Tíminn - 12.11.1993, Síða 2

Tíminn - 12.11.1993, Síða 2
2 LEIÐARI Föstudagur 12. nóvember 1993 Leiðarvísir um nýjan Tíma Tíminn íklæðist nýjum buningi og fær léttara yfir- bragð. Við hönnun nýs út- lits fyrir blaðið hefur verið fylgt ákveðinni stefnu um að efni þess eigi að vera aðgengilegt lesend- um og efnisflokkar afmarkaðir, svo að hver og einn finni lesefni við sitt hæfi án óþarfa fyrirhafn- ar. Uppsetning blaðsins tekur mið af venju í útgáfu dagblaðs víða erlendis. Á forsíðu má finna upplýsingar um efni blaðsins og helstu fréttir, en leiðara- og skoðanaskrif o.fl. eru á næstu síðum þar á eftir. Tíminn tekur að sjálfsögðu af- stöðu til ýmissa pólitískra úr- lausnarefna og þjóðmála. Hann leitast við að standa vörð um mannréttmdi, lýðræði og jöfnuð. En hann er ekki málgagn neins stjórnmálaflokks. Pað hefur komið fram margoft áður og menn, sem fylgst hafa með blað- inu upp á síðkastið, geta borið vitni um það. Tími flokksblaða er liðinn. Raunar fór að fjara undan þeim upp úr fyrri heimsstyrjöld; þó síðar hér á landi. Fréttamiðill, sem vill standa undir nafni og vera trúverðugur, verður að vera óháður stjómmálaflokkum. Þó að Framsóknarflokkurinn auglýsi flokksstarf sitt í Tímanum samkvæmt samningi um afnot á nafni blaðsins, er öðrum stjóm- málaflokkum á Alþingi heitið því, vilji þeir koma hliðstæðum upplýsingum frá sér í blaðinu, að þeir fái að sitja við sama borð varðandi þessi efni. Engum ein- um flokki verði sérstaklega hygl- að. Því verður hinsvegar ekki neitað, að afnotasamningurinn hefur verið fyrirtækinu fjötur um fót. Á eftir skoðanahluta blaðsins kemur að menningu - í víðum skilningi þess orðs. Menningar- málum ýmis konar er þannig gert hærra undir höfði í Tíman- um en verið hefur um skeið, bæði umfjöllun og listgagnrýni, en aðsendum greinum hefur svo verið markaður næsti bás. Næst kemur að fréttum af inn- lendum vettvangi. Við á Tíman- um settum okkur það markmið að reka sjálfstætt, heiðarlegt og gagnrýnið fréttablað til þess m.a. að rækja aðhaldsskyldu okkar stéttar við stjórnvöld og veita lesendum glöggar og greinagóðar upplýsingar um málefni, sem eru efst á baugi hveiju sinni. Fréttir af erlendum viðburðum hafa lengi verið á hrakhólum í Tímanum, en þær hafa fengið aukið rými í blaðinu,-þótt »er- lend fréttadeild' sé lítil. íþróttafréttum hefur sömuleiðis verið veitt aukið rými, sem var ekki vanþörf á, og á þriðjudög- um kemur út sérstakt fylgiblað með Tímanum með helstu við- burðum íþrótta frá helginni. Eins og í öllum alhliða fjölmiðl- um er svo að finna ýmsar al- mennar upplýsingar, svo sem um sýningar leik- og kvik- myndahúsa og dagskrá sjón- varps- og útvarps o.m.fi. Föstum liðum í blaðinu í mörg ár hefur allflestum verið haldið, til dæmis Denna dæmalausa, sem fylgt hefur Tímanum í næstum fjóra áratugi. Garri leggur aftur á móti upp laupana. Þessara breytinga hefur verið beðið lengi og með eftirvænt- ingu. Þær eru afrakstur ná- kvæmrar og vandvirkrar vinnu margra, sem lagt hafa hönd á plóginn til þess að koma mætti út öflugt blað til mótvægis við ægivald hægriaflanna í íslensk- um fjölmiðlaheimi, til þess að tryggja lýðræðislega umræðu í landinu og sjá til þess að rödd minnihlutans koðni ekki niður í hávaða. Til þess að hugmyndin um „nýtt afl á blaðamarkaðnum' verði að veruleika þarf að treysta grunn þessa rekstrar betur, því blaðið hefur búið við krappan fjárhag um langa hrið. Nauðsyn og mikilvægi blaðsins er augljós. Það sannar sá breiði hópur, sem lagt hefur fyrirtækinu lið með hlutafjárframlögum í sumar og góðum óskum. Doktor Gylfi, góðan dag! FÖSTUPAGSPISTILL ÁSGEIR HANNES Félag frjálslyndra jafnaðar- manna hefur haslað sér völl í Reykjavík sem helsti vettvangur fyrir málfundalíf landsmanna. Félagið heldur hvern fundinn öðrum betri og vekja þeir jafnan athygli og kveikja umræðu í þjóðfélaginu. Á þriðjudagskvöld- ið buðu frjálsir kratar dr. Gylfa Þ. Gíslasyni, fyrrum ráðherra, á Hótel Borg ög ræddi hann um nýja bók sína um gömlu Við- reisnarstjóm fhalds og krata. Málflutningi doktor Gylfa hafa verið gerð rækileg skil í fjölmiðl- um og pistilhöfundur ætlar ekki að bæta um betur. Vill þó ekki láta hjá líða að velta upp einum steini. Tími Viðreisnar stóð frá 1959 til 1971 og verður lengi minnst sem eins merkilegasta stjómarskeiðs á íslandi. Pistilhöfimdur striplað- ist þá á stuttum buxum í Heim- dalli ungra sjálfstæðismanna og skoppaði gjörð undir