Tíminn - 16.10.1993, Blaðsíða 14

Tíminn - 16.10.1993, Blaðsíða 14
14Tíminn Laugardagur 16. október 1993 Draugar þj óðfélagsins Frú Emilfa: AFTURGÖNGUR. Fjöl- skyldudrama I þremur þáttum eftlr Hen- rlk Ibsen. Þýölng: Bjaml Benediktsson ffá Hofteigi. Leikstjóm: SigríÖur Margrét Guömundsdöttlr. Leikmynd og búnlng- ar: Niall Rea. Fmmsýnt f Héðinshúsinu, Seljavegi 2,13. október. Það er á orði haft að alnæmið sé hvati til þess að Afturgöngur eru nú settar á svið, meir að segja á tveim stöðum samtímis á voru landi, hjá Leikfélagi Akureyrar og Frú Emilíu. Auðvitað þarf ekki alnæmi til að beina athygli að þessu leikriti, svo afburðasnjallt sem það er. Og þess ber að gæta að leikritið fjallar ekki um kynsjúkdóm og afleiðingar hans fyrst og fremst, enda þótt slíkt komi eftirminnilega við sögu. Það ristir dýpra en svo. Viðfangsefnið er hræsni sú og fals sem þjóðfélagið er reist á—lífslygin sem Ibsen var allt- af að fást við. í sem skemmstu máli er efnið í Aft- urgöngum þetta: Helena Alving er ekkja eftir Alving kammerherra og á með honum soninn Ósvald málara. Heimilisvinur er séra Manders, sem á sínum tíma fékk frú Alving til að snúa aftur til eiginmanns síns, sem reyndist siðlaus maður. Á heimilinu hefur alist upp Regína Engstrand, dóttir Engstrands smiðs. Smám saman er rakinn lygavefúrinn utan af persónunum uns ekki er tætla eft- ir. Ibsen hefur varla skrifað vægðar- lausara né beittara verk, enda olli það miklu róti í samtíð hans, eins og fram kemur í ffóðlegum tilvitnun- um í bréf skáldsins í Ieikskrá. Aftur- göngurnar, sem skáldið fjallar um, eru ekki aðeins syndir feðranna sem bitna grimmilega á börnunum. Um- fram allt eru það dauðar og úreltar hugmyndir, feyskin siðaboð og yfir- drepsskapur þjóðfélagsins. Til að setja svona verk á svið þarf valinn mann í hverju rúmi. Fyrst og fremst leikstjóra sem hefur mynd- ugleik til að glíma við þann gamla af fullum þrótti og fleyta fram sann- færandi heildartúlkun á verkinu. Síðan þarf mjög færa leikara í öllum fimm hlutverkunum, þvf öll skipta þau miklu máli. Ekki er unnt að segja að þessum kröfum sé fullnægt í sviðsetningu Frú Emilíu. Sýningin á Afturgöngum er fremur yfirborðs- Auglýsing frá félagsmálaráðuneytinu og umdæmanefndum Hinn 20. nóvember 1993 skal fara fram atkvæðagreiðsla um framkomnar til- lögur umdæmanefnda um sameiningu sveitarfélaga, sbr. lög nr. 75/1993 um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 8/1986. Atkvæðagreiðsla um sameiningu sveitarfélaga skal fara fram í öllum sveitarfé- lögum nema eftirgreindum: Akraneskaupstað, Djúpavogshreppi, Eyrarsveit, Hafnarfjarðarkaupstað, Kópavogskaupstað, Mýrdalshreppi, Reykhólahreppi, Seyðisfjarðarkaupstað, Siglufjarðarkaupstað, Skaftárhreppi og Vestmanna- eyjakaupstað. LEIÐBEININGAR UM UNDIRBÚNING OG FRAMKVÆMD ATKVÆÐAGREIÐSLUNNAR: 1. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla mun hefjast.............. 25. október 2. Kjörskrá skal lögð fram eigi síðar en ................ 27. október og skal framlagning hennar auglýst fyrir þann tíma. 3. Kjörskrá skal liggja frammi til kjördags. 4. Kærufrestur til sveitarstjómar vegna kjörskrár rennur út kl. 12 á hádegi....................................... 6. nóvember 5. Afrit kæru sendist þeim, sem kærður er út af kjörskrá, eigi síðar en........................................ 9. nóvember 6. Sveitarstjóm úrskurðar kærur eigi síðar en .......... 13. nóvember 7. Oddviti sveitarstjómar eða framkvæmdastjóri hennar undirrita kjörskrá. 8. Sveitarstjóm tilkynni hlutaðeigandi, svo og sveitarstjórn sem mál getur varðað, um breytingar á kjörskrá strax og úrskurður liggur fyrir. 9. Kjörstjóm tilkynni oddvita yfirkjörstjórnar, svo og sveitarstjórn sem mál getur varðað, um breytingar á kjörskrá strax og dómur er genginn. 