Tíminn - 02.09.1993, Qupperneq 2
2 Tíminn
Fimmtudagur 2. ágúst 1993
^prEinn eigandi Hópferðabíla sf. um vinnubrögð Sjálfstæðismanna í útboði skólaaksturs:
Oeðlileg og forkast-
anleg vinnubrögð
„Þetta eru óeölileg og forkastanleg vinnubrögö meiríhluta borgar-
ráðs,“ segir Hannes Hákonarson, einn eigenda Hópferðabíla
Reykjavíkur sf., um þá afgreiðslu meiríhluta borgarráðs að taka til-
boði Magnúsar G. Kjartanssonar hf. í skólaakstur á vegum borgar-
innar þrátt fyrír að embættismenn borgarínnar hafi metið tilboð
Magnúsar óaögengilegt
Viðskiptaráðuneytið:
Þorkell
Helgason
ráðuneytis-
stjóri
Þorkell Helgason prófessor
tók í gær við stöðu ráðuneytis-
stjóra í viðsldptaráðuneytinu.
Þorkell tók við stöðunni af
Birni Friðfinnssynl sem gerð-
ur hefur verið að fram-
kvæmdastjóra við Eftirlits-
stofnun EFTA. Þorkell hefur
verið aðstoðarmaður Sighvats
Björgvinssonar viðsidptaráð-
herra undanfarin tvö ár.
Þorkell Heigason er fimmtug-
ur doktor í hagnýtri stærð-
fræði. Hann hefur kennt við
Háskóla íslands frá árinu 1971
þar til fyrir tveimur árum þeg-
ar hann gerðist aðstoðarmaður
Sighvats. Prófessor varð Þor-
kellárið 1985.
Eiginkona Þorkels er Helga
Ingólfsdóttir semballeikari.
-EÓ
„Það er hæpið að við munum taka
þátt í öðru útboði á vegum borgar-
innar ef búast má við svipuðum
vinnubrögðum," bætir Hannes við
og vísar til þess að málið lykti af pól-
itískrí spillingu þar sem Magnús er
formaður félags Sjálfstæðismanna f
Mosfellsbæ. Máli sínu til stuðning
bendir hann á að tilboð Magnúsar
hafi ekki einu sinni verið í samræmi
við útboðsgögn.
Eins og kunnugt er samþykkti
meirihluti Sjálfstæðismanna í borg-
arráði fyrr í vikunni að taka tiiboði
Magnúsar sem Hersir Oddsson, fyrir
hönd Vélamiðstöðvar Reykjavíkur-
borgar, hafði lagt til að yrði hafnað
en Magnús átti lægsta boð sem
hljóðaði upp á 14 milljónir og 390
þúsund kr. Hópferðabílar áttu annað
lægsta tilboðið sem var einungis
103 þúsundum hærra eða 14 millj-
ónir 493 þúsund kr. Minnihluti
borgarráðs iagði til að gengið yrði
að því tilboði.
f áliti Hersis á tilboði Hópferðabfla
gerir hann athugasemd við fjar-
skiptabúnað bflanna sem hann segir
ábótavant en telur að fyrirtækið geti
samt valdið verkefninu. í fyigiskjali
sem lá fyrir borgarráði staðfesti fyr-
irtækið Nesradfó afhendingu og
ísetningu á allt að 10 talstöðvum.
Hannes segir að ekki einungis sé
verið að brjóta gegn áliti embættis-
manns borgarinnar heidur einnig
gegn skilyrðum í útboðsgögnum
með því að ganga að tilboði Magnús-
ar. Þar bendir Hannes á ákvæði í út-
boðsgögnum um að allur rekstur
verktaka skuli vera traustur og
áreiðanlegur og hann skuli hafa
nægjanlegt bolmagn til að sinna öil-
um akstrinum.
Þetta virðist alls ekki eiga við fyrir-
tæki Magnúsar. í greinargerð emb-
ættismanns Vélamiðstöðvar segir að
margt bendi til þess að Magnús
muni eiga erfitt með að ieysa verk-
eftiið, sérstaklega vegna fjárhags-
stöðu fyrirtækisins.
Þá segir og að við skoðun á fimm
bflum fyrirtækisins hafi komið í Ijós
að ýmsu væri ábótavant og athygli
veki að Bifreiðaskoðun íslands hafi
klippt skráningamúmer af þeim öll-
um á þessu ári þó að aðeins einn sé
nú „afklipptur." Sagt er að þetta
endurspegli líklega rekstrarerfið-
leika fyrirtækisins. Einnig er talað
um að stærðarsamsetning bflaflot-
ans sé heldur ekki sem heppilegust
ásamt þvf að fjarskiptabúnaði sé
ábótavant
Hannes segist hafa leitað eftir svör-
um fulltrúa meirihlutans við því af
hvaða ástæðum tilboði Magnúsar
var tekið þrátt fyrir þessa annmarka
en enginn viðhlítandi svör fengið.
-HÞ
Um 840 milljónir hurfu úr
buddu byggingarmanna 1992
Velta 63 fyrirtækja í byggingariðnaði
minnkaði úr samtals 9,9 milljörðum
niður í tæpa níu milljarða í milli ár-
anna 1991 og 1992. Þessi lækkun
kom fyrst og fremst fram í launa-
kostnaði og tengdum gjöldum, sem
lækkuðu úr tæpum 32% í tæp 26%.
Það þýðir að launakostnaður þessara
63ja byggingarfyrirtækja lækkaði um
rúmlega 840 milljónir króna, eða
meira en fjórðung (úr 3.150 m.kr. í
2.310 m.kr.) milli þessara ára, sem
kemur þá annað hvort, eða lfldega
bæði, fram í fækkun starfsmanna og
lægri launum til hvers þeirra sem
heldur vinnunni.
