Tíminn - 02.09.1993, Side 12

Tíminn - 02.09.1993, Side 12
Áskriftarsími Tímans er 686300 NÝTT OG FERSKT DAGLEGA reiðholtsbakarí VÖLVUFELLI 13-SlMI 73655 labriel HÖGG- DEYFAR Verslið hjá fagmönnum GJvarahlutir Hamarshöfða 1 T Iíminn FIMMTUDAGUR 2. SHPT. 1993 Norðmenn með gylliboð og yfirbjóða íslenskar loðnu- verksmiðjur. Félag fiskimjölsframleiðenda: Norska verðið út úr kortinu Teitur Stefánsson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra fiskimjöls- framleiöenda, segir að það loðnu- verð sem Norðmenn bjóða útgerð- um íslenskra loðnuskipa, eða 6.500 krónur fyrir tonnið, sé al- veg út úr kortinu miðað við það afurðaverð sem fæst fyrir mjöl og iýsi um þessar mundir. Hann segir að það sé of snemmt að segja nokkuð til um það hvort gylliboð Norðmanna muni verða til þess að íslensku skipin sigli með aflann til Noregs. Þangað sé þriggja sólarhringa stím en á með- an geti þau skip sem landa innan- lands náð allt að tveimur túrum. Loðnubræðslur borga um 4.400 krónur fyrir loðnutonnið sem er um 54% af afurðaverðinu. Aftur á móti greiðir verksmiðja SR á Seyð- isfirði 4.700 krónur fyrir hvert tonn sem ætlað er til framleiðslu á hágæðamjöli. Teitur segir erfitt að geta sér til um hvað sé á bak við þetta verðtil- boð Norðmanna, því það komi ekki heim og saman við það verð sem fæst fyrir loðnuafurðir á heims- markaði. Það sem af er loðnuvertíðinni hafa veiðst rúm 272 þúsund tonn og því eru eftir tæplega 430 þús- und tonn af rúmlega 700 þúsund tonna heildarkvóta. Hinsvegar er viðbúið að það verði aukið við kvótann eftir haustleiðangur skipa Hafró. Mestum afla hefur verið Iandað á Siglufirði, eða tæpum 58 þúsund tonnum, og þvínæst á Raufarhöfn um 45 þúsund tonnum. -grh Tryggingastofnun: Margir vilja í forstjórastólinn Alls munu hafa borist um þrettán umsóknir um stöðu forstjóra TYyggingastofnunar ríksins til heil- brigðisráðuneytisins og er jafnvel von á fleirum í póstinum. En um- sóknarfrestur um stöðuna rann ný- verið ÚL Eggert G. Þorsteinsson forstjóri segir að það eigi enn eftir að semja í rólegheitunum um sín starfslok auk þess sem viðbúið sé að hann muni eitthvað starfa með eftirmanni sín- um. Eggert sagði aðspurður að ald- urs vegna gæti hann haldið áfram störfum. Bylgjan hafði það eftir Jóni Sæ- mundi Sigurjónssyni, hagfræðingi hjá Tryggingastofnun, að auk hans og Karls Steinars Guðnasonar albm. væru meðal umsækjenda þeir Ami Njálsson, Hrafn Friðriksson læknir og Hilmar Björgvinsson deildar- stjóri. -grh Hengdur svanur festur á útidyr Magnúsar Skarphéðinssonar hvalavinar. Morðhótun fylgdi með. Grunar „veiðilýð- inn“ um ódæðið „Ég var að koma heim úr kvöld- verðarboði um miðnættið og þá beið mín þessi óhugnaður við dyrn- ar ásamt morðhótun. Þegar ég kom heim lagaði blóðið úr munnvikun- um og það var óstorknað þannig að svanurinn hefur ekki verið búinn að vera lengi dauður,“ segir Magn- ús Skarphéðinsson, sagnfræði- nemi og hvalavinur. Fljótlega eftir að Magnús hafði jafnað sig á þessari óhugnanlegu sjón sem blasti við honum við úti- dymar, kvaddi hann til Iögreglu sem tók af honum skýrslu. Málið er í rannsókn hjá RLR. „Ég hugsa að þetta sé nú frekar en ekki af völdum þessa veiðimanna- lýðs sem ég hef verið að gagnrýna að undanfömu með skrifum í fjöl- miðla." Magnús segist hafa tekið eftir því að þessi gagnrýnisskrif hans hafi farið alveg geysilega fyrir brjóstið á mörgu þessu fólki. „En þar fyrir utan hefúr afstaða mín til hvalveiða örugglega eitthvað að segja um ástæður þessa verknað- ar.