Tíminn - 30.07.1993, Side 9

Tíminn - 30.07.1993, Side 9
Föstudagur 30. júlí 1993 Tíminn 9 Alþýöan í Búkarest tdes. 1989 — varaö við „ irredentisma spana alla Rúmena jafnt gegn þjóð- emisminnihlutum, einkum þeim ungverska. Ceausescu gerði „mistök“ Á þá leið er a.m.k. áróður Georghes Funar, borgarstjóra í Cluj, helstu borg Transsylvaníu (sem heitir Kolozsvár á ungversku og Klausen- burg á þýsku). Hann er leiðtogi Þjóðareiningarflokks Rúmeníu, sem svo neínist, og fékk í þingkosning- unum í sept 1992 tæplega 8% greiddra atkvæða. f forsetakosning- um sem fram fóru um leið fékk Fun- ar, sem er 44 ára, tæplega 11% at- kvæða. Funar styður opinberlega blöð, sem að sögn erlendra fréttamanna hafa í frammi hatursáróður gegn Ungverjum, gyðingum og sígaun- um. Hann er félagi í samtökunum Vatra Romaneasca (Vagga Rúmen- íu), sem sögð eru áberandi fjand- samleg ungverska þjóðernisminni- hlutanum. Heiðursforseti þeirra samtaka er maður að nafni Iosif Constantin Dragan, sem fyrr á tíð var í Jámvarðarliðinu, fasistaflokki Rúmeníu á árunum milli heims- styrjalda. Afstaða Funars til Ceausescus er frekar jákvæð. Leiðtogi þessi gerði að vfsu „mistök,“ segir borgarstjór- inn, og sum voru mikil, en iðnvæð- ing landsins undir stjóm hans hafi nálgast að vera „efnahagsundur." Þar að auki hafi hann gert Rúmeníu óháða (Sovétríkjunum) og eflt með því sjálfstraust og þjóðarstolt Rúm- ena. (Ceausescu fékk raunar, sem kunnugt er, talsvert lof og allnokkra fyrirgreiðslu á Vesturlöndum fyrir að standa uppi í hárinu á sovéskum valdhöfum. I samræmi við það sem gekk og gerðist í kalda stríðinu horfðu vesturlandamenn þá gjaman framhjá kúgun Ceausescustjómar- innar heima fyrir.) Gyðingar, segir Funar ennfremur, stálu „bylting- unni 1989“ og beinir hann því spjóti einkum að Petre Roman, sem að nokkm er af gyðingaættum, var háttsettur í kommúnistaflokknum en gerðist eftir fall Ceausescus eins- konar sósíaldemókrati. Hann og hans líkar, fullyrðir Funar, hafa opn- að landið fyrir ítökum erlendra aðila og ef ekki verður spomað við þeirri þróun mála endar það með því að Rúmenía leysist upp, eins og Júgó- slavía og Tékkóslóvakía. Danskur fréttamaður segir að Fun- ar sé kallaður ,J4ilosevic Rúmeníu". Stígandi hiti í þjóðernishyggju Serba út af deilunum kringum Petre Roman — „gyöingar stálu bylt- ingunni". Kosovo og albanska þjóðemism- innihlutann varð Milosevic mjög til framdráttar. Með því að líkja Funar við hann er átt við að hann reyni að notfæra sér ýfingamar kringum ungverska þjóðemisminnihlutann í Transsylvaníu til að hefjast til æðstu valda í Rúmeníu. Menn „gamla kerfis- ins“ áhrífamiklir Erlendir fréttaskýrendur eru sumir á því að fleiri og fleiri Rúmenar horfi nú vonaraugum til Funars sem „sterks manns með jámhönd" sem koma muni málunum í lag, nái hann völdum. Lífskjör þarlendis em í bágasta lagi, miðað við það sem gerist í Evrópu, og eins og víðar í fyrrverandi kommúnískum löndum hefur þar orðið bið á því að vonir um að allt breyttist til batnaðar með lýð- ræðinu rættust. Þar að auki er vest- rænt lýðræði líklega nokkuð fram- andlegur vemleiki fyrir flestum Rúmenum. Svo er að heyra að nokk- uð algeng skoðun þar sé að helsta breytingin