10. Sveitarstjóm skal senda oddvita yfirkjörstjómar eintak af kjörskrá þegar kjörskráin hefur verið endanlega undirrituð. 11. Yfirkjörstjóm auglýsir hvenær kjörfundur hefst. 12. Yfirkjörstjóm auglýsir hvar og hvenær atkvæðatalning verður með nægum fýrirvara á undan kosningum. 13. Kjörfundi skal slíta eigi siðar en kl. 22 á kjördag. 14. Atkvæðatalning hefst svo fljóít sem unnt er að loknum kjörfundi. 15. Yfirkjörstjóm setur notaða atkvæðaseðla undir innsigli að talningu lokinni. 16. Yfirkjörstjóm tilkynni viðkomandi umdæmanefnd um úrslit atkvæðagreiðsl- unnar svo fljótt sem verða má eftir að úrslit liggja fyrir. Ekki er heimilt að skýra frá niðurstöðu atkvæðagreiðslu fyrr en eftir að öllum kjörstöðum á landinu hefur verið lokað, þ.e. kl. 22. 17. Kæra vegna atkvæðagreiðslunnar skal afhent hlutaðeigandi sýslumanni innan sjö daga frá því að lýst var úrslitum atkvæðagreiöslunnar. 18. Yfirkjörstjóm eyðir innsigluðum atkvæðaseðlum að kærufresti loknum eða að fullnaðarúrskurði uppkveðnum hafi atkvæðagreiðslan verið kærð. Félagsmálaráðuneytið og umdæmanefndir, 16. október 1993. leg og túlkunin ófullnægjandi í veigamiklum atriðum. Engu að síð- ur er sýningin ásjáleg og hreint ekki leiðinleg. Hin alvöruþrungna umræða um siðferðismál, sem fram fer í Ieikrit- um Ibsens, getur auðveldlega verk- að skopleg á fólk á þeirri hálfkær- ingsöld sem við lifum. Fyrsta atriðið er að forðast slíka skopgervingu og það er unnt að gera án þess að stunda hátíðlegan leikmáta eða horfa framhjá kímilegum hliðum verksins. í Afturgöngum er það gleggst í séra Manders, sem er sá maður sem ábyrgð ber á hrakförum allra persónanna, — hann er fulltrúi þjóðfélagsvaldsins, sem sviptir fólk hamingju með kröfunni um „skyldurækni" og „sjálfsafneitun", krefur það um fals og Iygi. Ef við lít- um á Afturgöngur sem þjóðfélags- ádeilu fremur en fjölskylduharm- leik, er presturinn aðalpersónan. Margt, sem Manders segir, orkar harla írónískt á nútímafólk. Því miður var túlkun Þrastar Guðbjarts- sonar og leikstjórans á prestinum á mörkunum í þessu tilliti. Þær rokur, sem klerkur tekur, voru ósannfær- andi, leikmátinn stundum háska- lega nærri skopleiknum. Margrét Ákadóttir kemur ágætlega fyrir í hlutverki frú Alving og gerir sitthvað vel, en þetta burðarhlut- verk líður íyrir það að leikstjórinn tekur verkið ekki nægilega föstum tökum. Frú Alving breytist ekki með stígandi leiksins. Áhorfandinn verð- ur að geta skynjað dýpt harmleiks- ins í lífi frú Alving, en á það skorti. Á sama hátt varð örvænting Ósvalds, sem Ari Matthíasson lék, ófullnægj- andi, snerist stundum upp í hávaða og óhemjuskap fremur en þá dauð- ans angist sem hann á að sýna. Bestan leik á Sigurður Skúlason í hlutverki Engstrands smiðs. Það var lunkin mannlýsing og vel unnin hjá Sigurði, enda er hann langreyndast- ur leikara í sýningunni. Hlutverk hans er kannski þakklátast, en við megum ekki gleyma að smiðurinn er enginn fákænn alþýðumaður, sem vaninn var að gera gys að í eldri leikritum. Með klókindum kemur hann vilja sínum fram og hefur prestinn að lokum á valdi sínu. Því skilaði Sigurður vel. Aftur á móti skorti nokkuð á í leik Jónu Guðrúnar Jónsdóttur sem Re- gínu Engstrand, enda mun þar óreynd leikkona á ferðinni. Þótt þetta hlutverk sé minnst, er það engan veginn einfalt eða auðráðið frekar en önnur í leiknum. Regína er klofin persóna, ekki bara ung dyntastelpa. Hún hefur erft ákveðið tillitsleysi, — hún þráir að komast upp í hástétt og óljós stéttarstaða hennar ræður miklu um viðbrögð- in. Salurinn í húsi Héðins er býsna víður og takmarkar ærið mikið hve intíman Ieik er hægt að fremja hér. Leikaramir náðu eigi að sfður furðugóðu sambandi við áheyrend- ur. Ytri umgerð sýningarinnar