“ Magnús segir að þetta níðingsverk á svaninum sé heldur óvenjulegt og gróft í þeirri flóru hefðbundinna hótana og ýmiskonar aðkasts sem hann hefur orðið fyrir sökum skoð- ana sinna. Auk morðhótana í gegn- um síma og nú síðast á miða sem hengdur var á svaninn, hefur verið brotist inn til Magnúsar auk þess sem hann hafði einu sinni rök- studdan grun um að sími hans væri hleraður. Líklega hefur svanurinn veriö drepinn og hengdur í spottanum -grfa sem hann hékk í við útidymar hjá Magnúsi Skarphéðinssyni. ...ERLENDAR FRÉTTIR... TÚNIS — PLO og fsraelsrlki munu viöurkenna tilverurétt hvort annars nokkrum dögum áöur en friðarsamn- ingur um sjálfstjóm Palestlnumanna á hemumdu Gaza- svæðinu og borginni Jerlkó á Vesturbakkanum veröur undinitaður, að sögn hátt- setts embættismanns PLO I gær. I JERÚSALEM sagði Shimon Per- es, utanrfkisráöherra fsraels, einnig að Israel væri I þann veginn að við- urkenna PLO og að samþykki um bráðabirgðasjálfstjóm Palestlnu- manna gæti rutt brautina fyrir Araba- rlki að bundiö enda á strlösástand gagnvart fsrael. f OSLÓ var haft eftir norska utan- rtkisráöherranum Johan Jörgen Holst að famir væru frá Noregi aðilar til leynilegra friðarviðræðna Israela og PLO sem miðuðu að þvl að kom- ast að samkomulagi um skilyrði fyrir gagnkvæmri viðurkenningu. IAMMAN sagði háttsettur jórd- anskur embættismaður að land hans mundi llklega undirrita eigin samningsramma viö Israel I núver- andi lotu friöarviöræöna I Washing- ton. En I BEIRÚT réöust palestlnskir harðllnumenn harkalega á samn- ingsdrögin og Hizbollah- hreyfingin I Llbanon, sem hliöholl er Irönum, slóst I liö meö andstæöingum sam- komulagsins. I suðurhluta Llbanon réðust skæruliðar á vopnaða banda- menn fsraela og Israelskar þyriur og stórskotaliðar skutu á hæðir á valdi skæruliða. GENF — Alija Izetbegovic, forseti Bosnlu-múslima, var settur undir þrýsting alþjóðlegra sáttasemjara og forystumanna Bosnlu-Serba og Kró- ata um að viðurkenna ffamlagða friðaráætiun þegar viðræður hófust I Genf á ný. f GENF sagöist einnig nefnd Sameinuðu þjóöanna um strlðsglæpi I fyrrverandi Júgóslavlu vera aö rannsaka staðhæfingar um 98 fjöldagrafir vltt og breitt um bar- dagasvæðið. I SARAJEVO sögðu embættis- menn Sameinuðu þjóðanna að þeir vonuðust til að fá hermenn múslima og Króata til að samþykkja brott- flutning allra særðra ffá bardaga- hrjáðu borginni Mostar. MOSKVA — Bóris Jeltsln Rúss- landsforseti sagðist ætla að reka úr embætti keppinautinn Alexander Rútskoj varaforseta og stuðnings- mann sinn og aöstoðarforsætisráð- herra, Vladimir Shumeiko, til að lægja deilur um spillingu. Þingforset- inn Rúslan Khasbulatov mótmælti brottrekstri Rútskojs og sagði Jeltsln hafa brotið stjómarskrá landsins. MANTEO, Noröur-Karólinu — Öskur fellibylsins Emillu reyndist grimmara en bitið þegar óveðrið slangraði á haf út eftir aö hafa að- eins valdið litils háttar skemmdum I rikinu viö strönd Atlantshafsins. GENF — Boutros Boutros-Ghali, framkvæmdastjóri Sameinuöu þjóö- anna, mun hitta aðstoðarforsætis- ráðherra Iraks, Tarez Aziz, slðar til að ræða allar ályktanir öryggisráðs- ins vegna Bagdad, að þvl er tals- maöur S.þ. sagði fréttamönnum I gær. Viðræðumar munu snúast um eftiriit meö vopnabirgðum fraka svo og ollusölubann sem sett var á Iraka skömmu etir innrás þeirra I Kúveit I ágúst 1990. PRAG — Vaclav Havel, andófsmað- urinn sem varð forseti og heillaöi tékknesku þjóðina með þvi að kjósa heldur að búa I hóflegri Ibúð en að setjast að i forsetahöllinni, upplýsti I gær að hann ætti talsverðar eignir og væri þar með margmilljónamær- ingur. Rlkidæmi hans má rekja til þess að skilaö var eigum sem kommúnistar gerðu upptækar 1948 og afl hans haföi aflaö en hann var vel þekktur byggingameistari. BANGUI — Mið-Afrikulýðveldið hef- ur veitt Jean-Bedel Bokassa, fyrrver- andi keisara, frelsi en hann hefur verið I haldi slðan 1986 I herfangelsi fyrir fjárdrátt og samsæri um morð, segir I tilkynningu stjómvalda. DENNI DÆMALAUSI „Getur hundurínn þinn gert einhverjar kúnstir?“ „Já, sjáðu!“„Það er engin kúnst að borða hundakex!“ „Ekki það? Leyfðu mérað sjá þig borða eitt!“

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.