Tíminn - 11.12.1993, Side 5

Tíminn - 11.12.1993, Side 5
Laugardagur 11. desember 1993 5 Máttur orðanna ORÐ. Pegar ég var bam sá ég þau jafnan fyrir mér sem stjömur uppi á him- inhvelfingunni þar sem þau gáfu frá sér misskæra geisla og höfðu þar af leiðandi mismunandi áhrif þegar þau vom tekin í notkun. Ég dáðist að þeim manneskjum sem gátu kallað þau fram og sett þau í langa, fagra strengi svo stirndi af þeim sterkum blæ- brigðum í lit, formi og áhrifum. Yfirleitt fannst mér fólk hafa þessi stjörnuorð fullkomlega á valdi sínu lengi framan af, og það var ekki fyrr en ég heyrði vörubílstjóra brúka orð yfir bil- uðum öxli, sem vom einhvem- veginn svo þung og dökk í sér að ég fór að velta fyrir mér hvaðan þau kæmu. Örugglega ekki úr stjömuþokunni minni. Ég kann- aði áhrifamátt þeirra um leið og ég þrammaði heim: „helvítis, andskotans, djöfulsins helvíti ...' Jú, þau bjuggu yfir einhverju valdi þessi orð, einhverju karla- valdi í ætt við bíla, smuroKu og skurðgröfur. Allt öðm vísi en t.d. þegar afi sagði: „Árans óþurrka- tíð er nú þetta.' Eftir þessa uppgötvun mína klæddi ég orðin jafnan í ákveðið umhverfi — búning — hvort sem þau vom himnesks eðlis eða fengin úr einhverju óþekktu jafnvægisleysi. Pannig dönsuðu til dæmis orð eins og „yndislegt', „bjart' og „sól' ofan á fíflakoll- unum í brekkunni, „fæðing', „falleg' og „djúp' áttu sér jafnan stað í þessari dularfullu íslensku síðsumarbirtu í rökkurbyijun, en „ófriður', „þungskýjað' og „geð- vonska' bjuggu í mynd af myrku andliti einhvers ógæfumanns í útlendri bók, sem til var heima. Sömuleiðis áttu mannanöfn sína ákveðnu persónugerð. „Siggur' voru t.d. undantekningarlaust grannar, ljóhærðar og fríðar á meðan „Gunnur' voru svolitlar buddur, rjóðar í kinnum. (Sjálf skilgreindi ég „Gróur' og þar með sjálfa mig í „Gunnu'-hóp- inn þar til ég las Söguna hans Hjalta litla og Pilt og stúlku og sá hvaða dráttum Halldór Pétursson teiknari dró Gróu í Vesturbæn- um og þá margfrægu Gróu á Leiti, báðar skarpholda og ekki beinlínis ægifagrar). í gegnum tíðina hafa orð þann- ig leikið sér í vitund minni og átt sér fjölskrúðugt búningasafn og umhverfi. Þau hafa einnig oft verið býsna kenjótt og neitað að láta á sér kræla þegar ég hef þurft á þeim að halda, um leið og önnur hafa tranað sér fram með frekju, fullkomlega laus við það stjörnuskin og fegurð sem stafaði af fyrstu orðum bemsku minnar. Eitt slíkt orðgerpi hefur troðið sér inn í bæði prentað mál og mælt nú á síðari tímum, jafnvel hjá sæmilega greindu fólki. Hlýt- ur það að þýða að þetta sé hið ágætasta orð, enda málfræðilega rétt myndað. Samt er það þeim ókostum búið að það þrengir sér hvarvetna að — jafnvel í hinum uppbyggilegustu samræðum — og slær fólk til jarðar í einu vet- fangi þegar andi þess er kominn á flug til einhvers göfugs sann- leika. Og ekki velur það sér bún- inga af smekkvísi, því það klæð- ist jafnan stressuðum, skjala- töskuklæddum karlmönnum eða stöðluðum, vel máluðum konum í drögtum, svo vart má á milli sjá hvort þessar vesalings verur klæðast