Tíminn - 16.10.1993, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.10.1993, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 16. október 1993 Ógreidd fasteignagjöld í 20 ár af skemmu Björgunar hf: Aldrei sótt um byggingarleyfi Borgarsjóður Reykjavíkur hefur tapað um 3,5 miÚjónum króna vegna skemmu sem Björgun hf. reisti við Sævarhöfða 33 fyrir 20 árum síðan. Aldrei hefur verið sótt um byggingarieyfi fyrir skemmunni og þar af leiðandi hafa engin fast- eignagjöld eða vatnsskattur verið greiddur af byggingunni í þessi 20 ár. Björgun hefur nú loksins sótt um byggingarleyfi til byggingamefndar. Umsóknin var tekin fyrir á síðasta fundi nefndarinnar og var ákveðið að fresta málinu og vísa því til skrif- stofu borgarverkfræðings. Gunnar Gunnarsson, sem sæti á í byggingamefnd fyrir hönd Nýs vett- vangs, segir að tap borgarsjóðs vegna þessa brots Björgunar hf. á 9. grein byggingarlaganna sé um 100 þúsund krónur á ári eða að minnsta kosti tvær milljónir á 20 árum. Inni í þeirri upphæð em töpuð fasteigna- gjöld og vatnsskattur. Ef reiknaðir em 5% raunvextir á gjöld hvers árs er tap borgarsjóðs um 3,5 milljónir króna. Gengið er út frá því í þessum útreikningum að fasteignamat skemmunnar sé sex milljónir króna, en bmnabótamat hennar er röskar tíu milljónir króna. -EÓ Þetta er skemman sem ekki hefur enn verfð sótt um leyfi til að byggja. Tfmamynd Ámi BJama Suður- og Suðvesturland: Vaxandi atvinnuleysi spáð næstu mánuðina Meginniðurstaða Vinnumálaskrifstofunnar er sú, að sá bati sem varð á atvinnuástandi um allt iand frá því í mars hafi nú stöðvast og fyrirsjáanlegt sé að atvinnuleysi fari nú aftur vaxandi. Öfugt við venjulega fjölgaði nú atvinnulausum milli ágúst og sept- ember, um tæp 6% að meðaltali, í rúmlega 4.800 í septemberlok. En undanfarin tíu ár hefur þeim að meðaltali fækkað um 10% milli þessara mánaða. Þessar tölur eru vísbending um að atvinnuleysi haldi áfram að aukast næstu mánuði, sér- staklega á höfuðborgarsvæðinu, Suðumesjum og Suðurlandi. Eink- um gæti þetta bitnað á körlum á höfuðborgarsvæði en á konum ann- Dagur hvíta stafsins var gær og af því tilefni fóru blindir og sjáandi í göngu niður Laugaveginn. Hermann Gunnarsson gekk niður Laugaveginn með bundiö fyrir augun og með hvítan staf i hendi. Gönguferð Hemma gekk stóráfallalaust fyrir sig. Með Hemma á myndinni eru Ólafur Ólafsson landlæknir og Halldór Rafnar formaður Blindrafélagsins. Tímamynd Áml Bjama ars staðar. Áhrif átaksverkefna sveit- arfélaga og aukinna opinberra ffam- kvæmda fer nú þverrandi og búast má við að hefðbundinna árstíða- sveiflna í atvinnulífi gæti í vaxandi mæli, að því er segir í yfirliti um at- vinnuástandið í september. Jafnað- arlega vom um 4.600 manns án vinnu í mánuðinum, sem jafngildir um 3,4% af mannafla (2,5% af körl- um og 4,8% af konum). Síðustu 12 mánuði hefur atvinnu- leysi mælst 4% að meðaltali en það var 3% á síðasta ári. í september var atvinnuleysi áfram hlutfallslega næstmest (3,7%) á höf- uðborgarsvæðinu. Þar vom þá 63% af öllum atvinnulausum