Tíminn - 11.12.1993, Side 7
Laugardagur 11. desember 1993
7
Afrakstur ferðaþjónustu um 15
milljarðar á árinu
Ferðaþjónusta stefnir í að vera ein af höfuð atvinnugreinum þjóðarinnnar
Arlega veija Flugleiðir rúm-
um milljarði til markaðs-
mála í ferðaþjónustu.
Reykjvík sem heilsuborg þykir
álitlegur kostur. í ár er búist við að
ferðaþjónusta skib 15 milljörðum í
þjóðarbúið en samt er greinin
skattlögð meira en aðrar gjaldeyr-
isskapandi greinar. Á undanföm-
um árum hafa ferðamenn komið í
auknum mæli utan hefðbundins
ferðamannatíma í svokallaðar æv-
intýraferðir.
Þetta kom m.a. fram á ráðstefnu
sem ferðamálanefnd Reykjavíkur
gekkst fyrir í gær undir kjörorðinu
Markviss sókn - Meiri árangur. Þar
héldu m.a. erindi forstjóri Flug-
leiða, borgarstjóri, formaður ferða-
málanefndar borgarinnar og eig-
andi Ferðaskrifstofunnar Addísar.
f máli Sigurðar Helgasonar for-
stjóra Flugleiða kom fram að ár-
lega ver félagið rúmum milljarði tíl
kynningar og sölu á íslenskri
ferðaþjónustu erlendis.
Hann fullyrtí að ekkert annað ís-
lenskt fyrirtæki né opinber stofn-
un kostaði líku til að koma ís-
lenskum vörum og þjónustu á
framfæri á alþjóðamarkaði.
Þá benti hann á að á Qórum ár-
um hafl Flugleiðir keypt flugvélar,
byggt nýja viðhaldsstöð, endumýj-
að tvö hótel og bílaleigu fyrir
meira en 20 milljarða króna.
Hann þakkar þessum umsvifum
að íslensk ferðaþjónusta skilar nú
um 10% gjaldeyristekna þjóðar-
innar.
Þá gagnrýndi Sigurður ríkisvald-
ið. Hann sagði að á sama tíma og
það hefði gífurlegra hagsmuna að
gæta í vexti og viðgangi ferðaþjón-
ustunnar væri árlega klipinn af
henni stór hluti þess lögbundna
fjárjnagns sem ríkisvaldið eigi að
veita til landkynningar. »Það eru
fjármunir sem eiga að koma af
hérumbil hálfs milljarðs króna
hagnaði ríkisins af fríhafnarrekstri
í Keflavík. í fjárlagafrumvarpinu
sem nú er til meðferðar er gert ráð
fyrir að ferðamálaráð fái rúman
þriðjung af því framlagi sem því er
ætlað,' sagði Sigurður.
Hann sagði að það þyrftí að beina
fjárfestingum í auknum mæli í
ýmiskonar afþreyingu tengdri
ferðaþjónustu til að auka fjöl-
breytni hennar og vísaði til þess að
hér á landi hefði verið fjárfest gíf-
urlega í hótelrými.
Til marks um mikilvægi ferða-
þjónustunnar vimaði hann í orð
forstjóra Þjóðhagsstofnunar, en
hann hefur lýst því yfir að hag-
vöxtur hér á landi á næstu ámm
myndi ráðast af því hvemig gengi í
sjávarútvegi, orkubúskap og ferða-
þjónustu. f því sambandi varaði
Sigurður við því að rekstargrund-
velli greinarinnar yrði raskað með
nýjum sköttum.
Markús Öm Antonsson borgar-
stjóri lagði áherslu á Reykjavík
sem heilsuborg. Hann taldi að
borgin hefði alla möguleika til að
verða ein helsta heilsuborg fram-
tíðarinnar. f því sambandi nefndi
hann að íbúar meginlandsins
þráðu að komast í ómengað loft og
njóta óspilltrar náttúru.