var fremur stílhrein í því gímaldi sem salurinn er. Búningar hefðu mátt vera markvissari og ekki hæfði rauð- ur kjóll frú Alving vel í þessu um- hverfi, hefði þurft dekkra svið á móti honum. Tónlist, á selló, var vel og smekkvíslega flutt af Sigurði Hall- dórssyni og átti sinn þátt í þeim áhrifum sem sýningin hafði þrátt fyrir allt. Sigríður Margrét Guðmundsdóttir er lítt reyndur Ieikstjóri og kannski ekki við því að búast að hún réði fyllilega við svona erfitt viðfangs- efni. ðjöfn stígandi og ónóg dýpt í túlkun skrifast á reikning leikstjóra, sem ekki hefur beitt hnífnum nógu fast. Samt er þetta verk svo gott og grípandi að áhorfandinn nýtur sýn- ingarinnar og er tilbúinn að sjá í gegnum fingur sér meðan hún fer fram. Og ekki þarf að efa að viður- eignin við Ibsen verði öllum, sem tóku þátt í henni, góð reynsla. Von- andi er hún fyrirboði þess að at- vinnuleikhúsin í Reykjavík taki að glíma við hinn norska meistara meir en um sinn, ekki síst þjóðfélags- ádeilumar frá raunsæisskeiðinu. Brúðuheimilið hefur kannski síð- ustu áratugi skyggt fullmikið á önn- ur verk Ibsens. En vissulega er margt annað forvitnilegt, ekki bara þjóðfélagsádeiluverkin, heldur einn- ig síðustu leikritin þar sem farið er meira í táknsæi. Hér er því af nógu að taka. Gunnar Stefánsson Svefnlaus í Seattle Svefnlaus i Seattle (Sleepless in Seattle) ★★★ 1/2 Handrit: Nora Ephron, Jeff Arch og David S. Ward. Framleiðandi: Gary Foster. Leikstjóri: Nora Ephron. Aðalhlutverk: Tom Hanks, Meg Ryan, Ross Malinger, Bill Pullman og Rosle O'Donneli. Stjömubió. Öllum leyfð. Þetta er sú mynd sem kom hvað mest á óvart í miðasölu í Banda- ríkjunum á árinu. Hún hefur sjálf- sagt ekki verið markaðssett jafn kröftuglega og margar aðrar. Leik- stjórinn, Nora Ephron, sem á einnig þátt í handritinu, slær hér eftirminnilega í gegn en hún skrif- aði handrit hinnar ágætu gamanmyndar When Harry Met Sally. Hún slær hér á svipaða strengi með skemmtilegri ástarsögu og gríni að samskiptum karla og kvenna. Sam (Hanks) og sonur hans, Jonah (Malinger), búa einir saman eftir að hafa misst eiginkonu og móður. Sam gengur illa að fóta sig eftir áfallið og saknar sárt konu sinnar. Jonah hefur áhyggjur af þessu öllu, hringir í rabbþátt í útvarpinu og seg- ir þáttastjómanda og alþjóð að pabba sinn vanti nýja konu. Fljót- lega fara að berast hundruð bréfa frá konum sem vilja hitta Sam. Annie (Ryan) er trúlofuð leiðindakurfi (Pullman) og hefur efasemdir um sambandið. Hún heyrir útvarps- þáttinn, sendir bréf og Jonah tekur strax ástfóstri við hana eftir lestur þess. Það tekur Jonah nokkum tíma að sannfæra pabba sinn og leiða þau saman. Þetta er nokkuð skondin gaman- mynd en alvaran og dramatíkin em aldrei langt undan. Að venju nær gamanið hámarki þegar Ephron gerir grín að samskiptum karla og kvenna. Söguþráðurinn er langt frá því að vera raunsær í fallegri ástar- sögunni en þetta er andsvar við jafn- vel enn þá meira óraunsæi í ofbeldis- og bardagamynd- um ýmiss konar. Kannski er það þess vegna sem hún er svona vinsæl. Leikaramir standa sig allir með prýði, enda handritið gott og það býður upp á marga möguleika. Tom Hanks er góður í hlutverki Sams og Ross Malinger stendur sig feiknavel sem Jonah. Meg Ryan virðist finna sig afar vel í kvikmyndum sem Nora Ephron kemur nálægt, því hún varð stjama eftir When Harry Met Sally og endurtekur nú stórleik sinn hér. Svefnlaus í Seattle er vel heppnuð kvikmynd hjá Nom Ephron, sem flestir ættu að hafa gaman af. Þetta er ástarsaga, bráðfyndin á köflum og að mestu er sneitt hjá væmni. örn Markússon ( KVIKMYNDIB ) Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum fyrir birtingardag. Þœr þurfa að vera vélritaðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.