Tíminn - 30.07.1993, Side 13

Tíminn - 30.07.1993, Side 13
Föstudagur 30. júlí 1993 Tíminn 13 I bókun VII búvðrusamningnum segir aö variö skuli 2 miitjöröum til landgræöslu og uppgræöslustarfa á gildistlma samningsins. Efndir á þessu hafa ekki sést ennþá. Er hægt að stórauka störf við landgræðslu á vegum bænda? 120 bænduríupp- græðslu heimalanda AUGLYSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00 1984-1.fl. 01.08.93-01.02.94 kr. 62.271,00 *)lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Um 120 bændur víðs vegar um landið taka í ár þátt í samstarfsverkefni við Landgræðsluna og sveitarfélög um uppgræðslu heimalanda. Unnið er að uppgræðslu á alls um 800 hekturum lands og er árangur góður, að sögn forsvarsmanna. Samtals er dreift um 320 tonnum af áburði í tengslum við þetta verkefni í ár. Samvinnuverkefninu um upp- græðslu heimalanda var hleypt af stokkunum fyrir þremur árum, en þátttakendur hafa aldrei verið fleiri en í ár. Það er hugsað til þess að koma til móts við almennan upp- græðsluáhuga bænda. Fyrirkomu- lagið er þannig að Landgræðslan leggur til helming áburðar á móti viðkomandi bónda og stendur jafn- framt straum af öllum kostnaði við frækaup. Bóndinn fær greiddar 10 þúsund krónur fyrir flutning og dreifingu á áburðinum. Þetta sam- svarar því að 90% af áburðinum sé greitt, en bóndinn leggi til vinn- una. Nokkur sveitarfélög hafa lagt til áburð og heildarmagn í þeim tilvik- um verið um 4 tonn að meðaltali á hvert býli. Af 320 tonnum af áburði á þessu ári leggur Landgræðslan til 170 tonn og nemur kostnaður af því um 12 milljónum króna. Bænd- ur sjálfir og viðkomandi sveitarfé- lög leggja fram 150 tonn af áburði. Uppgræðsla heimalanda verður sí- fellt mikilvægari þáttur í starfi Landgræðslunnar, en steftian er sú að virkja bændur í auknum mæli til starfa á þessu sviði. Þær upplýsing- ar fengust hjá talsmanni Land- græðslunnar í Gunnarsholti að all- stór hópur bænda hefði óskað eftir samstarfi, en fjárráð leyfi ekki auk- in umsvif, eins og sakir standi. Æskilegt væri hins vegar að minnst 100 bændur bættust í hópinn á næsta ári. Sem dæmi um vaxandi þátttöku bænda í landgræðslustörfum má nefna að bændur í Þingeyjarsýslum tóku að sér í ár öll þau verkefni, sem þar voru unnin með land- græðsluflugvélum áður. Sama þró- unin er víðar. Búið er að stofna landgræðslufélög í öræfum og Vopnafirði og fleiri eru í undirbún- ingi. I bókun VI í núgildandi búvöru- samningi er lagt til að varið verði tveimur milljörðum til land- græðslu og uppgræðslustarfa á gildistíma samningsins. Við þetta ákvæði hefur hins vegar ekki verið staðið. Kostnaður Landgræðslunn- ar vegna landgræðslustarfa bænda nam 25 milljónum króna á síðasta ári og er gert ráð fyrir heldur hærri upphæð í ár. Þessu hefúr verið mætt með skerðingu á öðrum fjár- lagaliðum, þar sem ekkert viðbótar- fjármagn hefúr komið til. í bréfi, sem Landgræðslan sendi Stéttarsambandi bænda nýlega, segin „Unnt væri að stórauka störf við landgræðslu á vegum bænda; við sáningu, áburðardreifingu, girðingarvinnu o.fl. Til þess að svo geti orðið skortir stofnunina hins vegar fjármagn. Að því er hagsmuni bænda varðar á það ekki síst við um Iaunaliðina, sem værí mjög í anda bókunar VI.“ Nýjum stoðum skotið undir landgræðsluskógaverk- efni Skógræktarinnar: 6 milljónum trjáa plantað í ár Ráðgert er að í ár verði gróðursettar 6 milljónir trjáplantna á landinu, sem eiga að þekja 2400 hektara lands, en það er um 2% aukning á núverandi skóglendi. í dag þekur skógur einungis um 1% landsins, en áætlað er að 3,8 milljónir hektara lands hafi tapast frá landnámi. Að sögn Jóns Loftssonar, skógrækt- arstjóra hjá Skógrækt ríkisins, er það almenn skoðun í þeirra herbúð- um að afstaða almennings og trú á skógrækt hafi aldei verið jafn já- kvæð og nú. Það viðhorf sé ríkjandi, að til þess að stöðva landeyðingu varanlega, sé nauðsynlegt að rækta skóga sem verði þess umkomnir að hefta gróðureyðingu og hefja þrótt- mikið náttúrulegt landnám á ís- landi. Nýjasti og öflugasti stuðningsaðili Skógræktarinnar á þessu sviði er Skeljungur hf., þar sem að stjóm og starfsfólk hefur sameinast um að leggja skógrækt lið. Þetta er gert með ótímabundnum fjárstuðningi, sem hófst með 4 milljóna króna framlagi í vor og er tengdur veltu og innkomu hjá Skeljungi í tengslum við samvinnu við Skógrækt ríkisins. Búist er við að framlagið verði alls 8 milljónir króna í ár. Eitt af aðalverkeftium Skógræktar- innar í ár eru landgræðsluskógamir, en það hófst með miklum stuðningi frá einstaklingum og einkaaðilum árið 1990. Þeir peningar sem koma inn frá Skeljungi munu fyrst um sinn renna óskiptir til þessa verkefn- is, en fyrir 4 milljónir króna er hægt að greiða 200 þúsund trjáplöntur. Markmiðið er f samræmi við ákvæði skógræktarlaganna, en það er „að vemda, friða og rækta skóga og skógaríeifar sem til eru í landinu." Frá því að landgræðsluskógaverk- efninu var hrint af stað fyrir þremur ámm hafa þúsundir einstaklinga lagt hönd á plóginn við gróðursetn- ingu og plöntun og að sögn skóg- ræktarstjóra em bundnar vonir við að hægt verði að styðja enn betur við þetta sjálfboðaliðastarf með þátt- töku Skeljungs í fiármögnuninni. í landgræðsluskógaverkefninu felst auk þess að veita einstaklingum er vinna markvisst að skógrækt í eigin landi, styrkur í formi plantna til gróðursetningar og skógíræðileg ráðgjöf. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, júlí 1993. SEÐLABANKI ÍSLANDS Traustur banki

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.