Tíminn - 04.11.1993, Page 8

Tíminn - 04.11.1993, Page 8
8 Tíminn Fimmtudagur 4. nóvember 1993 Pétur Þorsteinsson, frh. Andlátsfregn berst frá erlendri borg. Látinn er eftir hjartaáfall góð- ur vinur og kollega, Pétur Þor- steinsson, sýslumaður Dalamanna um árabil, mannkostamaður og höfðingi. Pétur Þorsteinsson var fæddur á Óseyri í Stöðvarfirði 4. janúar 1921. Foreldrar hans voru Þorsteinn Þor- steinsson Mýrmann, útvegsbóndi og kaupmaður, ættaður af Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu. Móðir hans var Guðríður Guttormsdóttir hús- freyja, dóttir séra Guttorms Vigfús- sonar prófasts á Svalbarði í Þistil- firði, síðar á Stöð í Stöðvarfirði. Pétur var Austfirðingur, af merkum ættum, og bar þess einkenni. Hann var allt sitt líf bundinn Austurlandi tryggðar- og átthagaböndum. Pétur var settur til mennta, svo sem það kallaðist á þeirri tíð, fór í Mennta- skólann á Akureyri og varð stúdent þaðan vorið 1943. Síðan lá leiðin í lagadeild Háskóla íslands þaðan sem hann lauk embættisprófi vorið 1950. Með námi sínu í Reykjavík vann Pétur sem þingritari í Alþingi við Austurvöll. Enginn varð þingritari, sem ekki var bæði glöggur á mál- flutning, hafði næmt minni og rit- aði auk þess gott mál. Á árunum 1950-1963 vann Pétur margvísleg lögfræðistörf, svo sem að málflutn- ingi o.fl. Jafnframt því sem þau Björg unnu að uppbyggingu nýbýlis í Mosfellssveit er þau nefndu Dall- and. Pétur var ávallt mikill bóndi í sér, hafði ánægju af skepnum, hey- skap og þeim verkum er til sveita- starfa heyrðu. Hann átti gæðinga fram á síðustu ár og sótti gleði og heilsubót í samskipti við hestana. Kennarastörf lagði Pétur og fyrir sig með öðru, bæði í Kópavogi og Mos- fellssveit árin 1963-1967. Hann var sumurin 1965 og 1966 fulltrúi sýslumanns á Seyðisfirði, einkum við sakadóm, en þessi árin var sfld við Austfirði og marglitt mannlíf á höfriunum, sem leiddi af sér á stundum væringar og pústra. En frá 1967-1974 vann Pétur sem fulltrúi sýslumanns í Hafnarfirði, einkum við þinglýsingar. Frá því í maí 1974 til jan. 1991 var Pétur sýslumaður Dalasýslu, með aðsetur í Búðardal. Þá fluttu þau hjónin á ný í Mosfells- sveit, áttu þar hús og undu vel hag. Pétur var félagslega sinnaður, tók að sér ýmis trúnaðarstörf. Má þar nefna forustu í Ungmennafélaginu heima í Stöðvarfirði, einn af hvatamönnum að stofnun Ungmenna- og íþrótta- sambands Austurlands 1940. Hér syðra formennska í Austfirðingafé- lagi og ýmis önnur störf á þess veg- um. Á námsárum sat hann í stúdenta- ráði H.í. og vann þá að þeim stór- málum að koma á Lánasjóði stúd- enta, svo og félagsheimili stúdenta. Ég hef vísast gerst langorður hér að framan um störf og áhugamál Pét- urs Þorsteinssonar, en ég tel þau vera grundvöllinn að því ágæta starfi er hann síðar vann sem sýslu- maður í Dölum og verður að vikið. Pétur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Margrét S. Jónsdóttir, ætt- uð úr Fáskrúðsfirði. Þau gengu í hjúskap 1943, en Margrét lést 1947. Þau áttu saman eina dóttur, Jónu Láru skrifstofústjóra, f. 1944. Síðari kona Péturs, er lifir mann sinn, er Björg Ríkarðsdóttir, Jóns- sonar myndhöggvara, sem ættaður var frá Strýtu í Berufirði, en starfaði í Reykjavík, þjóðþekktur maður. Móðir Bjargar er María Ólafsdóttir húsfreyja. Börn þeirra Péturs og Bjargar eru: Ríkarður Már f. 1952, rafiðnfræð- ingur, vinnur við hjálparstörf í Júgó- slavíu; Þorsteinn f. 1953, lögfræð- ingur og fulltrúi