Tíminn - 16.10.1993, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.10.1993, Blaðsíða 3
Laugardagur 16. október 1993 Tíminn 3 Gallup spurði Kópavogsbúa og Hafnfirðinga, en tók þá síðan út úr gögnum sem dreift var: Mjög hlynntir sameiningu — annarra sveitarfélaga í kjölfar fréttar Tímans um sameiningarmál sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu kom í ljós að Kópavogsbúar og Hafnfírð- ingar voru eftir allt saman spurðir álits á tillögum um- dæmanefndar um sameiningu sveitarfélaga í sinni heima- byggð. En svör fólks úr þessum bæjum voru aftur á móti, af ein- hverjum ástæðum, tekin út úr þeim niðurstöðum Gallup- könnunarinnar sem fjölmiðlar fengu. Þau svör gefa til kynna að þótt Kópavogsbúaar og Hafnfirðingar séu flestum öðrum hlynntari því að sveitarfélög séu sameinuð, þá sé mikill meirihluti þeirra (60%) samt líka hlynntir tillögum umdæma- nefndar, þ.e. um að þeirra eigin bæir sameinist ekki öðrum sveitarfélög- um. Sigurður Geirdal, bæjarstjóri Kópavogs, var einn þeirra sem sat í svæðisumdæmanefnd höfúðborgar- svæðisins og átti því þátt í smíði sameiningartillagna á því svæði. Tíminn bar því undir hann hvernig túlka skuli þessar niðurstöður varð- andi Kópavog (þar sem 84% lýsa sig almennt hlynnta sameiningu, en um 60% samt hlynnta því að sam- einast engum sjálfir). „Þetta eru menn sem hugsa eins og ég. Almennt er ég mjög hlynntur því að taka á þessum málum þar sem eru margir og smáir, jafnvel 50 til 60 manna hreppar, og fara minnkandi. Ég held að það væri leiðin til að drepa þá endanlega að hafe þá áfram einangraða. Ég hefði þess vegna hik- Félag ísl. heimilislækna um heilsukort: Athæfi sem ekki á sér fordæmi Stjóm Félags íslenskra heimilis- lækna hefur lýst andstöðu sinni við hugmynd heilbrigðisráðherra um heilsukort, sem verið hefúr til um- ræðu í tengslum við gerð fjárlaga. í ályktun um málið, sem stjórn fé- lagsins sendi frá sér í fyrradag, segir að stjómin líti svo á að greiðslur fyr- ir heilsukort muni helst þeir, sem veikir eru, inna af hendi. Kort þessi séu því aðeins nýr skattur, sem í þokkabót verði ekki jafnað niður eft- ir tekjum þegnanna, heldur heilsu þeirra. Stjómin líti því svo á að hér sé verið að undirbúa sjúklingaskatt, sem ekki eigi sér fordæmi í hinu ís- lenska velferðarríki. Síðan segir: „Stjórnin Iýsir áhyggjum sínum yf- ir þróun umræðu um kostnað við heilbrigðisþjónustu hér á landi og telur að mannúðarsjónarmið og umhyggja fyrir hinum sjúku séu víkjandi í tilraunum stjórnvalda til að ná tökum á halla ríkissjóðs. Lýsir stjómin ábyrgð á hendur þeim stjórnmálamönnum sem virðast hafa það eitt að leiðarljósi að færa þjóðinni harðneskjulegri stjómar- hætti og brjóta niður það þjóðfélag mannúðar og umburðarlyndis, sem fólk úr öllum flokkum og stéttum þjóðfélagsins tók þátt í að byggja.