Tíminn - 12.11.1993, Síða 1
B-LEIÐIN SVIÐSETT
TIL AÐ RUGLA ASÍ í
RÍMINU
-sjá síðu 9
ÞREFALDUR
MUNURÁ
DAGVINNULAUN-
UM INNAN ASÍ
-sjá síðu 7
HUGARFÓSTUR
JÓNS BALDVINS
-sjá síðu 7
HAFRÉTTAR-
SÁTTMÁLINN ÞARF
AÐ TAKA GILDI
-sjá síðu 6
ENGIN HEILDAR-
STEFNA VARÐANDI
ÆÐRI MENNTUN
-sjá síðu 6
SORPINU SÓAÐ
ENDURVINNSLA
SORPS HAGKVÆM
-sjá síðu 8
SALMAN RUSHDIE
KOMINN ÚR
FELUM
-sjá síðu 10
ÍSLANDI SKIPT
UPP í FYLKI
-sjá baksíðu
ÍSLENSKUR
STÓRSIGUR Á
BÚLGÖRUM
-sjá síðu 12
ÓSKIMAÐUR
BLÓÐVÖKVI
-sjá síðu 10
SÍÐASTA HÁRIÐ
í HEIMI
-sjá síðu 27
Síðasta lota SÍS
Frá stjórnarfundi Sambandsins í gær. Tímamynd Árni Bjarna
Stjórn Sambands íslenskra sam-
vinnufélaga ætlar að láta kanna til
hlítar möguleika á nauðasamning-
um við lánadrottna fyrirtækisins.
Takist nauðasamningar ekki, blasir
gjaldþrot við. Skuldir og lífeyris-
skuldbindingar umfram eignir
nema tæplega 350 milljónum
króna. Þar af eru 220 milljónir
vegna lífeyrisskuldbindinga.
Þetta kom fram á fundi stjómar
Sambandsins í gær. Sigurði Mark-
ússyni stjórnarformanni og Þor-
steini Sveinssyni, varaformanni
stjómar, var falið að vinna að því
að ná nauðasamningum. Að sögn
Sigurðar Markússonar settu menn
sér ekki tímamörk til þess að ljúka
verkinu, en búist er við að niður-
staða liggi fyrir innan fárra vikna.
Sambandið hefur ekki tekjur að
því marki að þær hafi áhrif að ráði
til lækkunar skuldastöðu fyrirtæk-
isins.
Heildarskuldbindingar Sam-
bandsins vegna eftirlaunakrafna
20 núverandi og fyrrverandi ráða-
manna Sambandsins, eru 220
milljónir króna. Sigurður segist
ekki treysta sér til að segja til um
hvemig samið verði við eftirlauna-
kröfuhafana.
Á stjórnarfundinum var lagður
fram efnahagsreikningur Sam-
bandsins eins og hann lítur út í lok
síðasta mánaðar. Þar kemur fram
að efnahagsstaða Sambands fs-
lenskra samvinnufélaga hefur ger-
breyst til hins verra frá árslokum
1992 til loka október 1993 og
rýrnað um hundruð milljóna
króna.
Júnímánuður á þessu ári reyndist
afdrifaríkur fyrir Samband ís-
lenskra samvinnufélaga. Gjaldþrot
tveggja sambandsfyrirtækja og
dómur í málaferlum gegn því
þriðja, breyttu niðurstöðu efna-
hagsreiknings Sambandsins úr
plús í mínus.
Bú íslensks skinnaiðnaðar hf. á
Akureyri var tekið til gjaldþrota-
skipta 11. júní. Sambandið átti
90% í fyrirtækinu. í ársreikningi
Sambandsins 1992 var hlutaféð
bókað á 122 milljónir króna. ís-
lenskur skinnaiðnaður skuldaði
Sambandinu 4 milljónir á við-
skiptareikningi. Þá má ætla að
kröfuhafar í bú íslensks skinnaiðn-
aðar, geri 76 milljóna króna kröfu
á Sambandið vegna veðkrafna sem
ekki verður fullnægt með fast-
eignaveðum.
Um miðjan júní var bú Mikla-
garðs hf. tekið til gjaldþrotaskipta.
