Tíminn - 30.07.1993, Blaðsíða 10

Tíminn - 30.07.1993, Blaðsíða 10
10 Tíminn Föstudagur 30. júlí 1993 Rlnarfljót þrýstir sér I gegnum þröng gljúfur á leiö sinni niöur úr Ölpunum. Niöur þessa gjá hefur fljótiö runniö um árþúsundir. Farmskip allt aö tvö þúsund tonn aö stærö geta siglt alla leiö upp til Rheinfall I Sviss. Mest ber hér þó á feröamönn- um sem viröa fyrir sér hiö volduga fljót steypast niöur 24 metra fall. BLÓÐRAUTT RÍNARFLJÓT KAUPFÉLAG ÁRNESINGA BIFREIÐASMIÐJUR 23 98-22000 Varahlutaverslun Höfum stórbætt vöruúrvalið. Beinn innflutningur á varahlutum til land- búnaðar. Sala á notuðum og nýjum vélum. Bílaverkstæði Veitum fullkomna þjónustu fyrir Toyotaumboðið, Heklu h/f, Bílheima h/f, Brimborg h/f, Bifreiðar og landbúnaðarvélar. Höfum eitt fullkomnasta hjólastillingartæki á Suðurlandi og eitt allra fullkomnasta bílaverkstæði á landinu. Smurstöð — ESSO Olíur fyrir stóra og litla bíla. Hjólbarðaverkstæði, hjólbarðasala. Rafmagnsverkstæði — mótorvindingar, raflagnir, viðgerðir. Gerum tilboð ef óskað er. Vélsmiöja — nýbyggingar, kælivélaþjónusta. Öll vélsmíðaþjónusta. Framleiðsla á mykjudreifurum, tankdreifurum, kastdreifurum, sturtu- vögnum, snjótönnum, flutningakössum á sendibíla og vörubíla. Gerum tilboð í stór og smá verk, svo sem stálmannvirkjagerð, pípu- lagnir, bílaréttingar og bílamálun. Höfum einn stærsta málningarklefa landsins. Fullkomið renniverkstæði. Pípulagningaþjónusta. Heimsálfan okkar Evrópa, breytist stöðugt og saga hennar er blóði drifin — þjóðir klofna, fæðast og deyja. Rínarfljót hefur þó einatt runnið í farvegi sínum sem líkja má við slagæð. Fljótið hefur gegnt hlutverki bæði í sambandi við verslun og friðsamlegar samgöngur sem og í styrjöldum og menn hafa nýtt sér eilíft streymi fljótsins síðan á steinöld. Bændur á steinöld gátu ólíkt veiði- mönnum séð sér fyrir tryggum mat- arforða allt árið. í stað þess að treysta á framboð villtra veiðidýra tóku menn að halda búpening, rækta og birgja sig upp. Þessi er ein af ástæðum þess að íbúum Evrópu tók að fjölga mjög síðustu árþús- undin fyrir Krists burð. Á bökkum stórfljóta Evrópu risu þorp. Milli Rínar, Dónár og Mains bjuggu bjóðflokkar sem náðu tök- um á því að nýta sér járn. Þetta voru Keltar og báru þeir ægishjálm yfir aðra bjóðflokka í Evrópu allt til þess að þeir voru ofurliði bornir af herj- um Rómverja. Rómarveldi óx og þandist út allt til Rínarfljóts sem markaði nyrstu landamæri heims- veldisins. Frankar Nokkrum öldum eftir Krists burð tóku Húnar á sléttum Asíu að bæra á sér. Þeir sóttu til vesturs og fóru ríðandi með hernaði og ráku á und- an sér fólk af slavneskum og ger- mönskum uppruna. Einn þessara bjóðflokka nefndist Frankar en beir voru germanskir. Þeir hröktust undan Húnum yfir Rínarfljót og inn í Rómarveldi. Eftir hrun rómverska ríkisins kom smám saman til sög- unnar ríki Franka sem varð stór- veldi undir stjórn Karls mikla, eða Karlamagnúsar og bandist út yfir mestalla Evrópu. Ríki Franka skiptist á níundu öld upp milli þriggja konungssona: Karl hinn sköllótti réði landssvæði því sem seinna fékk nafnið Frakkland, Loðvík hinn býski fékk hluta þess lands sem síðar varð Þýskaland en landræman ber • rnilli féll í hlut Lothars og eimir enn eftir af ríki hans f nafni Lothringen-héraðs skammt frá Alsace. Einni brú um of Næsta stórveldi sem reis í Evrópu var Þýsk-rómverska ríkið sem náði frá Eystrasalti til Miðjarðarhafs. Þegar Napóleon lagði undir sig leif- ar þess ríkis um öndverða nítjándu öldina hafði Strassbourg þegar verið frönsk borg í hundrað ár. Síðar end- urheimtu Þjóðverjar borgina, en eftir heimsstyrjöldina fyrri varð hún frönsk á nýjan leik. Fáeinum ára- tugum síðar skipuðust mál enn á anna veg, þegar herir Hitlers lögðu borgina og Alsacehérað undir sig. Alsace er nú enn á ný, að síðari heimsstyrjöld lokinni, orðið franskt hérað en í Strassbourg óma flestall- ar tungur Evrópu enda hafa aðsetur í þessari borg, með langa stríðssögu sína, fjölbjóðastofnanir eins og Evr- ópubingið og Evrópuráðið. Meðfram Rínarfljóti má víða finna leifar þeirra bjóðflokka sem þar bjuggu fyrrum. Þar eru steinaldar- þorp og -bæir, keltneskar konunga- grafir, rómverskir kastalar, barok- I friösæld.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.