Þá vitnaði hann og til þess að ár-
angur í ferðaþjónustu hefði orðið
ótrúlega mikill undanfarin ár og
vimaði til fjölgunar ferðamanna.
Þá voru skemmtiferðaskip og
hafnaraðstaða ofarlega á baugi í
máli borgarstjóra. ,Af okkar hálfu
er mikill áhugi á að kanna, með
öllum viðkomandi aðilum, hvem-
ig við getum átt meiri viðskiptí við
farþega af skemmtiferðaskipum
sem koma til Reykjavíkur,'sagði
Markús og vísaði til nýja Miðbakk-
ans og framkvæmda í miðbæ
Reykjavíkur sem hvata þessa.
í máli Júlíusar Hafstein, for-
manns ferðamálanefndar Reykja-
víkur, kom fram að á síðustu 10
árum hafi fjöldi erlendra ferða-
manna til fslands tvöfaldast, þ.e.
úr 75 þúsundmn í 150 þúsund og
á sama tíma hefðu gjaldeyristekjur
rúmlega tvöfaldast og væm nú allt
að 12% af gjaldeyristekjum þjóð-
arinnar. Hann taldi að á þessu ári
myndu þær nema um 15 milljörð-
um króna.
Júh'us taldi að alla tíð hefði vant-
að að ferðaþjónusta yrði viður-
kennd í samræmi við aðrar gjald-
eyrisskapandi atvinnugreinar
þjóðcuinnar.
Arngrímur Hermannsson, eig-
andi ferðaskrifstofunnar Addís hf„
skýrði frá og sýndi myndir frá
mjög athyglisverðum ferðum um
ísland. Þar voru jöklaferðir á ís-
lenskum jeppum áberandi, sem og
ferðir inn í íshella svo eitthvað sé
nefnt. Þá benti Arngrímur á að
svokallaðar hvatningaferðir nytu
vaxandi vinsælda en þá er starfs-
mönnum erlendra fyrirtækja sem
þykja skara fram úr á einhvern
hátt umbunað með stuttri ferð.
Arngrímur telur að fsland sé góð-
ur kostur sem ævintýraland. „Ef
við fjárfestum lítíllega í afþreying-
unni í næsta nágrenni Reykjavíkur
þannig að hún nýtist allt árið, þá
er það góð byrjun á ábatasömu
verki sem síðar mun teygja sig til
annarra byggðarlaga,'sagði Arn-
grímur.
Bókahillurnar eru
20 km að lengd
Hátt í 500.000 bækur verða í kjallara Þjóðar-
bókhlöðunnar
Iþessum mánuði er verið að
leggja síðustu hönd á færan-
lega bókaskápa í kjallara Þjóðar-
bókhlöðuhússins á Melunum.
Að sögn Einars Sigurðssonar
Háskólabókavarðar verða þama
hátt í 500 þúsund bækur sem
verða geymdar í hillum sem em
allt að 20 km að lengd væm þær
Iagðar saman hlið við hlið. Það
samsvarar u.þ.b. vegalengdinni
frá Lækjartorgi og upp í Mos-
fellsbæ.
Einar segir að ætlunin sé að
hýsa þama bæði íslenskar og er-
lendar bækur sem nú eru
geymdar á Landsbókasafni og
Háskólabókasafni. Margar þeirra
em komnar til ára sinna og em í
hópi þeirra sem stundum eru
nefndar þjóðardýrgripir. Al-
mennum gestum verður að öllu
jöfnu óheimill aðgangur að þess-
um geymslum og býst Einar við
að hafist verði handa um að
flytja bækumar í ný húsakynni
eftir áramót.
Hann segir að kostnaður við
þennan áfanga sé talinn hag-
stæður og talar þar um 25 millj.
kr.
