Tíminn - 26.08.1993, Page 1

Tíminn - 26.08.1993, Page 1
Frétta-Tíminn...Frétta-síminn...68-76-48...Frétta-Tíminn..Frétta-síminii...68-76-48...Frétta-Tíminn...Frétta-síminii...68-76-48. Fimmtudagur 26. ágúst 1993 159. tbl. 77. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 125.- Fangamlr sem mestum óróleika ollu vom fluttlr f Síflumúlafangelsið f Reykjavfk. Tfmamynd SBS Lögregla og fangaverðir brutu á bak aftur uppreisn 40 fanga á Litla- Hrauni. Haraldur Johannessen: „Akhei hægt aó vita hvaó glæpamenn gera“ Hertar öryggisreglur vegna ítrekaðra stroka vistmanna og leit í klefum eru helstu ástæður uppþotsins á Litla Hrauni, að mati Har- alds Johannessen fangelsismálastjóra. Lögregla og fangaverðir bældu niður þessa uppreisn síðdegis í gær en bróðurpartur þeirra fanga sem vistaðir eru á Litla-Hrauni tók þátt í henni. i Ijósi síðustu atburða verður gæsla í fangelsinu efld enn frekar. Að sögn þeirra Haralds Johannes- sen og Gústafs Lillendahl, forstöðu- manns á Litla-Hrauni, hafa öryggis- reglur í fangelsinu verið hertar mjög að undanfömu. í fyrradag var gerð í klefum skyndileit að óæskilegum hlutum í fórum vistmanna. Höfðu fangaverðir til dæmis grun um að einhver hluti vistmanna væri undir áhrifum lyfja sem ekki væru útgefin af fangelsislækni. Reyndist þessi grunur á rökum reistur því í klefun- um fannst nokkuð af slfkurn lyfjum sem og aðrir hlutir, til dæmis hnífar og smáverkfæri. Uppreisn fanganna hófst í kjölfar áðumefndrar leitar í klefum þeirra. Alls tóku um 40 af 52 föngum þátt í henni. Óróleikinn, sem stigmagnað- ist, ríkti allan þriðjudaginn og fram eftir degi í gær. Til nokkurra átaka kom milli vistmanna og fanga en einnig höfðu þeir fyrrnefndu í frammi ýmis mótmæli, svo sem mótmælaspjöld þar sem stóð að víkja skyldi forstöðumanni fangels- isins úr starfi. „Rekið Gústa,“ stóð þar skrifað. Lögreglulið úr Reykjavík og frá Sel- fossi var kallað á vettvang og einnig var slökkvilið í viðbragðsstöðu. Menn biðu átekta fram að hádegi í gærdag. Þá var Iátið til skarar skríða og þrír fangar fluttir á brott og fimm þeim til viðbótar um kl. 15.30 í gær. „Við töldum nauðsynlegt að fjar- lægja þessa átta menn, þá sem við teljum að hafi staðið fyrir þessari uppreisn," sagði Haraldur Johann- essen. Eftir að þessir átta fangar höfðu verið fluttir á brott hvarf lög- regla af vettvangi en áfram verður þó höfð öflug öryggisgæsla í ljósi reynslunnar. Kemur m.a. til greina að fjölga fangavörðum vegna þessa. „Það er nauðsynlegt að efla gæslu því aldrei er að vita hvað glæpamenn gera,“ sagði Haraldur Johannessen. Rannsóknarlögregla ríkisins og lögreglan á Selfossi munu fara með rannsókn þessa máls. í Ijósi niður- stöðu þeirrar rannsóknar verður dæmt hvaða refsingu þeir fangar sem að þessu stóðu fá, en fyrsta kast- ið verða þeir hafðir í einangrunar- vist í öðrum íangelsum. Auk þess að gæsla verður nú efld enn frekar á Litla-Hrauni segir Har- aldur Johannessen að þetta sýni glögglega hver þörfin sé fyrir úrbæt- ur í þessum málaflokki. Sé til dæm- is nauðsynlegt að byggt verði deilda- skipt fangelsi en á næstunni er ein- mitt ráðgert að hefja framkvæmdir á Litla-Hrauni við nýja fangelsisbygg- ingu. Hún verður deildaskipt en eins og nú er dveljast allir fangarnir í sama rými enda þótt þeir séu mis- jafnlega sjúkir og eigi ólíkan af- brotaferil að baki. -SBS, Selfossi. Halldór Ásgrímsson: Frambúðarlausn á að byggjast á samstarfi Halldór Ásgrímsson, alþm. og fyrr- verandi sjávarútvegsráðherra, segir að hann hafi aldrei átt von á því að einhver niðurstaða fengist í viðræð- um íslendinga og Norðmanna um veiðar í Barentshafi. Hann segir að norska ríkisstjómin verði að átta sig á því að ísiensku skipin verði ekki stöðvuð nema með samningi á milli þjóðanna eða þá með lagasetningu á Alþingi sem hann telur ekki að sé meirihluti fyrir. „Ég er hinsvegar þeirrar skoðunar að þessi mál verði ekki leyst til frambúð- ar nema með miklu nánara samstarfi þjóða við N-Atlantshaf, allt frá Kanada til Rússlands. Hagsmunimir eru það miklir í sambandi við allar auðlindir hafsins að við þurfum að fara að hugsa það allt upp á nýtt“ Halldór segir að menn geti reiknað með því að svona vandamál verði