Tíminn - 30.07.1993, Síða 17

Tíminn - 30.07.1993, Síða 17
Föstudagur 30. júlí 1993 Tíminn 17 1939; síðan lá leiðin í Bændaskól- ann á Hvanneyri og hann varð bú- fræðingur vorið 1942. Síðan gerð- ist hann bóndi að Hjaltastað í nokkur ár eða þar til hann ákveður að fara til framhaldsnáms við Framhaldsdeildina á Hvanneyri haustið 1949. Hann útskrifaðist búfræðikandídat þaðan vorið 1951 með góðum vitnisburði, enda námsmaður ágætur. Hinn 16. desember 1945 kvænist Páll eftirlifandi konu sinni, Ing- unni Gunnarsdóttur ljósmóður frá Hjaltastað, greindri og mikilhæfri konu. Hún er einnig af austfirsk- um ættum komin. Að loknu námi á Hvanneyri setj- ast þau að þar og Páll verður ráðu- nautur hjá Sambandi nautgripa- ræktarfélaga í Borgarfirði, en vor- ið 1954 hverfa þau til átthaganna og Páll gerist ráðunautur hjá Bún- aðarsambandi Austurlands með aðsetri á Egilsstöðum. Því starfi gegndi hann til ársloka 1988 að undanteknu fimm ára tímabili er hann vann hjá Rannsóknarstofn- un landbúnaðarins og við jarð- ræktartilraunir á Skriðuklaustri. Þetta er í stórum dráttum starfs- ferill Páls, en segir lítið um mann- inn annað en það, að hann kaus að helga sig störfum fyrir landbúnað- inn. Fyrstu kynni mín af Páli og Ing- unni konu hans voru á Hvanneyri þegar ég dvaldi þar við nám, en Páll var ráðunautur hjá Borgfirð- ingum. Þau kynni áttu eftir að verða mikil og góð síðar, því sum- arið 1956 réðst ég sem aðstoðar- maður hjá Búnaðarsambandi Austurlands á milli námsára í bú- vísindadeild. Bjó ég þá hjá Ingunni og Páli á heimili þeirra í Hvassa- felli. Leið mér vel þar, því hjónin voru bæði afar þægileg og ég varð eiginlega, án þess að verða mikið var við, eins og einn af fjölskyld- unni. Vorið eftir, 1957, réðst svo, að við hjónin fluttum til Austur- lands og ég hóf störf sem ráðu- nautur hjá Búnaðarsambandinu. Mikill skortur var þá á húsnæði á Egilsstöðum og ekki auðvelt um útvegun þess, enda kauptúnið þá í örum vexti. Til þess að leysa málið buðust Páll og Ingunn til að rýma til í Hvassafelli og láta okkur í té tvö herbergi og aðgang að eldhúsi sínu. Auk þess var skrifstofa Bún- aðarsambandsins í húsinu. Eftirá að hyggja finnst mér með ólíkindum hvemig þetta gat geng- ið og raunar undarlegt að þau skyldu þora að hleypa ókunnugu fólki inn á sig. Svona var þetta þau tvö ár, sem við bjuggum á Egils- stöðum. Þrátt fyrir að þröngt væri búið minnist ég þess ekki, að nokkurntímann hafi komið upp sambúðarvandamál þennan tíma. Það var ekki síst Ingunni og Páli að þakka og að konur okkar áttu vel saman. Margir komu á skrif- stofu sambandsins og oft var hellt upp á könnuna, enda hjónin með afbrigðum gestrisin og þægileg í viðmóti. Veit ég að margir minn- ast góðra stunda við spjall í eld- húsinu eða stofu og ekki skorti umræðuefnið. Hjónin bæði greind og vel menntuð og heimilið lifði og hrærðist í þeim viðfangsefnum, sem Páll var að fást við. Sjaldan fóru menn bónleiðir til búðar frá Páli, ef hann gat fundið lausn og orðið að liði, enda leituðu bændur mikið ráða til hans á þessum ár- um. Páll hafði gaman af rannsóknum og tilraunum og var oft fús til þess að gera hið óvenjulega. Þurfti oft ekki nema rétt aðeins að ýta við honum. Mér er í fersku minni þeg- ar við ræddum eitt sinn um hversu erfitt væri að halda góðu sambandi við bændur norðan Smjörvatnsheiðar vegna sam- gönguerfiðleika. Töldum við að mikla nauðsyn bæri til að gera veg milli Héraðs og Vopnafjarðar. Til þess að ýta við ráðamönnum ákváðum við eitt sinn sumarið 1958 að fara á Land Rovernum yfir Smjörvatnsheiði. Við