Tíminn - 30.07.1993, Page 5

Tíminn - 30.07.1993, Page 5
Föstudagur 30. júlí 1993 Tíminn 5 Er blað persónudýrkunar og persónulegra árása væntanlegt? Halldór Asgrímsson skrifar Á undanfömum árum hafa orðið miklar breytingar í fjölmiðlaheiminum. Máttur út- varps og sjónvarps hefur stóraukist og hið rit- aða mál er á undanhaldi hér sem annars stað- ar. Samkeppnin á öldum ljósvakans hefur orð- ið til þess að lítið fer framhjá fjölmiðlamönn- um og fréttir af helstu atburðum í þjóðfélaginu berast fyrr til almennings en áð- ur hefur tíðkast. Þessum miklu breytingum fylgja kostir og gallar, eins og vænta mátti. Kostimir em fyrst og fremst þeir að almenningur fær betri upp- lýsingar um það, sem er að gerast, og fjöl- miðlamir veita meira aðhald en áður. Gallarn- ir em einkum þeir að óvönduð fréttamennska hefur farið vaxandi og lítið unnið spjallþættir em mjög ráðandi í dagskrárgerð. En þrátt fyr- ir allt á maður ávallt þann kost að skrúfa fyrir, hvort sem um er að ræða leiðinlega morgun- eða síðdegisþætti. Ósáttir við breytingar Þeir, sem virðast sætta sig verst við breyting- ar á sviði fjölmiðlunar um þessar mundir, em boðberar óheftrar markaðshyggju. Þeir hafa tilhneigingu til að flokka fjölmiðlana í vin- samlega og óvinsamlega. Fram að þessu hafa þeir talið nægjanlegt að einkavæða óvinsam- lega fjölmiðla, en nú virðist það hafa bmgðist að einhverju marki. Ekki hefur tekist nægi- lega vel að koma mönnum í skilning um að ákveðnar persónur megi alls ekki gagnrýna, heldur beri að hefja þær til skýjanna. Frétt í Tímanum í síðustu viku um væntan- legt málgagn frjálshyggjumanna vakti athygli mína. Þar kemur fram að aðdáendur Reagans, Thatchers og Davíðs ætla að stofna blað þar sem sumir verði settir á stall og varðir með kjafti og klóm, en ráðist á skilgreinda óvini á óvæginn hátt. Það er í sjálfu sér ekki fréttnæmt að áhuga- samir menn hyggist fara að gefa út blað, en það hlýtur að vekja athygli að þeir, sem telja sig vera merkisbera frjálsræðis og frjáls- hyggju, skuli koma fram með slíkan persónu- greindan hugsunarhátt eins og fram kemur í frétt Tímans í síðustu viku. Markaðslögmálin eru ráðandi í vestrænu hagkerfi í dag og það er af miklu að taka, ef gera á hagfræðinni góð skil. Það hefði mátt vænta að fræðimenn og hugsjónamenn legðu meiri áherslu á málefni en menn. Það er held- ur ekkert nýnæmi að áróður sé skipulagður með þessum hætti, en það hefur einkum ver- ið í þeim löndum þar sem einræði og komm- únismi hafa verið allsráðandi. Hveija á að styðja? Sú persóna, sem blaðið ætlar sérstaklega að styðja, er forsætisráðherrann Davíð Oddsson. Hann og stuðningsmenn hans telja að ákveðnir fjölmiðlar hafi ekki fjallað nægilega vinsamlega um hann og það kalli á viðbrögð. Rás 2, Stöð 2 og DV eru sérstaklega nefnd til sögunnar í þessu sambandi. Þessir fjölmiðlar hafa sýnt sjálfstæði í umfjöllun um ríkis- stjómina og leyft gagnrýnisröddum að kom- ast að. Það er í samræmi við þjóðarsálina, sem telur að ríkisstjómin hafi hagað sér óskyn- samlega í mörg- um málum. For- sætisráðherrann og helstu stuðn- ingsmenn hans telja hins vegar að allt hafi verið gert rétt og óvin- sældimar stafi af umfjöllun óvin- veittra frétta- manna. Fréttamennimir hafa þó lítið annað gert en að hleypa gagnrýnisröddum að og Qalla um mál frá báðum hliðum. Forsætisráðherrann gengur svo langt að kenna fjölmiðlum um óhagstæðar niðurstöð- ur í skoðanakönnunum. Enginn kemst þó meir að í umræðunni en hann, sem hefur öll tækifæri til að leiðrétta, lagfæra og útskýra. En þjóðin virðist ekki skilja nægjanlega vel og því verður að grípa til nýrra ráða. Hverja á að ráðast á? Þegar litið er á efnistöku hins nýja, væntan- lega blaðs, á greinilega að taka sérstaklega fyr- ir nokkra illa hugsandi og spillta stjórnmála- menn, að mati Hannesar Hólmsteins og ann- arra einkavina forsætisráðherrans. Sérstak- lega á að taka fyrir formenn stjómarandstöðuflokkanna, Alþýðubandalags og Framsóknarflokks. Bjöm Bjamason al- þingismaður á að skýra út fyrir áskrifendum hvernig sá, sem þetta skrifar, spillti vígstöðu okkar í hvalamálinu. Væntanlega hefur Bjöm Bjamason útskýrt