Tíminn - 11.12.1993, Qupperneq 3

Tíminn - 11.12.1993, Qupperneq 3
Laugardagur 11. desember 1993 3 Eg er bara stelpa VDLBORG DAVÍÐSDÖTTIR fréttamaðnr, rlthöfundnr og afkomandl galdrabrennn- mannsins Jóns Kortssonar að vestan Vilborg Davíðsdóttir er 28 ára gömul kona að vestan. Hún er fréttamaður á Stöð tvö og Bylgjunni og sendi frá sér í vetursína fyrstu bók, Við Urðarbrunn, sem er skáldsaga er gerist á íslandi fyr- ir 1100 árum. Að baki bókinni liggur heilmikil heimildavinna og pælingar í lifnaðar- og þjóðháttum þessa tíma, að viðbættum þessum hefðbundna skáld- lega neista og frásagnargleðinni sem þarf til aðgæða prentsvertuna lífi. „Þetta er svipað og að ganga með bam í maganum í langan tíma og gefa það síðan frá sér. Maður situr eftir með einhveija tómieikatil- finningu. Þú ert ekki með bamið Iengur innan í þér, heldur ert með það í höndunum og aðrir horfa á það, vega og meta og fella sinn dóm. Maður er fullur kvíða þar til dómamir koma. Ég hef sem betur fer fengið jákvæð viðbrögð. Bóka- útgefendur tala stundum um eftir- fæðingarþunglyndi þegar rithöf- undar hafa skilað síðasta handrití. Mér er sagt hjá Máli og menningu, að sumir höfundar séu í sérstakri sálgæslu á meðan þetta þunglynd- istímabil er að ganga yfir. Þeir segja að það Iendi flestir rithöfundar í þessu, jafnvel þó bækumar þeirra fái mjög jákvæða dóma og seljist grimmt' —EJhiviðurinn í bók þinni er sóttur rúmlega þúsund ár aftur í tímann. „Sagan gerist á landnámsöld, um aldamótín 900. Þá em ekki nema fimmtán ár síðan fyrsta fólkið flutt- ist til íslands. Það, sem knýr sög- una áfram, er barátta ungrar am- báttar fyrir betra lífi. Kannski knýr það okkur öll áfram, við viljum hafa það svob'tíð betra, komast ögn hærra. Sögupersónan, Korka, hef- ur allt á mótí sér. Hún er frilludótt- ir, ambátt í lægsta þrepi samfélags- ins. Fædd af keltneskri ambátt, sem var hjákona. Faðir hennar gengst ekki við henni. Móður hennar var hugsanlega nauðgað, en í það verður lesandinn að ráða sjálfur. Gegn öllu þessu verður hún að berjast til þess að eiga möguleika á að vinna sig upp. Hún sættir sig ekki við ánauðina. Sættir sig ekki við að vera þræll. Þetta er í stuttu máli það, sem sagan snýst um." — Eru þetta í grundvallaratriðum sömu tiljinningar og sama lijsbarátta og fólk heyr í dag? „Já og nei. Á þessum tíma er stéttaskipting mjög mikil. Ætt eða ættleysi, fátækt eða ríkidæmi skipt- ir öllu máli. f dag skiptir auðvitað máli hvaðan þú kemur og hverra manna þú ert, en ekki í neinni lík- ingu við það sem gerðist þá. Korka berst þá ekki fyrir jafnréttí kynj- anna. Á þessum tíma nutu fijálsar konur ákveðins sjálfstæðis og höfðu afmörkuð völd. En hún kemur úr stétt, sem naut ekki frels- is og einskis réttar." — Þú ert búin að vinna við frétta- menrisku í átta ár. Nýtist það þér við ritstörf og getur frægðin hjálpað til við að selja bækur? „Er ég fræg?! Að vera fréttamað- ur hefur að þessu leytí stóran kost og líka galla. Kosturinn er sá, að ég hef vonandi lært á þessum átta ár- um hvemig á að halda athygli fólks. Setja hlutina þannig fram að fólk skilji þá, hlusti á mig og fylgi mér eftir og meðtaki þá. Gallinn er að fréttamenn þurfa að stytta mál sitt mjög og skrifa knappan stíl. Það hefur alltaf ergt mig að þurfa að skrifa stuttar fréttir. Maður verður að gera það; upplýsingaflæðið er það mikið að fólk meltir ekki lang- ar fréttír og þær verða lítið spenn- andi og leiðinlegar. Fréttamaður skrifar hlutlausan texta og lætur ekki í ljós srnar skoðanir og tilfinningar. Þegar þú skrifar sögu, snýst þetta alveg við. Þú verður að hafa skoðun á viðfangsefninu og þú verður að sýna miklar tilfimringar. Það var dálítið átak að leyfa sér það, en þegar ég komst yfir það og gat látíð gamminn geisa, fór ég að lifa í tveimur heimum. Ég kom heim úr vinnunni, úr snöggsoðnum, hörðum fréttaheimi, settíst við heimilistölvuna mína og byrj- aði að skrifa. Það veitti mér bæði útrás og hvfld." — Persónan á bak við höfundinn og fréttakonuna, hver er hún? „Ég er bara stelpa að vestan. Fædd og