orðinu eða orðið þeim. Og hvert er svo þetta töfraorð, sem getur heft svo rækilega flug göfugra hugsana? Jú, það er orð- ið að Markaðssetja = að setja eitt- hvað á markað. Fyrir utan fá- dæma sorglegan klæðnað er orð- ið allt afar þungt og ófrjótt og hlunkast til jarðar í hveiju skrefi. Það lítur aldrei til himins, hvað þá að það hefji sig til flugs og Gróa Finnsdóttir. tengist björtu, göfugu orðunum, heldur æðir áfram í fávísri vissu um að það sé eitt meðal annarra jafningja, svo sem orða eins og „fjármagnskostnaður', „sjáust- um', „verðin', og mikið ef það er ekki farið að hitta fyrir „mjólkimar'. Og fólkið sem það klæðist — hið dæmigerða nú- tíma framafólk, íslenskt — hefur slíka ofurtrú á Markaðssetja, að það Markaðssetur námskeið þar sem kennt er að Markaðssetja bros og jafnvel hreyfingar annars fólks til að það geti síðan aftur Markaðssett guðmávitahvað, þegar það hefur hafið sína eigin Markaðssetningu, þá löngu hætt að sjá fugla himinsins og liljur vallarins. Vörum okkur því á Markaðs- setja, því hann er svo ágengur að hann gerir þræla úr okkur öll- um, ef við höldum ekki vöku okkar. Okkur ber að varðveita huglæga fegurð okkar sem þjóð- ar, svo að við, sem þegnar í þjóðasamfélagi heimsins, getum átt eitthvað til að gefa og um leið öðlast hæfileikann til að taka fordómalaust við gjöfum gjör- ólíkra menningarheilda. Því það er tungumálið — orðin — sem gerir þjóð að þjóð og einkenni hennar ráðast fyrst og síðast af því hvemig við beitum málinu. Afskræmum hugsanir okkar ekki með græðgi og hentistefnu herra Markaðssetja, heldur hvörflum augunum andartak frá honum, öndum frá okkur streituloftinu og horfum til stjörnubjarts him- ins og veljum nokkur skær og björt orð til handa náunganum. Því orð em til alls fyrst.... Gróa Finnsdóttir BÓKMENNTIR Ásgeir Víglundsson Á þessu sumri, 1993, kom út bókin „íslensk glíma og glímu- menn'. Höfundur hennar er Kjartan Bergmann Guðjónsson, sem fæddur er 11. mars 1911, sonur Guðjóns Kjartanssonar bónda á Flóðatanga í Stafholt- stungum og konu hans Sólveigar Árnadóttur. f bókinni er rakin saga glímunnar bæði í máli og myndum. Par er getið allra helstu glímumanna. Bókin er flokkuð Nýjar víddir er ungt og metnaðarfullt fyrirtæki á sviði útgáfu og hönnun- ar, sem hefur vakið óskipta at- hygli fyrir sérstæða og vandaða prentgripi. Meðal þess helsta er dagatalið AF LJÓSAKRI, en það er nú komið út í fimmta sinn. Nýjar víddir hafa tekið við útgáfu þess af AUK hf. Sem fyrr eru það breiðmyndir Harðar Damelsson- ar, af íslensku landslagi og ís- lenskri birtu, og ljóðrænn, fræð- andi texti Páls Imslands jarðfræð- ings, sem prýða dagatalið og er óhætt að fullyrða að það hafi borið hróður landsins víða um heim. Dagatalið hefur tekið ýmsum breytingum frá upphafi, en flest- ar hafa miðast við að einstakling- ar og fosvarsmenn fyrirtækja gætu betur ræktað tengsl sín við vini og viðskiptavini erlendis. Texti dagatalsins er á íslensku, ensku, þýsku, frönsku, sænsku og nú í fyrsta sinn einnig á spænsku. Þýðendur textans eru: Glímusaga