Það vekur aftur á móti athygli, að
þrátt fyrir að veltan minnki svo mjög
þá óx hagnaður þessara 63ja bygg-
ingafyrirtækja að jafnaði milli þessara
ára. Hagnaður þeirra af reglulegri
starfsemi varð að jafnaði 10% ásíðasta
ári, sem var hærra hlutfall en í nokk-
urri hinna helstu atvinnugreinanna í
landinu. Eiginfjárhlutfall þessara fyr-
irtækja hækkaði sömuleiðis úr 34%
upp í nærri 45% milli ára. En það
lækkaði í öllum hinum greinunum.
Þessar tölur koma fram í úrvinnslu
Þjóðhagsstofnunar úr ársreikningum
fyrirtækja 1992 og sömu fyrirtækja
1991.
- HEI
Óafur Ragnar Grímsson skráður fyrir síma um borð í hópferðabíl frá Magnúsi B. Hjartarsyni:
„Hann skemmtir sér víst
vel þessi rútubflstjóri“
í símaskrá Alþingis er þingmaður-
inn Ólafur Ragnar Grímsson skráð-
ur fyrbr farsímanúmerinu 985-
32818. Sé hlns vegar hringt í þetta
númer svarar eUd Ólafur Ragnar
heldur rútubflstjóri á hópferðabfl frá
Magnúsi B. Hjartarsyni. Hann hefúr
í sumar fengið vítt og breitt um
landið skilaboð, fundarboð og önnur
símtöl ætluð Ólafi Ragnari. Starfs-
menn Alþingis hafa nú uppgvötað
þennan missldlning, en hvemig
hann kom til er mönnum hulin ráð-
gáta. Því Ólafúr Ragnar Grímsson
hefúr aldrei átt farsíma.
J’etta er eitt af þessum dularfúllu
málum hér í þinginu, því ég er einn
af fáum mönnum hér sem aldrei hafa
haf) fersíma, hvorki sjálfur né á veg-
um þingsins," sagði Ólafur Ragnar
aðspurður um málið á dögunum.
J>annig að hvemig þetta fersíma-
númer er komið héma inn í símaskrá
þingsins hefúr ekki nokkur maður
hugmynd um. En hann skemmtir sér
víst vel þessi rútubflstjóri."
Rútubflstjórinn sem um ræðir heit-
ir Guðmundur Birgir Heiðarsson.
Hann segist reyndar ekki hafa orðið
fyrir miklu ónæði vegna þessa. „Ég er
búinn að hafe mikið gaman af þessu,“
sagði Guðmundur," en ég náði því að
vísu ekki að lifa mig inn í hlutverk-
ið.“
Þótt enginn hafi fundið skýringu á
þessum farsímamisskilningi er mál-
inu að öllum líkindum lokið. Ferða-
mannab'mabilinu er að Ijúka og rút-
Magnús Brelöfjörö HJartarson, elgandl rútunnar, með farsímann góða sem er skráður á nafn Ólafs Ragnars Gríms-
sonar f símaskrá Alþlngls.
an með bflasímanum góða er ekki í
mikilli notkun lengur. Guðmundur
Heiðar er hættur að keyra í bili og fór
í gær til Noregs að læra viðskipta-
fræði og Ólafúr Ragnar Grímsson er
búinn að lýsa því yfir opinberlega að
hann eigi ekki og hafi aldrei átt far-
síma. Og símaskrá Alþingis, sem gef-
in er út í örfáum eintökum handa
starfsfólki og þingmönnum, er enn í
fullu gildi — með einni undantekn-
ingu þó. -ÁG
Sameining og fækkun
stofnana rædd f tengstum
við Qáriagagerð:
Ekkert rætt
við starfs-
mennné
stéttarfélög
jf raun og veru er þetta ennþá
aðeins hugmynd útí í hæ. En
ef að líkum hetur má búast við
því aö framkvæmdin verði
eim og svo oft áður með til-
skipunu m að ofan án nokkurs
samráðs,“ segir Ögmundur
Jónasson, formaður BSRB.
í tengslum við gerð fjárlaga
hefur verið rætt um það innan
rikisstjórnar að fækka Og sam-
eina opinberar stofnanir. Þrátt
fyrir að vinna við gerð fjárlaga
sé á lokastigi hefur enn sem
komið er ekkert samband verið
haft við starfsfólk þeirra stofn-
ana sem ríkisstjómin hefúr
undir smásjánni né heldurvið-
komadi stéttarfélög.
ögmundur Jónasson, formað-
ur BSRB, segist ekki vita til
þess að nokkurt samband hafi
verið haft við viðkomandi
stéttarfélög né það starfsfóik
sem þama á hagsmuna að
gæta.
Hann segir að opinberir
starfsmenn standi í raun og
veru í sömu sporum hvað þetta
varðar og sl. vor þegar einstak-
ir ráðherrar ríkisstjómarinnar
byrjuðu fyrst að ýja að þeim
möguleika að nauðsynlegt
væri að sameina og fækka op-
mberum stofnunum.
‘grh
Eigandi skartgripaverslunar varð fýrir miklu tjóni:
SKARTGRIPUM
STOLIÐ FYRIR
3 MILLJÓNIR
Brotist var inn í gullsmíðaverk-
stæði í Breiðholti í fyrranótt og
stolið þaðan skartgripum fyrir á
þriðju milljón króna. Tjón eig-
andans er mikið því að tryggingin
var runnin út Innbrotsþjófamir
stálu eðalsteinum, nælum og
spennum, auk gulls sem vinna
átti eftir úr. Þá var stolið talsverðu
af gullbirkilaufi.
Málið er í rannsókn hjá Rann-
sóknarlögreglu ríkisins. -EÓ