Tíminn - 16.10.1993, Blaðsíða 11
Laugardagur 16. október 1993
Tíminn 11
Á FJÓRUM
HJOLUM
Hér kemur þriðjl og síðasti hluti umfjöllunar Tímans um 1994- ár-
gerðirnar, sem nú tínast ein af annarri inn á markaðinn. í sumum til-
fellum er um nokkrar breytingar að ræða, en hjá öðrum hafa þær þeg-
ar átt sér stað, sbr. Mercedes-Benz og hinn nýja Fiat Punto.
Sums staðar liggja verð á 1994- árgerðunum ekki fyrir og a.m.k. einn
bíll, sem ekki er fluttur inn, fær að fljóta hér með, en það er gamli góði
Moskóvítinn, en gaman væri að vita hvað hann kostar núna kominn á
götuna.
Bifreiðar og
Landbúnaðarvélar hf.
Hvundai
Pony
Hyundai-bflarnir frá Kóreu hafa
náð góðri fótfestu hér á landi,
enda er um talsvert vandaða bfla
að ræða, sem eru á góðu verði.
Pony er þeirra minnstur. Vélarnar
eru frá 59-83 hö. og eru 1,3-1,5
lítra. Verð frá 853 þúsund.
Elantra
Vandaðir bflar af millistærð með
86-126 hestafla vélar. Aukabúnað-
ur eins og ABS-hemlar, iíknar-
belgur auk margs annars er fáan-
legur. Verðið er hagstætt eða frá
1.350 þúsund fyrir 126 ha. bflinn.
Sonata
Flaggskip Hyundai-bflanna. Stór
og vandaður bfll og verulega
breyttur frá árgerð 1993. Vélar-
stærðir eru 135-146 hö. og hægt
að velja milli margs konar inn-
réttingagerða og aukabúnaðar.
Lada Safír
Gamalkunnur og gamalreyndur
vinnuhestur. Ódýrasti bfllinn á ís-
Ienska markaðnum og bfll sem
ailtaf hefur haldið góðu endur-
söluverði og verið auðseljanlegur.
Upphaflega hannaður hjá Fiat í
kringum 1960 og framleiddur þar
undir nafninu Fiat 124, en hefur
gengist undir ýmsar breytingar og
endurbætur síðan hjá Rússunum
austur í Togliatti við Volgu. Vélar-
stærðir eru frá 1,21 upp í 1,61,53-
73 hö. Verðið er frá 558 þúsund.
Moskvich
Moskóvítinn hefur ekki verið
fluttur til íslands síðan skömmu
eftir 1970 og sárafáir því enn
gangfærir. Hann er þó framleidd-
ur lítið breyttur frá því sem var þá.
Vélin er enn 1,5 1, 78 ha. Langar
einhvern í hann nú?
Ræsir hf.
Mazda
Mazda 121
Smábfllinn frá Mazda hefur teg-
undarnúmerið 121 og var einn
fyrstu smábflanna með mjög ával-
ar línur. Vélarstærðir eru frá 54-
88 hö. Bfllinn er fernra dyra og
furðu rúmgóður að innan, miðað
við hversu lítill hann er að utan,
og skottið rúmar nokkra inn-
kaupapoka. Hann fæst fimm gíra
eða sjálfskiptur.
Mazda 323
Þetta er e.t.v. Mazdan sem passar
flestum og fæst líka í fjórum höf-
uðútgáfum. Algengastur hér er
stationbfllinn með eða án fjór-
hjóladrifs. Vélar eru 56-210 hö.
Verð frá 950 þúsund.
Mazda 626
Bfll af millistærð, rúmgóður og
þægilegur. Sá bfll, sem Mazda
framleiðir mest af og selur þar af
leiðandi best. Hann fæst í þremur
höfuðútgáfum, eða sem hlaðbak-
ur, skottbfll og afturbyggður. Vél-
ar eru frá 75-165 hö. Verð frá tæpl.
1.900 þúsund.
Mazda Xedos
Xedos er byggður á 626 og er
svona smærri lúxusbfll með sex
strokka tveggja lítra vél, 144 ha.
og fjögurra hraða sjálfskiptingu.
Nýjasti Xedos-bfllinn kallast Xed-
os 9. Enn meira er í hann lagt en
þann „venjulega" og verður m.a.
hægt að fá hann með 165 ha. vél.
