Tíminn - 16.10.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.10.1993, Blaðsíða 5
Laugardagur 16. október 1993 Tíminn 5 Gæsirnar kæra sig kollóttar um í hvaöa sveitarfélagi þær lenda, og Keitir veröur jafnglæsilegur hvort sem hann er skráöur innan marka Vatnsleysustrandarhrepps eöa sameiginlegs sveitarfélags Suö- urnesja. Tímamynd Árni Bjarna S ameiningarmálin: kostir, gallar Jón Kristjánsson skrifar Tillögur umdæmanefnda um sameiningu sveitarfélaga hafa nú verið til umræðu nokkum tíma. Nokkuð hefur verið kvart- að yfir því að kynningu vanti á þessum til- lögum, en víða em kynningarfundir aug- lýstir nú á næstunni og búast má við að næsta mánuð verði mikil umræða um þessi mál. Tillögur heimamanna Þegar sveitarfélaganefnd skilaði áliti var sá kostur tekinn að leggja tillögugerð um sameiningu í hendur umdæmaneftida í hverjum landsfjórðungi. Þetta var í sam- ræmi við ályktun um málið, sem gerð var á fulltrúaráðsfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga í Keflavík í febrúar 1993. Ég átti sæti í sveitarfélaganefndinni og ferð- aðist víða um land með öðmm nefndar- mönnum í umboði félagsmálaráðuneytis- ins til viðræðna við sveitarstjómarmenn. Við urðum þess vissulega varir að mörg- um fannst mikill miðstýringarbragur á þessu starfi, og ég er viss um að ef nefndin hefði farið að gera tillögur um umdæmi sveitarfélaga, hefði verið meir en nóg komið. Það var því að mínum dómi rétt skref að afhenda heimamönnum það vald að gera tillögumar. Tímasetningar Það hefúr verið gagnrýnt að tíminn sé skammur til jafnvel tveggja kosninga um sameiningarmálin í vetur, auk sveitar- stjómarkosninga sem em að vori. Þetta er rétt. Tíminn er mjög skammur, en þessar ákvarðanir vom teknar á þeim forsendum að fengur væri að því að reyndir sveitar- stjómarmenn, sem eiga nú sæti í sveitar- stjómum, leiði sameiningarmálin til lykta þar sem þau verða samþykkt. Um þetta má deila, en þessi leið var farin. Þjónustan eftir sameiningu Fólk spyr eðlilega: Hvemig munu hin nýju sveitarfélög, ef af verður, vinna að verkefn- um sínum, veita þjónustu, sjá um menntun og leysa ný verkefni sem þeim verða falin? í sannleika sagt hefur verið fátt um svör, af þeirri ástæðu að það getur verið eins misjafnt og sveitarfélögin em mörg, og nýjar sveitar- stjómir hafa það vald í hendi sér hvernig hajga skal þeim málum. Eg er þeirrar skoðunar að sveitarstjóm- armenn framtíðarinnar, sem nú, séu allir af vilja gerðir til þess að veita sem besta þjónustu og halda þeirri starfsemi gang- andi, sem nú er að finna í þeim sveitarfé- lögum sem á að sameina. Hins vegar er ekki heiðarlegt að draga fjöður yfir það að þetta mál snýst um kostnað. Því er afar brýnt að það liggi fyrir nánari útfærsla á því frá stjómvöldum með hverj- um hætti Jöfnunarsjóður sveitarfélaga á að vinna í því nýja módeli sem er verið að kjósa um. Slíkt væri þó ákveðin vísbend- ing um möguleikana í þessu efni, ekki síst aðstæður til reksturs skólanna, sem er af- ar viðkvæmt mál. Vald í stað „Reykjavíkur- valdsins“ Það hefur verið gagnrýnt að fámenn sveitarfélög mundu missa frá sér vald og ný miðstjóm, ekki ósvipuð „Reykjavíkur- valdinu", mundi skapast í miðstöðvum nýrra byggðarlaga. Um þetta er það að segja að mikið vald hefur verið látið frá sveitarstjómum í alls konar samstarfs- verkefni sveitar- félaga, sem em nokkuð íjarlæg fólkinu. Eigi að síður er nauðsyn- legt að horfa á þennan þátt og finna með hverj- um hætti má gera fólkið virkt. Möguleikar em á því að sinna þessu í gegnum nefndakerfi sveitar- félaganna, að þar starfi nefndir um sérmál einstakra hluta þeirra og þessar nefndir hafi áhrif. Það á ekki að afgreiða þessa gagnrýni sem ástæðulaust nöldur. Hvað felst í því að segja já? Sá sem segir já við sameiningu sveitarfé- laganna er að lýsa fylgi við þá stefnu að sveitarstjómarstigið taki við fleiri verk- efnum frá ríkinu. Hann er jafnframt að taka nokkra áhættu í því hvemig þau verkefni verða af hendi leyst. Það vald liggur í höndum nýrra sveitarstjórna og þeim möguleikum sem þær hafa til þess að leysa verkefnin af hendi. Sameiningu sveitarfélaga fylgja bæði kostir og gallar. Gallamir em hætta á miðstjórnarvaldi og að hin gömlu sveiíarfélög tapi sjálfsmynd sinni. Kostimir em hins vegar þeir að skapa stærra samfélag þar sem einstak- lingurinn hefur athafnafrelsi og réttindi til dæmis til atvinnu og þjónustu, án þess að mörk sveitarfélaga setji honum hömlur í hans nánasta umhverfi. Ég er þeirrar skoðunar að sveitarfélögin munu stækka, sú muni verða þróunin, hve stór skref sem tekin verða nú í vetur í þá átt. Hins vegar er nauðsynlegt að ræða vandkvæðin við sameiningarmálin í hreinskilni, sópa þeim ekki undir teppið og reyna að bregð- ast við þeim, því þessari vinnu er ekki lok- ið og lýkur ekki hvorki með kosningum nú í nóvember eða í janúar. Skoðanakannanir Þó að skoðanakannanir hafi sýnt jákvæð- an hug til sameiningar sveitarfélaga, ber að varast að draga of alhliða ályktanir af slíku. Sameining sveitarfélaga kemur ákaflega misjafnlega við hinn almenna kjósanda. Sums staðar breytir hún ekki miklu um daglegt líf hans. Annars staðar verða menn þess varir strax að þeirra litla samfélag er orðið hluti af stærra samfé- lagi. Þetta eru ólíkar aðstæður, sem setja sitt mark á afstöðu fólks. Tímann fram að kosningum þarf fyrst og fremst að nota til þess að upplýsa sem best um það hvaða kostir og gallar fylgja sameinuðum sveit- arfélögum, og fá fram bæði hjá sveitar- stjómarmönnum og ríkisvaldinu hvaða hugmyndir þeir hafa um rekstur þeirra sveitaríélaga sem myndast ef tillögur um- dæmanefhdanna yrðu samþykktar. Höfundur er alþingismaður og á sæti í ráðgjafa- nefnd félagsmálaráðuneytisins um sameiningu sveitarfélaga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.