eftir landsfjórðungum og helstu glímumótum; til dæmis er öllum glímukóngum íslands gerð góð skil. Bókin er öll hin veglegasta, nokkuð á fimmta hundrað síður. Fjöldi ljósmynda prýðir bókina og við sögu koma liðlega þúsund manns. Segja má að hugur Kjartans Bergmanns hafi snemma beinst að íslensku glímunni. Kjartan mun aðeins hafa verið 7 ára gam- all þegar hann fór að æfa glímu. f Ungmennafélag Stafholtstungna í Mýrasýslu gekk Kjartan þegar hann var 12 ára gamall 1923, og á hann því á þessu ári 70 ára af- mæli sem ungmennafélagi. Kjart- an var kjörinn formaður Ung- mennafélags Stafholtstungna að- eins 19 ára gamall. Árið 1942 gerðist Kjartan glímukennari á vegum íþróttasambands íslands og kenndi glímuna bæði í skólum og íþrótta- og ungmennafélögum víða um landið. Á þessum glímu- ferðum sínum kynntist Kjartan mörgum gömlum glímumönnum og aflaði sér fróðleiks um ís- lensku glímuna. Kjartan var ráð- inn framkvæmdastjóri fþrótta- sambands íslands 1945 og var það meirihluta ársins 1951, en gerðist skjalavörður Alþingis í októbermánuði það ár. Árið 1947 fékk Kjartan Bergmann sam- þykkt hjá íþróttasambandi ís- lands stofnun Landsflokkaglím- unnar, sem er meistaramót í ís- lenskri glímu í þyngdar- og ald- ursflokkum. Áður var aðeins fs- landsglíman, sem leyfði þátttöku í glímu af öllu landinu. Einnig beitti hann sér fyrir því árið 1965 að fjórðungsglímur yrðu haldnar og eru þær enn við líði á þeim stöðum þar sem glíma er stund- uð. Glímusamband íslands var stofnað 11. aprfl 1965. Kjartan Bergmann var kjörinn fyrsti for- maður Glímusambandsins. Ég sem stjórnarmaður í stjórn Glímudeildar KR, þakka Kjartani Bergmann alveg sérstaklega fyrir þetta glæsilega verk og er þess al- veg fullviss að það gera allir, sem áhuga hafa á íslenskri menningu. Bókin er prentuð í prentsmiðj- unni Odda og hefur ekkert verið sparað til verksins, enda er bókin mjög falleg og vel unnin. Bókin fæst í bókabúðum Eymundsson og bókaforlagið Þjóðsaga sér um dreifingu. Metnaðarfull útgáfa Bemard Scudder, enska, Helmut Hinrichsen, þýska, Gérard Le- marquis, franska, Adolf H. Peter- sen, sænska, og Aytor Yraola, spænska. Hönnuður er Kristín Þorkelsdóttir og hreinteikningu annaðist Stephen Fairbairn hjá AUK. Prentun var unnin í Odda með sérstakri tækni, sem beitt var í fyrsta sinn við AF LJÓS- AKRI'92. Afsprengi dagatalsins AF UÓS- AKRI eru orðin fjölmörg og má þar m.a. nefna ljósakurskort, ís- landsbréf, breiðmyndaplaköt og lúxuskort. Einnig fallegar möpp- ur ætlaðar fyrir ráðstefnugögn. Nýjar víddir gefa út í fyrsta sinn h'til dagatöl, svokölluð þemadaga- töl. Þau fást hvort heldur er á vegg eða borð og er textinn bæði á íslensku og ensku. Annars veg- ar er Jöklasýn, með ljósmyndum eftir Ragnar Th. Sigurðsson og inngangstexta eftir Ara Trausta Guðmundsson, og hins vegar Fjalladans, með vatnshtamyndum og inngangstexta eftir Kristínu Þorkelsdóttur. Höfundar dagatalsins AF UÓSAKRI '94: Hörður Daníelsson, Páll Imsland og Kristín Þorkelsdóttir.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.