Mercedes-Benz
C-línan
Nú síðsumars kynntu Mercedes-
Benz framleiðendurnir nýja C-
línu, sem er nýhönnuð og hefur
vakið mikla hrifningu bflaáhuga-
manna. C-Benzar þykja mjög vel
hannaðir, bæði hvað varðar nota-
gildi og aksturseiginleika. Vélar-
stærðir eru 75-193 hö. og er um
að ræða bæði bensín- og dísilvélar.
Ný dísilvél fæst í C-Benz. Hún er
fimm strokka og 20 ventla. C-
Benz kostar frá tæplega 3 milljón-
um króna.
Benz E-lína
Þetta er sá Benz, sem algengastur
er á íslandi og einkum er hann
vinsæll hjá leigubílstjórum. Vélar
fást í hann frá 75-320 hö., bæði
bensín og dísil. Þær þykja allar
tæknilega fullkomnar og spar-
neytnar. Benz E kostar frá rúm-
lega 3,4 milljónum króna.
Honda-umboöiö
Honda Civic
Honda Civic fæst í fimm megin-
gerðum, en mismunandi aftur-
endar skilja einkum í milli þeirra.
Vélar eru frá 75-170 hö. Hondabfl-
ar hafa lengi þótt skera sig úr hvað
varðar útlit, en þeir eru yfirleitt
mjög fallega hannaðir. Honda Civ-
ic kostar frá 1.120 þúsund.
Honda Accord
Honda Accord er bfll af millistærð
og vinsælasta útgáfa hans er
1994 árgerðirnar
SEINASTI HLUTI
venjuleg fólksbifreið með skotti.
Hann fæst einnig í stationútgáfu
og sem hlaðbakur. Vélar eru frá
115-150 hö. Verð frá 2.090 þús-
und.
ítalska bílaumboðið
með öflugt rafkerfi og geymi. Vélin
er 1100 rúmsm, 50 hestafla. Uno
fæst bæði tvennra og fjögurra dyra
og er ágætlega rúmgóður. Verðið er
ágætt eða frá 730 þúsund.
Fiat Uno
Punto
Hinn ágæti Fiat Uno er nú að renna
sitt skeið á enda, en hann fæst nú á
íslandi í sérstakri heimskautaútgáfu
Fiat Punto er arftaki hins velþekkta
Fiat Uno. Punto þykir vel hannaður
bfll, með gott innanrými og er að
koma á markað í Evrópu þessa dag-
ana. Vélar eru 55-136 hö. og gír-
kassar sex gíra eða stiglausar sjálf-
skiptingar. Bíllinn verður fáanlegur
f 36 gerðum og meðal útbúnaðar
eru ABS-hemlar, líknarbelgur og
svo alls konar mismunandi raf-
magnsfiff. Vélarnar eru frá 1100
rúmsm upp í 1700.
Verð liggur ekki fyrir.
B
FÉLAGSFUNDUR
í Félagi bókageröarmanna verður hald-
inn mánudaginn 18. október 1993 kl.
17.00 aö Hótel Holiday Inn viö Sigtún.
Dagskrá:
1. Félagsmál
(breytingar á stjórn — útgáfumál)
2. Önnur mál
Reykjavík, 12. okt. 1993.
Stjórn og trúnaðarmannaráð FBM
Ökuskóli íslands hf.
Námskeið til undirbúnings aukinna ökuréttinda (leigubif-
reiða, vörubifreiða, hópbifreiða) verða haldin í Reykjavík
og annars staðar á landinu þar sem næg þátttaka fæst.
Umsóknarfrestur er til 22. október n.k.
Verð kr. 100.000 staðgr.
ÖKUSKÓLI ÍSLANDS HF.
Dugguvogi 2, Reykjavík
sími683841
Lada Sport
Ódýrasti jeppinn á markaðnum,
en þó ekki sá sem skemmst fer í
torfærum. Hefur verið framleidd-
ur óbreyttur um árabil. Vélin er
1,6 1, 73 hö. Verð um 900 þúsund.
Lada Station
Duglegur vinnubfll, burðamikill
og sérlega góður á vondum malar-
vegum. Vél 1,5 I, 67 hö. Verð frá
520 þús. Vsk. bfll.
íslenskir
vildir þú vera án þeirra? íslenskir bændur