Tíminn - 16.10.1993, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.10.1993, Blaðsíða 7
Laugardagur 16. október 1993 Tíminn 7 Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráös, telur aó heföbundnar atvinnugreinar veiöimannasamféiagsins séu mettaöar og aö skilningur sé aö aukast á nýsköpun. Tímamynd Árni Bjarna. með fisk.“ Jón segir að þegar rætt sé við út- lendinga um fisk og afhverju þeir hafi mikinn áhuga á að kynnast því sem íslendingar eru að gera, þá eru þeir einna hrifnastir af getu okkar í sölu og markaðssetningu sjávarafurða á alþjóðlega vísu. „Við eigum að ætla okkur miklu, miklu stærri hlut á því sviði og við erum reyndar byrjaðir á því. M.a. eru íslenskar sjávarafúrðir hf. byrjaðar að selja fisk frá Kam- chatka í Rússlandi til Ameríku, sem hefur ekkert með ísland að gera. Ég held að þama séum við að stíga fyrsta stutta skrefið í þessum efnum og ég hef trú á því að við verðum fisksölumenn heimsins." —Hvar liggja þá sóknarfæri okk- ar í þessum efnum? „Við þurfum að átta okkur á því að hugtakið nýsköpun eins og OECD skilgreinir það nær alveg eins til þjónustu, vöru og framleiðslu. fs- lendingar hafa hinsvegar verið mjög uppteknir við að hugsa um nýsköpun sem einhverja breyt- ingu á vöru. Þannig að nýsköpun nær alveg eins til ferðaþjónustu, bankaþjónustu, hugbúnaðargerð- ar og annarra slíkra þátta.“ —En afhverju þurfa menn yfir- leitt einhverjar breytingar eða ný- sköpun í okkar þjóðféiagi? „Mín skoðun í þeim efnum grundvallast á því að við höfúm alltaf byggt okkar éfnahagslíf á nýtingu auðlinda; hafinu, orkunni og landinu. Þetta eru hinsvegar allt afmarkaðar stærðir og við vit- um t.d. nokkum veginn upp á tonn hvað við getum veitt af fiski á næstum ámm. Þá em ekki sjáan- legar neinar breytingar í stóriðju eða nýtingu orkunnar á næst- unnni og hin mikla framleiðni- aukning sem hefur orðið í land- búnaði hefur gert það að verkum að það þarf færri hendur í þeim geira en áður. Ef við lítum á ferða- þjónustuna sem einn þátt í nýt- ingu landsins þá er sú atvinnu- grein háð skömmum nýtingar- tíma. Þannig að allir þessir þættir em mjög takmarkaðir." Áhersla á sér- stöðu landsins Jón segir að mörg teikn séu á lofti um að ferðaþjónstan sé að verða sérhæfari og menn séu í ríkari mæli en áður famir að markaðs- setja hana og höfða þá um leið til hópa sem hafa efni á að koma hingað. Jöklaferðir hf. á Höfn í Homa- firði er einmitt lýsandi dæmi um nýsköpun. Þar em menn að fram- kvæma hluti sem enginn hefði trúað að væri hægt fyrir nokkmm ámm; skipulagðar ferðir með út- lendinga uppá jökla og út á sjó til að skoða hvali.“ Framkvæmdastjóri Útflutnings- ráðs segir að við getum í raun ekki keppt um hinn almenna ferða- mann; til þess sé Iandið væntan- lega of dýrt. Þess í stað eigi að leggja höfúðáhersluna á sérstöðu þess sem landið hefur uppá að bjóða umfram það sem aðrar þjóð- ir hafa. í því sambandi nefnir Jón t.d. ís- lenska hestinn, vatnið og hug- myndir manna um visthæf mat- væli. „Mér finnst að það ætti að gefa því meiri gaum. Það em til mark- aðir erlendis fyrir visthæfar mat- vömr þar sem neytendur em til- búnir að greiða það verð sem þarf til. Auk þess þurfúm við almennt að komast með okkar vömr nær neytandanum en verið hefur. Til dæmis er mikið af okkar fiski selt á erlendum mörkuðum án þess að þar komi fram hvaðan hann sé ættaður.