í landinu, eða um 2.900 manns. Fjölgunin var hins vegar hlutfallslega langmest, eða um 40-45%, á Suðumesjum og Vesturlandi. Á eftirtöldum stöðum fjölgaði at- vinnulausum á bilinu frá 40% og allt upp í 200% milli mánaða: Akra- nesi (í 150), Sauðárkóki (28), Blönduósi (23), Ólafsfirði (25), Seyðisfirði (45), Reyðarfirði (17), Fáskrúðsfirði (44), Hellu (17), Hveragerði (44), Gerðahreppi (17) og í Keflavík þar sem atvinnulaus- um fjölgaði úr 60 í 100 milli mán- aða. Aftur á móti fækkaði atvinnulaus- um um álíka hlutföll í Eyjafjarðar- sveit (í 14) og á Eskifirði þar sem 39 manns vantaði vinnu allan ágúst- mánuð en aðeins 7 í september. - HEI Kratar lengra til hægri en sjálfstæðismenn. AB á Austurlandi: Óheft markaðshyggja leysir engan vanda ( stjómmálaályktun nýafstaðins aðalfundar kjördæmisráðs Al- þýðubandalagsins í Austuriandskjördæmi er bent á að stjórnar- stefnan ætii að reynast þjóöinni dýrkeypt. Fundurinn telur aö Al- þýðuflokkurinn gangi feti lengra til hægri en Sjálfstæöisflokkurinn á flestum sviðum. Fundurinn telur að óheft markaðs- lögmál hafi engan vanda leyst og af- leiðingin sé háir raunvextir, gjald- þrotaskriða hjá fyrirtækjum, greiðsluþrot fjölda einstaklinga, vaxandi atvinnuleysi og misskipting í þjóðfélaginu. Kjördæmisráðið telur að EES- samningurinn geti haft háskalegar afleiðingar fyrir sjálfstæði og efna- hag þjóðarinnar og því þurfi að losa ísland sem fyrst úr viðjum hans. Gagnrýnd er aðild íslands að NATO og lagt er til að besta gjöfin sem þjóðin geti fært sér á 50 ára afmæli lýðveldisins sé að hrista af sér tengslin við hernaðar- og efnahags- bandalög. Fordæmdar em tilraunir Alþýðu- flokks til að knýja ffam breyttar reglur um innflutning búvara, gagn- rýnd er varanleg tilfærsla á kvóta, viðhalda beri frjálsum aðgangi smá- báta til veiða og í ferðaþjónustu eigi ríkið að stuðla að dreifingu með stuðningi við ferðamáiasamtök og upplýsingamiðstöðvar ferðamála í hverjum landshluta. Kjördæmisráðið telur að setja eigi umhverfismál í öndvegi og brýnt sé að gera átak í náttúmvernd og um- hverfismálum á Austurlandi. í samgöngumálum er hvatt til gaumgæfilegrar umræðu um jarð- göng í fjórðungnum og hvort ekki sé rétt að huga að framtíðarvegasam- bandi milli Austurlands og Norður- lands með ömggum heilsársvegi um byggðir á Norðausturlandi og um Vopnafjörð með jarðgöngum undir Hlíðarfiöll. Lýst er yfir stuðningi við endur- skoðun á skipan sveitarstjómarmála en vinnubrögð félagsmálaráðuneyt- isins við undirbúning að stækkun sveitarfélaga em gagnrýnd. Ráðinu þykir það fráleitt að á sama tíma og unnið er að sameiningu sveitarfélaga geri ríkisvaldið tillögur um að draga úr þjónustu á lands- byggðinni með því að leggja t.d. nið- ur embætti sýsíuskrifstofa og draga úr fjárveitingum til annarra stofn- ana. Þá samþykkti kjördæmisráðið ein- róma reglur um verklag við skipan framboðslista AB í komandi alþing- iskosningum og samkvæmt þeim var kjörin þriggja manna uppstill- ingarnefnd. -GRH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.