Tíminn - 16.10.1993, Blaðsíða 18

Tíminn - 16.10.1993, Blaðsíða 18
18Tíminn Laugardagur 16. október 1993 Hjónaminning: Ingibj örg Guðmundsdóttir og Þórður Kristjánsson A morgun, 17. október, er eitt- hundraðasti og fjórði afmælisdagur Þórðar Kristjánssonar, fyrrum bónda á Miðhrauni í Miklaholts- hreppi, Hnappadalssýslu, en hann var fæddur á Hjarðarfelli í sömu sveit árið 1889. Kona hans, Ingibjörg Guðmunds- dóttir, fyrrum húsfreyja á Mið- hrauni, var fædd 16. maí 1893 í EIl- iðaey á Breiðafirði. Á eitt hundraðasta afmælisdegi hennar komu niðjar hennar saman í félagsheimilinu Garðaholti í Garða- bæ. Þar las Þóra Guðmundsdóttir þessi kvæði, sem henni voru færð á stór- afmælum hennar. Til þín bestu vildi ég valdar, vinarkveðjur okkar hér. Heill sé þér er hálfrar aldar hefurþú spor að baki þér. Vmahugir víst ei fáir vitja i dag þtns hlýja rarms. Þú, sem alltaf ástúð sáir, uppskerð góðvild sérhvers marms. Þitt mun starfið þakkað, metið, þú átt hrós sem ekki dvín. Er heyri ég konu góðrar getið og göfugrar, ég mirmist þín. Áfram langra ei ártuganna þér örðug reynist ganga hér, á vegum guðs og góðra rrumna, gæfa og blessun fglgi þér. Vinkona, Anna Björasdóttir, Hörgsholti Til Ingibjargar Guðmundsdóttur, Miðhrauni, á sextugsafmælinu. Með þökk og virðing, vina kæra, vil ég mirmast þín í dag. Og þér heilla óskir færa, um þig kveða lítinn brag. Hlýtt á þessum heilladegi hugsað mörgum til þín er, sextíu ár á ævivegi orðstír fagran bera þér. 1 hreppnum okkar hefur urmið heillaríkt og göfugt starf að framfara- og félagsmálum, festu og manndóm til þess þarf. Bágstöddum þú hjálpað hefur, hryggum auðsýnt vinarhug. Fordæmi þú fagurt gefur um fómarlund og kærleiks dug. Þó að færist árin yfir, enn er bjartur svipur þirm. Æsku blik í augum lifir, í anda glöð með bros um kirm. Misjafnlega í muna djúpi mörmurn reynist ellin þung. Undirhvítum hæruhjúpi helst oft sálin glöð og ung. Allar bestu óskir mínar eg þér færa vil í dag. Gefí harm þér gjafír sínar, Guð sem ræður allra hag. Yfírþig hann blessun breiði, bægi frá þér hverri þraut, og í gegnum lífið leiði langa, fagra ævibraut. Ragnheiður Kristjánsdóttir Til Ingibjargar Guðmundsdóttur, Miðhrauni í Miklaholtshreppi, 75 ára. Það lýjast með aldrinum allflestir merm, þvt' að aldurinn þrekinu fargar, en 75 ára situr þú enn með sóma, erhafa ei margar. Þú aldraða kona sem orðin ert þreytt, þér ástvinir kveðju nú senda. Sá Guð sem þig hefur í lífínu leitt hann leiði þig vegirm til enda. Með hugheilum heillaóskum Bragi Jónsson frá Hoftúnum Blessuð sé minning fósturforeldra minna, Ingibjargar og Þórðar frá Miðhrauni. ÓIi Jörundsson Aðalfundur Framsóknarfé- lags Ámessýslu veröur haldinn ( Framsöknartiúsinu, Eyrarvegi 15, Selfössi, mánudaginn 18. oklóberld. 21.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf 2. Kosnlng fulltrúa á Kjórdæmisþing 3. Önnur mál SQómin Dalir Aöalfundur Framsóknarfélagsins I Dalasýslu veröur haldinn I Dalabúö, Búöar- dal, 19. októberld. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf. Kosning á Kjördæmisþing. Ingibjörg Pálmadóttir alþingismaður mætir á fundinn. SQómki Aðalfundur Félags framsóknarkvenna veröur haldinn I félagsheimilinu Þingborg, Hraurtgeröishreppi, mánudaginn 18. október Id. 21.00. Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf. Stjómin Stjómmálaskóli FUF Stjómmálaskóli Félags ungra framsóknarmanna I Reykjavik hefst þriöjudaginn 19. október n.k. að Hafnarstræti 20, 3. hæö. Meöal námsefnis: Ræöumennska og fundarsköp. Leiöbeinandi Vigdls Hauksdóttir, varaformaöur FUF Reykjavlk. Skráning fer fram á skrifstofú Framsóknarflokksins, slmi 624480, fyrir föstudag- inn 15. október. Sljómin Kópavogur—Aðalfundur Aöalfundur Framsóknarfélags Kópavogs veröur haldinn aö Digranesvegi 12 mánudaginn 18. okt. kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf. Önnur mál Stjómln Aðalfundur Framsóknarfé- lags Garðabæjar og Bessa- staðahrepps verður haldinn mánudaginn 18. október I Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 20.30. Dagskrá: Almenn fúndarstörf Kosning fulltrúa á Kjördæmisþing Framboösmál Önnur mál Mætum vel. Stjómin Keflavík — Keflavík Aðalfundur Framsóknarfélags Keflavlkur verður haldinn I Félagsheimilinu miö- vikudaginn 20. október kl. 20.30. Dagskná samkvæmtfélagslögum. Rætt um vetrarstarfið og bæjarmál. Sfjómki Aðalfundur Framsóknarfélags Mýrasýslu veröur haldinn I sal félagsins aö Brákarbraut 1, Borgamesi, miövikudaginn 20. okt. n.k. kl. 20.30. Venjuleg aöalfúndarstörf og kosning fúlltrúa á kjördæmisþing fram- sóknarmanna á Vesturiandi. Önnur mál. Sgómkt Marta Guðj ónsdóttir frá Berjanesi, Austur-Eyjajjallahreppi Fædd 3. ágúst 1912 Dáin 9. október 1993 í dag verður jarðsungin frá Eyvind- arhólakirkju tengdamóðir mín, Marta Guðjónsdóttir, sem lengst af ævi sinnar bjó ásamt eiginmanni sínum, Andrési Andréssyni, í Berja- nesi undir Eyjafjöllum. Ég kynntist þeim hjónum fyrst sumarið 1976, þegar ég dvaldi hjá þeim við landbúnaðarstörf. Kynni mín af Andrési heitnum urðu skemmri en ég hefði óskað, en hann fékk heilablóðfall í árslok 1976 og lést nokkrum árum síðar. Kynnin af Mörtu heitinni urðu lengri. Hún var nánast nágranni okkar frá því að bömin mín og Katr- ínar, yngstu dóttur hennar, fæddust. Þar áttu þau ætíð víst og öruggt at- hvarf, ef við þurftum á barnagæslu að halda, og seint verður saman tal- ið allt það prjónles er okkur barst frá henni. Og þess nutu fleiri. Þegar hún kvaddi þennan heim var hún með plögg á prjónunum, sem ætluð voru yngsta bamabarninu. Hún var ætíð boðin og búin til að rétta hjálp- arhönd, ef henni bauð í gmn, að slíks væri þörf. Hvað ungur nemur, gamall temur. Marta var ólöt við að kenna bama- bömum sínum fyrri tíðar fróðleik, sem gjaman var í bundnu máli og festist því betur í minni. í vísum þessum felast jafnan heilræði til handa hverjum þeim, sem með þær fer. Líkt og margt samferðafólk Mörtu, kynntist hún tímunum tvennum á lífsleiðinni og oftar en ekki mun leiðin hafa verið þymum stráð. Ég leyfi mér að ætla að hún hafi líka fagnað leiðarlokum, enda naut hún þeirrar náðar að halda andlegri og líkamlegri heilsu fram í andlátið, þótt hjartað væri raunar farið að gefa sig. Fyrir hönd konu minnar og bama vil ég þakka samverustundirnar og hjálpíysina á liðnum árum. Hvíl þú í friði. Ingis Ingason Allsherjar- íc OOO w * atkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða- greiðslu við kjör stjórnar og trúnaðamannaráðs fyrir starfsárið 1993-1994. Lista ber að skila til skrifstofu F.S.V. fyrir kl. 10:00, laugardaginn 23. október n.k. Stjórnin. Allsherjar- Ifinöl atkvæðagreiðsla ^A/GAV^ Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða- Íjreiðslu við kjör fulltrúa á 2. þing Þjónustusambands slands. Lista ber að skila til skrifstofu F.S.V. fyrir kl. 10:00, laugardaginn 23. október n.k. Stjómin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.