bjuggum okkur út með skóflur og tilheyr- andi útbúnað og lögðum á heiðina upp frá Hofteigi. Ferðin gekk merkilega vel og í Hrappsstaði í Vopnafirði komum við laust eftir háttatíma, öllum að óvörum. Vopnfirðingar trúðu því varla að við hefðum komið yfir Smjör- vatnsheiði. Þrátt fyrir þessa tilraun okkar Páls að hvetja til bættra samgangna við Vopnafjörð hefur lítið gerst í þeim efnum. Um manninn Pál væri margt hægt að segja, en verður ekki gert hér. Það yrði of langt mál, ef gera ætti því skil sem vert væri. En eitt verð ég að segja, að ekki hefði ég viljað missa af því tækifæri að kynnast Páli. Það var góður skóli að starfa með honum, enda mað- urinn vitur og gott var að eiga hann að vini. Hann gat verið gam- ansamur í besta lagi og oft komu hnyttin tilsvör frá honum, sem ekki gleymast. Þeir, sem gerst þekktu, vissu líka að hann var hag- orður, en flíkaði því lítt. Af sér- stöku tilefni s.I. haust sendi hann okkur hjónum ljóð, sem okkur þykir vænt um og munum geyma. Það er varla að maður trúi því enn, að Páll sé horfinn sjónum okkar. S.l. vetur heimsóttu þau hjónin okkur og var sú stund okk- ur til mikillar ánægju, eins og endranær. Þá átti ég þess kost þann 9. júní s.l. að koma á heimili þeirra að Útgarði á Egilsstöðum. Ekki hvarflaði það að mér þá að við ættum ekki eftir að eiga endur- fundi síðar. Ég er samt þakklátur fyrir að hafa notið samverustundar með þeim hjónum þá. Þeim var glatt í sinni eins og oftar og við skruppum saman með Jóhanni bónda út í Breiðavað í síðdegis- kaffi. Páll og Ingunn voru traustir vin- ir sem ekki gleymast. Þau áttu allt- af hlýlegt heimili, sem gott var að koma á. Þau eignuðust þrjá syni, sem bera foreldrum sínum gott vitni. Þeir eru Ófeigur búfræðing- ur og húsasmiður, nú við nám í Samvinnuháskólanum, kvæntur Sigurbjörgu Flosadóttur; Gunnar verkfræðingur, kvæntur Bergrúnu Gunnarsdóttur, og Sigbjörn Ham- ar byggingatæknir, kvæntur Ketil- ríði Benediktsdóttur. Allir hafa synimir gengið menntaveginn eins og foreldramir. Öll eiga þau afkomendur sem vom augasteinar afa og ömmu. Páll var kvaddur frá Egilsstaða- kirkju 10. júlí s.l., að viðstöddu fjölmenni. Að lokum viljum við María enda þessi orð með broti úr ljóðinu sem Páll orti til okkar og gerum þau að okkar kveðjum þegar við hugsum til þeirra hjóna. „Strengir hrærast í huga ef horft er til liðinna daga með ykkur, vinir, er áttum ófáar gleðistundir. “ Kæra Ingunn og fjölskylda. Við sendum ykkur innilegustu samúð- arkveðjur og vonum að gleði- stundimar með Páli verði ykkur efst í huga, þegar frá líður. Leifur Kr. Jóhannesson Páll Sigbjörnsson, fyrrverandi héraðsráðunautur á Egilsstöðum, varð bráðkvaddur hinn 6. júlí sl. þar sem hann var að planta trjám í trjálundi á fæðingarjörð sinni, Rauðholti í Hjaltastaðaþinghá. Fundum okkar Páls bar fyrst saman þegar ég var vinnumaður á Skriðuklaustri sumurin 1958 og 1959. Kynni okkar hófust hins vegar ekki fyrr en ég flyt að Klaustri árið 1962 til að taka þar við tilraunastjórastöðu. Búnaðar- samband Austurlands og tilrauna- stöðin unnu að sömu málum hvort frá sinni hlið, leiðbeiningum og rannsóknum í landbúnaði, sem jafnframt var meginlífsbjörg íbúa svæðisins, þannig að tilefni til samskipta og samstarfs vom næg. Við það bættist að Páll var sérstak- ur áhugamaður um rannsóknir og þekkingarleit, sem enn jók á sam- skiptin. Fljótt kom þó í ljós að í samskipt- um okkar var það Páll sem var gef- andinn og ég þiggjandinn. Bæði var það að mig skorti reynslu, ný- kominn frá prófborði, en Páll var eldri og reyndur í starfi. Það