hjá sýslumanni í Keflavík; Þórhildur f. 1960, MA, BA í frönsku og bókmenntum, starfar við kennslu. Áhugamál átti Pétur Þorsteinsson mörg, en þau hnigu flest í farveg tengdan menningu og sögu þjóðar, eflingu landsbyggðar með forgöngu um uppbyggingu stofnana og undir- búningi og könnun atvinnumögu- leika í dreifbýlinu. Pétur Þorsteinsson var vel lesinn. Hugþekkust voru honum án efa hin íslensku fomrit. Þar í fyrsta sæti var Laxdæla. Hann var glöggur á merk- ingu þess er birtist í bókmennta- perlum okkar og lagði út af lesmál- inu á þann hátt að ekki gleymist. Innsæi hans var óvenjulegt. Ég er í engum vafa um það að Pétur Þor- steinsson var vel til þess fallinn að taka að sér störf sýslumanns í land- búnaðar- og söguhéraði. Áhugi hans á héraðsmálum var mikill. Hann hafði góða þekkingu og reynslu til að veita sýslunefnd virka forystu, og gerði það af skör- ungsskap. Hann var einnig Iaginn samstarfsmaður og fékk traust og stuðning sýslunefndarmanna. Virkar sýslunefndir vom héruðun- um afar mikilvægar. Þær voru gott stjómtæki, samvirk fomsta í héraði með einfaldri og virkri yfirstjórn, sem hafði allt í hendi sér, ef vel var á haldið. Á þessum vettvangi nutu hæfileik- ar Péturs Þorsteinssonar sín einkar vel og hann sparaði sig hvergi, þegar góð héraðsmál vom annars vegar. Vil ég geta helstu mála er Pétur kom að vestur í Dölum. Hann sat f stjóm Dvalarheimilis aldraðra, Fellsbæ í Miðdölum 1974-91. Hann var for- maður og helsti drifkraftur nefndar er endurvakti sumarhátíðir í Döl- um, Jörfagleði, 1977 og um árabil. Hann gegndi formennsku í náttúm- vemdamefnd Dalasýslu 1978- 81. Sat í skólanefnd Staðarfellsskóla 1981-91. Vann að undirbúningi leir- verksmiðju í Búðardal og könnun á jarðhita í Reykjadal. Hafði einnig forgöngu um rannsóknir á sjávarbú- skap og lífríki Hvammsfjarðar og samdi ritgerð í tengslum við það (ásamt öðmm höfúndi), sem birt var í Náttúrufræðingnum 1980. Pétur og Björg undu vel hag með Dalamönnum og vildu veg héraðs- ins sem mestan, svo og velferð íbúa. Það var Pétri ekki sársaukalaust síð- ustu árin í sýslumannsembætti, að sjá traust fyrirtæki fara í þrot og verða vitni að þrengingum bænda. Honum fór líkt og fleimm að þykja þróun í héraðsmálum, ekki síst er sýslunefndir vom aflagðar 1989, horfa til tæpra heilla, svo ekki sé nú orðuð sú hin nýja stefna að leggja niður þjónustu og embætti sýslu- manna m.a. í Dalasýslu. Leiðir okkar Péturs lágu saman allt frá 1974, m.a. í stjóm Sýslumanna- félags íslands, en þar sat hann í stjóm árin 1978-1986. Pétur var ekki málskrafsmaður á mannfundum, en hafði einarðar skoðanir og setti þær þannig fram að eftir var tekið. Pétur var glað- sinna og húmorinn var ávallt á næsta leiti, ekki síst er hann brá sér í hlutverk sögumannsins. Allmikil kynslóðaskipti urðu í röðum sýslu- manna um miðjan áttunda áratug- inn. Pétur Þorsteinsson var nýr í starfi sýslumanns á þessum tíma, en eldri en við flestir. Ég merkti aldrei þennan aldursmun, enda féll Pétur og einnig hans ágæta kona Björg af- ar vel inn í okkar hóp. Hann var svo sannarlega opinn fyrir því sem var að gerast í þjóðfélaginu og í hópi kollega. Alltaf glaðbeittur og lífgaði uppá andrúmsloftið, hvort heldur farið var í rútuferð að Nesjavöllum, en þá sagði Pétur sögu svæðisins og rakti ömefni, eða gengið til veislu og gleðskapar. Það var sómi að þeim hjónum Pétri og Björgu, er þau komu fram í opinberum móttökum. Pétur var ekki aðeins