Tíminn - 11.12.1993, Side 1
KOMMÚNISTAR
OG NÝFASISTAR
BERJAST UM
VÖLDIN Á ÍTAUU
-sjá síðu 12-13
HÆPINN SPARN-
AÐUR í HEILBRIGÐ-
ISKERFINU,
SEGIR FINNUR
INGOLFSSON
-sjá síðu 6
KJARADEILA Á
PERSÓNULEGUM
NÓTUM
-sjá baksíðu
BÍLASTYRKIR
HÆKKUÐU SJÖ-
FALT MEIRA EN
LAUN
-sjá baksíðu
10% MEINTRA
STÚTA UNDIR
STÝRI HÖFÐU
REYKT HASS
-sjá síðu 6
VHÐTAL VIÐ UNG-
AN RITHÖFUND,
VILBORGU DAV-
ÍÐSDÓTTUR, SEM
SENDIR FRÁ SÉR
SÍNA FYRSTU BÓK
-sjá síðu 3
ÍSLENSK KONA
LEITAR AÐ VINNU
FYRIR HAGFRÆÐ-
INGA í NOREGI
-sjá síðu 11
FRUMVÖRPIN UM
ÞRÓUNAR-
SJÓÐINN OG
STJÓRN FISK-
VEIÐA VERÐA
LÖGÐFRAM
-sjá baksíðu
Yfir 3.000 fjölskyldnr
á framfæri borgarinnar
ÞaS eru þung skref fyrir marga að leita til Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar. Þessi
skref þurfa yfir 3.000 fjölskyldur að stíga á þessu ári. Tímamynd Árni Bjarna
Félagsmálastofnun Reykjavík-
ur ver yfir 433 milljónum í
fjárhagsaðstoð til fátækra fjöl-
skyldna á þessu ári, en það er
um 150 milljónum meira en í
fyrra
Áætlað er að yfir 3.000 fjölskyldur
í Reykjavík þiggi fjárhagsaðstoð
hjá Félagsmálastofnun borgarinnar
á þessu ári sem er um 7- 8% allra
heimila í borginni. Gert er ráð fyrir
að Félagsmálastofnun veiji rúm-
um 433 milljónum í beina fjár-
hagsaðstoð við fátækar fjölskyldur,
en þetta er nærri 150 milljónum
meira en í fyrra. Meginástæðan
fyrir þessu skelfilega ástandi er at-
vinnuleysið.
Að sögn Sveins Ragnarssonar, fé-
lagsmálastjóra hjá Félagsmála-
stofnun, er um 25% aukning á
fjárhagsaðstoð í nær öllum mán-
uðum borið saman við árið í fyrra.
Þess ber að geta að fjárhagsaðstoð í
fyrra var heldur minni en á árinu
1991. Sveinn sagði að atvinnu-
leysið sé meginskýringin á þessari
aukningu. Atvinnuleysi í Reykja-
vík er nú rúmlega 4% sem þýðir
að yfir 2.000 manns eru án vinnu.
Á síðasta ári fengu 2.420 fjöl-
skyldur fjárhagsaðstoð frá borg-
inni. Sveinn sagði að Ijóst væri að í
ár myndi fjölga í þessum hópi um
a.m.k. 600 fjölskyld-
ur.
Sveinn sagði að í
fjárhagsáætlun fyrir
næsta ár sé gert ráð
fyrir óbreyttri fjárhæð
í fjárhagsaðstoð, þ.e.
433 milljónum. Hann
sagði ekkert hægt að
fullyrða um hvort sú
tala standist, en sagði
þó mjög ólíklegt að
lægri upphæð fari til
þessa málaflokks á
næsta ári en í fyrra.
Verði um aukningu
að ræða verði leitað
eftir aukafjárveitingu
líkt og gerðist í sumar
en þá veitti borgarráð
110 milljóna auka-
fjárveitingu í fjár-
hagsaðstoð.
Fjárhagserfiðleikar
heimilanna komu til
umræðu á Alþingi í
gær að frumkvæði Stefáns Guð-
mundssonar alþingismanns. Stefán
gagnrýndi harðlega þá miklu
skuldaaukningu heimilanna sem
orðið hefur í tíð þessarar ríkis-
stjómar, en þar er um 60 milljarða
skuldaaukningu að ræða. Heildar-
skuldir heimilanna eru nú yfir 260
milljarðar. Stefán hvatti forsætis-
ráðherra til að stofna starfshóp til
að skoða þetta mál.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, al-
þingismaður, sagði að á Alþingi
væri fjallað ítarlega um fjárhags-
vanda fyrirtækjanna, bankanna og
ríkissjóðs, en hins vegar virtist sem
fjárhagsvandi heimilanna væri al-
gert aukaatriði. Ingibjörg benti á
tölur Félagsmálastofnunar Reykja-
víkurborgar og sagði þær sýna vel
hversu slæm staðan er hjá mörg-
um fjölskyldum í landinu. -EÓ
Verkfall boðað á flotanum
Sjómenn fara ekki fram á kauphækkun heldur réttlæti, segir formaður SSÍ..