“ —sá laust svarað því til að almennt væri ég hlynntur sameiningu sveitarfé- laga. En ég hefði líka svarað síðari spumingunni þannig að ég væri hlynntur tillögum svæðisumdæma- nefndar á mínu svæði (þ.e. um að Kópavogur yrði ekki sameinaður öðmm). Því Kópavogur og Hafnar- fjörður þurfa ekki að sameinast öðr- um sveitarfélögum. En víst er erfitt að taka á þessu máli. Úti á landi segja menn: „Þið viljið endilega að við sameinumst. En af hverju sameinist þið ekki sjálfir?", sem í sjálfu sér kemur málinu ekkert við,“ sagði Sigurður. Af svörum í Gallupkönnuninni mætti kannski ráða að þrátt fyrir að yfirgnæfandi meirihluti Kópavogsbúa telji affæra- sælast að þeir haldi áfram stjóm eig- in mála, þá sýnist þeim samt hið besta mál að Seltjamames og Kjós- arsýsla öll sameinist Reykjavík í eina 110 þúsund manna borg. Sigurður sagði að í nefndinni hafi menn sett niður fyrir sér hvað þeir teldu raunhæft. Vegna þess hvemig bæjarmörk skarast, hefði öllum sýnst það liggja mjög vel við Garða- bæ og Bessastaðahrepp að nýta hluti saman. Að Hafnarfjörður yrði einnig með hafi líka verið nefnt, en smám saman einhvem veginn lognast útaf. Mönnum hafi líka þótt það liggja vel við að Seltjamames sameinaðist Reykjavík. „Ég fór í frí í september og veit því ekki hvar, hvenær eða hvernig þessi hugmynd um sameiningu Mosfells- bæjar, Kjalarness og Kjósar við Reykjavík kom upp. En ég var ekki mjög hrifinn af því að hugmyndim- ar skyldu breytast þannig, meðan ég var í burtu. Að Seltjamames sameinist Reykja- vík sýnist mér eðlilegt. Upp á fram- tíðina væri það mikil hagræðing fyr- ir Garðabæ og Bessastaðahrepp að nýta margt í sameiningu. Og eins væri eðlilegt að Mosfellssveit, Kjal- ames og Kjós sameinuðust í eitt sveitarfélag. En að bæta öllum þess- um þrem sveitarfélögum í Kjósar- sýslu við Reykjavík — ég er ekki hrifinn af þeirri hugmynd. Einhvemveginn þykir heldur ekk- ert knýja Kópavog til sameiningar, nema þá ef það væri við Reykjavík. En nú er Kópavogur orðinn 17 þús- und manna bær og vex hraðast af öllum þessum byggðum hér á svæð- inu. Og svona almennt séð hef ég verið þeirrar skoðunar, að meðan þessi uppbygging er svona ör á þess- um svæðum, þá séu þessi sveitarfé- lög út af fyrir sig svona aflrænni ein- ingar heldur en með einni lummu yfir svæðinu öllu saman.“ Sigurður segir þá menn líka til, sem sjá þetta svæði allt sem eina stóra borg einhvemtíma. Slíkt mundi þá væntanlega gerast í nokkrum áföngum. Og sameining Bessastaðahrepps og Garðabæjar gæti þá verið raunhæft skref í þá átt. Á höfuðborgarsvæðinu búa nú kringum 150 þúsund manns og þá rúmlega 110 þúsund á öllum öðrum svæðum landsins. „Ég gæti trúað að fjölgunin haldi áfram hér, upp í kringum 200 þús- und manns og nái þá nokkru jafn- vægi — í 200 þús. hér og 100 þús- und annars staðar á landinu. Ég held að þessi þróun fari nú ekki miklu lengra en svo," segir Sigurður. - HEI Einmitt mjolkin sem vantaði 0 > samræmi við nýjan lífsstíl. Fjörmjólkin y er næringarrík, r<§) létt og frískandi og því kjördrykkur þeirra sem æ hugsa vel um heilsu sína og útlit. Fjörmjólk líkist léttmjólk hvað varðar lit og bragð og hún er fitulítil eins og undanrenna. Fjörmjólk er ríkari af próteini og kalki en önnur ^^mjólk og í hana er sett'^-vítamín sem hjálpar * * líkamanum að vinna kalkið úr fæðunni. Fjörmjólk verður án efa drykkur dagsins ^^^^^^phjá fjölmörgum - bæði vegna bragðsins og innihaldsins. Fjörmjólk - drykkur dagsins nmr

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.