sagði þó ekki alía sögu, heldur hitt að Páll var fræðari af guðs náð og sem slíkra var fræðsla hans jafnt mað- urinn sjálfur, verk hans og fram- koma, eins og orð hans og skoðan- ir. Mikið og náið samband tókst á þessum árum milli Búnaðarsam- bands Austurlands og Tilrauna- stöðvarinnar á Skriðuklaustri um framkvæmd dreifðra tilrauna í jarðrækt á sambandssvæðinu. Af hálfú Búnaðarsambandsins átti Páll stærstan þátt í að svo tókst til. í tengslum við þetta samstarf voru mikil ferðalög og góð tækifæri til samræðna, sem jafhframt leiddu til persónulegra kynna fjölskyldna okkar utan vinnutíma. Þau sam- skipti öll eru ein af mörgum dýr- mætum minningum mínum frá veru minni á Austurlandi. Þær minningar eru allar hver með sínu móti, en minningin um Pál er tengd einstaklega frjóum huga hans og skarpskyggni við að kafa undir yfirborð hlutanna. Annað, sem einkenndi Pál, var heiðarleiki hans og samviskusemi, jafhframt því sem hann var ein- staklega laus við alla sérdrægni. Hann myndaði sér sjálfstæðar skoðanir á flestum málum og lét sig engu varða hvort þær væru í samræmi við viðteknar skoðanir eða nytu meirihlutafylgis. Jafn- framt átti hann auðvelt með að umbera skoðanir annars fólks og sóttist ekki eftir fylgi annarra við sig. Með þessu móti kallaði hann á að viðmælandi hans myndaði sér einnig sínar eigin skoðanir, þann- ig að úr yrði frjó umræða. Þegar upp var staðið var það því á við há- skólanám að vera miðlað af brunni þekkingar og lífsskoðana Páls Sig- björnssonar. Hann átti einnig þann'eiginleika, sem kenndur er við prófessora, að geta verið ann- ars hugar og gleyminn og sögur af því alþekktar um Austurland. Hér hefur Páli verið lýst með al- mennum orðum, en sem dæmi um málefni, sem Páll hugsaði dýpra en allir aðrir menn sem ég hef kynnst, var búskaparsaga Aust- urlands á þessari öld í tengslum við aðra atvinnustarfsemi í lands- fjórðungnum. Alkunna er að Aust- urland og þar með Fljótsdalshérað var í fararbroddi um atvinnuupp- byggingu frá því síðla á síðustu öld, að Norðmenn hófu þar at- vinnurekstur sinn, og fram undir 1920. Eftir það tóku aðrir lands- fjórðungar við sér og fóru fram úr Austurlandi í þessum efnum. Þetta ræddi Páll við mig af dýpri skiln- ingi, en þarna liggja að baki marg- ir samverkandi þættir, sumir aug- ljósir en aðrir ekki eins. Páll Sigbjörnsson var ræktunar- maður í fleiri en einum skilningi. Hann gekk skógræktarhugsjón- inni á hönd og sat lengi í stjóm Skógræktarfélags Austurlands á þeim ámm sem skógrækt og bú- fjárhald voru ekki að öllu leyti samstiga hér á landi. Þetta áhuga- mál tók huga hans og starfsorku jafnvel enn sterkari tökum þegar um hægðist í ráðunautsstarfi hans, eins og kringumstæður við fráfall hans sýndu. En Páll stund- aði einnig með vaxandi áhuga eftir því sem á ævi hans leið ræktun huga síns. Hann var áhugamaður um mystik og las sér til og iðkaði þau fræði fram til hins síðasta. Kona Páls var Ingunn Gunnars- dóttir, jafningi hans og stoð og stytta og átti sinn ómælda þátt í því hve mikið tilhlökkunarefhi það ætíð var að koma inn á heimili þeirra eða eiga von á þeim í heim- sókn. Þau áttu þrjá syni sem upp komust. Ég votta þeim og öðrum aðstand- endum þeirra dýpstu samúð okkar hjóna. Matthías Eggertsson Kristinn Guðjón Olafsson Fæddur 4. október 1926 Dáinn23.júlí 1993 Það er stirður og stífur penninn minn, þegar ég minnist vinar míns, Kristins Guðjóns Ólafsson- ar. Við kynntumst um tvítugt og vináttan hefúr varað í fjörutíu ár. Við áttum ekki samleið um tíma, ég var erlendis og svo þegar ég var heima