Tíminn - 12.11.1993, Síða 21

Tíminn - 12.11.1993, Síða 21
Föstudagur 12. nóvember 1993 Veröld 21 „Bootsy' Begley, morðinginn sem fórst í Shankill Road, var naumlega læs einfeldningur. Af því tagi eru margir liðsmenn IRA og forsprakkar félags- skaparins eru ekki miklu umhyggjusamari um þeirra líf en lif mótmælenda. gerist hjá Evrópuþjóðum, en mót- mælendahjón þarlendis ekki nema tvö. Af rúmlega hálfri ann- arri milljón landsmanna eru mót- mælendur þó enn tæplega millj- ón, en kaþólikkar um 650.000. Bresku blöðin, sem þama eiga að þekkja sæmilega til, eru ekki bjart- sýn á framhaldið. Pótt kannski séu ekki nema nokkur hundruð manna í „hersveitum" IRA og hlið- stæðra hópa meðal mótmælenda hvorum um sig, er nokkuð Ijóst að þessi „herskáu' samtök njóta víð- tæks fylgis hvort í „sínum' trú- flokki. Fólk fylgjr þeim að málum meira eða minna ákveðið, af sam- úð, af hræðslu (bæði við „hina' og „sína eigin'), flestir kannski af blöndu af hvorutveggja. „Bootsy" Begley, morðingja þeim er féll á eigin bragði í Shankill Road, fylgdu til grafar um 10.000 manns. Sinn Fein, stjómmálaflokkur sem er yf- iriýstur pólitískur armur IRA, er talinn hafa fylgi næstum þriðjungs norðurírskra kaþólikka. Gerry Ad- ams, leiðtogi Sinn Fein, var meðal þeirra sem bám kistu Begleys. Ekki var síður margt um mann- inn í fjöldagöngu mótmælenda í Belfast til heiðurs þeim sem fór- ust við Shankill Road. Þar bar mest á fólki í verkalýðsstétt, ekki síst starfsmönnum skipasmíða- stöðva borgarihnar og aðstand- endum þeirra. Yfir 3000 manns hafa verið drepnir í norðurírska hryðju- verkastríðinu og hafa kaþólskir hryðjuverkamenn drepið um helmingi fleiri en mótmælenda- trúaðir. Síðustu tvö árin hafa „herská' mótmælendasamtök, helst þeirra Frelsisstríðsmenn Ulster (Ulster Freedom Fighters, UFF) og Sjálfboðalið Ulster (Ulster Volunteer Force, UVF), hinsvegar séð til þess að mannfallið hefur orðið meira kaþólikka megin. Sem hollir breskir þegnar líta norðurírskir mótmælendur svo á að her og lögregla Bretlands séu skyldug til að tryggja öryggi þeirra gegn hryðjuverkamönnum. Sú kann að vera ástæðan til þess að minna hefur lengst af yfirstand- andi óaldar verið um hryðjuverk af hálfu mótmælenda en kaþól- ikka. Skipulagið á hryðjuverka- samtökum mótmælenda hefur og verið talið lauslegra en hjá IRA. UFF, UVF og skyld samtök hafa ennfremur hingað til einkum beitt skotvopnum, síður sprengjum sem hafa verið aðalvopn IRA og limlesta oft og örkumla ævilangt fleira fólk en þær beinlínis drepa. Talsmaður UVF hélt því nýlega fram við fréttamann að samtökin hefðu á liðnum árum sýnt af sér lofsverða stillingu með því að hafna kröfum stuðningsmanna sinna um miklu herfilegri hryðjuverk en þau hafi til þessa framið. „Þú mátt trúa mér,' sagði talsmaðurinn. „Við erum mannlegt andlit morðvélar.' Mat sumra fréttaskýrenda er að aðalástæðan tfl þess, að núorðið virðast UFF og UVF leggja áherslu á að hafa a.m.k. „mann fyrir sig", sé að norðurírskir mótmælendur óttist að stjómvöld í Lundúnum bíði eftir hentugu tækifæri tíl að losna við norðurírska vandamálið með því að afhenda írska lýðveldinu lands- hlutann (í blöðum herma skæðar tungur að helsti þröskuldurinn þar í vegi sé að stjómin í Dublin sé ófús að taka við Norður-írlandi og þar með öllum þess vandamálum). Ennfremur eru mótmælendur