frá Ceausescutímanum sé meiri ringulreið. Menn „gamla kerfisins" em þar að auki síður en svo úr sögunni í Rúm- eníu lýðræðisins. Þeir komust raun- ar margir eða kannski flestir klakk- lítið yfir byltinguna í árslok 1989. Kommúnistaflokkurinn fordæmdi þá í snarheitum leiðtoga sinn Ce- ausescu, skipti um nafn og lýsti sig lýðræðisflokk. Óánægja Rúmena með þennan harðráða flokk (sem eftir byltinguna nefndist Þjóðfrelsis- fylking) reyndist ekki vera meiri en svo að í þingkosningunum 1990 fékk hann hreinan meirihluta greiddra atkvæða. Flokkurinn er nú að vísu klofinn, en menn hans em margir áhrifamiklir áfram. Leyni- þjónusta landsins, sem nefnist Upp- lýsingaþjónusta Rúmeníu, er þannig að sögn skipuð mikið til liðsmönn- um Securitate, leyniþjónustu Ce- ausescus, sem var stjómtæki hans öðmm stofnunum fremur. Margir róttækustu þjóðernissinna Rúm- eníu em fyrrverandi Securitate-lið- ar og líkur benda til að Funar hafi haldgóð sambönd við Upplýsinga- þjónustuna. Sú fjölþjóðlega samstaða með íbú- um rúmenska hluta Karpataskálar- innar, sem í ljós kom í uppreisninni fegn Ceausescu, stóð ekki lengi. róður rúmenskra þjóðemissinna, Funars og annarra, olli þar að lík- indum nokkm um en trúlega einnig viðhorf fólks af ungverska þjóðem- isminnihlutanum, sem aldrei hefur sætt sig vel við rúmensku yfirráðin. Upp úr sauð þegar í mars 1990 í transsylvönsku borginni Tirgu Mur- es, þar sem helmingur af um 170.000 íbúum em ungverskættað- ir. Kom þar til götubardaga milli Rúmena og Ungverja, sex vom drepnir og fjölmargir særðir. Dakar kallaðir til vitnis Síðan hefur frekar sigið á ógæfu- hliðina í samskiptum rúmensk- og ungverskættaðra Transsylvana, einkum þó frá borgar- og sveitar- stjómakosningunum í febrúar á síð- asta ári, er Funar var kjörinn borg- arstjóri í Cluj, þar sem fjórðungur íbúa er ungverskur. Skömmu eftir kosningarnar braust lögreglan þar inn í kirkjur og á heimili Ungverja, samkvæmt ábendingu frá Upplýs- ingaþjónustunni, sem skotið hafði því að lögreglunni að Ungverjar söfnuðu vopnum á laun. Síðan hef- ur Funar á ýmsan hátt þrengt að ungverskum borgarbúum eða gert ráðstafanir, sem ætla má að þeir líti á sem ögranir. Hann hefur þannig bannað ungverskt kapalsjónvarp, á þeim forsendum að Transsylvaníu- Ungverjar hafi notað það til leyni- sambanda við Búdapest. Einnig hef- ur hann skert fundafrelsi Ungverja og fyrirskipað útvarps- og sjónvarps- stöðvum í borginni að nefna staöi aðeins rúmenskum nöfnum þeirra. Það er talsvert mál í TVanssylvaníu, þar sem margir staðir eru þekktir undir ungverskum og þýskum nöfn- um frá gamalli tíð. Götur í Cluj, sem hétu t.d. eftir Bela Bartok, ung- versku tónskáldi fæddu í Transsyl- vaníu, hafa verið skírðar upp og nefndar í staðinn eftir meira eða minna þekktum Rúmenum, þ.