Tíminn - 15.09.1993, Qupperneq 2

Tíminn - 15.09.1993, Qupperneq 2
2 Tíminn Miðvikudagur 15. september 1993 Kristínu Á. Ólafsdóttur borgarfulltrúa finnst skoð- unarvert hvort eigi að efla sjálfstæði hverfa á höf- uðborgarsvæðinu og: Kristín A. Ólafsdóttir borgarfull- trúi er sammála þeim sem finnst tíminn stuttur þangað til greiða á atkvæði um sameiníngu sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu. Henni finnst eðlilegt að skoða hvort ekki beri að sameina öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæð- mu en efla sjálfstæði hverfanna. „Tímínn fyrir fólk á þessu svæði er naumur þar sem þetta hefur ekki verið inni f myndinni á með- an fólk annars staðar á landinu hefur mátt eiga von á þessu mjög lengi og hefur þvf getað velt þess- um málum fyrir sér,“ segir Krist- Kristín segir að það sé eðlilegt að velta þvf fyrir sér hvort byggðin á höfuðborgarsvæðinu ætti að vera í einu sveitafélagi. ,JÞá er ég líka að hugsa um Kópavog, Hafnar- fjörð og Garðabæ," segir Kristín. J mínum huga skilyrðist það af því að það yrði þá fundið eitthvert form til þess að hafa lýðræðiö meira og nándina meiri á milli fólksins og þeirra sem ákveða fyr- ir það með því að búa til einhvers konar hverfaskiptingu og hverfa- stjómir," segir Kristín og er með í huga kosti stærðarinnar og það að allt svæðið sé sama atvinnu- og samgöngusvæðið. Kristín Á. Ólafsdóttlr. Kristínu finnst að stærð borgar- innar, eins og hún er í dag, sé jafnvel orðin of mikil. „Manni finnst stundum skorta á nálægð- ina á milli fbúa og stjómenda borgarinnar. Þess vegna finnst mér tímabært að huga að hverfa- skiptingu í Reykjavík þar sem hverfin væru sjálfstæð með ákveðin mál,“ segir Kristin og tekur sem dæmi skóla- og leik- skólamál, félagslíf í hverfinu, málefni aldraðra o.fl. -Ht> Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjórnar, um sameiningu sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu: Stórmál sem á að vera hafið yfir dægurþras Magnúsi L. Sveinssyni, forseta borgarstjóraar, finnst tíminn mjög naumur þar til greiða á atkvæði um sameiningu borgarinnar og sveitar- félaga frá Gróttu í Hvalfjörö. Hann segir þetta vera stórmál sem eigi að vera hafið yfir allt dægurþras. Hann áttar sig ekki á því hvers vegna bæj- arfélögin í Kópavogi og Hafnafirði eigi að vera óbreytt Magnúsi finnst umræður um þessi mál af hinu góða en segist ekki átta sig á hvers vegna umræðum sé ætl- aður knappur tími. Þar vísar hann til þess að kjósa á um tillögurnar þann 20. nóvember n.k. „Þetta er ekkert dægurmál heldur er um að ræða gríðarlega stórt og mikið mál. Það er í sumum tilfellum mjög við- kvæmt og vandmeðfarið," segir Magnús og bendir á að menn þurfi að gefa sér góðan tíma og ræða mál- ið í rólegheitum. „Það þarf að fara yfir alla plúsa og mínusa hjá öllum sveitarfélögum og málið þarf að ræða faglega," segir Magnús. Magnús segist fyrst hafa kynnst til- lögum nefndarinnar í gegnum fjöl- miðla. „Það er ekkert nýtt að menn ræði um sameiningu sveitarfélaga en það hefur aðallega verið hjá sveit- arfélögum úti á landi,“ segir Magnús og bætir við að það sé af hinu góða að ræða þessi mál. Hann segir að í sínum huga vakni ýmsar spurningar í sambandi við þessar tillögur nefndarinnar. Þar er honum efst í huga af hverju gerð sé tillaga um annars vegar sameiningu sveitarfélaganna frá Gróttu í Hval- fjörð en hins vegar aðeins Bessa- staðahrepps og Garðabæjar hjá sveitarfélögum sunnan höfuðborg- arinnar. „Hainarfjörður verður áfram sveitarfélag og Kópavogur einnig og maður spyr sig af hverju þau bæjarfélög eigi að vera