í gangi viðamikil afmælissýning, Nes- stofusafni á Seltjamamesi, Sjóminja- safninu í Hafnarfirði, Keldum á Rangár- völlum, Víðimýrarkirkju f Skagafirði og Laufásbæ í Eyjafirði. Þá verður boðið upp á leiðsögn sérfræðings við hinar sögufrægu fomleifar á Stöng í Þjórsár- dal, en þar standayfir fomleifarannsókn- ir sem varpað hafa nýju Ijósi á byggð og mannlíf f dalnum. Fólk sem er á ferð um landið er hvatt til að skoða nærliggjandi byggðasöfn og huga að minjum og minjastöðum á leið sinni. Þjóðminjasafnið hefur gefið út þjóðminjakort, aðgengilegan leiðarvfsi um söfn og minjastaði um land allt, og fæst það á afgreiðslustöðum olfufélag- anna og víðar. Þjóðminjakortið er ein- faldað skýringarkort sem heppilegt er að nota með ferðakortum Landmælinga ís- lands. 300 manns sýna þjóðdansa á Árbæjarsafni Á morgun, sunnudag, á þjóðminjadegi Þjóðminjasafnsins, munu hópar frá Norðurlöndunum og Austurríki sýna þjóðdansa á Árbæjarsafni. Danssýningin er í tengslum við „fsleik 93“, en það er norrænt þjóðdansa- og þjóðlagamót sem haldið er hérlendis á vegum Þjóðdansa- félags Reykjavíkur á nokkurra ára fresti. Sfðast var slík hátíð á Árbæjarsafini árið 1985 og er nú kjörið tækifæri fyrir áhugamenn um þjóðdansa og aðra sem vilja góða skemmtun að koma á safnið og sjá þennan fjölmenna þjóðdansahóp. Danssýningin hefst um kl. 15 og stend- ur til 16.30, en auk hennar verða öll hús og sýningar safnsins opin og fólk að störfum á hinum ýmsu sýningarverk- stæðum safnsins. Fullorðinsfræöslan: Framhaldsskólaprófáfangar og háskólaáfangar Matshæfir prófáfangar framhaldsskóla- deildar Fullorðinsfræðslunnar eru að hefjast 12.-17. júlí í fyrstu áföngum ensku, þýsku, íslensku, sænsku, stærð- fræði, tölvufræði og bókhaldi. 15. júlí hefst einnig aðfaramám í efnafræði fýrir verðandi nemendur í hjúkrunarfræði, meina- og röntgentækni ásamt háskóla- áföngum í stærðfræðigreiningu I (091111) og stærðfræði I (093131). Nán- ari upplýsingar í símum 71155 og 870444. Vegna láta kringum „sumarskólann í FB“, sem nemendur hafa ruglað saman við framhaldsskóladeild Fullorðins- fræðslunnar (einnig í Breiðholti), heldur FF nú síðsumaráfanga í framhaldsskóla- greinum. Sumaráfangar sumarskólans eru stuttir, en FF lengri og ítarlegri. Kennslumyndband um meögönguleikfimi Þann 1. þessa mánaðar kom út fslenskt VHS-myndband, sem inniheldur æfing- arkerfi fyrir þungaðar konur. Á spólunni eru fjórir þættir. Tveir fyrir hina al- mennu konu og einn fyrir konur sem eiga við bak- og mjaðmagrindarvanda- mál að stríða og í lokin er stutt umfjöll- un um brjóstagjöf og vinnustellingar. Að spólunni standa þau Esther Sigurð- ardóttir sjúkraþjálfari, Reynir Tómas Geirsson sérfræðingur f fæðingarfræð- um og Edda Jóna Jónasdóttir ljósmóðir, en þau starfa öll við Landspítalann. Framleiðandi er GH dagskrárgerð. Æfmgamar á spólunni hafa verið þróað- ar á Kvennadeild Landspítalans í gegn- um árin og sá Esther Sigurðardóttir um að taka þær saman og aðlaga að þessari útgáfu. Spólan er 110 mínútna löng og kostar 2.950 krónur. Hún verður eingöngu seld hjá GH dagskrárgerð, Langholtsvegi 93, 104 Reykjavík, í síma 91-689658. 