Tíminn - 13.08.1993, Qupperneq 2
2 Tíminn
Föstudagur 13. ágúst 1993
íbúðir aldraðra of dýrar. Sigrún Magnúsdóttir:
Þær íbúðir 12>13%
dýrari sem ekki
voru boðnar út
„Efnislega var bókun mín í þá veru
að skýrslan (um byggingarkostnað
íbúða fyrir aldraða) staðfesti það
sem margir hafa haldið fram, að
tbúðir fyrir aldraða borgarbúa væru
of dýrar,“ sagði Sigrún Magnús-
dóttir borgarfulltrúi eftir fund í
Byggingarnefnd aldraðra.
jafnframt sagði ég það mína skoð-
un, að helsta skýringin á því sé sú að
ekki hafi farið fram útboð eða að um
aðra samkeppni hafi verið að ræða í
sambandi við þessar söluíbúðir. Það
ætti líka við um borgina. Hún hefur
heldur ekki boðið út þær þjónustu-
miðstöðvar sem hún hefur byggt í
tengslum við þessar íbúðir, heldur
samið við sömu arkitekta og verk-
taka.“
Við samanburð sem gerður er í
skýrslunni á byggingarkostnaði
kemur í ljós að meðalverð á fer-
metra reyndist um 12—13% dýrara
í þeim 300 íbúðum sem ekki voru
boðnar út heldur en í þeim 82 íbúð-
um sem byggðar voru eftir almennt
útboð, þrátt fyrir að margar þeirra
síðamefndu séu í litlum húsum
og/eða raðhúsum, sem jafnaðarlega
em hlutfallslega dýrari í byggingu
en stærri sambýlishús. Þessi verð-
munur átti bæði við um íbúðir aldr-
aðra sem og íbúðir í félagslega
íbúðakerfinu.
Samanburðurinn náði til 9 bygg-
ingaframkvæmda aldraðra hvar af
almennt útboð fór fram í 5 tilvikum.
Meðalverð á brúttófermetra reyndist
tæplega 72.100 kr. í húsunum sem
boðin vom út, en um 80.300 kr. í
húsum sem byggð vom eftir samn-
ingi við verktaka. Þetta þýðir 820
þús. kr. verðmun á 100 fermetra
íbúð.
Niðurstaðan verður nærri því sú
sama þegar skoðuð em 3 verk í fé-
lagslega íbúðakerfinu. í þeim tveim-
ur verkum sem ekki vom boðin út
var meðalverðið um 66.800 kr. á fer-
metra, en aðeins um 59.100 kr. í því
húsi sem byggt var eftir almennt út-
boð.
Sigrún sagðist ekki hafa fallist á að
standa að bókun sem formaður
Byggingamefndar aldraðra lagði
fram, um að nefndin andmælti stað-
hæfingum skýrslunnar um að lóða-
úthlutun borgarinnar til samtaka
aldraða hafi verið bundin þeim skil-
yrðum að ákveðin byggingarfyrir-
tæki önnuðust framkvæmdir.
Þótt sögur um þetta hafi heyrst oft
og lengi sagði Sigrún það hvergi
skráð á blað, sér vitanlega. Á hinn
bóginn hafi á sínum tíma einn
stjómarmanna Réttarholtssamtak-
anna sagt henni það, að þegar þau
Ioks eftir langa baráttu hefðu fengið
vilyrði fyrir lóð við Víkingsheimilið
þá hafi það verið með því skilyrði að
byggt yrði með Ármannsfelli. Það
hafi því endað með að samtökin
sóttu um lóðina með Ármannsfelli.
- HEI
Laus staða
Staöa forstööumanns Skólaskrifstofu Reykjavíkurborgar
er laus til umsóknar. Ráðið veröur í stöðuna frá 1. október
nk.
Umsóknir berist til skrifstofu borgarstjóra, Ráðhúsi
Reykjavíkur, fyrir 9. september nk.