það fyrir Hannesi Hólm- steini Gissurarsyni og er kominn tími til, að mati helsta boðbera markaðshyggjunnar, að fleiri fái að njóta. Sérstök lýsing er boðuð á ferðalagi Guðna Ágústssonar í erindagjörðum á ráðstefnu er- lendis. Ekki eru boðaðar fleiri ferðasögur, en væntanlega stendur til að reyna að finna fleiri nöfn, sem rétt er að koma höggi á. íslending- ar ferðast mikið og því af nógu að taka. Hverjir eiga að borga? En hverjir eiga svo að borga fyrir persónu- dýrkunina og skítkastið í andstæðingana? Ekki er gert ráð fyrir að margir vilji kaupa snepilinn og því sé nauðsynlegt að leita til sterkra fyrirtækja í landinu. Fróðlegt væri að vita hvaða fyrirtæki hafa hugsað sér að standa undir þessari útgáfu. Ætlar Hitaveita Reykja- víkur að borga hluta af brúsan- um? Það kæmi í sjálfu sér ekki á óvart, því þeir hafa stutt annað útgáfustarf og er ekkert um það gefið að hver sem er sé að koma inn á þann vinnustað. A.m.k. var því hafnaðað fólk á við borgarfull- trúa Framsóknarflokksins í Reykjavík, ásamt þingmanm flokksins í Reykjavík og þeim, sem þetta skrifar, væri leyft að fara þangað í vinnu- staðaheimsókn. Því verður vart trúað að öflug fyrirtæki úr at- vinnulífinu muni vilja standa undir útgáfu sem byggir á þessum gmnni. Líklegra er að hin ýmsu opinberu fyrirtæki Reykjavíkur- borgar geti notað hluta af einokunarhagnaði til að greiða fyrir því að óheft markaðshyggja fái öflugt og áhrifamikið málgagn, sem þarf ekki að treysta á áskrifendur. Reykjavíkurborg og fyrirtæki hennar hafa með skatttekjum komið af miklum krafti inn í veitingarekstur og hver veit nema að útgáfustarf sé næst á listanum. Mikil áhrif án sölu Væntanlegt blað stefnir að því að hafa mikil áhrif án þess að vera háð því að það seljist. Þetta er hugsun einræðisherranna sem enn kemur þama fram. Áhrifin skulu keypt með peningum þeirra ríku og helstu atvinnufyrir- tæki landsmanna eiga að borga brúsann. Það verður fróðlegt að sjá í fyrsta heftinu hverjir ætla að leggja nafn sitt við þessa nýju hug- myndafræði í heimi fjölmiðlanna. Og það verður líka fróðlegt að sjá hvernig ritnefndin verður sett saman. Stjórnmálamenn og fjölmiðlar Það er ekki alltaf auðvelt fyrir stjómmála- menn að þola vægðarlausa gagnrýni fjölmiðla og nálægð við persónulegt líf. Þar er oft geng- ið of langt. Núverandi forsætisráðherra hefur oft orðið fyrir óvæginni gagnrýni og persónu- legum árásum. Hann hefur sjálfur tamið sér dómhörku um aðra og tekur mikið upp í sig. Stjórnmálamennimir sjálfir eiga mesta sök á hvað illa er talað um stjómmál og Alþingi í dag. Fjölmiðlamir endurspegla að mestu þá umræðu sem fram fer. Úr þessu verður ekki bætt með málgagni, sem byggir aðallega á persónudýrkun og per- sónulegum árásum. Þeir, sem starfa í stjóm- málum og fjölmiðlum, verða að þróa sam- skipti sín betur í ljósi þeirra miklu breytinga sem hafa orðið. Tjáningarfrelsið er vandmeð- farið, en leikreglurnar geta ekki byggt á öðm en almennu siðferði og virðingu fyrir einka- lífi. Er þetta brandari? Það er trú mín að ef þetta blað kemur út, þá muni það ekki auka hróður þeirra sem það á sérstaklega að vinna fyrir. Öll hugsunin á bak við það sýnir að þeir, sem að því standa, þola ekki gagnrýni og em heldur ekki tilbúnir að viðurkenna sjónarmið frjálsrar samkeppni að því er þeim sjálfum viðkemur. Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur verið óvæginn um menn og málefni. Þeir, sem fyrir gagnrýni hans verða, þurfa að sjálfsögðu að þola hana. Því er ekki að neita að gerðar em meiri kröfur til peirra, sem vinna undir merkjum rannsókna og vísinda. Fagmennska og hlutleysi hafa alltaf verið aðalsmerki vís- indanna. Engin slík hugsun virðist felast í grundvelli hins nýja blaðs, sem veldur von- brigðum, þar sem háskólakennari á hlut að máli. Skondnast af öllu er þó að ritið á að fjár- magna eins og hvem annan áróðursbækling, sem fáir eða engir koma til með að kaupa. Vonandi er þetta allt saman brandari, sem ekki á að taka mark á. En af fenginni reynslu taldi sá, sem þetta skrifar, rétt að taka málið alvarlega. Menn og málefni n

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.