Tíminn - 12.11.1993, Qupperneq 20

Tíminn - 12.11.1993, Qupperneq 20
Norðurírska óöldin „Herskáir" mótmælendur gerast „herskárri" Mótmælendur fylgja Hl grafar þremur af þeim sem fórust við Shankill Road, foreldrum og bami. BAKSVIÐ Dagur Þorleifsson skrifar ÖLDIN á Norður-írlandi, sem staðið hefur yfir í naest- um aldarfjórðung, hehir síðustu vikumar færst í aukana á ný. í nýbyijaðri illvirkjahviðu þar hafa um 25 manns verið myrtir og miklu fleiri særðir og limlestir. Sprengjan sem sprakk ... ,í Shankill sprengdi á brott allar friðarvonir á Norður-írlandi,' var skrifað í Sunday Times eftir hryðjuverk það, sem hleypti yfir- standandi illvirkjaöldu af stað. Sprengja í fiskbúð Semtexsprengja var það sem frski lýðveldisherinn (IRA) svokallaði kom fyrir í fiskbúð við Shankill Road, sem er aðalgatan í þeim hluta Belfast sem einkum er byggður mótmælendum úr verka- lýðsstétt. Laugardagur var og óvenjumargt um manninn í búð- inni og í nálægð við hana í inn- kaupaerindum. Tíu manneskjur fórust í sprengingunni, þar af fjór- ar konur og tvær telpur, þrettán og sjö ára, og tugir særðusL Meðal þeirra, sem urðu sprengjunni að bráð, voru IRA-menn þeir tveir sem laumuðu henni inn í versl- unina, dulbúnir sem vöruflutn- ingamenn. Annar þeirra, 22 ára, fórst, hinn, 19 ára, missti andlitið. IRA hélt því fram að sprengjan hefði verið ætluð ,herskáum' mótmælendasamtökum með að- stöðu í sömu byggingu og skæð- um morðingja í þjónustu þeirra, sem gengur undir auknefninu Óði hundur (Mad Dog). Enn- fremur, sagði ERA, hefði sprengj- an af slysni sprungið fyrr en til hefði staðið og því ekki gefist tími til að senda út viðvörun, eins og ERA hefur átt til að gera við slík tækifæri. Fréttamenn kunnugir í Belfast eru helst á því að þetta sé fyrir- sláttur einber af hálfu IRA. Enda mun flest það fólk, sem sprengj- an drap og slasaði, ekki hafa ver- ið tengdara ,herskáum' mót- mælendum en gengur og gerist um mótmælendatrúaða Norður- íra yfirleitt. Piltunum, sem sendir voru með sprengjuna, hafði verið sagt að þeir hefðu nógan tíma til að forða sér eftir að þeir hefðu stillt hana. Ljóst er hinsvegar að sprengjan var þannig gerð að hún hlaut að springa aðeins fá- einum sekúndum eftir að hún hefði verið stillt. Yfirmenn ,af- hendingarmannanna' litu svo á, ,að ekki væri mikill skaði skeður þótt þeir færust. Þessvegna voru þeir valdir í þetta', sagði kaþól- ikki nokkur er þekkti þá. „Sama hver kaþólikkinn er" Óði hundur var að vísu á staðn- um, en slapp með skrámur. Hann eða þeir félagar urðu fljótir til svars í sömu mynt. Áður en varði var búið að krota skammstöfun- ina ATWD á veggi víða í Belfast. Hún stendur fyrir Any Taig will do (Sama hver kaþólikkinn er). Ekki sat þar við orðin tóm. Tveir sorphreinsunarmenn í Vestur- Belfast, sem að mestu er kaþólsk, voru skotnir til bana í tehléi. Tveir vopnaðir menn snöruðust inn á þorpskrá, þar sem kaþólikk- ar sátu og héldu upp á hrekkja- vöku (Halloween), og skutu sjö manneskjur til bana. Og enn fleiri kaþólikkar féllu dagana eftir sprenginguna fyrir hryðjuverka- mönnum af mótmælendatrú. Fátt bendir til annars en að fólk það, sem kaþólskir hryðjuverka- menn myrtu við Shankill Road, og það sem hryðjuverkamenn af mót- mælendatrú hafa síðan myrt, hafi verið drepið fyrir það eitt að það var mótmælendur og kaþólikkar. ,Ættbálkastríð' (Tribal War- fare) er fyrirsögn greinar í Sundaý Times um illvirki þessi. Sú skilgreining