„Það horfir tvímælalaust þung-
lega um sættir í þessu erfiða máh.
Ég get ekki séð annað en að þessi
nýársgjöf endist fram að páskum,'
sagði Jónas Haraldsson skrifstofu-
stjóri LÍÚ á þriðja tímanum í gær
þegar hann tók við og kvittaði fyr-
ir verkfallsboðun samtaka unclir-
og yfirmanna á fiskiskipaflotanum.
Það voru ekki aðeins útvegs-
menn sem fengu verkfallsboðun
afhenta í gær heldur einnig VSÍ og
embætti ríkissáttasemjara. „Okkur
var tekið með mestum ágætum
hjá VSÍ, betur en hér,' sagði Óskar
Vigfússon formaður Sjómanna-
sambandsins eftir að hafa afhent
verkfallsboðunina skrifstofustjóra
LÍÚ. Athygli vakti að formaður
samtakanna Kristján Ragnarsson
sá ekki ástæðu til að taka á móti
forystumönnum sjómanna, heldur
sat sem fastast á skrifstofu sinni
þegar þeir komu í hús.
Guðlaugur Þorvaldsson ríkis-
sáttasemjari hefur boðað deiluað-
ila til fundar klukkan 16 n.k.
mánudag. En boðað verkfall sjó-
manna á flotanum kemur til fram-
kvæmda á miðnætti á nýársdag,
þann 1. janúar n.k. hafi samningar
ekki tekist fyrir þann tíma. Komi
til verkfalls á flotanum nær það til
allra fiskiskipa 12 tonna og stærri í
öllum landsfjórðungum nema á
Vestfjörðum.
„Sjómenn eru ekki að fara fram á
kauphækkanir heldur réttlæti,'
segir Óskar Vigfússon formaður
SSÍ. Hann segir að sjómenn fari
fram á að kjarasamningur þeirra
sé virtur og krefjist samninga um
veiðar sem ekki eru fyrir hendi í
aðalkjarasamningum sjómanna.
„Þetta er númer eitt og númer
tvö. Númer þrjú er að við fáum
eðlilega verðmyndun á hráefni
sjómanna.' Aðspurður hvort það
sé ekki í verkahring löggjafans að
breyta lögum um frjálst framsal
veiðiheimilda til að stemma stigu
við kvótabraski og þátttöku sjó-
manna í kvótakaupum í ljósi þess
að það er bannað samkvæmt
kiarasamningi, sagði Óskar: „Okk-
ur er sama hvar það leysist. Bara
að það leysist.'
Þá er reiknað með að Sjómanna-
félag Reykjavíkur endumýji verk-
fallsboðun á skipum Eimskipafé-
lagsins og eins hafa félög undir-
manna og þerna á Vestamanna-
eyjaferjunni Herjólfi boðað til
verkfalls frá og með áramótum.
Árangurslausir sáttafundir hafa
verið haldnir í þeirri deilu í Eyjum
og reiknar ríkissáttasemjari með
að næsti sáttafundur verði haldinn
n.k. þriðjudag, 14. desember í
Karphúsinu. -GRH
t
*©
‘i -
FRAMHALDSSKÓLINN í REYKHOLTI:
Tökum á móti nýjum fj ölbrautaskólanemendum
•v, ávorönn 1994.
-F
.„..v ..»#
>
Bóknám fyrirallar brautir
Matvcelamm
Uppeldisnám
Sjtíkralióanám
Viðskiptanám
Fomám
Listanám
Innritun er hafin fyrir vorönn 1994.
Upplýsingar í símum: 93-51200/51201/51210/51112
Skólanieistari
Harður rammi
Mjúkur kjarni
Heimavist-hestaraennska-fjölmiðlun-kvikmyndagerð-blaðaútgáia-ljásmyndun-íþróttir-líkamsrsEktantöá-sundlaug-leiklist-nýjar tölvur-klúbbar-nemendalýðrseði
OSSGÁTA
SIÐA 10
LEIÐARI
SIÐA2
f
ÚTVARP
SJÓNVARP
SIÐA 16-17