Sambandið átti 89% hlutafjár í
Miklagarði og hafði lagt hundruð
milljóna í fyrirtækið sem búið var
að afskrifa fyrir gjaldþrotið. Þegar
Mikligarður fór í þrot, skuldaði
hann Sambandinu 40 milljónir
króna á viðskiptareikningi. Að
auki hafa handhafar krafna með
sjálfskuldarábyrgð Sambandsins
krafið það um 24 milljónir vegna
Miklagarðs.
Dómur í riftunarmáli þrotabús
KRON féll í lok júní og var Sam-
bandið dæmt til að endurgreiða
þrotabúinu 35 milljónir króna.
Sambandið hefur áfrýjað til
Hæstaréttar.
Eiginfjárstaða, sem var jákvæð í
árslok 1992 um 159 milljónir
króna, snerist yfir í 129 milljóna
króna neikvæða eiginfjárstöðu
(skuldir og áfallnar ábyrgðir eru
343 milljónir króna og eignir á
móti 214 milljónir). Þá eru ótaldar
lífeyrisskuldbindingar, en að mati
endurskoðenda koma 220 milljón-
ir króna í hlut Sambandsins.
Skuldir og lífeyrisskuldbindingar
nema þannig samtals 349 milljón-
um króna umfram eignir. -ÁG
Hýrudregnir um
800 milljónir
Helgi Laxdal segir kvótakaup sjómanna hafa lækkað
heildartekjur þeirra um 4%
Helgi Laxdal, formaður Vél-
stjórafélags íslands, segir að það
megi færa sterk rök fyrir því að
800 milljónir króna hafi verið
fluttar frá sjómönnum til útgerða
vegna kaupa á þorskveiðiheim-
ildum á síðasta fiskveiðiári. Það
nemur um 4% af heildartekjum
sjómanna og svarar til þess að
skiptahlutfall hafi verið lækkað
úr 75% í 72%.
Þetta kom m.a. fram við upphaf
Vélstjóraþings sem hófst í gær á
Hótel Loftleiðum. í ræðu sinni
gagnrýndi Helgi harðlega kvóta-
kaup sjómanna og þátt útgerðar-
manna í því máli, þrátt fyrir skýr
höfnunarákvæði í kjarasamning-
um og lögum. Hann sagði einnig
að þótt gallar væru á kvótakerf-
inu, væri það tvímælalaust skás-
ta stjómkerfið og fáum jafn mik-
ilvægt og útgerðarmönnum. Það
væri því óskiljanlegt að þeir
skyldu stefna því í hættu með
jafn skammsýnnri framkomu og
raun ber vitni.
Helgi sagði að á síðasta fisk-
veiðiári hefðu verið flutt um 64
þúsund tonn af þorskkvóta frá
einu skipi til annars í eigu
óskyldra útgerða að andvirði um
2,3 milljarða króna, miðað við
35 króna kílóverð. Hann sagði
þó að þessi tala væri kannski í
hærri kantinum, þar sem ein-
hver kvóti væri tvífluttur en á
móti kemur að meðalverð á
þorski sé að öllum líkindum
hærra en 35 krónur hvert kíló.
Það hjákátlega við þessar milli-
færslur að hans mati, er að sömu
skip í eigu óskyldra útgerða sem
keyptu 48 þúsund tonn af þorsk-
kvóta, seldu jafnframt frá sér um
11 þúsund tonna þorskkvóta.
Helgi sagði ennfremur að á síð-
asta fiskveiðiári hefði Qutningur
Helgj Laxdal, formaður Vélstjórafé-
lags Islands, á þingi félagsins í gær.
Tímamynd Árni Bjarna
kvóta á milli skipa numið um
211 þúsundum þorskígildistonna
af botnfiski, eða um 40% af
heildarúthlutuninni. Af þorski
voru flutt um 105 þúsund tonn
eða um 45% af heildarveiðinni.
-GRH
f BÆKUR f BAKSVIÐ Kjónvarp W ÚTVARP f SÍÐA 29 W b‘6 f ÍÞRÓTTIR
|ý SIÐA 4 V SIÐA 20-21 f SIÐA31 f SIÐA 12-13