óbreytt," segir Magnús. Hann telur að hagur borgarinnar muni vænkast hvað varðar land og landnýtingu á þessu svæði. „Það yrði jafnframt styrkur íyrir þessi Magnús L Sveinsson. Oddviti Skilmannahrepps mælir með sameiningu sveitarfélaga þó að sameiningin komi til með að þýða hækkun á útsvari hjá íbúum hreppsins: Kynningin kemur til með að ráða úrslitum Marinó Tryggvason, oddviti í Skil- mannahrepp, segist telja nokkuð öruggt að sameining sveitarfélaga sunnan Skarðsheiðar hefði verið felld ef umdæmanefndin á Vestur- landi hefði gert tillögu um samein- ingu sveitahreppanna við Akranes. Hann segist vona að tillaga um- dæmanefndar verði samþykkt, en viðurkennir að ibúar í Skilmanna- hreppi hafi engan fjárhagslegan ávinning af sameiningunni. Umdæmanefnd um sameiningu sveitarfélaga á Vesturlandi, leggur til að sveitarfélögin sunnan Skarðs- heiðar, Hvalljarðarstrandarhreppur, Skilmannahreppur, Innri- Akranes- hreppur og Leirár- og Melasveit sameinist í eitt sveitarfélag. Nefndin ræddi ítarlega þann möguleika að sameina hreppana Akranesi, en fall- ið var frá því. Marinó sagðist vera sannfærður um að slík tillaga hefði verið felld í sveitahreppunum. Hann sagði að menn sæju ýmsa ókosti við sameiningu við Akranes. Menn ótt- uðust t.d. að verða útundan í sam- bandi við alla ákvarðanatöku. Svipaðar aðstæður eru fyrir hendi í Mýrasýslu. Þar er eitt öflugt þéttbýli, Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi: Reykjavík er aó verða of stór fyrir ísland Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi segir það hljóma einkennilega í umræöu sem m.a. hafi snúist um að sameina sveitarfélög til að ná fram mótvægi við stóra sveitarfélagið á Suðvesturhorninu, að best sé að stækka stóra sveitarfélagið enn meira. Þetta sagði Sigrún m.a. þegar hún var innt viðbragða við tillögu um- dæmisnefnar um sameiningu sveit- arfélaga á höfuðborgarsvæðinu þar sem lagt er til að Reykjavík, Sel- tjamames, Mosfellsbær, Kjalames og Kjós verði eitt sveitarfélag. Sigrún sagðist ekki alveg átta sig á nákvæmlega hvaða sjónarmið lægju að baki þessari útfærslu á samein- ingartillögunni. Hún kvaðst sam- þykk því að Seltjamames og Reykja- vík rynnu saman enda landfræðileg staða Seltjarnarness slík að fátt rétt- lætti aðskilnað frá Reykjavík. „Hins vegar finnst mér óeðlilegt að fara út í að stækka Reykjavík mikið umfram það og spurning hvort Reykjavík sé ekki orðin of stór, miðað við annað hér á íslandi. Einn jákvæður punkt- ur er þó kannski í þessu og hann er sá, að með því að fá Kjalarnesið og Kjósina til liðs við okkur, gæti það orðið til þess að Reykvíkingar eða borgaryfirvöld lærðu betur en áður að taka tillit fleiri sjónarmiða og skoðuðu hlutina í víðara samhengi," sagði Sigrún. Hún benti jafnframt á að breyting af þessu tagi myndi aug- ljóslega leiða til stjórnkerfisbreyt- inga í borginni og fjölgun borgar- fulltrúa. - BG Sigrún Magnúsdóttlr. Borgarnes, og sjö tiltölulega fá- mennir sveitarhreppar. Umdæma- nefndin lagði engu að síður til að sveitarhreppamir og Borgames myndu sameinast. Vemleg andstaða er við þessa hugmynd meðal sveitar- stjómarmanna í sveitarhreppunum í Mýrasýslu. Skilmannahreppur er eitt ríkasta sveitarfélag landsins. TVaustan efna- hag getur hreppurinn þakkað Jám- blendifélaginu á Grundartanga. Sem dæmi um fjárhagslega stöðu Skilmannahrepps má nefria að íbúar hreppsins greiða einungis 3% út- svar á meðan flest önnur sveitarfé- lög innheimta í kringum 7% útsvar. Marinó sagði að ef sameining sveit- arfélaganna fjögurra yrði samþykkt, verði m.a. að samræma útsvarspró- sentu. Það geti