Búist er við að Þjóðarbókhlað-
an verði tekin í notkun seint á
næsta ári og áætlaður byggingar-
kostnaður er talinn verða um 2
milljarðar kr. -HÞ
Hér verða margir dýrgripir þjóSarinnar geymdir í veglegum bókahillum
ÞjóSarbókhlöSuhússins ó Melunum.
1AMMAN - Þrír Bretar
sem vom handteknir fyr-
ir að fara ólöglega yfir
landamæri íraks hittu fjölskyldur
sínar að nýju í gær eftír að Sadd-
am Hussein íraksforsetí lét sleppa
þeim úr haldi.
20SLÓ - Nelson Mandela
og de Klerk forsetí Suður-
Afríku hétu því að hraða
tilraunum til að afnema aðskiln-
aðarstefnuna þegar þeir tóku við
friðarverðlaunum Nóbels árið
1993.
3SARAJEVÓ - Alþjóðlegir
sáttasemjarar lýstu því yfir
í gær að þeir hyggist hefja
nýjar friðarviðræður um Bosníu í
þessum mánuði. Yfirlýsing þeirra
kemur í kjölfar þess að leyniskytt-
ur særðu að minnsta kosti átta1
manns í Sarajevó.
4CENF - Enn ein hindmn-
in kom í veg fyrir árangur
í Gatt-viðræðunum í gær.
Að þessu sinni em það flutningar
á sjó sem deilt er um og hafa þær
valdið spennu milli samninga-
E U|T E
manna Bandaríkjanna og Evrópu-
bandalagsins.
5WASHINGTON - Clin-
ton Bandaríkjaforsetí segir
að hann vonist enn til að
hægt verði að leysa deilur um
kjarnorkuvopnaáætlun Norður-
Kóreu í samningaviðræðum, þrátt
fyrir að harðorðar opinberar yfir-
lýsingar hafi borist frá Pyongyang,
höfuðborg Norður-Kóreu.
6TUNIS - Yasser Arafat
leiðtogi PLO og Yitzhak
Rabin forsætisráðherra
ísraels hittast í Kcúró á sunnudag-
inn til að ræða samninginn um
sjálfsstjóm Palestínu.
7JERUSALEM - Simon
Peres utanríkisráðherra
ísraels segjst hafa tjáð Ara-
fat að ísraelar muni ekki sam-
þykkja málamiðlun varðandi ör-
yggismál í sjálfstjórnarsamning-
unum.
8RAMALLAH - Hanan
Ashrawi leiðtogi Palestínu
hefur hætt starO sem tals-
maður PLO.
9MOSKVA - Vestrænir
bankamenn og hagfræð-
ingar telja lCklegt að hægt
verði að mynda umbótasinnaða
samsteypustjórn eftir þingkosn-
ingamar í Rússlandi á sunnudag-
inn. Nýja stjórnin tekur við því
g£ I erfiða verkefni að reyna að rétta
efnahag landsins við.
WMOSKVA
Helstu umbóta-
sinnar Rússlands
segja þjóðernissinnann Vladimir
Zhirinovsky vera hættulegt afl í
rússneskum stjórnmálum og
einn embættismaður lét hafa eft-
ir sér að Zhirinovsky geti orðið
forseti landsins í haust ef flokki
hans gengur vel í kosningunum
á sunnudaginn.
nMILANÓ
Rannsókn á spill-
ingu í ítölskum
stjómmálum er alls ekki lokið. í
gær var Achille Occhetto leiðtogi
fyrrverandi kommúnistaflokksins
(PDS) var tekinn til strangrar yfir-
heyrslu vegna gruns um spillingu.
■ #fcBRUSSEL ' Bele-
■ ^^ískir verkamenn
H.^Hflefndu til mótmæla í
gær vegna spamaðaráforma ríkis-
stjórnarinnar og til að vekja at-
hygli funds ráðamanna Evrópu-
bandalagsins þar sem reynt er að
finna lausn á atvinnuleysisvand-
anum í bandalagsríkjunum.