forystu Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Moggans. Smalaði vatnsgreiddur fólki á kjörstað í verkalýðskosn- ingum og kastaði tómötum í fót- raka hernámsandstæðinga í Keflavíkurgöngu. Þá geisaði Kalt Stríð. Pistilhöfundur hefur síðan lifað í þeirri trú að blessaður Sjallinn hans hafi verið leiðandi aflið í starfi Viðreisnarstjórnar. Sú bamatrú er nú fyrir bí og þökk sé doktor Gylfa: Hann upplýsti nefnilega á Hótel Borg að sjálf efnahagspostilla Viðreisnar hafi alls ekki verið frumsamið verk við myndun stjómarinnar haust- ið 1959, heldur þriggja ára göm- ul stefnuskrá krata og Fram- sóknar frá kosningunum 1956. í þeim kosningum gerði Al- þýðuflokkur einmitt frægt bandalag við Framsókn og var það kallað Hræðslubandalagið. En það gekk ekki upp og Her- mann Jónasson myndaði þá rík- isstjóm með krötum og Alþýðu- bandalagi. Þeim síðamefndu leist ekki á hugmyndafræði Viðreisn- ar, svo kratar frestuðu henni um sinn og lögðu fram seinna með Sjálfstæðisflokknum. Sjálf Viðreisnin er því ekki lengur óskabam íhalds og krata, heldur lausaleikskrói maddömu Framsóknar. Ekki einasta er hún Snorrabúð orðin stekkur, heldur er íhaldið okkar Iflca óþarft í Við- reisnum. Sjallamir vom því ekki bara sporgöngumenn krata í gömlu Viðreisnarstjórninni, heldur supu þeir líka úr hófspori Framsóknarflokksins í tólf ár. Og hugsið ykkur, lesendur góð- ir, ef bandalag hræðslunnar hefði gengið upp árið 1956 og draumsýn Gylfa Þ. Gíslasonar orðið að veruleika: Viðreisnin séð dagsljósið þrem ámm fyrr og án Sjálfstæðisflokksins. Maigt væri þá með öðmm hætti í þjóð- félaginu í dag. Fijálshyggjan væri áfram bara föndur hjá frekar hægfara skólakrökkum, en ekki átrúnaður í núríkjandi stjórn. Hjól og stegla á þjóðfélagið. í alþingiskosningunum 1959 hjálpaði pistilhöfundur við að hengja upp veggspjöld fyrir D- listann til að vara alþýðu manna við aðsteðjandi hættu. Á þeim stóð meðal annars: SPORIN HRÆÐA — Aldrei aftur VINSTRI STJÓRN! Ekki óraði hann þá fyr- ir að Sjálfstæðisflokkurinn hans ætti eftir að feta í þau fótspor næstu tólf árin og nú aftur, 35 ámm seinna, í önnur tvö. t Garri Tímans er allur Garri Tímans sem þolað hefur súrt og sætt með þjóð sinni og verið henni refsivöndur og umvandari undanfarin ár, er nú allur á síðum Tímans. Síðasta ritsmíð hans birtist í Tímanum í gær og var hún óvenju mild og bb'ð og var eins og Garri væri að reyna að sanna tilvemrétt sinn á nýjum nótum. Allt kom þó fyrir ekki og hafa nú pistlar hans verið slegnir af. Garri hefur alla tíð Ieitast eftir megni við að vera fúll og ön- ugur, hæðinn, andstyggilegur, en helst aldrei fyndinn, eða elskulegur. Hafi hann einhvemtímann verið það, þá var það óviljandi. Sjálfur var hann oft viss um að honum hefði tekist bærilega upp. Væri hann skammaður rækilega og allra helst af enn meira offorsi en honum sjálfum hefði nokkm sinni hug- kvæmst að beita, þá gladdist hann af hjarta. Þannig gladdist hann mjög þegar þingkona Kvennalistans sagði einhversstaðar í blaðaviðtali fyrir nokkrum árum, að Garri og hans líkar væm vettvangur fyrir gamla, súra og nátt- úmlausa kallaskratta til að opinbera sitt rétta eðli og vega að mannorði manns og annars úr launsátri í skjóli nafnleysis. Garri getur út af fyrir sig samsinnt þessu. Hann er vissulega karlkyns að mestu en þorir ekki að kveða upp úr með eigið náttúmleysi enda er hann nokkuð samsettur persónuleiki ef svo má að orði kveða. En geðvonskan var honum í blóð borin. Garri var sannur íslendingur og þrasaði helst um aukaatriði og gerði þau að aðalatriði í rökræðum. Þannig er fyrirbærið Garri hluti sjálfrar þjóðarsálarinnar og það getur enginn tekið frá honum. Auðvitað var hann því helst alltaf fúll og leiður og helst aldrei ánægður nema hann væri óánægður. Garri var sannur íslendingur. ■“ TÍMINN 1 ------------------------------------- Ritstjóri: Þór Jónsson • ASsto&arritstjóri: Oddur Olafsson • Fréttastjóri: Stefón Ásgrímsson Utgefandi: Mótvægi hf • Stjórnarformaður: Steingrímur Gunnarsson • Auglýsingastjóri Guðni Geir Einarsson. Ritstjórn og skrifstofur: Hverfisgötu 33, Reykjavík Póstfang: Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Aðalsími: 618300 Póstfax: 618303 • Auglýsingasími: 618322, auglýsingafax: 618321 Setning og umbrot: Tæknideild Tímans • Prentun: Oddi hf. • ÚHit: Auglýsingastofan Örkin • Mánaðaráskrift 1400 kr. Verð i lausasölu 125 kr.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.