áhugamaður um sögu og staðfræði, með lestri bóka og fræðirita. Hann var í eðli sínu athafnamaður, sem vildi sjá og skoða landið og þá ekki síst öræfin; hálendisferðir voru honum líf- snautn. Hann var hugmaður og lagði ótrauður út í erfiðar fjallaferðir jafnt á sumri sem vetri. Hann kunni að taka áhættu, án þess að um glanna- skap yrði að ræða. Á þessum vett- vangi voru þau hjón afar samstiga, eins og raunar í lífshlaupinu öllu. Pétur Þorsteinsson var gæfumaður í einkalífi sínu, og Björgu konu sína virti hann að verðleikum. Heimili þeirra var í senn menningarlegt og vel búið, svo og var gestrisni og Félagsvist Þríggja kvölda félagsvist Framsóknarfélags Ámessýslu verður I Þingborg, Hraun- gerðishreppi, föstudagskvöldin 5., 12. og 19. nóvember klukkan 21. Aðalvinningun Utanlandsferö að eigin vali að verðmæti kr. 70.000. Góð kvöld- verölaun. Sfómki Aðalfundur miðstjómar Framsóknarflokksins Aðalfundur miðstjómar Framsóknarflokksins verður haldinn I Borgartúni 6, Reykjavlk. Dagskrá verður sem hér segin Föstudagur 5. nóvember 1. Kl. 20.30 Setning. 2. Kl. 20.35 Kosning starfsmanna fundaríns: Tveir fundarstjórar. Tveir rítarar. Fimm fulltrúar I kjömefnd. 3. Kl. 20.45 Yfirtitsræða formanns. Lögö fram drög að stjómmálaályktun. 4. Kl. 21.45 Almennar umræöur. Skipun stjómmálanefndar. 5. Kl. 00.00 Fundarhlé. Lauganlagur 6. nóvember 6. Kl. 8.30 Nefndarstörf. 7. Kl. 9.30 Sveitarstjómarkosningar 1994. Undirbúningur og framkvæmd. Sameiginieg mál. a) Atvinnumál — nýsköpun. b) Umhverfismál. c) Fjölskyldumál. Almennar umræður. 8. Kl. 12.00 Matarhlé. 9. Kl. 13.00 Kynning á mismunandi kosningalöggjöf. Inngangur — Steingrímur Hermannsson. Framsöguerindi. Almennar umræður — fyrírspumir. 10. Kl. 15.00 Kaffihlé. 11. Kl. 15.30 Kosning nlu manna I Landsstjóm. 12. Kl. 15.45 Stjómmálaályktun, umræður og afgreiðsla. 13. Kl. 17.30 Önnur mál. 14. Kl. 17.30 FundarsliL SUF-klúbbur veröur I gangl á laugardagskvöld. Mosfellsbær — Félagsvist — 3ja kvölda keppni Framsóknarfélag Kjósarsýslu heldur félagsvist I samkomusal félagsins að Háholti 14, Mosfellsbæ, föstudagana 29. okt., 5. nóv. og 12. nóv. kl. 20.30 hvert kvöld. Verölaun veitt eftir hvert kvöld. Heildarverðlaun: Irtandsferð. Spilastjóri: Ágúst Óskarsson. Stjómki Miðstjómarfundur SUF verður haldinn 5. nóv. á Fógetanum (efii hæð), Aðalstræti 10, og hefst hann stundvlslega Id. 18.00. Dagskrá: 1. Kosning embættísmanna fundarins. 2. Skýrsla stjómar. 3. Álit landbúnaöamefndar SUF. 4. Ályktanir. 5. Önnur mál. Framkvæmdasyóm SUF Akranes — Bæjarmál Bæjarmálafundur verður haldinn laugardaginn 6. nóvember næstkomandi I Framsóknarhúsinu. Faríð verður yfir þau mál sem efst eru á baugi I bæjarstjóm. Allir velkomnir. Bæjarfuttrúamlr Kópavogsbúar — Nágrannar SpHum að Digranesvegi 12 fimmtudaginn 4. nóv. kl. 20.30. Molakaffi og spila- verölaun. Freyfa, féíag framsóknarkvenna I Kópavogl Fulltrúaráð framsóknarfélag- anna í Rvík Fundur verður haldinn á Hótel Lind, Rauðarárstlg 18, mánudaginn 8. nóvember n.k. og hefst Id. 20.30. Dagskrá: 1. Akvörðun um hvemig veröur staöið að ftamboðsmálum Framsóknarftokksins I Reykjavlk við borgarstjómarkosningamar f mal 1994. 