uppalin á Þingeyri við Dýrafjörð, en fór mjög ung að heiman. Var ekki nema fjórtán ára þegar ég fór í heimavistarskóla, fyrst á Núpi og síðan í Menntaskól- ann á ísafirði. Þaðan fór ég mjög fljótlega suður til Reykjavíkur og hef verið þar meira og minna síð- an. Samt sem áður er ég alltaf að vestan og þar á ég mitt fólk. Það er stundum talað um tvær þjóðir í einu landi og ég tilheyri báðum. Ég er bæði Reykvfldngur og Vestfirðingur og ég held að ég njótí þess í fréttamennskunni að geta séð hlutina frá sjónarhóli beggja." — Þitt fólk fyrir vestan, þín jjöl- skylda? „Ég er úr stórri fjölskyldu. Á eina yngri systur og fjóra eldri bræður. Þess vegna er ég svona frek, ég hef alltaf þurft að vera að rífa kjaft! Pabbi var sjómaður, vélstjóri á tog- ara í 25 ár. Ég var einfari sem krakki. Ég varð læs fimm ára gömul og lagðist í bækur mjög snemma. Bættí þannig upp ákveðið vinaleysi og dáðist að fólki sem gat skrifað góð- ar bækur. Ég reyndar las svo mikið að ég skaddaði í mér sjónina. Ég er næstum því blind. Fyrstu ferðimar von SAttu á gestum? Úrvals matreiðslubók í umsjá Guðrúnar Hrannar Hilmarsdóttur hússtjórnarkennara, sem prófaði alla réttina. Stóraukin og endurbætt útgáfa. • I bókinni eru 500 litmyndir sem auðvelda góða og skemmtilega matargerð og Ijúffengan bakstur. • Hver rétturfœr heila opnu - stór litmynd af réttinum tilbúnum, uppskrift og litmyndaröð með skýringum sem sýnir handtökin við undirbúning og gerð réttanna. • Matreiðslubók sem kemur sér vel í eldhúsinu og er notuð aftur og aftur. til Reykjavíkur voru til þess að kaupa handa mér ný gleraugu. Frá sex til fjórtán ára aldurs fór ég einu sinni á ári til þess að skipta um gleraugu. Það var mikið frelsi að fá linsur og sjá hvemig heimurinn lít- ur út í rigningu. Upphaflega fór ég út í blaða- rnennsku m'lján ára gömul, vegna þess að í mér blundaði þessi draumur um að skrifa. Á þessum aldri hafði ég hins vegar ekki nógu mikið sjálfstraust til þess að trúa því að ég gætí nokkúm tífna skrif- að bók. Einhvem daginn hugsaði ég með mér: Annað hvort reyni ég þetta eða telst aumingi ella." — Og niðurstaðan er? „Það dæmir enginn í sjálfs síns sök. Ég er að minnsta kostí búin að reyna þetta og komast að því að mér finnst þetta óskaplega gam- an." — Getur sögupersóna öðlast sjálf- stætt líf að einhverju leyti í höndum þess, sem býr hana til? „Söguhetjan í þessari fyrstu bók minni er það sjálfstæð að hún er ekki lengur hluti af mér. Hún er það sterkur karakter að hún ræður sér sjálf. Ég sé tímann ekki fyrir mér sem beina línu, heldur sem nokkurs konar hring. Mér finnst eins og Korka sé þama ennþá. Þetta er ef til vill undarlega til orða tekið, en fyrir mér er fortíðin nálæg og lif- andi og tilgangurinn með bókinni er öðrum þræði að koma þeirri hugsun til skila. Ég hef alltaf hrifist af hugsuninni um tímaferðalög. Þetta er tímaferðalag ellefu hundr- uð ár aftur í tímann." — Ertu sátt við sögupersónuna þeg- ar þú skilur við hana? „Ég held að mér sé óhætt að ljóstra því upp að ég hef ekki sagt alveg skilið við Korku." —Korka er skyggn og gædd dulræn- um hæpleikum. Hún lærir rúnir og er það sem sumirgætu kallað ídag, göldr- ótt. En hvað með höfundinn, sem til- heyrir Vestprðingum, sem oft hafa þótt dálítið sér á parti? Er Vilborg Davíðs- dóttir göldrótt? „Ég er ekki einu sinni berdreym- in! En í þessu samhengi er dálítið skondið að geta sagt frá því að ég er af ætt sem heitir Kortsætt. Pabbi minn hefur mikinn áhuga á ætt- fræði og hann hefur komist að því að einhvers staðar aftur í öldum á mín fjölskylda forföður sem hét Jón Kortsson. Hann ofsóttí fólk, sem orðað var við kukl, og stóð fyrir galdrabrennum. Mér finnst óhugnanlegt að eiga þennan for- föður." — Þannig að þú ert ekki á sömu línu og Jón Kortsson? „Nei! Kuklið er ekkert annað en fróðleiksfýsn. Menn vilja vita, menn vflja skilja. Komast að því hvað veldur og hver er tilgangur- inn með þessu öllu saman." Ámi Gunnarsson SETBERG Freyjugötu 14, sími 91 17667 Verð: 3.560 kr.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.