við- varandi. Jafnfiramt sé ekki hægt að bú- ast við því að ná saman alþjóðlegum samningum um það fyrr en við höfum náð betur saman á þessum slóðum. ,>lenn hafa ýmsan vettvang til að ræða þessi mál svosem Norður-Atl- antshafsnefndina og síðan eru menn að fikra sig áfram með samstarf í kringum heimsskautasvæðin og einn- ig í kringum Barentshafið. Ég býst við því að það geti farið svo að næsta skref verði að menn taki þetta upp á breið- ara vettvangi, en ekki aðeins á milli ís- lendinga og Norðmanna." Eins og kunnugt er þá náðist ekkert samkomulag í viðræðum íslendinga og Norðmanna í Stokkhólmi um veið- ar í Barentshafi. Það er mál manna að ástæðan fyrir því sé að stutt er til þing- kosninga f Noregi, sem verða um miðjan næsta mánuð. Á meðan ósam- ið er um veiðar á þessu svæði er það á valdi hverrar útgerðar fyrir sig að ákveða hvort eitthvert framhald verð- ur á veiðum íslenskra skipa í Smug- unni. Svo virðist sem þessi málalok hafi farið eitthvað fyrir brjóstið á formanni Alþýðuflokksins sem virðist hafa haft meiri væntingar um að samningar tækjust, því hann sagði í fjölmiðlum eftir fundinn að það væri ekki búið að slíta stjómmálasambandi við Norð- menn, enn sem komið væri. „Það má vel vera að þetta sé sagt í gamni en ég tel að þetta sé ekkert gamanmál. Að mínu mati er það óhugsandi að íslendingar og Norð- menn missi sín hagsmunamál í það far að fara að nefna slíka hluti. Hitt er svo annað mál að það þarf að ræða þetta mál eins og það er. Mér finnst það einstaklega klaufalegt að missa það uppí sprengingu, en ég veit ekki hverju þar er um að kenna. En ég hef aldrei vitað til þess að háttstemmdar yfirlýsingar út og suður væru til ann- ars en skaða.“ Halldór Ásgrímsson segist ekki gera sér neina grein fyrir því hvert fram- hald þessa máls verður. „Ég held að það viti enginn og það sé ekki annað að gera en að sjá bara til. Það þýðir væntanlega að einhver ís- lensk skip munu halda áfram að reyna veiðar þama og halda í sinn rétt“ Halldór segir að það geti enginn reiknað með neinu öðru þegar við er- um í þessu skelfilega ástandi með okk- ar eigin fiskistofna. -grb Askja hefur sigið um 50 sm ð tiu arum Askja hefur á dnum áratug sigið gerist neitt Þama hafa ekki orðið um hálfan metra. Eldfiallið hefur neinir stórir jarðskjálftar eða gos. sigið um 3-5 sentímetra á hverju Þetta sig sýnir að það er að minnka árl Nýleg mæling staðfestir að í kvikuhólfi undir fjallinu, en þetta sig heldur áfram. Freysteinn spumingin er hvað veldur þessum Sigmundsson jarðeðlisfræðingur þrýstingsbreytingum. Það má segir að þetta sig sé með mestu segja að við eigum eftir að finna hreyfingum á eldfjöllum sem góðaskýringuáþessu,“sagðiFrey- mælst hafi hér á lancÚ. Hann segir steinn. að jarðfræðingar hafi enn ekki Freysteinnscgiraðþegarsigásér skýringar á þessum breytingum f stað í eldfjalli og þrýstingur f Öskju. kvikuhólfi minnkar séu minni lík- Eysteinn Tfyggvason jarðeðlis- ur á eldgosi. Hann segir að það fræðingur átti frumkvæði að því að sem sé að gerast í öskju sé ekki setja upp mælitæki í Öskju árið endilega vísbending um að minni 1966. Fram til 1983 skiptust á líkur séu á að eldfjallíð gjósi. Það tímabil þar sem fiallið ýmist reis geti tekið upp á því að rísa aftur og eða sdg. Frá 1983 hefúr Askja hins reynslan sýni að slíkt ris geU gerst vegar sigið stöðugt um 3-5 sentí- mjöghratt. metra á ári. Fyrir nokkrum dögum Eysteinn Tryggvason segir að var hæð eldfiailsins mæld og kom ýmsar kenningar séu í gangi um þá í Ijós að fjallið hefúr sigið f hvers vegna Askja hagi sér svona. miðri öskjunni um 3-4 sentfmetra Hann segist sjálfúr halda að þetta á síðustu tólf mánuðum. Þetta þýð- sig standi í einhverju samhengi við ir að Askja hefúr sigið um hálfen Kröfluelda. Þeirri spurningu sé metra síðan árið 1983. hins vegar ósvarað hvers vegna sig- „Þetta er orðið óeðlilega mikið ið haldi áfram eftir að Krafla er sig. Þetta er miklu meira en við hættaðgjósa. höfúm séð annars staðar og er því Það varð mjög stórt gos í öskju mjög forvitnilegt. Við vitum ekki 1875. Sfðan urðu nokkur eldgos f umönnurdæmiumaðþaðeigisér fjallinu á árunum 1921-1926.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.