Borgarstjórinn í Reykjavík
Markús Öm Antonsson
Heilbrígðis- og
tryggingaráðuneytið
Laust lyfsöluleyfi sem
forseti íslands veitir
Laust er til umsóknar lyfsöluleyfi í Kópavogi (Kópavogs
Apótek). Fráfarandi lyfsali gerir kröfu til þess, í samræmi
við 11. gr. laga nr. 76/1982, um lyfjadreifingu, að viðtak-
andi lyfsöluleyfishafi kaupi allan búnað apóteksins og inn-
réttingar þess. Ennfremur kaupi viðtakandi leyfishafi fast-
eign apóteksins en hún er kjallari og jarðhæð austurhluta
byggingarinnar nr. 11, Hamraborg, þar sem apótekið ertil
húsa og meöfylgjandi sameign.
Viðtakandi lyfsali skal hefja rekstur frá og með 1. janúar
1994.
Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um lyfjafræði-
menntun og lyfjafræðistörf, sendist ráðuneytinu fyrir 15.
september nk.
Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið
Atvinnuleysi hefur farið minnkandi frá því í mars, en mjög mismun-
j andi eftir kynjum og stéttum:
Ofaglærðar konur
verða verst úti
Atvinnuleysi meðal kvenna hef-
ur minnkað mun minna heldur
en meðal karla. Þetta á sérstak-
lega við um ófaglærðar konur, en
atvinnuleysi meðal þeirra hefur
aukist verulega í Reykjavík frá
áramótum. Félagsmálaráðherra
ætlar að láta skoða málefni þessa
hóps sérstaklega.
Dregið hefur úr atvinnuleysi
undanfama mánuði, en það
mældist 3,2% í síðasta mánuði.
Atvinnuástandið í ár er þó verra
en á sama b'ma í fyrra og sé mið-
að við síðustu 12 mánuði mælist
nú 3,9% atvinnuleysi á móti 3%
á síðasta ári. Atvinnuleysi mæld-
ist mest f mars á þessu ári eða
5,4%. Minnkun atvinnuleysis nú
má að mestu rekja tí! hefðbund-
innar uppsveiflu á þessum árs-
tíma ásamt átaksverkefnum
sveitarfélaga og ríkis. Þær töiur
Frá kynnlngu atvinnuleyslstatna I félagsmálaráöuneytinu f gaer. J6-
hanna Slguröardóttfrfélagsmálaráöherra vftf fáta skoða málefnl kvenna
sérstaklega.
sem birtast núna eru lægri en
gert var ráð fyrir í spám, en að
sögn Þórðar Friðjónssonar er
spáð 5-6% atvinnuleysi á næsta
Áberandi meira hefur dregið úr
atvinnuleysi karla en kvenna frá
því í mars. Atvinnulausum körl-
um hefur fækkað úr rúmlega
3600 f rúmlega 1700 eða 52%. Á
sama tfma hefur atvinnulausum
konum fækkað úr 3052 f 2660,
sem er ekki nema 13%. Atvinnu-
leysið kemur sérstaklega illa nið-
ur á ófáglærðum konum, en at-
vinnulausum faglærðum konum
í Reykjavík hefur fjölgað frá ára-
mótum úr tæplega 400 í 620. Jó-
hanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra telur að þessi mál
þurfi að skoða sérstaklega.
„Það er að fara í gang starfshóp-
ur á mínum vegum, sem á að
gera tillögur um atvinnuskap-
andi verkefni fyrir konur," sagði
félagsmálaráðherra í gær. „Það
eru til ráðstöfunar í því skyni 60
milljónir króna og ég hef óskað
Skráð atvinnuleysi í júlímánuði sl. skiptist þannig eftir svæðum og kyni
Svæði: Konur Karlar Alls
Höfuðborgarsvæðið 5,1% 2,5% 3,6%
Landsbyggðin 3,8% 1,7% 2,6%
Vesturland 3,5% 1,8% 2,5%
Vestfirðir 2,8% 1,0% 1,7%
Norðurland vestra 3,1% 1,6% 2,2%
Norðurland eystra 5,1% 2,7% 3,7%
Austurland 2,3% 1,8% 2,0%
Suðurland 4,3% 1,7% 2,7%
Suðumes 3,8% 0,8% 1,9%
Landið allt: 4,6% 2,1% 3,2%
eftír því við þennan hóp að hann
skoði sérstaklega verkefni sem
henta þessum konum.