“ Hann segir að við þurfum líka að huga að hvemig við eigum að skil- greina okkur. „Hugsanlega emm við bara mat- vælaframleiðendur. En til að ná okkur út úr þessari lægð sem ein- kennt hefur efnahagslífið þá þurf- um við að einbeita okkur að út- flutningi, eins og aðrar þjóðir svo sem Danir, Japanar og Hollend- ingar. Allt þeirra kerfi miðast við útflutning og sölu á vamingi." Hlédrægni ríksins —En er einstaklingum og fyrir- tækjum sköpuð einhver skilyrði til að standa að nýsköpun. Hvað með þátt hins opinbera í þeim efnum og hvar kemur ríkið þar inn? „Ég held að ríkisvaldið hafi dreg- ið sig alltof mikið í hlé í því og þar hafi menn verið of hlédrægir í stuðningi sínum við einstaklinga og fyrirtæki í þessum efnum.“ Jón segir að honum hafi fúndist það sláandi í haust þegar ríkis- stjórnin ákvað að veita 50 milljón- ir króna í styrki til markaðssetn- ingar vegna EES-samningsins. Þessi ákvörðun stjómvalda var auglýst í sumar og viðbrögðin vom mikil, eða 101 umsókn. „Menn voru að biðja um styrki upp á tæpan hálfan milljarð. En ef það var lagt saman sem fyrirtækin vildu sjálf leggja fram og það sem þau báðu um, þá var þetta um einn milljarður króna. Ég hafði mjög gaman af því að sjá hvað margt af þessu vom góðar hugmyndir og hvað mikið er að gerast í raun og vem. Auðvitað vom margar um- sóknimar þess eðlis að þær ná kannski ekki fram að ganga en það vantar ekki viljann né hugmynda- auðgina. Það vantar peningana.“ Jón segir að menn séu oft búnir að vinna sjálfa hugmyndina og jafnvel viðkomandi vöm en þá komist menn í þrot, vegna þess að þeir hafa ekki bolmagn til að fylgja þessu eftir síðasta spölinn og hefja sjálfa markaðssetninguna. „Varðandi þessar umsóknir fannst mér það sérstaklega áhuga- vert hvað komu fram sterkar um- sóknir frá hugbúnaðarfyrirtækj- um. Ég dreg þá ályktun að það sé ákveðið færi í þeim iðnaði hérna á landi. Við höfum t.d. menntað fólk og höfúm einnig tiltölulega einfalt þjóðfélag og meiri nálægð en í stærri þjóðfélögum. Innlendir að- ilar á sviði hugbúnaðar geta fengið verkefni, m.a. frá ítölum og fleir- um. Þótt þessi hugbúnaðarfýrir- tæki séu að framleiða vöm sem á vissum tímapunkti er á undan því sem gerist erlendis, þá vantar oft á tíðum peninga til að klára dæmið. Ég tel því að það þurfi að vera til áhættufé sem þessi iðnaður geti gengið í.“ —En er eitthvað í farvatninu sem bendir til þess að meiri skiln- ingur sé fyrir nýsöpun og mikil- vægi úflutnings en áður? „Ég veit ekki hvort hann er þegar fyrir hendi. En ég held þó að skiln- ingur manna sé mjög víða að opn- ast fyrir því að við emm komin að mettunarmarki í hinum hefð- bundnu atvinnugreinum veiði- mannasamfélagsins. Á móti þurf- um við að skapa rúmlega þúsund ný störf á hverju ári fyrir unga fólkið sem einatt er mun mennt- aðra en það fólk sem er að hverfa af vinnumarkaðnum. Þannig að ef við ætlum að halda þessu fólki þá þarf að koma til einhver nýsköpun í atvinnulífinu sem fullnægir metnaði þess.“ -GRH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.