2. Onnur mál. Stjóm MHrúaráóslns Ragnar V. Björgvinsson Valgerður Sveinsdóttir H II Langholt II • 801 Selfoss • lceland Tel: 354 (9)8-21061 Fox; 354-(9)8-23236 - HESTAFERDIR - SALA RIDING TOURS - SALE - EXPORT hlýja þeim báðum eðlislæg. Með þeim var gott að vera og er það allt þakkað. Með Pétri Þorsteinssyni er genginn góður drengur, sem gott er að minnast. Við Ingunn sendum þér, Björg, bömum þínum og venslamönnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Friðjón Guðröðarson Þegar maður fréttir andlát vinar hrekkur maður við og verður dálítið þunglyndur. Það hrannast upp í hugann minn- ingar og söknuður. Pétur Þorsteinsson sýslumaður andaðist erlendis þann 23. október- mánaðar síðastliðinn. Pétur Þorsteinsson sýslumaður kom til starfa 1974 sem sýslumaður Dalamanna. Hann lét af störfum 1991. f hans embættistíð urðu hér í Döl- um stórfelldar framfarir á ýmsum sviðum sem Pétur sýslumaður studdi með ráðum og dáð. Margar framkvæmdir mætti nefna, svo sem heilsugæslustöð, sýsluhús, dvalar- heimili aldraðra, vegamál og margt fleira. Hann var hugkvæmur og hvatti til að unnið yrði að mörgum menning- ar- og framfaramálum í sýslunni og upphafsmaður margra þeirra. Víð Dalamenn eigum þeim hjónum Pétri Þorsteinssyni og Björgu Rík- arðsdóttur mikið að þakka, enda voru þau geysilega vinsæl og sárt saknað þegar þau fluttu héðan úr Dölum. Sem yfirvald var Pétur farsæll, fór ekki fram með offorsi, en hafði það í heiðri, að með lögum skal land byggja. „Betri er mögur sátt en feit- ur dómur,“ heyrði ég Pétur nefna, einnig að friðinn mætti kaupa dýrt, en ekki of dýru verði. Það er í gömlum sögnum hér í Döl- um að í Dalasýslu þyrftu að vera tveir sýslumenn. í Skarðsstrandar- hreppi þyrfti að vera privat sýslu- maður sökum ribbaldaháttar og þrætugimi íbúanna. Þessi ummæli munu hafa myndast eftir aldamótin 1700, þegar Skarðsstrandarhreppur var fjölmennasti hreppur sýslunnar. Það má ætla að Pétri sýslumanni hafi verið nokkur forvitni að vita hvort enn eimdi af þessum eigin- leikum hjá Skarðsstrendingum. Fljótlega eftir að Pétur kemur hér til starfa fær hann upp á borð til sín lögtaksbeiðni á hendur þeim sem þetta skrifar. Þetta var smáupphæð, sem ég annað hvort tímdi ekki að greiða eða vildi ekki af þrætugimi. Nema hvað að Pétur kallar mig fyrir, eins og vera bar, til að leysa þetta mál. Má vera að hann hafi vonað að fá þama sæmilegt eintak af Skarðs- strendingi. Ekki veit ég hvort hann varð fyrir vonbrigðum með eintakið. Þessi lögtaksbeiðni stóð nokkra stund í stappi á milli okkar þar til Pétur tekur upp veski sitt og telur upphæðina fram á borðið. „Ég borga þetta úr mfnum vasa, svo er þetta búið.“ Þá gafst ég upp, að sjálfsögðu. Eftir þetta vomm við oft að glettast og urðum vinir. Má vera að það, sem leiddi okkur saman, hafi verið að við höfum fundið þetta gráa hvor hjá öðrum. Þess vegna sé ég svo mikið eftir Pétri á undan mér. Þó ætla ég ekki að vera með neitt væl í þessu skrifi, enda fengi ég lítið þakklæti hjá Pétri ef ég yrði í kallfæri við hann þegar minn tími er kominn. Eitt er ég búinn að ákveða, að þeg- ar Gabríel erkiengill er búinn að blása í lúður og kalla menn fyrir dómarann, þá ætla ég að fá Pétur Þorsteinsson fyrir lögfræðing að verja mín mál. Hann væri líka vís til að taka upp sjóð og borga mínar skuldir, eins og hann bauðst til að borga forðum daga, þó þessar yrðu mun stærri. Mig grunar að Pétur sé allvel stæður þar í efra. Þegar menn eru dauðir, eru þeir af flestum taldir hafa verið mjög góðir og gegnir. Eg ætla að hafa að lokaorðum þetta: „Pétur Þorsteinsson þurfti ekki að deyja til að hljóta það lof sem honum bar.“ Steinólfur Lárusson

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.