Tíminn - 12.11.1993, Side 26
Föstudagur 12. nóvember 1993
26
Póstsögusjóður
FRÍMERKI
Sigurður H. Þorsteinsson
Póstsögusjóður var á sínum tíma
stofnaður með fjármagni því,
sem safnarar greiða sem yfirverð
fyrir frímerki eða frímerkja-
blokkir sem gefnar eru út af
ýmsum tilefnum sem varða
beinlínis Dag frímerkisins eða frí-
merkjasýningar. Petta fé reiða
safnarar gjama af hendi til að því
sé svo aftur úthlutað til ýmissa
þarfra verka innan frímerkja-
söfnunar, bæði sem unnin eru af
einstaklingum og félögum frí-
merkjasafnara eða samtökum.
Síðasta úthlutun úr þessum
sjóði var svo á Degi frímerkisins
þann 9. október síðastliðinn. Pá
var úthlutað styrkjum úr sjóðn-
um til 11 aðila, en sjóðurinn var
stofnaður með sérstakri reglu-
gerð nr. 449 frá 29. október
1986.
í fréttabréfi sjóðsins segir að til-
gangur hans sé að efla og styrkja
hverskonar störf og rannsóknir á
sviði frímerkjafræða og póstsögu
og hverskonar kynningar- og
fræðslustarfsemi til örvtmar á frí-
merkjasöfnun, svo sem bóka- og
blaðaútgáfu. Ennfremur er það
hlutverk sjóðsins að styrkja sýn-
ingar og minjasöfn, sem tengjast
frímerkjum og póstsögu.
Samtals úthlutaði sjóðurinn á
Kápo bókarinnar „íslensk frímerki 1994*.
þessu ári styrkjum fyrir 6 millj-
ónir króna til ýmissa verkefna.
Síðan kemur upptalning á því
hverjir hafi hlotið styrki og til
hvers.
1) Félag frímerkjasafnara í
Reykjavflc, til ýmissa verkefna á
vegum félagsins.
2) Klúbbur Skandinavíusafnara
í Reykjavík vegna unglingastarfs
og annarra verkefna.
3) Heimir Þorleifsson, Reykja-
vík. Vegna rannsókna á íslenskri
póstsögu og til að hefja frágang
efnis og útgáfu þess sem unnið
hefir verið á undanförnum ár-
um.
4) Þór Þorsteins, Reykjavík, til
að fullvirma og gefa út rit um ís-
lenskar frímerkjavélar.
5) Nýja Bíó, kvikmyndafélag,
Reykjavík. Til þess að framleiða
heimildar- og fræðslumynd um
sögu frímerkja á íslandi, gerð
þeirra og notkun.
6) Landssamband íslenskra frí-
merkjasafnara til ýmissa verk-
efna, meðal annars frímerkjasýn-
ingarinnar NORDJUNEX 94.
7) Frímerkjafélagið AKKA, Dal-
vík. Til unglingastarfs í skólun-
um á félagssvæðinu og fleira.
8) Félag frímerkjasafnara á Ak-
ureyri. Til ýmissa verkefna.
9) íslenskir Mótívsafnarar,
Reykjavfk. Til þess að byggja upp
félagið, bóka- og ritsafn þess og
til að efla frímerkjasöfnun (mót-
ífsöfntm) meðal unglinga í land-
inu.
10) Hálfdán Helgason í Reykja-
vík. Til þess að vinna að riti um
íslenskan heilspóst (bréfspjöld,
spjaldbréf, prentspjöld og loft-
bréf), ganga frá texta og vinnslu
gagna í tölvutækt form.
11) Sigurður H. Þorsteinsson
skólastjóri. Til þess að skrifa
kennslubók fyrir þá sem safna
frímerkjum, svo og kennara-
handbók um sama efni.
Formaður stjórnar sjóðsins er
Halldór S. Kristjánsson, skrif-
stofustjóri í samgönguráðuneyt-
inu.
Af öllu þessu má sjá, að mikið
er um að vera meðal þeirra er
hafa frímerkjasöfnun sem tóm-
stundastarf. Það er ekki að
undra, því að ekki aðeins hefir
frímerkjasöfnun verið kölluð
konungur tómstundastarfanna,
heldur hefir hún einnig gjarna
verið tómstundastarf konunga og
forseta ýmissa ríkja. Þar hafa ef
til vill orðið frægastir á þessu
sviði þeir Roosevelt Bandaríkja-
forseti og Georg Bretakonungur,
en þeir áttu hvor um sig heims-
fræg söfn. Þá hefir safn Spell-
mans kardínála hlotið svo mikla
frægð, að yfir það hefir verið
byggð sérstök stofnun, sem rekin
er í Bandaríkjunum, og eru þar
haldnar sýningar á frímerkjum
og frímerkjabókmenntum árið
um kring. Þar hefir til dæmis
bókin „íslensk frímerki" hlotið
silfurverðlaun á heimssýningu
bókmennta.