þessa breska blaðs er ekki alveg út í hött. Forfeður og formæður norður- írskra mótmadenda vom flest Skot- ar, sem Ðuttu til Ulster (þess nyrsta af þeim landshlutum, sem írland hefur skipst í frá fomu fari) á 17. öld. Bresk stjómvöld stuðluðu að þeim fólksflutningum í þeim til- gangi að aðlaga hið kaþólska írland mótmælendatrúuðu Bretlandi. Sá innOutningur kom illa við hags- muni og afkomu kaþólskra íra og leiddi það til fjandskapar með inn- flytjendum og innfæddum. í upp- reisn, sem kaþólskir frar í Ulster gerðu gegn Bretakonungi 1641, vom samkvæmt sumum heimild- um um 30.000 mótmælendur drepnir, konum og bömum ekki eirt frekar en öðrum. Innfæddu ír- amir vom með þessu að reyna að losa sig við innflytjenduma með því að útrýma þeim — þjóðarmorð hefur svoleiðis verið kallað á þessari öld og nú síðast þjóðarhreinsun. Samlyndi norðurírskra mótmæl- enda og kaþólikka hefur æ síðan borið merki þessarar byrjunar. Hvað þeim fyrmefndu viðvíkur, hefur fortíðin skilið eftir í hugar- fari þeirra sannfæringu á þá leið, að ekki einungis hagsmunir þeirra (í þess orðs hversdagslega skilningi), heldur og öryggi, sé undir því komið að Norður-írland verði áfram hluti af breska ríkinu. Óöldin, sem hófst 1969, hefur haft þau áhrif helst á umrædda afstöðu norðurírskra mótmæl- enda að herða þá í henni. Þótt samstaða væri jafnan tak- mörkuð með írum áður en Eng- lendingar lögðu land þeirra undir sig, er rótgróið með þeim að líta á eyjuna sína sem eina heild. IRA segist heyja ,baráttu' sína í þeim tilgangi að sameina hémð þau sex í Ulster, sem Norður-írland sam- anstendur af, frska lýðveldinu, og um það takmark em ekki einung- is flestir kaþólskir írar sammála IRA, heldur og er þetta opinber stefna írska lýðveldisins. Norður- írska mótmælendur grunar að IRA hyggist koma sameiningu Eyjarinnar grænu í kring með því að halda áfram að drepa þá og limlesta þangað tC þeir sem eftir lifi af þeim gefist upp á hryllingn- um og flytji burt, og mótmælend- umir gera að líkindum ráð fyrir að flestir kaþólsldr írar séu a.m.k. undir niðri ekki mótsnúnir því að svo fari. Afstaða kaþólskra fra gagnvart skoskættuðum mótmæl- endum, löndum sínum, sé sem sé ennþá ekki mjög langt frá því sem var á 17. öld. Með hliðsjón af þeim magnaða fjandskap, sem augljóst er að er milli trúflokk- anna (eða þjóðemanna) tveggja, Föstudagur 12. nóvember 1993 er nokkur ástæða til að ætla að flestir norðurírskir kaþólikkar myndu ekki harma mjög þótt mótmælendasamfélagið þar hyrfi úr sögunni. Eriendir fréttamenn, frá Norðurlöndum m.a., segja að undanfarið hafi þess gætt að kaþ- ólikkar leitist við að hræða mót- mælendur á brott úr dreifbýlinu næst landamærum lýðveldisins. Það háttalag hefur á sér svip með- vitaðrar þjóðarhreinsunar. Kaþólikkum fjölgar Kaþólikkum í hag í þessari illvígu togstreitu er að af þeim, sem flýja land undan ógnaröldinni, eru fleiri mótmælendur en kaþólikk- ar, vegna þess að vel menntað fólk, sem ætla má að eigi til þess að gera auðvelt með að koma undir sig fótunum annarstaðar, er hlutfallslega fleira meðal mótmæl- enda. Verulegu máli skiptir og í þessu sambandi að kaþólikkar eru bamfleiri en mótmælendur. Norð- urírsk hjón kaþólsk eiga að jafnaði þrjú til fjögur böm, sem er furðu mikil fijósemi eftir því sem nú Gerry Adams (með glerougu og skegg), leiðtogi stjórnmólaflokks er styður IRA, ber Begley til grafar.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.