á m. Ion Antonescu, sem stjómaði land- inu einvaldur 1940-44. Ungverjar Transsylvaníu, sem telja að þjóð þeirra eigi virðulegri sögu að baki en sú rúmenska og líta að nokkrum líkindum svo á að Ung- verjar séu a.m.k. eins merk menn- ingarþjóð og Rúmenar, gerast æ reiðari út af áminnstum tiltektum. Hið sama gildir um marga Ungverja í Ungverjalandi. Þar er þjóðemis- hyggjan einnig á uppleið og einnig þar er eitthvað um róttæka þjóðern- issinna, sem endurreisa vilja það Stór-Ungverjaland er hvarf úr sög- unni með TVianonsamningi. Þjóðernissinnar beggja leita ekki aðeins skammt, heldur og langt aft- ur í söguna til að „sanna" að TVans- sylvanía sé með réttu rúmensk/ung- versk eign. Þeir ungversku benda á að Transsylvanía hafi orðið hluti af ungverska ríkinu svo að segja um leið og það var stofnað, í lok 9. aldar er Ungverjar, komnir austan af gresjum Austur-Evrópu, settust að í landi því er síðan hefiir verið við þá kennt. Á móti benda Rúmenar á að austurhluti Karpataskálar var land Daka, þrakneskrar fornþjóðar sem Rúmenar telja sig komna af í beinan legg. Sumra fræðimanna mál er hinsvegar að Rúmenar séu fremur afkomendur fólks af vestanverðum Balkanskaga, mælandi á latínumál- lýskur, sem flutt hafi sig á síðari hluta miðalda til landa þeirra er nú heita Rúmenía. Norrænn öldrunarmáladagur Heilbrigðis- og tryggingamáiaráðuneytið boðar til norrænnar ráðstefnu um öldrunarmál að Hótel Loftleiðum fimmtudaginn 19. ágúst 1993. Allir frummælendur gegna lykilstöðum varö- andi öldrunarmál. Dagskrá verður, sem hér segir: Kl. 09:00 Skráning. Kl. 09:20 Ráðstefnan sett: Hr. GuðmundurÁmi Stefánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. KI. 09:30 Greiðsiufyrirkomulag fyrir öldrunarþjónustu. Fyririesari verður Sigbrit Holmberg deildarstjóri, frá Svíþjóð. Kl. 10:00 Sjálfboðaliðar í öldrunarþjónustunni. Fyririesari verður Eli Sundby deiidarstjóri, frá Noregi. Kl. 10:30 Kaffihlé. Kl. 11:00 Breytingará þjónustustigi. Fyririesari verður Dorte Höeg deildarstjóri, frá Danmörku. Kl. 11:30 Breytingar á öldrunarþjónustunni i Finnlandi. Fyririesari verður Marja Vaarama öldrunarfræðing- ur, frá Finnlandi. Kl. 12:00 Hádegisverður. Kl. 13:30 Fjármál og rekstur. Nýjar hugmyndir og spurningar. Fyririesari verður Ásgeir Jóhannesson, formaður Samstarfsnefndar um málefni aldraðra, frá Islandi. Kl. 14:00 Umræður verða í hópum um fyririestrana. Kl. 15:00 Kaffihlé. Kl. 15:30 Niðurstöður hópumræðna. Kl. 16:00 Dagskráriok. Islenskum ágripum úr fyrirlestrunum verður dreift til þátttakenda. Auk þess sem túlkur verður á staðnum. Fundarstjóri verður Hrafn Pálsson, deildarstjóri öldrunarmála í Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Ráðstefnugjald verður 2.500 krónur. Innifalinn er hádegisveröur og kaffi. Þátttaka tilkynnist ráðuneytinu fyrir 10. ágúst 1993. Heiibrigðis- og tryggingamálaráöuneytið r----------------------------\ Skógræktarstöðin BARRI HF Egilsstöðum Skógarplöntur í fjölpottum: - íslenskt birki - Sitkagreni - Hengibjörk - Rússalerki - Blágreni - Stafafura Gróðursetningaverkfæri: - Cróðursetningastafur - Gróðursetningarör - Fjölpottabelti jarðvegsefni og áburður: - Smitmold í sekkjum - Gróðurmold f sekkjum - Perlusteinn, jarðvegsbætandi - Fljótandi áburður Tekið við pöntunum í síma 97-12370 og 12371 Fax 97-12376 ORHREINSIR Náttúrulegt hreinsiefni á vaska, í niðurföll, skólpleiðslur o.fl. Brýtur niður úrgangsefni í rotþróm og skólpleiðslum. SKAÐLAUST UMHVERFINU VÉLA- OG SKIPAÞJÓNUSTAN FRAMTAK HF. Drangahrauni 1B, 220 Hafnarfirði, sími (91) 652556

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.