aðeins þýtt eitt, að íbúum Skilmannahrepps verði gert að greiða hærra útsvar. Marinó sagði að þó að íbúar hreppsins komi ekki til með að hafa fjárhagslegt hagræði af sameiningunni, sé ýmislegt ann- að hagræði af henni. Hann sagðist því mæla með sameiningu. Verði sameining hreppanna sunn- an Skarðsheiðar samþykkt verða íbúar nýja sveitarfélagsins um 600. Samstarf hreppanna er mjög náið í dag. Þeir eru t.d. f samstarfi um rekstur grunnskóla. Marinó sagði að verulegrar tor- tryggni gæti út í allar hugmyndir um sameiningu sveitarfélaga meðal almennings. Því skipti miklu máli að vel tækist til við kynningu á til- lögu umdæmanefndar. Ef illa væri staðið að kynningunni mætti telja víst að tillögurnar yrðu mjög vfða felldar. -EÓ sveitarfélög að fá þjónustu sem ef- laust yrði léttari kostnaðalega séð,“ segir Magnús. -HÞ Sveitarstjórinn í Grundarfirði er sáttur við tillögu umdæma- nefndar: Höfum ekki hag af sameiningu Magnús Stefánsson, sveitarstjóri í Grundarfirði, segist telja að Grund- firðingar hafi takmarkaðan hag af því að sameinast öðrum sveitarfé- lögum. Hann sagðist því telja það skynsamlega niðurstöðu hjá um- dæmanefnd um sameiningu sveit- arfélaga á Vesturlandi, að leggja tíl að Grundarfjörður yrði áfram sjálf- stætt sveitarfélag. Þar sem ekki er gerð tillaga um sameiningu Grandarfjarðar við ann- að sveitarfélag, verður ekki kosið í sveitarfélaginu um sameiningu sveitarfélaga 20. nóvember næst- komandi. Magnús sagði að landfræðilega værau miklir annmarkar á því að sameina Grandarfjörð öðram sveit- arfélögum. Enn sem komið er séu samgöngur við Grandarfjörð ekki nógu góðar. íbúar í Grandarfirði era að nálgast 1.000 manns og sveitarfé- lagið hefur traustan fjárhag. Magnús sagði að það væri mjög margt óljóst um til hvers sameining sveitarfélaga kynni að leiða. Lítið sé vitað um hverju verði breytt varð- andi verkaskiptingu ríkis og sveitar- félaga. Magnús sagði það sína per- sónulegu skoðun að vitlaust hefði verið staðið að sameiningarmálun- um af hálfu stjómvalda. Betra hefði verið að sveitarfélögin og ríkisvaldið hefðu sest niður og samið um breytta verkaskiptingu. Sveitarfé- lögin hefðu síðan getað tekið sínar ákvarðanir varðandi sameiningu á grandvelli þeirrar niðurstöðu. Hefði þessi aðferð verið notuð, hefðu sveitarfélögin betur séð ávinninginn af sameiningu sveitarfélaga. -EÓ Sigurgeír Sigurðsson, bæj- arstjóri á Seltjamamesi: Ekki spenntir ,/EtIi nokkur hafi athugað það hvort bæjar- og sveitarstjórar hafi rétt til atvinnuleysisbóta. Ég held að menn verði að fara kanna það," segir Sigurgeir Sigurðsson, bæjar- stjóri á Seltjamarnesi. Samkvæmt tíllögu umdæma- neftidar sveitarfélaga á höfúðborg- arsvæðinu er lagt til að Seltjamar- nes sameinist Reykjavík, Mosfelis- bæ og nærsveitum, eða frá Gróttu að Hvalfjarðarbotni. „Ég held að það sé nú enginn sér- stakur spenningur eða hrifning meðal íbúa á Nesinu. En vitanlega iátum við kjósa um þetta og iátum íbúana ráða. Við ætlum okkur ekki að reyna að hafa nein áhrif á það. Ég hef það samt einhvem veginn á tilfinningunni að töluverður fjöldi Seltiminga hafi fiust hingað útefl- ir til að búa í minna og mann- eskjulegra samfélagi." Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri segir að þótt sameining sveitarfé- laga verði víða samþykkt þá sé þama á ferðinni þróun sem muni taka einhver ár. „Ef menn samþykkja þetta núna, þá er verið að taia um að þetta komi til framkvæmda 1994 eða 1998, eða einhvem tíma í því bili. Þannig að menn fá þama ákveðinn aðlögunartíma-grh

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.