Tíminn - 16.10.1993, Blaðsíða 12

Tíminn - 16.10.1993, Blaðsíða 12
12 Tíminn Laugardagur 16. október 1993 RAFVELAVERKSTÆÐI FALKANS HÖFÐABAKKA 9 • SÍMI: 91-685518 | Mótorvindingar, dæluviögeröir og allar almennar rafvélaviögeröir. Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8-108 REYKJAVÍK SÍMI: 91-81 46 70 • FAX: 91-68 58 84 VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VELADEILD FÁLKANS • VELADEILD FALKANS BÖRNIN HEIM! ALMENN FJÁRSÖFNUN STENDUR NÚ YFIR STÖNDUM SAMAN OG SÝNUM VIUANNIVERKI! Þrátt fyrir rúmlega þriggja ára þrotlausa baráttu, hefur hvorki gengið né rekið í því að ná börnunum Dagbjörtu og Rúnu heim frá Tyrkiandi. Margir hafa lagt málinu lið og sýnt viljann i verki, en betur má ef duga skal. Með samstilltum stuðningi íslensku þjóöarinnar má leiða þetta erfiða mál til farsælla lykta. Við skulum öll eiga okkar þátt íþvíað réttiætið sigri að lokum. Hægt er að greiða framiag með greiðslukorti. Hafið kortið við höndina þegar þér hringið. Einnig er hægt að greiða með gíróseðli sem sendur verður heim. SÖFNUNARSÍMI: 91-684455 VIÐ ERUM VIÐ SÍMANN KL. 10-22. FjárgæsluaSili: Landsbanki íslands. Samstarfshópurinn. Lada Safír 1600. Ódýr en ágætur samt. Rúmgóöur að innan og góður á langkeyrslu. S Iöllu krepputalinu þá datt Tímamönnum f hug að reynsluaka ódýrasta bflnum á markaðnum, sem er Lada Safír, og rifja þannig upp gömul kynni. Ladan er gamalkunnugur bfll og hefur lengst af notið mikilla vin- sælda hér á landi, ekki aðeins fyrir það hve ódýr hann er, heldur einn- ig fyrir það að bfllinn er sterkur og endingargóður, burðarmikill og síðast en ekki síst, ágætur í akstri, einkanlega á misjöfnum malar- vegum. Odýrasti bfllinn var lengi Lada 1200 sem var upphaflega lítt breytt rússnesk útgáfa af Fiat 124. Hann var mjög spameytinn og vél- in í honum sérlega endingargóð og dæmi um að slíkri vél hafi ver- ið ekið um 500 þúsund kflómetra án þess að skrúfa væri hreyfð í henni. Lada SafiT er skottbfll, eða venju- legur fólksbfll. Hann er með 1,5 1 vél, fimm gíra handskiptingu en fæst einnig með 1,61 vél og í skut- bflsútgáfu. Ladan er sæmilega rúmgóð og það fer bærilega um mann í henni. Framsætin eru tvær gormasessur og er setið á annarri en hin styður við bakið. Hægt er að breyta halla sætisbaks að hentugleikum. Útsýni er bæri- legt fram á veginn og aftur um baksýnisspegilinn en útispeglarnir eru of litlir. Ladan sker sig nokkuð úr ný- tískubflum um margt. Fyrst er auðvitað til að taka verðið sem er auðvitað þannig að samanborið við marga aðra bfla og efnisminni þá fær maður virði hverrar krónu hér. Bfllinn vinnur ágætlega, er ekki sérlega viðbragðsfljótur en togar sig léttilega áfram á vegum úti, er ekkert sérlega hávaðasamur og hreint alveg lúsþýður og svo góður á vondum malarvegum að Ódýrasti bíllinn á markaðnum, Lada Safír: Hverrar krónu virði það eru varla nema albestu og dýr- ustu vagnar sem standa Lödunni á sporði þar. Það er hins vegar alveg ljóst að hér er ekki nýhannaður bfll á ferð: Vindgnauð er töluvert þegar hratt er ekið eða hvasst er. Stelling manns undir stýri er líka dálítið sérstök því að stýrið situr hærra en yfirleitt í nýjum bflum. Ekkert vökvastýri er í Lödu og hún því nokkuð þung í stýri og það finnst þegar verið er að leggja í stæði eða smokra sér áfram í þrengslum. Á móti kemur að stýrishjólið er mjög stórt og vogarafl því veru- legt. Ekkert finnst hins vegar fyrir þyngslum í þjóðvegaakstri og bfll- inn er alveg sæmilega rásfastur. Bremsurnar eru alveg fyrirtak og auðvelt að stjórna hemluninni með þeim og þá er það að mati undirritaðs skemmtilegt að hafa afturhjóladrif sem ekki fyrirfinnst lengur nema í allra dýrustu bflum. í heildina er hér gamalreyndur og þrautprófaður bfll sem er orðinn nógu fullorðinn til að vera löngu laus við alla barnasjúkdóma. End- ingin er því samkvæmt því sem reynslan sýnir og fyllilega á við miklu dýrari bfla og alvarlegar bil- anir fátíðar. Þá hefur varahluta- þjónusta alla tíð verið góð hjá um- boðinu og varahlutir ódýrir og endursala auðveld. Lada Safír er því ágætur kostur fyrir alla, hvort sem þeir eru ríkir eða fátækir. Það eru auðvitað til margir bflar sem eru miklu skemmtilegri í akstri en þeir hafa allir þann alvarlega galla líka til miklu dýrari bflar sem eru að vera miklu dýrari. En svo eru miklu leiðinlegri í akstri en Lada. Fjöðrunin er bæði mjúk og slaglöng, blllinn er mjög góður á malarvegum og tek- ur margfalt dýrari vögnum fram hvað það varðar. Alvarlegar og dýrar bilanir eru fátlðar, varahlutir ódýrir — og þeir fást. VEM verksmiðjurnar framleiða allar helstu stærðir og gerðir raf- og gírmótora fyrir iðnað, skip, land- búnað og ýmsar sérþarfir. Höfum fyrirliggjandi allar algengustu stærðir og gerðir og útvegum alla fáaplega mótora með skömmum fyrirvara. Veitum tæknilega ráðgjöf við val á mótorum. VEM - þýsk gæðavara á góðu verði! VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKAN ' FARARBRODDI : CJÖRUTÍU ÁR!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.