6795. Lárétt 1) Hungraða. 5) Hvæs. 7) Spé. 9) Fiska. 11) Titill. 12) Fæddi. 13) Svei. 15) Muldur. 16) Klók. 18) Blundar. Lóörétt 1) Mettur. 2) For. 3) Númer. 4) Þungbúin. 6) Eldar. 8) Tímabils. 10) Fugl. 14) Sjá. 15) Bára. 17) Stólpa- reið. Ráðning á gátu no. 6794 Lárétt 1) Rangar. 5)Ærð. 7) Mór. 9) Afl. 11) SS. 12) EÉ. 13) Eik. 15) Ost. 16) Álf. 18) Blinda. Lóðrétt 1) Ramses. 2) Nær. 3) Gr. 4) Aða. 6) Ólétta. 8) Ósi. 10) Fes. 14) Kál. 15) Ofn. 17) LI. abcdefgh Svartur leikur og vinnur. Vlie/is-Motwani Bern 1992. 1....Ilxfl+ Hvinir gaf, mat i næsta leik. Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla apóteka f Reykjavík frá 9. til 15. júli er í Garðs apóteki og LyQabúölnnl Iðunni. Það apótok sem fyrr er nefnt annast eitt vörsluna frá kl. 22.00 aö kvöldl til kl. 9.00 að morgni vlrka daga en kl. 22.00 á sunnu- dögum. Upplýsingar um læknis- og lyfjapjónustu eni gefnar I sima 18888. Neyðanakt Tannlæknafálags Islands er slarfrækt um helgar og á stórtiátiöum. Slmsvari 681041. HafnarQörðun Hafnarfjaröar apótek og Noröurbæjar apó- tek eiu opin á viikum dógum fiá M. 9.00-18.30 og tí skiptis annan hvem laugaidag kl. 10.00-13.00 og sunnudag Id. 10.00-12.00. Upplýsingai i slmsvara nr. 51600. Akureyri: Akureyrar apótek og Stjömu apótek em opin viika daga á opnunartíma búöa. Apótekin skiptast á sina vikuna hvoit aö sinna kvöid-, nætui- og heigidagavörsiu. Á kvöldin er opiö i þvi apóteki sem sér um þessa vörsiu, ti Id. 19.00. A helgidögum er opiö frá M. 11.00-1200 og 20.00- 21.00. A öötum timum er lyfjafræöingur á bakvakL Upplýs- ingar em gefnar I síma 22445. Apótek Keflavikur: Opiö virka daga frá kl. 9.00-19.00. Laugard., helgidaga og almenna fridaga H. 10.00-1200. Apótek Vestmannaeyja: Opiö virka daga frð kl. 8.00- 18.00. Lokað I hádeginu mlli kl. 1230-14.00. Selfoss: Setfoss apötek er opiö til kl. 18.30. Opiö er á laug- ardögum og sunnudögum kl. 10.00-1200. Akrenes: Apötek bæjarins er opiö virka daga ti Id. 18.30. A laugaid. M. 10.00-13.00 og sunnud. kL 13.00-14.00. Garðabær Apótekk) er opiö rúmheiga daga H. 9.00-18.30, en laugaidaga kl. 11.00-14.00. 9. júll 1993 kl. 10.54 Oplnb. vtðm.gengl Gengl Kaup Sala skr.fundar Bandarfkjadollar... ....71,79 71,95 71,87 Steriingspund ..106,41 106,65 106,53 Kanadadollar ....56,03 56,15 56,09 Dönsk króna ..10,840 10,864 10,852 Norsk króna ....9,831 9,853 9,842 Sænsk króna ....9,039 9,059 9,049 Finnsktmark ..12,464 12,492 12,478 Franskur franki ..12,302 12,330 12,316 Belgfskur frankl.... ..2,0292 2,0338 2,0315 Svissneskur frankl ....46,97 47,07 47,02 Hollenskt gylllnl.... ....37,14 37,22 37,18 Þýskt mark ....41,80 41,90 41,85 ftölsk Ifra 0,04557 0,04567 0,04562 Austurriskur sch... ....5,941 5,955 5,948 Portúg. escudo ..0,4394 0,4404 0,4399 Spánskur peseti.... ..0,5442 0,5454 0,5448 Japanskt yen ..0,6602 0,6616 0,6609 frskt pund ..101,31 101,53 101,42 SérsL dráttarr. ....99,48 99,70 99,59 ECU-Evrópumynt.. ....81,58 81,76 81,67 Grisk drakma ..0,3062 0,3068 0,3065

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.