orðnir þreyttir á því að her og lög- reglu Bretlands hefur ekki tekist að uppræta IRA eða stöðva hryðju- verk þess liðs. Þeir em því, að áliti ýmissa fjölmiðlarnanna, komnir að þeirri niðurstöðu að enginn muni tryggja framtíð þeirra sem þjóðem- ishóps með sérstakar hefðir nema þeir sjálfir, og eina leiðin tO að það megi takast sé að yfirganga IRA í hryðjuverkum. Hermt er að „herskáir' mót- mælendur séu nú í óðaönn að efla skipulag samtaka sinna, og grunur leikur á að þeir muni á næstunni taka upp sprengjutil- ræði að fyrirmynd IRA. Biblía yfir hjartastað Norðurírskir mótmælendur eiga að baki aOvirðulegan þátt í sögu breska heimsveldisins, ekki síst voru margir af hershöfðingjum þess írskir mótmælendur. Enda mun hoUusta þessa fólks nátengd- ari heimsveldinu, sem þeir horfa um öxl tO með söknuði og stolti, en Bretlandi sem slíku. Heima hjá norðurírskum mótmælendum og í klúbbum þeirra er á ýmsan hátt minnst með stolti framgöngu þeirra t.d. í orrustum fyrri heims- styrjaldar. Af norðurírskum her- manni er svo sagt að biblía, sem hann hafði í brjóstvasanum, hafi borgið h'fi hans við Somme með því að stöðva í sér þýska kúlu. Það þarf ekki að vera þjóðsaga, því að algengt var að mótmælendatrúað- ir Norður-írar í þeim ófriði bæru guðsorðið á sér yfir hjartastað. Trúaðir eru þeir ekki síður en kaþólskir landar þeirra, sambýl- ingar, samverkamenn og erfða- féndur í næstum fjórar aldir. Breskur blaðamaður af ættum norðurírskra mótmælenda var staddur í einum klúbbi þeirra í Belfast (rammlega víggirtum eins og slfkir staðir eru yfirleitt núorð- ið þar í borg), þegar í sjónvarpinu var tilkynnt að tveir ungir menn, bræður, hefðu verið myrtir í Co- unty Down. Þögn sló á viðstadda, en áberandi var hvað þeim létti er í ljós kom að þeir myrtu voru kaþólikkar, sem mótmælendur höfðu drepið, að sögn tO hefnda fyrir ódæðið í ShankOl Road. í samræmi við breska háttvísi var ekki laust við að klúbbgestir fyriryrðu sig út af geðbrigðum þessum. „Enginn gleðst við at- burði sem þennan," sagði einn þeirra. „En á hinn bóginn fer ekki hjá því að manni þyki nokkuð til koma, hversu langt IRA hefur komist með ofbeldi. Þeir hafa sannað að það skOar árangri." Þeim, sem hneykslast á Norður- írum og/eða vorkenna þeim með meira móti, má að síðustu benda á að bandarískar borgir af svip- aðri sitærð og Belfast kváðu vera helmingi lífshættulegri, miðað við árlega tölu drepinna. Ullarpeysur frá 3.900- Nýkomin sending af frönsku ullarpeysunum í mörgum litum og mynstrum á dömur og herra. Sjón er sögu ríkari. Verö frá 3.900- BQMfósaa Grandagarði 2, Reykjavík, sími 28855, grænt númer 99-6288. Opið virka daga 8-18 og laugardaga 9-14. 10 KRÓNUR Það er alveg rétt, að til eru ódýrari dýnur en DUX-dýnur. Munurinn finnst líka á endingunni. Venjulegar dýnur endast í 5 - 8 ár. DUX-dýnur endast oft í 30 - 40 ár. Við hjá DUX leggjum nefnilega aðaláhersluna á gæði og endingu. Þegar dæmið er reiknað til enda kemur því í ljós að DUX-dýnur eru ekki dýrari en aðrar dýnur. Miðað við 30 ára endingu, kostar DUX-nóttin 10 krónur. Það er stundum dýru verði keypt að kaupa ódýrt. 10% staðgreiðsluafsláttur á takmörkuðu magni Á Dux-dýnu liggur hryggsúlan bein Faxafeni 7 (Epalhúsinu). Sími: 689950 í HWTLáwi *wrr ] uos frzZ,, uos/ l ____ )

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.