Það er einnig Ijóst að við verð-
um að stuðla að aukinni starfs-
menntun meðal þessa ófaglærða
hóps. Það er komin ákveðin
stefnufesta varðandi starfs-
menntun almennt, sem er helsta
meðalíð sem beitt er í löndunum
f kringum okkur til þess að draga
úr atvinnuleysi."
Félagsmálaráðherra segist f
þessu sambandi vilja Iáta skoða
sérstaklega, hvort raunin sé að
þeir Qármunir sem varið hefur
verið hjá sveitarfélögum til at-
vinnuskapandi verkefna og skap-
að um 2000 störf tímabundið,
hafi frekar nýst konum en körl-
um.
Ákvörðun um borgarstjórnarprófkjör Sjálfstæðismanna í næsta mánuði:
Sigurjón Pétursson, borgarfulltrúi Alþýðubandalags:
Minnihlutinn sam-
einist um oddvita
Búast má við að í næsta mánuði
verði tekin ákvöröun um hvort
beitt verði prófkjöri hjá Sjálfstæð-
isflokknum fyrir borgarsfjómar-
kosningamar í vor. Þá hefur eldd
verið fullreynt hvort minnihluta-
fiokkamir komi sér saman um
borgarstjóraefni. Siguijón Péturs-
son, borgarfulltrúi Alþýðubanda-
lags, vill að oddviti þess flokks
sem fái mest fylgi núverandi
minnihlutaflokka, verði valinn
borgarstjóri.
Margt bendir til að staða Markús-
ar Amar Antonssonar borgarstjóra
sé ekki sterk um þessar mundir og
þegar séu nokkrir borgarfulltrúar
flokksins famir að leggja línumar
fyrir væntanlegt prófkjör. Þar hafa
nöfn þeirra Áma Sigfússonar, Vil-
hjálms Vilhjálmssonar og Katrínar
Fjeldsted heyrst nefnd. Eins og
kunnugt er höfðu þau mikinn hug
á að verma stól Davíðs Oddssonar á
sínum tíma. Því hefúr verið fleygt
að Davíð sé ekki sem ánægðastur
með ffamgöngu Markúsar.
Að sögn Kjartans Gunnarssonar,
framkvæmdastjóra Sjálfstæðis-
flokksins, á að liggja fyrir í næsta
mánuði hvort beitt verði prófkjöri
eða ekki til að velja fulltrúa á lista
flokksins.
Þá er talið að vemlegs uggs gæti
meðal Sjálfstæðismanna um end-
urkomu Alberts Guðmundssonar í
borgarmálin en hann hefur svarað
spumingum þar að lútandi í ve-
fréttastíl.
Á vettvangi minnihlutans er
margt í deiglunni. Það virðist
nokkuð ljóst að Nýr vettvangur
hverfi af sjónarsviðinu en fulltrúar
hreyfingarinnar og Kvennalista
hafa lýst mestum áhuga á sameig-
inlegu borgarstjóraefni og hefur
nafn Ingibjargar Sólrúnar borið
þar hæst.
Nokkuð kveður við annan tón hjá
fulltrúum hinna flokkanna. Þannig
segir Sigurjón Pétursson Abl. að
sér finnist eðlilegast að leyfa kjós-
endum að velja um það hver skuli
vera borgarstjóraefnið með þeim
hætti að oddviti þess flokks sem fái
flest atkvæði verði borgarstjóraefn-
ið. Hann segist þó ekki hafa hafnað
neinum hugmyndum um eitt borg-
arastjóraefni. „Ég hef heldur ekkert
samþykkt,“ segir hann. Fulltrúi
Framsóknarflokksins lýsti yfir and-
stöðu sinni við þessar hugmyndir í
vor. Framsóknarfélagið í Reykjavík
hefur þó lýst yfir vilja sínum á að
ræða málin við fulltrúa annarra
minnihlutaflokka. Þar er eins og
gefur að skilja Sigrún Magnúsdótt-
ir neffid tíl sögunnar sem sameig-
inlegt borgarstjómarefni. —HÞ