var hann oft á sjó eða við vinnu úti á landi. Heldur hallaði undan fæti hjá honum með heils- una þegar hann varð eldri og ný- lega gekk hann undir allmikla að- gerð. Hann var þá svo lánsamur að geta fengið íbúð við hæfi þar sem stigar urðu honum ekki til trafala og þökk sé þeim sem sáu um það. Kristinn lifði og hrærðist í flug- inu og hann vissi nánast allt um flugvélar, sem vert var að vita og flug yfirleitt. Þvf miður olli liða- gigt því að hann gat ekki gert flug að lífsstarfi sínu, eins og hann þráði svo mjög. Hann gat talað endalaust um flug. Hann gerði mér það sem vinargreiða að ræða þetta ekki við mig, vegna flug- hræðslu minnar. Þetta vissi hann og tók fullt tillit til þess. Ég votta börnum, bamabömum, systkinum og öðrum skyldmenn- um Kristins mína innilegustu samúð og ekki síst Sigurlaugu móðursystur hans, sem sýndi hon- um mikla ræktarsemi á þeirri leið einfarans, sem hann kaus að fara hin síðari ár. „Drottinn minn gefi dánum ró, en hinum líkn er lifa. “ Svavar Guðni Svavarsson r Sigurður Olafsson söngyari Mjólkurbíllinn stoppaði við brú- arsporðinn og ég hentist í rútuna. Hafði fengið að koma í bæinn úr sveitinni 17. júní. í miðbænum var aragrúi manns, suddarigning og kalt. Skyndilega byrjaði maður- inn á senunni að syngja og hljóm- sveit að spila. Hinn hnípni mann- grúi breyttist umsvifalaust í dans- andi mannfagnað. Mikið óskaplega dáði ég þennan töframann tónlist- arinnar. Sólskin skein í hverju hjarta og ástin blómstraði, þrátt fyrir rigningu og kulda. Þessi maður var Sigurður Ólafsson. Foreldrar mínir voru með hesta- mennskuna í blóðinu og mamma lét ekki Fákskappreiðarnar sjálf- viljug framhjá sér fara. Sögurnar gengu yfir heimilishaldið. Þvflík glæsimenni hann Sigurður á Glettu og þeir Varmadalsbræður Þorgeir í Gufunesi og Jón. Og sprettimir. Var þetta ekki yfirnátt- úrulegur hraði? Hvað hrossin gátu verið falleg. Svo gerðu þeir að gamni sínu líka. Þvflíkir menn, hvflíkir hestar og þvflíkir tímar. Skyldi Gletta liggja á skeiðinu næst? Sigurður tók mig fyrir löngu síð- an tali og sagðist þykja ákaflega vænt um afa minn í Tryggvaskála. MIUHIlir ^ IwlIIHlHlll ^ „Ég var nefnilega sendur í sveit, en strauk og kom seint um kvöld í Skálann. Afi þinn tók á móti mér brosandi, gaf mér að borða, hest- inum hey og leyfði mér að sofa. Ég hélt svo áfram um nóttina og ekki orð um það meira.“ Sigurður seldi mér hest, Y1 frá Austvaðsholti, sagði að Inga Val- fríður sín — Snúlla — þyrfti eld- húsinnréttingu. Ylur er leirljós töltari og hefur minnst valdið tveimur ástarsamböndum í fjöl- skyldunni. Þau Sigurður og Snúlla hafa jafnan fylgst með hestinum af gleði. Erling sonur þeirra seldi mér Glófaxa frá Vallholti. Ekki þarf að spyrja að tamningunni hjá þeim feðgum. Sigurður er af höfðingjum kom- inn, Snæfellingur, frændi Bjama Braga seðlabankastjóra og Hauks á Snorrastöðum. Afkomendur Jóns dýrðarsöngs. Snúlla er af hinu fræga Miðdalsfólki í Mosfellssveit, en munir frá Guðmundi bróður hennar voru mér í æsku staðfest- ing sjálfrar sjálfstæðisbaráttunnar. I aldarfjórðung hef ég stundað nær öll hestamót landsins, oftast með Sigurði og Snúllu, Erling og hestunum þeirra. Vann lengi með Hauki tengdasyni þeirra á Alþýðu- blaðinu. Kraftur, gleði, félagslyndi og listfengi eru eðliskostir sem all- ir dá. Nú syrtir að í mannheimum við fráfall yndislegs vinar og for- ingja, en algóður guð gaf og al- máttugur tekur hann aftur. Því er- um við hans, hvort við lifum eða deyjum. Guölaugur Tryggvi Karisson

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.