Tíminn - 11.12.1993, Page 11
Laugardagur 11. desember 1993
11
Hún lætur verkin tala
íslensk kona skipuleggur atvinnuleit 50 hagfræðinga
Islendingar láta gjarnan til sín
taka hvar sem þeir eru staddir.
Hrafnhildur Sveinsdóttir er
engin undantekning þar á, en hún
útskrifast með MBA-gráðu frá BI-
viðskiptaháskólanum í ósló þann
20. desember næstkomandi.
Hrafnhildur situr ekki og kvíðir at-
vinnuleysi, því samkvæmt viðtali
við hana, sem birtist í norsku dag-
blaði 11. október, ætlar hún sér að
útvega sjálfri sér og útskriftar-
systkinum sínum atvinnu.
Atvinnuástandið í Noregi er erfitt
um þessar mundir. Hrafnhildur og
útskriftarsystkin hennar eru samt
ekki á því að gefast upp. Þau eru
61, sem ætla að ljúka námi í des-
ember, og af þeim má búast við að
um 50 leiti út á norskan vinnu-
markað. MBA-námið er tiltölulega
nýtt í Noregi og því margir at-
vinnurekendur, sem vita ekki
hvað liggur að baki því. Hrafnhild-
ur og skólasystkin hennar hafa
þess vegna tekið sig til og hafið
átak til að kynna sig og menntun
sína fyrir norskum atvinnurekend-
um. Hrafnhildur tók að sér að
skipuleggja átakið. í því sambandi
sendi hún bréf til 350 atvinnurek-
enda og bauð þeim á kynningu í
skólanum. Bréfin voru samin í
samvinnu við fyrirtæki á sviði
markaðssetningar. Á kynningunni
gefst atvinnurekendunum tæki-
færi tíl að ræða við útskriftamem-
endur og kynna fyrirtæki sín í
leiðinni.
Hrafnhildur segir í viðtalinu að
hún vilji gjarnan að atvinnurek-
endur komi, þótt þá vanti ekki
starfsmenn. Þeir geti kynnt sér
námið og þá þekkingu og færni,
sem nemendur skólans tileinka
sér. Hún segir líka að ef atvinnu-
rekendur sjái sér ekki fært að
mæta, getí nemendumir komið til
þeirra til að kynna sjálfa sig og
námið.
Hrafnhildur hafði margra ára
reynslu af atvinnulífinu þegar hún
ákvað að setjast aftur á skólabekk.
Hún segir að í náminu hafi hún
öðlast fræðilega þekkingu sem við-
bót við reynslu sína. Eins hafi
margir máttarstólpar norsks at-
vinnulífs komið og haldið fyrir-
lestra í skólanum. -GK
Jólagjöf
jeppamannsins
Vagnhöfða23 • Póstnúmer: 112 Reykjavík • Sími 91-685825
Críptu - meðan það gefst:
WaVVA 486/33DX Local BUS
t
með öflugum búnaði
200 MB dískur
4 MB Innra minni
256K cache
14" SVCA lággeisla litaskjár
S31Mb skjáhraðall
2 raðtengi, 1 hliðtengi og leikjatengi
DOS 6.2, Windows 3.1 og mús
á aldeilis ótrúlegu verði
Greiðsluskilmálar Clitnis, (W)
EJíp
- Aðeins 139.966,-
Komdu í verslun okkar eða hringdu í sölufólkið
og fáðu nánari upplýsingar.
kr. stgr.
EINAR J. SKULASON HF
Grensásvegi 10, 108 Reykjavík, Sími 63 3000.